Morgunblaðið - 14.01.1959, Page 10
10
MORCrWfíT. AÐ1Ð
Miðvikudagur 14. jan. 1959
ínr0íi®!#toMt)>
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
\ðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Einar Ásmundsson.
Lesbók: Árni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti f
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargald kr. 35,00 á mánuði innamands.
í lausasölu kr. 2.00 eintakið.
EFLING LANDHELGISGÆZLU
OG BÁTAEFTIRLITS
Reykingar er ekki hœgt að kalla
löst, ef menn iðka þœr af stillingu
og skynsemi
sagði pípu- og fóbakskóngurinn Dunhill
EGAR Alþingi kom saman
í október sl. lögðu 10 þing-
nenn Sjálfstæðisflokksins
fram þingsályktunartillögu um
eflingu landhelgisgæzlunnar og
aukið eftirlit með bátafota lands-
manna. Var á það bent að átökin
um fiskveiðitakmörkin hefðu
stóraukið þörfina fyrir aukna
landhelgisgæzlu og bátaeftirlit.
fslendingar gætu að vísu aldrei
att kappi við herskip stórvelda,
sem beittu vopnavaldi við strend-
ur landsins. En þeir yrðu við
venjulegar aðstæður að geta
haldið uppi réttarvörzlu á fiski-
miðum sínum og verndað líf og
veiðarfæri sjómanna sinna.
Þessi tillaga Sjálfstæðismanna
hefur nú hlotið einróma sam-
þykki Alþingis. Ber vissulega að
fagna því að þingmenn allra
flokka sameinuðust um sam-
þykkt tillögunnar og hin bezta
samvinna ríkti um afgreiðslu
hennar.
Nýtt varðskip
Eins og kunnugt er, samþykkti
Alþingi tillögu frá Sjálfstæðis-
mönnum árið 1956, þar sem heim-
iluð var bygging nýs varðskips.
Var þá höfð í huga fyrirhuguð
frekari útfærsla fiskveiðitakmark
anna. Því miður dróst það nokk-
uð á 3ja ár að sú ríkisstjórn, sem
nú hefur nýlega látið af völdum,
framkvæmdi þessa tillögu. En
nokkru eftir að t.illaga Sjálf-
stæðismanna um eflingu land-
helgisgæzlunnar kom fram á sl.
hausti, var samið um smíði nýs
varðskips, samkvæmt heimild
þeirri sem fólst í tillögunni frá
1956. Er smíði þessa skips nú að
RÚMUR mánuður er nú
liðinn síðan •tj órnar-
kreppan hófst í Finn-
landi. Kekkonen forseti hefur
gert hverja tilraunina á fætur
annarri til þess að koma á þing-
ræðisstjórn í landinu. Hann hefur
falið öllum reyndustu stjórnmála-
leiðtogum Finna myndun ríkis-
stjórnar. En tilraunir þeirra hafa
reynzt árangurslausar.
Ástæða þess að svo þunglega
horfir í finnskum stjórnmálum
liggur í augum uppi. Við síðustu
kosningar urðu kommúnistar
stærsti þingflokkurinn og fengu
50 þingsæti af 200 í finnska þing-
inu. Að kosningunum loknum
var mynduð ríkisstjórn jafnaðar-
manna og borgaraflokkanna. Ut-
an við stjórnina stóð þó nokkur
hluti jafnaðarmannaflokksins, er
nýlega hafði klofnað út úr hon-
um.
Rússar litu þessa stjórn
óhýru auga. Töldu þeir
að með myndun hennar væri
stefnt til hægri í finnskum stjórn-
málum. Rússneski sendiherrann
í Helsingfors var kallaður heim,
viðskiptasamningar við Rússa
fengust ekki endurnýjaðir og at-
vinnuleysi hófst í einstökum iðn-
greinum, sem mjög eru háðar við-
skiptunum við Rússland. Auðsætt
þótti, að rússneski björninn væri
farinn að sýna Finnum klærnar.
hefjast. Mun það verða af svip-
aðri stærð og stærsta skip land-
helgisgæzlunnar er nú.
