Morgunblaðið - 14.01.1959, Page 3

Morgunblaðið - 14.01.1959, Page 3
Miðvikudagur 14. jan. 1959 MORGUISBLAÐIÐ 3 Fyrir skömmu átti Adenauer, forsætisráffherra Vestur Þýzkalands, 83 ára afmæli. — Fjöldi vina hans og samherja heimsóttu hann til að óska honum til hamingju. Enn þykir Adenauer unglegur og sprækur. Myndin var tekin í afmælisveizlunni. Þar sjást Ludwig Erhard, efnahagsmálaráðherra, afmælisbarnið og Ernst Lemmer, sameiningarmálaráðherra Þýzkalands. Hugtakið réttarríki skil- greint af lögfrœðingum Nœr ekki siður yfir félagslega og etna- hagslega aðstöðu en pólitísk rétiindi Nýju Delhi, 10. jan. (Reuter) ÞING alþjóðasambands lög- fræðinga, sem lauk hér í dag, lýsti því yfir í lokaályktun að hugtakið „réttarríki“ yrði að taka til félagslegra og efna- hagslegra umbóta. Á þinginu voru 185 fulltrú- ar frá 53 ríkjum. Stóð það í fimm daga og samþykkti að lokum yfirlýsingu, sem er nefnd „Nýju Delhi-yfirlýsing- in“. í henni eru settar fram reglur um hvað felist í lýð- ræðishugsjóninni. Merkilegasti viðburðurinn Tekið er fram í yfirlýsingunni, að réttarríki skuli eigi aðeins vernda og viðhalda einkarétti og pólitískum réttindum hvers ein- staklings, heldur skuli einnig veita félagslega, efnahagslega og menntunarlega afstöðu, sem löngun og virðingu mannsandans hæfir. Það þykir án efa merkasti við- burður þingsins, að hugtakið réttarríki hefur þannig orðið víð- tækara en óður, þegar það var víða túlkað sem þröngt, pólitískt hugtak. Talið er að helzta ástæðan fyr- ir því að þetta sjónarmið sigraði sé að þingið var haldið í Asíu, þar sem lífskjörin eru lakari en tíðkast á Vesturlöndum. Lög- fræðingar frá Asíu og Afríku lögðu mikla áherzlu á þennan skilning. Denning lávarður, áfrýjunar- dómari í Bretlandi, viðurkenndi í ræðu, er hann flutti á þinginu, að skoðun sín á réttarríki hefði breytzt á þessum fundi. Hugtakið væri nú jákvæðara en áður og yrði hlutverk lögfræðinga og löggjafa mikilvægara en fyrr hefði verið. Ræða V-lslendingsins Thorsons Kanadíski lögfræðingurinn Jos- eph T. Thorson, sem verið hefur forseti alþjóðanefndar lögfræð- inga, en baðst nú undan endur- kosningu, flutti ræðu og var þeirrar skoðunar, að mikilvægur árangur hefði náðst með form- legri skilgreiningu á hugtakinu réttarríki. Thorson sagði að það væri ekki nóg að benda þeim mönnum á einstaklingsfrelsið, sem aldrei hefðu kynnzt frelsinu, en byggju við skort og ótta. Frelsið eitt sagði Thorson að væri ekki nógu víðtækt hugtak til að grundvalla þjóðskipulag. Það er nauðsynlegt að skapa fyrst félagslega, efna- hagslega, menntunarlega og menningarlega undirstöðu, sem gerir fólki kleift að njóta ein staklingsfrelsis án ótta eða fá- tæktar. 1 yfirlýsingunni er einnig lögð megináherzla á það að dómstólar séu sjálfstæðir og óháðir fram- kvæmdavaldi ríkisins. Fulltrúar á lögfræðingaþinginu segja að skilgreining hugtaksins „réttarríki" muni nú gera sam- tökunum auðveldara að hefja baráttu fyrir því að reglurnar verði viðurkenndar I raun um gervallan heim. Alþjóðanefnd lögfræðinga hef- ur í þessu sambandi unnið að rannsókn á réttarfari í Ungverja- landi, Suður-Afríku, Portúgal, Spáni, Júgóslavíu og Kína. I yfirlýsingunni er skýrt tekið fram, að það sé andstætt reglum réttarríkisins, að kynþáttum sé mismunað. Löggjöf og dómar sem mismuna mönnum eftir litar- hætti eru algert brot á reglum réttarríkisins. SmSTEIWAR Frú Irma Weile-Jónsson kynnir Island erlendis SKOMMU fyrir jólin gat út- varpið þess, að frú Irma Weile- Jónsson, kona Ásmundar Jóns- sonar frá Skúfsstöðum, væri ný- komin frá Þýzkalandi — og þar hefði hún flutt fyrirlestra í út- varp um landhelgismálið og kynnt málstað íslands á marg- víslegan hátt bæði í blöðum og útvarpi þarlendis. Blaðinu hafa borizt nokkrar úrklippur úr erlendum blöðum þar sem og er greint frá þessari lofsverðu landkynningarstarf- semi frú Irmu — og segir „Hann- oversche Rundschau“ m. a., að vart eigi ísland betri og skelegg- ari talsmann en þar sem frúin sé. ★ Frú Irma hefur maigsinnis ferðast um meginlandið og kynnt H appdrœtti 5IBS SKRÁ um vinninga í Vöruhapp- 14010 14617 14658 14715 14991 drætti SÍBS í 1. flokki 1959. 