Morgunblaðið - 14.01.1959, Page 16

Morgunblaðið - 14.01.1959, Page 16
16 MORCVISBLAÐIÐ Miðvikudagur 14. jan. 1959 Loks gengu þau niður mjóan hringstiga og skyndilega voru þau stödd í afar stórum sundskála. — Helen varð að loka augunum, vegna hinnar glitrandi birtu Ijós- kastaranna sem lýstu upp salinrx. Einnig sundlaugin, sem var barma full af kristalstæru vatni, glamp- aði og glitraði_ þar eð hún var öll lögð innan með þunnum gullflög- um. „Hugmynd föður míns“, sagði Morrison. — „Hann hafði svo gam an af að synda í' „gulli“, eins og hann orðaði það sjálfur. Faðir minn var uppskafningur. Ég nota aldrei þessa sundlaug sjálfur". Helen leit niður í vatnið, sem glitraði eins og það væri fullt af gullfiskum. Henni varð hugsað til föður síns sem stóð fyrir innan af- greiðsluborðið í lyfjabúðinni og seldi aspirin, hárvatn og hósta- saft. Hún minntist móður sinnar sem hafði dáið meðan hún enn var í barnaskóla. Kannske hefði skurð- læknir í Boston getað bjargað lífi hennar, en það vantaði peninga til að koma henni til Boston. Helen stóð hreyfingiarlaus. — Hvernig myndi þessi leiðsögn enda? Allt til þeirrar stundar sen: hún steig fæti sínum inn fyrir þröskuldinn á „Santa Maria“, hafði hún hræðst Morri- son. Ástríðuhiti hans hafði vakið óhug hjá henni. En nú óttaðist hún hann ekki lengur. Satt að segja var hún farin að halda að Morri- son elskaði hana. En Morrison II. var maður. Það var ástæðulaust að vera hrædd við nokkurn mann. „Við skulum halda áfram“. Hann sagði það víst í annað Þau gengu áfram upp stiga. Nú var röðin komin að gestaherbergj- unum, sem voru sitt með hvorum lit. Morrison lét sem fyr-r allar dyr standa opnar. Þegar þau voru stödd í síðasta herberginu — Gula herberginu — sneri Helen sér við. Hún sá röðina af herbergjunum sem var nú að baki þeim. Vegg- fóður þeirra blá, rauð, græn_ hvít, fjólublá, virtust renna saman í eina litskrúðuga heild. Allt í einu sagði Morrison: „Hatið þér mig?“ „Nei — hverg vegna?" Hún leit á hann með óblandinni undrun í svipnum. „Mig langaði bara að vita það“. Hún hló vandræðalega: „Eruð þér að reyna_ hvort ég muni geta staðizt svona mikið skart og skraut án þess að fyllast öfund?“ spurði hún. „Þér eruð skynsöm", sagði hann. — „Mjög skynsöm". Hann hallaði sér upp að marm- ara-arninum. Á arinhyllunni stóð Lúðvígs 16. klukka. Hún gekk með léttu tifi. Það virtist ekkert jafn mi'kilvægt í þessu húsi og það, að allar klukkurnar gengju' rétt og nákvæmlega. Hann gerði sig ekki líklegan til að yfirgefa „Gula herbergið" jafnskjótt og öll hin. Hann sagði. eins og við sjálfan sig: — „Það eru aðeins heimskingjar sem öf- unda mig af „Santa Maria“. Það er varla til sá fjallakofi, sem er jafneinmanalegur og þessi höll, sem faðir minn reisti sjálfum sér til dýrðar. Hún líktis; lí'ka að öðru leyti fjallakofa. Því hærra sern maður fer, þeim mun aleinni er maður“. „Hvers vegna búið þér ekki í New York?