Morgunblaðið - 17.01.1959, Síða 3

Morgunblaðið - 17.01.1959, Síða 3
Laugardagur 17. jan. 1959 MORCV1VBLAÐIÐ 3 Friðleifur Pétur G. Pétur H. Stefán Helgi r f Stjórnarkjör dag og á morgun Listi lýðrœðissinna er A-listinn I DAG og á morgun fer fram stjórnarkosning í Vörubílstjórafélag- inu Þrótti. Kosið er í húsi félagsins við Rauðarárstíg og hefst kosn- ingin kl. 1 í dag og stendur til kl. 9 í kvöld. A morgun hefst kosn- ingin kl. 1 e. h. og stendur til kl. 9 e. h. og er þá lokið. Tveir listar eru íkjöri: A-listi, borinn fram af trúnaðarmanna- ráði félagsins, og B-listi, borinn fram af kommúnistum og fylgi- fiskum þeirra. A. listinn er þannig skipaður. Friðleifur Friðriksson, form. Pétur Guðfinnsson, varaform. Pétur Hannesson, ritari, Sefán Hannesson, gjaldkeri, Helgi Kristjánsson, meðstj., Varamenn Alfons Oddsson, Sigurður Sig- urðsson. Trúnaðarmannaráð Þorsteinn Kristjánsson, Stefán Þ. Gunnlaugsson, Þorvarður Guð brandsson, Valdimar Stefánsson. Varamenn Helgi Eyjólfsson, Bjarnl Guð- mundsson, Tómas Guðmundsson, Karl Valdimarsson. þúsund krónur. Eftir að Einar var búinn að reyna hátt á annað ár að ná samningum við Aðal- verktaka um vinnu fyrir Suður- nesjamenn og Keflvíkinga við framkvæmdir á Vellinum, en ekki tekist það. Sneri hann sér til stjórnar Þróttar með beiðni um hjálp. Hún var fúslega veitt og samningar tókust. Hvernig launa svo Keflvíking- ar. Þróttarmönnum hjálpina? Strax og búið var að undirrita fyrirnéfnda samninga, krefjast Keflvíkingar að fá líka allan akst ur á vörum frá Reykjavík á flug- völlinn fyrir varnarliðið. En þessa flutninga hefur Þróttur Þrótti í annast einn frá upphafi til þessa dags. Reynsla okkar Þróttarmanna af nágrannafélögunum er ekki á þann veg að við viljum leggja öll okkar ráð í hendur þeirra. Þó mun það vera aðaltilgangur Einars, með framboði sínu í Þrótti nú, ef hann næði kosningu að svifta „Þrótt“ samningsrétt- indum og leggja hann í hendur L.V. Þá yrðu utanbæjarmenn alls- ráðandi um kaup og kjör og vinnuréttindi Þróttarmanna, og liði ekki á löngu að Þróttarmönn um þætti þröngt fyrir sínum dyr um. Einar hefur áður lagt fram þessa kröfu formlega í nafni L.V., en Þróttur hafnaði henni einróma á aðalfundi félagsins. Nú á að fara aftan að Þróttar- mönnum með því að fá þá til að kjósa kommúnista í stjórn félags ins, sem síðan eiga að afhenda L.V. öll samningsréttindi Þróttar. En Þróttarmenn eru ekki eins einfaldir og kommúnistar halda. Þeir sjá nú, eins og áður í gegn- um blekkingarvefinn. Og eru staðráðnir í að láta Einari ekki takast að kaupa sér fylgi utan- bæjarmanna á kostnað Þróttar- manna. Þegar Friðleifur Friðriksson var formaður L.V., sagði hann af sér því starfi, vegna þess að hann taldi það ósamrýmanlegt að sami maður væri bæði formaður Þrótt- ar og Landssambandsins. Reynsla okkar Þróttarmanna af nágrannafélögunum hefur sannað okkur að þessi skoðun Friðleifs var rétt. Þróttarmenn hafa líka langa reynslu af Einari Ögmundssyni sem manni og fé- laga og sú reynsla hefur fyrir löngu sannað okkur að hann er sá maðurinn sem Þróttarmenn mega sízt treysta. Enda hafa þeir margoft sýnt honum það í kosningum, þó að hann geti ekkert af því lært. Reynsla okkar Þróttarmanna af Friðleifi Friðrikssyni er á allt annan veg. f þau 15 ár sem hann hefur verið formaður félagsins hefur hann og hans stjórnar- menn staðið trúan vörð um hags- muni og réttindi okkar Þróttar- manna og við erum sannfærðir um það • af langri reynslu að á meðan hans nýtur við, eru okkar mál í góðra manna höndum. Við höfum líka sýnt að við kunnum að meta þetta, því alltaf hefur fylgi Friðleifs og hans manna aukizt í félaginu frá ári til árs, og komst í hámark í síð- ustu stjórnarkosningum í Þrótti. Og við Þróttarmenn erum ákveðnir í að setja nýtt hámark í þessum kosningum og votta með því Friðleifi og hans stjórnar- mönnum þakklæti okkar og traust. Verum