15277 15360 16230 16659 16816 16918 17248 17269 17408 17889 Kr. 500.000,00 18286 19462 19789 20089 20134 24353 20375 21123 21149 21736 21788 22894 23069 23195 23553 24170 Kr. 50.000,00 24206 24627 24767 24950 25149 61505 25852 26533 27151 29135 29164 30153 30254 30462 30503 30718 Kr. 10.000,00 31282 31498 31683 33630 33916 1126 29435 52912 53281 54794 34045 34383 34915 34955 35047 35393 35414 35437 35711 35779 Kr. 5.000,00 36065 36536 36630 36692 37144 4984 13134 17789 17878 29845 37279 37326 37801 38474 39253 44595 56220 64758 39300 39309 39767 40044 40727 40877 41433 43241 43656 43919 Kr. 1.000,00 43926 44235 44729 44822 44880 2150 3027 4923 19941 21207 46609 46654 46753 46758 46820 26501 32781 34785 39387 39396 46839 46893 47506 47833 48258 39991 43704 54196 57125 59257 49171 49269 49455 49629 49962 50216 50318 50621 50913 50935 Kr. 500,00 50973 51641 52404 52824 54021 22 126 381 912 1011 54427 55825 56349 56523 57128 1044 1178 1519 1776 1956 58170 58171 58374 58920 58928 2409 2858 3407 3495 3792 60004 60217 60346 60822 60936 4228 5690 5712 5877 6825 8447 8734 8802 10064 10309 61369 62307 62325 62500 62726 10729 10829 10833 11032 11409 63467 63821 64287 64299 64854 11583 12162 12339 13046 13804 (Birt án ábyrgðar) ísland bæði í blöðum og í út- varpi. Morgunblaðið hefur áður greint frá þessum ferðum frúar- innar og er óþarfi að kynna hana frekar fyrir lesendum. í vetur flutti hún fjóra fyrir- lestra í Nord Deutsche Rundfunk, stærstu útvarpsstöðina í V-Þýzka landi. Fjölluðu þeir um íslenzkt menningarlíf og sögu — og síðast en ekki sizt um landheigismálið og hagsmuni íslendinga. Þá ritaði hún greinar í fjölda blaða um landhelgismálið og önn- ur íslenzk málefni — og m. a. stóð borgarstjórnin í Braunsch- weig fyrir blaðamannafundi með henni til umræðu um íslenzk mál- efni. Þegar Mbl. hafði tal af frúnni á dögunum vildi hún láta þess get- ið, að í Braunschweig, sem er mikil lista-borg, hefði hún séð á listasafni tvær undurfagrar olíumyndir, sem íslendingur hefði málað þar ytra á 18. öld, er hann stundaði nám í Braunschweig. Kvað hún hér hafa verið Þorstein Illugason Hjaltalín — og hefði hann málað umræddar myndir í kring um 1780. Sagði hún mynd- irnar hinar mestu gersemar og vera á einum virðulegasta stað safnsins. Margt fleira hafði frúin að segja úr Þýzkalandsför smni, en henni féll mjög þungt hve Þjóð- verjar vissu almennt lítið um ísland og hefðu lítinn áhuga á málefnum þeim, sem nú eru efst á baugi. En sakir fornrar frægðar sinnar sem konsertsöngkonu var henni hvarvetna tekið vel — og veitt hin bezta fyrirgreiðsla. Má það merkilegt teljast, að frú Irma, sem á árunum fyrir stríðið ferð- aðist um meginlandið og hélt hljómleika m. a. í Þýzkalandi, Frakklandi, Belgíu, Tékkósló- vakíu, Póllandi, ftaliu, Ungverja- landi og Danmörku — skuli nú ganga milli erlendis til kynningar Frú Irma Weile-Jónsson málefnum íslendinga. Sjálf er frúin af dönskum og þýzkum merkisættum, en hefur verið DÚ- sett hér um áraskeið. Akureyrartogar- arnir öfluðu vel „Satt og logið“ í Þjóðviljanum heitir forystu* greinin í gær framangreindu nafni og fjallar um vinnubrögð Framsóknar. Upphafið