“ Hann hló þurrlega. ,_Þegar maður er Richard Morri son II. getur maður ekki haldizt við í stórborginni. Hér er ég a. m. k. meðal fólks sem oft segir nei við mig“. Helan leit á stóra manninn með ljósu, sköllóttu hauskúpuna. Hún fann til vaxandi meðaumkunar. Morrison hélt áfram að tala, eins og við sjálfan sig: ,,Ég hef hagað mér eins og heimskur krakki í Berlin. Löðnang urinn gerði mér gott. Ekki eins og ég hefði þörf fyrir löðrung. Örlög- in sjá um það — þegar hinar heimsku, þvaðrandi manneskjur vita það ekki, .... skilja ekki að......“ „Þér fyrirlítið manneskjurnar", sagði Helen. „Einnig það er skylt við kofann á fjallinu. Því hærra sem maður kemst, þeim mun minni virðast manneskjurnar“. ,.Sjónin blekkir", svaraði hún. „Þær verða ekki einum sentimetri smærri, þó að maður komizt hátt upp — þær líta bara þannig út í f jarska". Hann gekk einu skrefi nær henni, en staðnæmdist svo. „Þær verða ekki einum senti- metri smærri“, endurtók hann eins og í þungum þönkum. Svo hvessti hann augun á Heien: „Fenguð þér blómin fró mér?“ >;Já .... þökk fyrir“. „Ég vildi ekki hitta yður fyrr en þetta“, sagði Morrison. — „Nú eru liðnar tíu vikur og fjórir dag- ar síðan ég sá yður“. Hann brosti að hinum nákvæma reikn- ingi sínum, eins og hann vissi að henni geðjaðist ekki að framkomu hans. Eitt andartak hox-fði Helen nið- i ur fyrir sig. „Nú hlýtur það að ske“, hugs- aði hún með sér. — ,.Það hlýtur að verða, eins og það hefur verið fyrirfram ákveðið frá upphafi. — Flutningur til New York. Tylft rauðra rósa á hverjum morgni. Samtal við „Bill gamla“. „Hið mikla tækifæri yðar, Helen". Ferð með Ruth Ryan. Fleiri rósir. Heim boð. Nautaat. Sigur hins unga nautabana. Leiðsögn um salar- kynni „Santa Maria“. Tilraunir og öfund. Einvera. Meðaumkun. Allt saman ágætlega hugsað upp. Allt fyrirfram ákveðið. Með nákvæmni klukkunnar. Samkvæmt klukkun- um á .,Santa Maria“. „En ég“, hugsaði hún með sér — „hlýt ég óhjákvæmilega að vera hjól í úrverki Richards Morrisons II? Hvað hafði Bill gamli sagt? „Ef þér eruð á annað borð svo mikið barn, að eiga meydóm yðar enn óskertan". Hún var ekki svo mikið barn að eiga hann ennþá óskertan. Hún hafði brotizt áfram og fórnáð öllu, honum sem öðru. Hún hafði vaðið í gegnum óhrein- indi og saur — og blóð. ,.Hér er ekki verið að leika sér að smámun- um“. Stærsta blaðahring heimsins. Átti hún að gefa sig skynvillu og blekkingum á vald? Berlín var að baki, eins og herbergin sem hún var búin að ganga um. Herbergin voru björt. Berlín var myrk. Rödd Morrison kom eins og úr f jarska. „Ég er enginn unglingur, Helen og ég mun ekki þvinga fram ást, sem ekki er til. En ég elska yður. Það nægir mér. Ef ég hef yður, hef ég von. Viljið þér verða ást- kona mín?“ Þótt undarlegt væri, þá róaði þessi skelfilega hreinskilni h-ana. Hún aumkaði hann fyrir að þui'fa að flýja til slikrar hi'einskilni. — Hversu vesæll og snauður var ekki sá maður, sem ekki gat með hvíslandi kærleiksorðum, ástúð- legu látbi-agði og heitum kossum beðið sér stúlku. Að hvaða haldi komu þá auður hans og völd? Hún sagði ekki neitt. en lét það afskiptalaust, þegar hann greip um handlegg hennar, varfæmis- Á ÚTSÖLUNNI barna og unglingakápur og dragtir á kr. 350.