Morgunblaðið - 14.01.1959, Side 13

Morgunblaðið - 14.01.1959, Side 13
Miðvikudagur 14. jan. 1959 MORGTJNBLAÐIÐ 13 ^J\ienJ'ióÁin o(j fi einiiíiS Nokkur orð um lifur KJÖT er nauðsynleg fæðutegund flestum mönnum, en hvað holl- ustu snertir kemst það þó ekki í hálfkvisti við lifrina, sem er auð- ug af öllum fjörefnum, A-fjörvi, Bl-fjörvi, B2-fjörvi, B12-fjörvi, C-fjörvi og D-fjörvi, niacini, fos- fór, járni, kopar og eggjahvítu- efnum. Þessu til viðbótar hafa nýjustu rannsóknir leitt í ljós, að lifrin inniheldur eitthvert ó- þekkt næringarefni, sem er lík- amanum nauðsynlegt til varnar gegn sjúkdómum. Auk alls þessa hefur lifrin svo þann kost, að hún er ekki dýr í innkaupi. Það er því ekki að undra, að næringarsérfræðingar hvetji fólk til að neyta þessarar hollu fæðu. Fyrir 25 árum færðu tveir lækn ar í Boston sönnur fyrir því að sjúklingar sem þjáðust af hættu- legu blóðleysi (anemia pernici- osa) gætu fengið bata, ef þeim væri gefinn ákveðinn skammtur af lifur, en sá sjúkdómur var ólæknandi til þess tíma. Árangur- inn varð sá að þúsundir, sem áður voru dauðvona fengu fulla heilsu. Fjörvið B12 í lifrinmi, sem læknaði þennan sjúkdóm fæst nú í pillum og af því hefur leitt, að sumum finnst óþarfi að borða lifur. En það er hinn mesti mis- skilningur. Lifur ætti að vera sem oftast á borðum. Við skulum nú athuga nánar hið mikla næringargildi lifrarinn- ar. Fjöldi rannsókna hefur leitt í Ijós, að A-fjörvi-skortur er einna algengastur meðal fólks, en A- fjörvið hjálpar líkamanum til að mynda mótefni við ýmsum smit- andi sjúkdómum. Við tilraunir sem gerðar hafa verið á dýrum við háskólann í Columbia í Banda ríkjunum hefur komið í ljós, að nægilegt A-fjörvi lengdi líf þeirra um 10%. f venjulegu kjöti er lítið sem ekkert A-fjörvi en í lifur eru 10.000 til 40.000 einingar í hverj- um 100 grömmum. í gulrótum, sem einnig innihalda óvenju mikið A-fjölvi eru aðeins 4000 til 12000 einingar. B-fjörvi eða hið svokallaða thiamin er mjög þýðingarmikið fyrir allan líkamsvöxt. Það við- heldur heilbrigðri matarlyst og örvar efnaskiptin, svo að líkam- anum verður full not af kolvetn- unum í fæðunni. Bl-fjörvi á að vera í brauði og kornmat, en oft er það svo að það hefur eyðilagst í meðferðinni að einhverju leyti. f lifrinni er helmingi meira Bl- fjörvi en í brauði og fimm sinn- um meira en í eggjum. B2-fjörvið eða riboflavinið er líkamanum einnig mjög nauðsyn legt til varnar og endurnýjunar vefjum. f næringarefnarannsókn- arstöð við Yale-háskólann í Bandaríkjunum hafa verið gerð- ar tilraunir með hunda, þar sem fæða þeirra var sneydd B2- fjörvi. Þeir hrörnuðu mjög og urðu sem næst ósjálfbjarga á skömmum tíma. En þeir hresst ust fljótlega við þegar þeir fengu nægilegt magn af því. Venjulegt kjöt inniheldur hið dýrmæta rib- oflavin en í lifur er fimmtán sinn- um meira. C-fjörvið skipar háan sess í skýrslum næringarefnafræðinga, þar sem komið hefur í ljós, að því meira sem menn neyta af því, því betra. Citrus-ávextir hafa sérstak lega mikið C-fjörvi að geyma, en lifur inniheldur % á við app- elsínur. í kjöti er hins vegar ekkert C-fjörvi. * Niacin er enn eitt af hinum mikilvægu B-fjörviefnum. Af því er meira í lifur en nokkurri ann- arri fæðutegund (að undanskjldu hnetusmjöri). Þá komum við að D-fjörviefn- inu sem einnig fyrirfinnst í lifr- inni. Fyrr á tímum og allt fram á seinni ár var algengt að sjá fólk með bogið og snúið bak, afmynd- að brjóst og bogna fætur, allt af- leiðingar beinkramar frá barn- æskunni. Nú er beinkröm mjög í rénun, síðan menn komust að raun um að D-fjörvin voru hin öruggasta