hljóðar svo: „Kunnasti leiðtogi og áróðurs- maður Framsóknarflokksins lét einu sinni svo ummælt, þegar honum var hent á að hann hefði farið rangt með staðreyndir í grein sem hann skrifaði: Þetta er kannski ekki satt, en það hefði getað verið satt. Þetta viðhorf • hins forna leiðtoga hefur löngum einkennt allan málflutning Fram- sóknarmanna og ekki sízt Tím- ans. Hafi einhverjar staðreyndir verið óþægilegar fyrir blaðið og flokkinn hefur þeim einfaldlega verið stjakað til hliðar og búnar til aðrar þægilegri „staðreyndir", sem hefðu getað verið sannar. Síð an klifar blaðið endalaust á hin- um heimatilbúna málflutningi sínum, ekki aðeins dögum og vik- um saman, heldur einatt mánuð- um og árum saman. Og svo fer að lokum að flokksmenn og fylgj- endur ruglast algerlega i því sem raunverulega gerðist og fara að trúa á hitt, sem hefði getað gerzt.“ Þessi lýsing Þjóðviljans er hverju orði sannari, þó að hann fylgi oftast sjálfur hinni sömu reglu og hann hér vítir Tímann fyrir. „Enginn svikið jafnmctrg fyrirheit“ fslendingur kemst hinn 9. jan_ úar sl.-svo að orði: „Hin látna stjórn Hermanns Jónassonar bar tvö aðaleinkenni. Engin ríkisstjórn, sem við höfum átt við að búa, hefir svikið jafn- mörg fyrirheit, og engin stjórn verið jafn sundurleit og ósam- stæð. Loforðasvik þeirrar stjórnar hafa svo oft verið rakin, að óþarft er að endurtaka þau öll hér. En á þrjú helztu atriðin má gjarna minna: 1) Hún lofaði brottför varnar- liðsins og að vinnuaflinu, sem safnazt hafði á Keflavíkurflug- völl, yrði beint að framleiðslunni. Efndir: Varnarliðið situr sem fastast, og samkvæmt upplýsing- um í áramótagrein núverandi for- sætisráðherra hafa gjaldeyris- tekjur af „vinnu fyrir varnar- liðið“ vaxið á sl. ári. 2) Hún lofaði „úttekt" á þjóð- arbúinu fyrir opnum tjöldum. Efndir: Einhvers konar „út- tekt“ var látin fara fram, en henni var haldið leyndri fyrir þjóðinni. Jafnvel forustumenn stjórnarandstöðunnar á Alþingi fengu ekki að sjá hana fyrri en ríkisstjórnin hafði sagt af sér og stjórnarandstöðunni falið að reyna myndun nýrrar stjórnar. 3) Hún lofaði stöðvun verðbólg unnar. AKUREYRI, 12. jan. — Akur eyrartogararnir öfluðu allvel é síðastliðnu ári. Var afli togara Útgerðarfélags Akureyringa h.f. samtals 19.505.387 kg. á árinu 1958 og skiptist hann þannig nið ur á togarana: Kaldbakur veiddi 4.790.611 kg. í 18 veiðiferðum Svalbakur 4.746.068 kg. í 24 veiði ferðum, Harðbakur 5.030.156 kg. í 21 veiðiferð og Sléttbakur 4.938.552 kg. í 22 veiðiferðum. Megnið af afla þessum hefur farið í vinnslu í frystihúsinu. nokkuð verið verkað sem salt- fiskur, en tiltölulega lítið verk að sem skreið. Þrjár söluferðir voru farnar á árinu með 461.236 kg., og innanlands voru seld ut- an Akureyrar 1.373.175 kg. Bátarnir eru allir farnir út, og veiða fyrir imnlendan markað nema Harðbakur, sem fiskar fyr- ir Þýzkalandsmarkað. '— Mag. Efndir: Á síðustu mánuð- um valdaferils hennar óx verð- bólgan hraðar en nokkru sinni í sögunni. Eftir að rikisstjórn Hermanns Jónassonar hafði gefizt upp af þeirri meginástæðu, að hún sá enga leið út úr því öngþveiti, sem efnahagsmálin voru í komin, sló Timinn þeim „brandara" fram í forustugrein, að um langt skeið hefði „aldrei verið eins áuðvelt að leysa úr vanda efnahagsmál- anna og nú“. Rökstuðnings var að sjálfsögðu ekkj freistað. En æ fleiri hallast nú að þeirri eðli- legu skoðun á efnahagsmáiunum, að þau verði jafnan torleyst, með an meirihluta þjóðarinnar er ekki sú staðreynd ljós, að við getum ekki til langframa skipt á milli okkar meira fé og verðmætum en þjóðartekjunum nemur á hverj- um tíma.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.