— Verzlifn Kristín SicgUrðardóttir Laugavegi 20 lega og án áleitni. Svo gengu þau samhlið? í gegn um húsið, sem var baðað í geisl- um óteljandi ljósa, í gegnum gulu, bláu, grænu, hvítu og fjólubláu gestaherbergin, eftir persneskum í teppum og rauðum dreglum, í glitr andi birtu kristalskróna og kast- Ijósa. Aftur varð Helen hugsað til Berlínar. En þegar maðurinn lagði höndina yfir mjaðmir hennar, var hún þess fullviss að hann hefði rétt fyrir _ór. Einnig von um ást gæti verið ást. Þá lauk Morrison upp enn ein- um dyrum. Köld loftrás kom á móti Helen. 1 þetta skipti kveikti Morrison ekki ljós. Morguninn eftív Ilutti em af bifreiðum Morrisons hana til San Franzisko. Hún hraðaði sér sem mest hún mátti. fékk sér bað í skyndi, hafði fataskipti í skyndi og lét niður í töskunr sína í skyndi. Um kl. eitt e. h. lagði hún af stað flugleiðis til New York. Það var lent í Kansas City og Chicago og það var liðið á nóttu þegai' flugvélin lenti loks á La Guardia-flugvellinum. Hún hélt rakleiðis til litla, viðfeldna gisti- hússins við Gramercy Park, þar sem hún hafði haft herbergi frá því e.r hún kom til Evrópu. Hún vildi ekki hugsa um það sem fyrir hafði komið. Hún var ekki óham- ingjusöm, aðeins rugluð og óviss. Hún leið af óvissunni, en hrædd- ist vissuna. Hún sv-af eins og steinn til hádegis. Klukkan var að verða þrjú, þeg ar hún steig loks fæti inn fyrir þröskuldinn á „Morrison-bygging- unni“ á Fifth Avenue. 1 skrifstof- unni hennar tók vélritunarstúlkan á móti he.nni með hlýlegu brosi — lítil, dökk manneskja með dökk hornspangargleraugu. Hún reyndi að lesa úr augum vélritunarstúlk- unnar, hversu mikið menn vissu í Morrison-höllinni. en augu stúlk- unnar voru eins og' óskrifað blað. „Við höfum átt von á yður, ung- frú Cuttler", sagði ungfrú Koval- sky að lokum. — „Hr. Clark hef- ur lagt svo fyrir, að hér eftir skuli yður afhent öll símskeyti frá Þýzkalandi“. „Þökk fyrir“, svaraði Helen. Á skrifborðinu hennar stóðu hinar stilklöngu. rauðu rósir í háu blómsturglasi. Þær voru alveg nýjar. Og þær voru tuttugu og fjórar, í stað tólf. Hún fór úr kápunni. Þegar hún gekk að borðinu, kom hún auga á ■lokað símskeyti. Hún opnaði litl-a, gula umslagið. Skeytið hafði kom- ið beint frá einka-póststöðinni í „Santa Maria“ og hljóðaði svo: „Húsbóndinn er ekki lengur einn“. Engin undirskrift. Helen brosti þreytulega. Hún kveikti sér í vindlingi. Hún hafði enga löngun til að yfirfara hina löngu ræmu sæsímaskeyta, sem vélritunarstúlkan hafði lagt á borðið hjá henni. Enga löngun — eða var hún af einhverjum ólýsan legum orsökum hrædd við að lesa fréttirnar, sem þau höfðu að færa? Að lokum herti hún upp hug ann- — ,.Ég er blátt áfram hrædd“, sagði hún við sjálfa sig. „Ég er hiœdd við að hugsa um Berlín. Ég verð að herða mig upp“. Svo greip hún rauðan blý- ant og sökkti sér niður í frétta- lesturinn. Það voru hin venjulegu skeyti frá Þýzkalandi, nóvember 1945. Landsstjóri franska hernámssvæð- isins athugaði fækkun hitaeininga. Útgöngubann í Kassel var fram- lengt um eina klukkustund. Nýjar yfirheyrslur yfir Rudolf Hess i fangelsinu í Núrnberg. — Leyfi fyrir dagblað í Augsburg. Uppþot í Hannover vegna hungurs. —■ Schukov hershöfðingi tók á móti sigurvegaranum frá E1 