vörn gegn henni,- Þó verður ekki brýnt um of fyrir fólki að vera vel á verði gegn þessum alvarlega sjúkdómi. Ákveðið magn af fosfór er í hverri frumu líkamans og er svo þýðingarmikið að næringarefna- fræðingar segja, að það verði að teljast líkamanum jafn nauðsyn- legt og eggjahvítuefnin. í lifr- inni er helmingi meira af fosfór en í kjöti. Vísindalegar rannsóknir hafa leitt æ betur í ljós, hversu sölt og steinefni eru nauðsynleg, þótt þau fyrirfinnist í líkamanum í mjög litlum mæli. Alkunnugt er, hve járnið er líkamanum nauðsynlegt, en færri gera sér ljóst, að kopar gegnir mikilvægu hlutverki við mynd- un rauðu blóðkornanna í líkam- anum. Aðrar steintegundir, svo sem mangan, kobalt og zink eru viðurkenndar líkamanum nauð- synlegar. Meira er af þessum efn um í lifur en öðrum fæðutegund- um — þrisvar sinnum meira en í eggjum, — helmingi meira en í rúsínum. í lifur er 20 sinnum meira af kopar en i kjöti, átta sinnum meira af zinki og tölu- vert meira af mangan. Nákvæmar rannsóknir sýna að næringargildi lifrarinnar er næst um hið sama, hvort heldur lifrin er úr fiski, sauðkind eða stórgrip, og sem betur fer, missir hún lít- ið sem ekkert af gildi sínu við matreiðslu. Grein þessi er lauslega þýdd úr amerísku tímariti, og ef til vill er óþarfi að brýna slíkt sem þetta fyrir fólki hér á landi, þar sem flestir eða margir hverjir taka lýsi sér til heilsubótar. Þó skaðar ekki að menn geri sér ljóst, hversu holl fæðutegund lifr in er, sérstaklega þeir, sem hafa óbeit á lýsi eða þola það ekki og þeir eru því miður sjálfsagt marg- Appelsmukaka í hana þarf 5 egg, 300 gr. sykur, 200 gr. hveiti, 80 gr. smjör og 5 appelsínur. Smjörið er brætt hægt og ekki hitað mikið. Egg- in eru þeytt saman, rifnum app- elsínuberki af tveimur appelsín- um bætt í, ásamt sykrinum og þetta þeytt saman, svo það verði létt og loftkennt. Hveitinu bætt Ostaleifar má nota á margan háti EF síðasti bitinn af oststykkinu er orðinn þurr og harður eins og grjót, má leggja hann í skál með mjólk yfir nóttina. Þá er hann orðinn mjúkur eins og hann Eruð þér þreyttar? fiorð/ð þér lauk? ÞAÐ gerðu Egyptar til forna og laukur var oft notaður sem lækn- islyf fyrr á dögum. í góðum, gömlum húsráðum er oft talað um hráan lauk, og marg ir eru þeir enn þann dag í dag sem trúa á lækningamátt lauks- ins. Til sveita í Danmörku voru oft hengdir upp laukar yfir eld- stóinni og áttu þeir að bægja burt veikindum frá heimilinu, og rauð laukur getur stundum læknað hið hvimleiða kvef. ★ Tölur eru alltaf að detta af karlmannsbuxunum, og því er gott ráð að festa þær með vax- bornum tvinna. Leggið tvinnann tvöfaldan saman, strekkið á hon- um og nuddið vaxinu á. Ef þráð- urinn er svo látinn tvinna sig saman, ætti hann að duga jafn- lengi og tölurnar, sem með hon- um eru festar. I Frakklandi er lauksúpa einn helzti þjóðarrétturinn og íþrótta menn gæða sér oft á lauksúpu, áður en þeir fara til keppni. En laukurinn hefur aðra eigin- leika en þá að krydda matinn. Þoli menn illa terpentínulyktina í nýmáluðum húsakynnum, næg- ir að setja niðurskorinn lauk á undirskál með svolitlu vatni. Hverfur þá málningarlyktin á skammri stund. Af hýði lauksins þykjast sum- ir geta ráðið væntanlegt tíðar- far. Menn segja að veturinn verði mildur, sé hýðið þunnt á laukun- um, en harður, sé hýðið gróft og þykkt. Við erum þó ekki eins hrifin af lauknum og Forn-Grikkir voru því þeir lofsungu hann bæði í bundnu og óbundnu máli, og í Eg yptalandi voru vitni látin sverja við lauk, eins og aðrir láta sverja við Biblíuna. I Suðurlöndum er laukur not- aður miklu meira til