Sem betur fer hefur nokkuð
dregið um skeið úr landhelgis-
brotum brezkra togara í einstök-
um landshlutum. Þeir hafa í bili
hætt veiðum undir herskipa-
vernd innan 12 mílna fiskveiði-
takmarkanna úti ’fyrir Vestfjörð-
um. Ómögulegt er á þessu stigi
málsins að fullyrða nokkuð um
það, hvert þeir muni beina þunga
sóknar sinnar á næstunni. En
vissulega er nú kominn tími til
þess, að brezk stjórnarvöld geri
sér ljóst, að hernaðaraðgerðir
þeirra gagnvart fslendingum eru
stórfelt alþjóðlegt hneyksli, um
leið og þær eru svartur blettur á
skjöld brezku þjóðarinnar.
Hættið
ofbeldisaðgerðunum
Þeirri áskorun hefur nýlega
verið beint til brezku stjórnar-
innar hér í blaðinu, að láta nú af
ofbeldisaðgerðunum gagnvart ís-
lendingum, þannig að vinsamleg
skipti geti á ný tekizt á milli
þessara grannþjóða, sem áréiðan-
lega vilja eiga gott eitt saman
í framtíðinni, eins og á liðnum
tíma. Um undirtektir brezkra
yfirvalda undir þessa áskorun er
ekki vitað ennþá.
■ En hvað sem því líður,
verða íslendingar jafnan að
gera sér ljósa nauðsyn þess
að halda uppi þróttmikilli
landhelgisgæzlu og eins full-
komnu eftirliti eins og frek-
ast er kostur með fiskiskipa-
flota sinum.
Kekkonen forseti taldi hér
horfa í mikið óefni og í árslok-
in var niðurstaðan sú að flokkur
hans, Bændaflokkurinn, rauf rík-
isstjórnina í þeim tilgangi að
koma á víðtækara stjórnarsam-
starfi, sem væri Rússum geðþekk-
ara. En þetta hefur ekki tekizt
ennþá. Jafnaðarmenn og hægri
flokkurinn standa fast gegn
stjórnarsamvinnu við kdtnmún-
ista. Þeir óttast, að þátttaka
kommúnista í ríkisstjórn leiði yf-
ir Finna sömu hættuna og þjóðir
Tékkóslóvakíu, Póllands, Ung-
verjalands og Rúmeníu og fleiri
landa horfðust í augu við, þeg-
ar fámennum kommúnistaflokk-
um þeirra voru fengin sæti í rík-
isstjórn. Niðurstaðan varð sú, að
kommúnistar hrifsuðu til sín
völdin í öllum þessum löndum í
skjóli rússnesks vopnavalds.
Finnar óttast slíkar afleiðingar
af stjórnarþátttöku kommúnista
í sínu landi.
Um öll Norðurlönd vekur á-
standið í Finnlandi nú mikinn
ugg og ótta. Engu skal spáð
um það hvað ofan á verður, en
auðsætt er að hvert það land,
sem verður Sovétríkjunum
mjög háð viðskiptalega, leiðir
yfir sig mikla hættu.
ALFRED Dunhill er látinn. Svo
að segja hver karlmaður í heim-
inum veit, hver Dunhill var. Og
þeir, sem hafa ánægju af að
reykja pípu og bera skvn á eæði
hinna ýmsu píputegunda, kunna
öll skil á Dunhill og pípunum
hans með hvíta blettinn á munn-
stykkinu. Dunhiillpipurnar eru
sem sé beztu pípur, sem hægt er
að fá. En Dunhill er einnig þekkt
ur fyrir sérstakar tegundir pipu-
tóbaks og ýmislegt annað, sem
til þarf, ef menn reykja pípu,
t.d. pípuhreinsara, svo að eítt
dæmi af mörgum sé nefnt.
★
Pípu- og tóbakskonungurinn
Dunhill varð 86 ára. Fyrir nokkr-
um árum lét hann af störfum og
fól yngri mönnum forsjá fyrir-
tækis síns. Dunhill kenndi Eng-
lendingum að reykja pipu og
sannfærði allan heiminn um, að
engar pípur kæmust til jafns við
ÞAÐ er nú talið nokkurn veginn
öruggt, að kosningar verði í Eng-
landi í vor. Að öllum líkindum
fara þær fram 14. eða 28. maí —
og er 14. maí talinn líklegri. Trún
aðarmenn Ihaldsflokksins munu
þegar hafa fengið fyrirmæli um
að hefja undirbúning að kosninga
baráttunni, og segja má, að hún
hafi raunverulega hafizt sl.
mánudag, er Macmillan lagði upp
í fjögra daga ferðalag um norð-
austurhluta Englands, en íhalds-
menn eru taldir hafa sigurmögu-
leika í sex kjördæmum á þessu
svæði. Macmillan mun halda ræð
ur allvíða á þessu ferðalagi.
