Morgunblaðið - 09.01.1959, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.01.1959, Blaðsíða 18
M O R C V IVB f. 4 Ð 1 Ð Föstudagur 9. 1an. 1959 ie HandknattleikslandsliðiB ,fæddist' ekki án ágreinings Stjárn HSÍ varB að lok- um að kjósa milli manna STJÓRN Handknattleikssambands íslands tilkynnti í gær endan- legí val 14 leikmanna, sem fara eiga utan til Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar til landsleika við fiænþjóðir okkar. Jafnframt er ákveðin fjögurra manna farastjórn og lokið er samningum um leikdaga og ýmisiegt fleira í sambandi við þessa landsleikaför. Formaður sambandsins, Ás- björn Sigurjónsson frá Álafossi, tilkynnti val leikmannanna, en þeir eru þessir: Markverðir: Guðjón Ólafsson, KR, Hjalti Einarsson, FH, Framverðlr: Rúnar Guðmannsson, Fram, Guðjón Jónsson, Fram, Einar Sigurðsson, FH, Hörður Feiixsson, KR, Ragnar Jónsson, FH, Birgir Björnsson, FH, Gunnlaugur Hjálmarsson, ÍR, Karl Jóhannsson, KR, Karl Benediktsson, Fram, Pétur Sigurðsson, ÍR, Heinz Steimann, KR, Hermann Samúelsson, lR. , Fararstjórn skipa Ásbjörn Ól- afsson, Hafsteinn Gúðmundsson, Keflavík (varaformaður HSÍ), Hannes Þ. Sigurðsson, formaður landsliðsnefndar HSÍ, og Frí- mann Gunnlaugsson, þjálfari liða ins og landsliðsnefndarmaður. Asbjörn skýrði svo frá, að starfsreglur landsliðsnefndar HSI (en hana skipa Hannes Þ. Sigurðs son og Frímann Gunnlaugsson) væru þannig, að ef ekki násðist fullt samkomulag milli nefndar- manna hefði stjórn HSÍ þriðja atkvæðið. Nú hefði svo við brugð ið að landsiðsnefndin hefði orðið sammála um 12 leikmenn, en 4 aðrir voru studdir af landsliðs- nefnd með einu atkvæði hver. Þessir menn voru Hjalti Einars- son, FH, markvörður, Kristófer Magnússon, FH, markvörður, Rúnar Guðmannsson, Fram, og Reynir Ólafsson, KR. Kom því til kasta stjórnar HSÍ að velja milli Hjalta og Kristófers annars vegar og Rúnars og Reynis hins vegar. Og stjórn HSÍ kaus Hjalta og Rúnar. fundinum, að mjög orkaði tví- mælis val stjórnarinnar, eink- um milii Rúnars og Reynis Töldu íþróttafréttamennirnir án þess að vilja lasta Rún- ar, að Reynir hefði til þessa átt betri leiki, sýnt sig betri „línumann“ og hefði ýmsa aðra kosti, sem landsl. þarfn- aðist mjög í harðri keppni er- lendis. Einnig var það skoðun manna, að þar sem lítið beri á millf þeirra Kristófers og Hjalta, þá hafi frammistaða þeirra í leik landsliðsins við lið blaðamanna, átt að ráða úrslitum, en þar sýndi Kristó- fer áberandi betri leik. Og lítt er góð frammistaða metin, þeg ar svona er að farið — og þó mun landsliðsnefnd hafa lýst yfir fyrir umræddan leik, að engu máli skipti hvort leik- menn léku með landsliði eða blaðaliðinu, þeir hefðu allir jafna möguleika til að komast í endanlegt landslið. Leynileg rök? Hér er ekki verið að gagnrýna af illvilja í garð landsliðsnefnd- ar, enda var endanlegt val um- ræddra manna ekki í hennar höndum. Hins vegar eru hér sett- ar fram persónulegar skoðanir — og skoðanir þeirra íþróttafrétta- manna annarra er á fundinum hjá HSÍ voru. Þær koma hér fram m. a. vegna þess að ekki var gefin nánari skýring á endan legu vali stjórnar HSÍ, en vera má að til séu einhver leynileg rök, sem styðja val stjórnarinn- ar. Landsliðsnefnd átti erfitt hlut- verk, þvi erfitt er að velja 14 menn af þeim hópi — 19 til 25 manna — er til greina kemur. Sýnir það ljóslega aukna ,breidd‘ og er í sjálfu sér gleðilegt að svo margir skuli koma til greina. A. Sv. Reykjavíkurbær ver árlega vissri fjárupphæð til að koma upp skautasvelli til afnota fyrir bæjarbúa. íþróttabandaiag Reykja- víkur sér um svellið, og undir umsjá þess hefur nú verið sprautað vatni á íþróttavöllinn, svo þar er nú gott svell. 