manneldis en hjá okkur. Múhameðstrúar- menn eru þó undanskildir, því saga þeirra segir, að þegar Satan hafi gengið út úr Edensgarði í líki tvífættrar slöngu, þá hafi sprottið upp hvítlauksplöntur alls staðar þar sem hann steig til jarðar. Það er því ekki undarlegt, þótt börn Allah borði ekki lauk. Múhamed sjálfur ku hafa haft slíka óbeit á lauklykt að hann féll í ómegin, ef hún varð á vegi hans. Fuglar þola einnig illa lauk- lykt, enda þótt þeir falli ekki beinlínis í ómegin af henni. Það er því gott ráð að hengja nokkra hráa laukbita á greinar berja- trjáa, til að fæla fuglana frá. Vefnaðarvöruverzlun óskar eftir að ráða til sín strax, ábyggilega stúlku. Eiginhandarumsóknir, er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf, óskast sendar afgreiðslu Morgun- blaðsins fyrir 17. jan. merktar: „Ábyggileg — 5643“. var í upphafi, næsta morgun. En það er hægt að gera margt fleira við þurrar ostaleifar. Til dæmis má búa til það sem Danir kalla „potkæs". Osturinn er rifinn, hrærður með smjöri, svolitlu kú- meni og út í settir nokkrir drop- ar af koníaki. Sett í glas með þéttu loki. ( Ef lokið er ekki þétt þornar osturinn aftur). Ágætt er líka að rífa ostinn og geyma hann í lokuðu íláti. Þá getur verið gott að grípa til hans til að nota hann með „spaghetti" eða til að krydda með honum súpur eða sósur. Smáréttur með rifnum osti: Hráar kartöflur eru skornar í örþunnar sneiðar. Sneiðunum raðað í þunnt lag í eldfast fat, hökkuðum lauk, salti og pipar stráð yfir, síðan annað lag af kartöflum o. s. frv. eftir því, hversu stór skammturinn á að vera. Loks er litlum smjörbitum dreift yfir og fatið sett inn í heit- an ofn. Þegar kartöflurnar eru meyrar, er rifnum osti stráð vel yfir og fatinu stungið í ofninn enn einn stundarfjórðung. Þessi réttur er ágætur einn og sér sem smáréttur á kvöldborðið, en séu heitar pylsur bornar með (hitað- ar í ofninum við hliðina á kart- öflufatinu) er þetta auðvitað orð inn fyrirtaks miðdegisréttur. út í, og þeytt aftur í nokkrar mínútur og brædda smjörinu bætt út í á meðan, nema hvíta botnfallinu. Deigið aftur þeytt í nokkrar mínútur og það sett í form með lausum botni, og bakað við meðalhita. Það er fullbakað, þegar brúnirnar fara að losna frá. Á meðan deigið er í ofnin- um er börkurinn rifinn af hin- um appelsínunum og safinn press aður úr þeim öllum, og nokkr- um msk. af sykri bætt út í. Lát- in koma upp suðan og vökvinn síaður. Kakan er tekin út úr ofninum strax og hún er bökuð og heitum appelsínusafanum hellt hægt yfir kökuna, þannig að hann sígi of- an í hana. Ef hún er stungin ofur lítið með prjóni gengur það fljót- ara. Bezt er að búa kökuna til daginn áður. Kakan er síðan skreytt með rjóma, áður en hún er borin á borð, og má þá raða ofan á hana appelsínulaufum, ef vill. Jón N. Sigurðsson hæstarcUarlöginaður. Múlt'lutningsskrifstofa Lfaugavegi 10. — Sími: 14934. ORN CLAUSEN heraðsdómslögmaður Málf'utningsskrifstofa. Bankastræti 12 — Sirri 13499. Einar Ásmundsson hæstarcttarlögmabui. Hafsteinn Sigurðsson hcraðsdómslögmaður Sími 15407, 19813 Skrifstofa Hafnarstr. 8, II. Iiæ8. 4ra herb. íbúðarhœð í nýju steinhúsi við Birkihvamm í Kópavogi er til sölu. íbúðin hefur sér inngang, sér hita, sér lóð og bílskúrsréttindi. Upplýsingar gefur Málflutnings- skrifstofa og fasteignasala, Laugavegi 7. Stefán Pétursson hdl. Guðm. Þorsteinsson sölumaður. — Símar 19545 og 19764. Stúlkur - atvinna 2 duglegar stúlkur óskast strax í verksmiðjuvinnu að Álafossi. Hátt kaup. Upplýsingar í Á L A F O S S Þingholtsstræti 2.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.