★
Hvers vegna vilja íhaldsmenn
kosningar einmitt í vor? Sterlings
pundið er mjög traust eins og
er, og líklegt til að standa af sér
þær hræringar, sem jafnan fylgja
kosningum og kosningabaráttu.
Búazt má við, að í haust verði
sterlingspundið ekki eins hart.
Útflutningsverzlunin er í betra
lagi, en hún hefir verið um langt
skeið. Atvinnuleysi hefir að vísu
aukizt ofurlítið undanfarið, en
svo til öruggt er, að úr því muni
rætast um mánaðamót marz og
apríl. Iðnaðarframleiðslan mun
ná hámarki í apríl. Stórpólitískir
viðræðufundir milli austurs og
vesturs verða að öllum líkindum
haldnir í apríllok eða í maí.
Bankavextir í Engandi verða
sennilega lækkaðir á næstunni
og dregið úr veltuskattinum. Er
nýja fjárhagsáætlunin verður
lögð fram, fær ríkisstjórnin einn
ig tækifæri til að létta á ýmsan
hátt fjárhagslegar byrðar þegn-
anna, þar sem efnahagsástandið
i Englandi um þessar mundir
leyfir slíkt.
þær, sem gerðar væru í Lundún-
um.
Fyrst í stað fékkst Dunhill við
söðlasmíði og vegnaði vel i þeirri
grein, því að hann var bæði lag-
inn og hugkvæmur. Þegar bílarn
ir komu til sögunnar, setti hann
á laggirnar fyrirtæki, er fram-
leiddi alls konar hluti í bíla.
★
« Dag nokkurn venti Dunhill
kvæði sínu í kross og opnaði litla
tóbaksbúð í Duke Street í Lund-
únum. Árið 1910 sendi hann á
markaðinn fyrstu pípuna með
hvítum bletti, og með henni lagði
hann undir sig allan heiminn.
Ekki leið á löngu, þar til fyr-
irtækið var orðið stórt. Nú eru
Dunhillpípurnar alls staðar jafn
eftirsóttar — í Reykjavík, New
York og Haparanda. Þær eru góð
útflutningsvara og seljast fyrir
harðan gjaldeyri. Dunhill-fyrir-
tæki eru nú viða — auk Lundúna
★
Kosningar fara alltaf fram í
Englandi á fimmtudögum. Fyrsta
fimmtudag í maímánuði, þann 7.
verða bæjar- og sveitastjórnar-
kosningar á nokkrum stöðum í
Englandi ,svo að útilokað er, að
ENSKA kvikmyndaleikkonan
Dawn Addams hefir nú ákveðið
að láta kvikmyndirnar lönd og
leið, til þess að fá að hafa son
sinn, Stefán, hjá sér. Dawn Add-
ams skildi fyrir nokkru við mann
sinn, Vittorio Massimo greifa, en
greifinn harðneitaði að láta Stef-
án litla í hendur móðurinnar
nema því aðeins að hún segði
má nefna New York, Toronto og
París.
Alfred Dunhill iðkaði hina göf-
ugu íþrótt pípureykinganna á
vísindalegan hátt og hefir skrifað
nokkrar bækur um pípur og
tóbak. í einni bókinni kemst hann
m.a. svo kænlega að orði: Reyk-
ingar er ekki hægt að kalla löst,
ef menn iðka þær af stillingu og
skynsemi.
MC.MILLAN
Macmillan á kosningaferða-
lagi um norðaustur hluta
Englands
þann dag fari þingkosningar
fram. Ef fimmtudagarnir 21. og
28. yrðu fyrir valinu, myndi sá
böggull fylgja skammrifi, að
Hvítasunnuhátíðin kynni að
trufla gang kosningabaráttunn-
ar. Langlíklegast er því að Mac-
millan velji 14. maí.
skilið við kvikmyndirnar.
Nýlega skýrði Dawn ítölsku
blaði frá því, að hún myndi nú
hætta að fást við kvikmyndaleik,
setjast að í Róm og verja tíma
sínum til að ala upp son sinn.
Hún hefir í hyggju að verða
fréttaritari brezks blaðs í Róma-
borg.
HVAÐ ER AÐ GERAST I FINNLANDI?
Norðurlönd
uggandi
Macmillan velur að öll
um líkindum 14. maí
ti! kosninga