Alamein, Montgomery yfirhershöfðingja. Hún var í þann veginn að hætta lestrinum, þegar hennrvarð skyndilega litið á stutt skeyti frá Berlín. Þar stóð: „Á US-fjórveldasvæðinu hefur hinn fyrrverandi riddarakrosshafi Jan Möller verið handtekinn, grun aður um að hafa myrt rússneskan hermann í september þ. á. Jan Möller neitaði að gefa nokkrar upplýsingar um orsakir verknaðar ins. Rússnesku yfirvöldin hafa farið þess á leit við landsstjóra bandaríska hernámssvæðisins. að hann afhendi þeim morðingjann þegar í stað“. Bókstafirnir tóku að dansa fyr- ir frama naugun á Helen. Hún þreif símatólið: „Gefið mér sam- band við hr. Clark undir eins“, sagði hún. — „Það er mjög áríð- andi“. 3. Helen hafði sagt „gan.l-a Bill“ frá öllu saman. Hún hafði sagt frá kunningsskap sínum við Jan Möller, frá kvöldinu þegar hann bjargaði henni úr klóm rússneska hermannsins, frá handtöku hans, sem hún var nýbúin að fá vitn- eskju um. Hún sagði honurn frá öllu. nema sínum eigin tilfinning- um. Um þær þagði hún. Staðreynd ir var hægt að segja ókunnugum. Tilfinningar voru einkamál. Gamli maðurinn hafði ekki grip ið fram í fyrir henni. Hann tott- aði aðeins pípuna nok'kru ákafar en venjulega. Svo hnyklaði hann þykkar, ígráar brýmar. „Hvers vegna segið þér mér frá þessu?“ spurði hann að lokum. „Ég verð að fara til Berlínar“. „Hvað ætlið þér að gera þar?“ „Ég veit það ekki enn. Ég v-erð að gera eitthvað fyrir hann. Ég verð að komast í veg fyrir það að hann verði afhentur Rússum“. Bill stóð á fætur og gekk aftur og fram um gólfið. Svo staðnæmd ist hann við gluggann og horfði út yfir borgina. ,.Og ég á að gefa yður fyrir- skipun um að fara til Berlínar..“ sagði hann. „Já“. Hún sá aðeins bakið á gamla manninum. Hún þagði. SHlltvarpiö Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 „Á frívaktinni“. sjó- mannaþáttur (Guðrún Erlendsdótt ir). 18,30 Barnatími: Yngstu hlustendurnir (Gyða Ragnarsdótt- ir). 18,50 Framburðarkennsla í frönsku. 19,05 Þingfréttir. -— Tón- leikar. 20,30 Erindi: Um pokadýr (Ingimar Óskarsson náttúrufræð- ingur). 21,00 Tónleikar (plötur). 21,30 Utvarpssagan: .,Útnesja- menn“; XXIV. (Séra Jón Thorar- ensen). 22,10 Erindi: Um veður- far og landnytjar (Óskar Stefáns- son frá Kaldbak). 22,25 Sinfónísk- ir tónleikar (plötur). 23,10 Dag- skrárlok. a r L ú ó IN THAT CASE, I'LL HAVE TO MOVE FAST' And in SERGEANT McHUSHlS QUARTERS But ANDY ISN'T IN TROUBLE I'M AFRAID ANDY HAS RUN INTO TROUBLE, JOHNNY... HE SHOULD BE BACK BY NOW/ 0*** MARK TRAIL'S ÐIG DOG “ HAS FOLLOWED MAJOR TO LITTLE FATHER...AND LITTLE FATHER HAS PENNED HIM UP. ..THAT'S OKAY k- UNLESS HE GETS AWAY/ 1) „Ég er hræddur um að Andi hafi lent i einhverjum vandræð- uai. Hann ætti að vera kominn“. 2) En Andi er ekki í neinum vandræðum. 3) Og inni á lögregluvarðstof- unni hugsar Frank: Stóri hund- urinn hans Markúsar hefur elt Vask til pápa gamla og pápi gamli hefur lokað hann inni. Það er nú ágætt, ef hann sleppur bara ekki út. 4) Ef svo illa tækist til, verð ég að hafa skjót handtök. Haníi gleymdli ^ cað endurnýj®! jAPPDRÆTTI fÁSKÓLANS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.