3 Evröpumeistarar koma hingað ÁKVEÐIÐ er nú að þrír af beztu íþróttamönnum Evrópu, hver á sínu sviði, komi hingað til lands í sumar og keppi á frjálsíþrótta- móti ÍR, sem haldið verður fyrstu daga júlímánaðar. Menn þessir eru J. Sidlo, Evrópumeistari í spjótkasti, Josef Schmidt, Evrópu meistari í þrístökki og I. Waszny einn bezti stangarstökkvari Evr- ópu. Örn Eiðsson formaður frjáls- íþróttadeildar ÍR skýrði blaðinu svo frá að þegar ÍR fór þess á leit við pólska frjálsíþróttasambandið að fá þessa menn hingað til keppni, hafi beiðninni þegar verið vel tekið. Og nú hefur beiðnin verið sam- þykkt. Þessir þrír menn eru víðfrægir fyrir afrek sín. En svo vill til að Island á einnig góða menn í grein um tveggja mannanna og verður því hér um skemmtilega keppni að ræða. Josef Schmidt kom á óvart í þrístökki Evrópumeistara- mótsins er hann sigraði við illar aðstæður með 16,43 m stökki. Þá varð hinn nýbakaði rússneski heimsmethafi í 2. sæti með 16,02 l m og Vilhjálmur Einarsson þriðji með 16,00 m. Waszny komst í 6 m úrslit í stangarstökki í Stokkhólmi, en hann og Valbjörn hafa oftar þreytt keppni saman, m. a. sigr- áði Valbjörn hann á Varsjármót- inu í júní í fyrra. Sidlo er jafnbezti spjótkastari heims. Hann varð Evrópumeistari 1954 og aftur 1958. Hann varð í 2. sæti á Melbourneleikjunum og er sá maður sem oftast hefur kastað yfir 80 m í spjótkasti. Það er sannarlega tilhlökkun- arefni að 'eiga mót með þessu fræga „þrístirni" fyrir höndum. NámskeiB. í Jiu jitsu GLÍMUFÉL. Ármann gengst fyr- ir námskeiði í hinni japönsku sjálfsvarnaríþrótt, Jiu jitsu, og hefst það mánudaginn 12. janúar og stendur til febrúarloka. Verða æfingar tvisvar í viku, á mánu- dögum kl. 6—7 og miðvikudög- um kl. 7—8. Á námskeiðinu verða kenndar ýmsar grundvallaraðferðir til þess að bregðast rétt við líkams- árásum. Þá verða einnig kennd- ar fallæfingar, sem eru sérstak- lega til þess að koma í veg fyrir að menn htljóti meiðsli, þótt þeir detti á strætum úti eða annars íslendingar í landsleikjum annan hvern dag viB 3 af beztu landsliðum heims staðar. Eru þessar fallæfingar tvímælalaust mjög góðar fyrir hvern sem er, og geta vafalaust komið í veg fyrir margar skrám- ur og óþægindi, ef þær eru æfðar samvizkusamlega. Námskeið þetta er fyrir hvern sem er, unglinga og fullorðna, og ekki síður fyrir kvenfólk. Ekki er þörf á neinum sérstökum æf- ingabúningi, hrein vinnuföt eru alveg fullnægjandi klæðnaður. Kennari verður Sigurður H. Jóhannsson, sem tekið hefur próf í japanskri glímu í Dan- mörku og kennir nú hjá Glímu- félaginu Ármann. Þeir, sem hafa hug á að taka þátt í námskeiði þessu, þurfa að láta innrita sig í skrifstofu félags ins á þriðjudögum eða föstudög- um kl. 8—9 sd. og eru þar gefnar nánari upplýsingar um nám- skeiðið. LANDSLIÐIÐ í handknattleik heldur utan 8. febrúar nk. Verður velli). Dómari þar verður norsk- ur. Fréttamenn og stjórn HSt á öndverðri skoðun Hvorki Ásbjörn eða lands- liðsnefnd vildu nánar skýra hvað réð úrslitum milli þess- ara manna, en skýrðu svo frá, að mörg atriði hefðu verið höfð í huga við valið. Það er hins vegar samhljóða dómur íþróttafréttamanna á STJÓRN Handknattleikssam- bands fslands hefur í huga að reyna að komast í fast lands- leikjasambend við Norðurlöndin. Veltur því á miklu hvernig lands- liðinu vegnar í væntanlegri lands leikjaferð. Gangi hún illa afreks- lega séð, blasir við áframnaldandi einangrun og erfiðleikar í milli- ríkjaviðskiptum ísl. handknatt- leiksmanna, en fari vel, standa allir vegir opnir. Stjórn HSÍ muu í utanför landsliðsins nú stinga upp á því að komið verði á föstum lands- leikjaviðskiptum Norðurlandanna og gerir það að tillögu sinni að landslið Norðurlandanna mætist um páskaleytið 1960 einhvers- þá haldið til Oslo og fyrsti lands- leikurinn í ferðinni verður leik- inn þriðjudaginn 10. febrúar gegn Norðmönnum í Nordstrandhallen (20x40 m salur) Dómari verður sænskur. Daginn eftir verður haldið flugleiðis til Kaupmanna- hafnar og fimmtudaginn 12. febr. verður leikinn landsleikur gegn Dönurh í Helsingör (á 18x36 m staðar miðsvæðis á Norðurlönd- um. Handknattleiksmenn eru ó- heppnir hvað það snertir að Norðurlandaþjóðirnar. sem okk-1 ur liggja næst og'samskipti eru eðlilegust við, eru beztu hand- knattleiksþjóðir heims. Þannig eru Svíar núverandi heimsmeist- arar og Danir eru mjög líkir þeim að styrkleik. En það er hugur í okkar handknattleiksmönnum, og vonandi að þeim takizt vel upp í þessari ferð og hún verði til þess að hefja íþróttina hér heima, sem býr við svo slæmar aðstæð- ur, meðan annað húsnæði er ekki en Hálogaland, að geta leikmann- anna er undraverð. Á föstudag verður flogið til Gautaborgar en þaðan haldið með lest eða bíl 80 km leið til Borás. Þar verður leikinn landsleikur við Svía laugardaginn 14. febr. kl. 5. Þar verður dómari danskur. Þessi för landsliðsins er allvel undirbúin eftir því sem tök hafa verið á. Stanzlausar æfingar hafa verið í 1 Vz mánuð nú og mánuður er til stefnu. Séræfingar lands- liðs (eða 20 manna hóps) hafa verið 4 í viku, 2 knattæfingar undir stjórn Frímanns Gunnlaugs sonar og 2 úthaldsæfingar undir stjórn Benedikts Jakobssonar. Á tímabilinu sem eftir er eru ráðgerðar 15 æfingar; 5 úthalds- æfingar, 5 knattæfingar og 5 taktiskar æfingar, þ. e. leikað- ferðir sýndar á töflu. Telur stjórn HSÍ að landsliðið nú sé betur undir utanferð búið en landslið okkar var er það hélt til heims- meistarakeppninnar á sl. ári. Ofan á æfingarnar bætast svo 2—3 opinberir kappleikir, en hinn síðasti þeirra verður leikur gegn liði völdu af íþróttafrétta- mönnum. Sá leikur verður 3 febr- úar og hinn síðasti er liðið leikur fyrir landsleikinn við Noreg. Fréttir Þjónustumerki ÍSÍ. Á 70 ára afmæli Glímufélagsins Ármann í Reykjavík, hinn 15. des. sl. voru þessir menn sæmd- ir þjónustumerki ÍSÍ: Sigurður Nordahl, Baldur Möller, Gunn- laugur J. Briem, Ingimar Jóns- son. Þjónustumerkið afhenti forseti ÍSÍ Ben. G. Waage við hátíðlega athöfn er fram fór í hinu nýja félagsheimili Glímufélagsins Ár- mann í tilefni þess að, svo sem áður segir að Ármann varð 70 ára og vegna ágætra starfa áður- nefndra manna í þágu íþrótta- hreyfingarinnar. Skautamót íslands 1959. íþróttabandalagi Akureyrar- hefir verið falið að sjá um skauta mót íslands 1959 og er gert ráð fyrir að það fari fram á Akur- eyri um mánaðarmótin jan.— febr. n.k. * Fulltrúar ÍSÍ í landsambandi gegn áfengisböli. Fulltrúar ÍSÍ í fulltrúaráð Landsambandsins gegn áfengis^ frá ISI böli hafa þessir menn verið kjörn ir: Ben. G. Waage, forseti ÍSÍ (að almaður. Axel Jónsson, umsjón- armaður (varamaður). ★ Utanfararleyfi ÍSÍ hefur veitt Handknattleiks sambandi íslands leyfi til að senda handknattleiksfl. kvenna til þátttöku í Norðurlandameist- aramóti, sem fram fer næsta sum ar, í júnímánuði í Noregi, svo og að senda handknattleiksflokk karla til milliríkjakeppni í Dan- mör, Noregi og Svíþjóð í febr. n. k. i: Fimleikanámskeið Norræna fimleikasambandið hefur boðið til fimleikanámskeiðs í Finnlandi 30. júní til 7. júlí n.k. Námskeiðið verður í Vierumáki sem er þekktasta íþróttamiðstöð þar í landi. Umsóknir um þátt- töku í námskeiði þessu sendist ÍSÍ, Grundarstíg 2a, eigi síðar en l, a,Dríl n.k. Föst viðskipti við Norð- urlönd í tramtíðinni?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.