samtaka. Komum fljótt á kjörstað. Setjum kross fyrir framan A. listann. Þróttarbílstjóri. KTAKSl IIWÍ! Ófagur tilgangur Eysteins Tíminn og Þjóðviljinn ræða báðir í gær kauphækkanir þær, sem urðu á s.l. sumri. Timinn útskýrir m.a., hvað hafi vakað fyrir þaim, sem þaa: voru að verki og segir: „Bezt hefði launþegunum ver* ið að þessi grunnkaupshækkun hefði aldrei átt sér stað. Þeim mun verra er verk þess* ara manna, þegar þess er gætt, að þeir vissu vel hvað þeir voru hér að gera, þ.e. þeir vissu, að þeir stóðu fyrir kauphækkunum, sem vitaniegt var, að atvinnu- vegirnir gátu ekki risið undir og yrði því að taka aftur af laun- ]jegum með einum eða öðrum lætti Þeir vissu því, að þeir voru að gera' launþegunum meira ó- gagn en gagn með þessu hátta- lagi sinu. Þessi vitneskja réð þó ekki gerðum þeirra, heldur póli- tískt ofstæki — -- — Ekki hefur tilgangurinn verið góður, að dómi Tímans, sem gerst þekkja þetta, en Þjóðvilj- inn segir einmitt frá því í gær, hver það var sem þarna hafði forystuna. Er öruggt, að hann þakkar ekki öðrum en komm- únistum kauphækkanir að á- stæðulausu. Eysteinn staðinn að verki Selfoss í reynsluförinni í byrjun desembermánaffar. Eimskip er 45 ára í dag Það var hátiðarblær yfir Reykjavik Jbennan dag fyrir 45 árum Óþarfi er að kynna fyrir Þrðtt- armönnum þá menn sem skipa A. listann. Þeir hafa flestir setið í stjórn félagsins, eða öðrum trún aðarstörfum svo árum skiptir og undir þeirra stjórn hefir á undan- förnum árum tekist að koma fram ýmsum stórmálum til hags bóta og framfara fyrir félags- menn. Friðleifur Friðriksson er búinn að vera formaður „Þróttar" í 15 ár, og er nú í kjöri í 16. sinn, vegna eindreginna áskoranna frá fjölda félagsmanna. Þrátt fyrir herfilega útreið kommúnista í öllum Þróttarkosn ingum á undanförnum árum, gef- ast þeir ekki upp við að bjóða fram og falla. Lengi vel var Einar Ögmunds- son í forsæti á þessum falllista, eða þar til svo var komið að hans eigin flokksmenn neituðu að styðja hann til framboðs, þar sem þeir töldu það með öllu þýðingar- laust. Síðan hefur lítið farið fyrir Einari í „Þrótti", enda flutti hann þá rógsiðju sína, þangað sem hann var minna þekktur, yfir í Landssamband vörubifreiða- stjóra. Og árangurinn var dásam- legur fyrir hann. Á skömmum tíma tókst honum að bola fyrr- verandi formanni L.V. Sigurði Ingvarssyni frá, og settist sjálfur í sætið. Ekki er vitað til að Einari hafi tekizt að efna neitt af þeim gylli- boðum sem hann gaf L.V., þegar hann var að blekkja þá menn til fylgis við sig. En utanbæjarmenn irnir heimta að fá nokkuð fyrir snúði sinn. Og flest á Þróttar kostnað. Einar sýndi líka fljótt, að hann var fús til að fórna hagsmunum Þróttar, fyrir vináttu utanfélags- manna. Til dæmis, deildi hann fast á stjórn Þróttar, fyrir það að vilja ekki í upphafi afhenda Mjölnismönnum helming af öll- um akstri á efni til Sogsvirkj- unarinnar. Þegar stjórn Þróttar var búin að gera löglega samninga við rétta aðila um akstur á öllu efni í Sogsvirkjunina, „úrskurðaði“ Einar í nafni L.V. að Mjölnir skyldi fá 20% af öllum flutning- um í Sogið og skaðaði þar með Þróttarmenn um mörg hundruð í DAG eru liðin 45 ár frá stofn- un Eimskipafélags íslands. Fátt hefur markað dýpri spor í sögu þjóðarinnar en stofnun þess. — Hér verður ekki farið út í sögu Eimskipafélagsins eða starfsemi þess á liðnum 45 árum, heldur aðeins minnt á þennan merka atburð. Frá öndverðu hefur Eim- skipafélagið átt hug landsmanna. í nær 45 ár hafa „Fossar“ fé- lagsins plægt úthöfin, flytjandi frarjileiðsluvörur landsmanna á erlendan markað og færandi þeim varninginn heim. Hvar- vetna hafa „Fossarnir“ vakið á sér athygli,, ekki sakir stærðar heldur vegna þess að yfir þeim er óvenju snyrtilegur blær og reykháfsmerki „Fossanna" er meðal allra fallegustu merkja, sem sjá má í hinum stóru hafn- arborgum Evrópu og Ameríku. Það er ekki ofmælt að „Foss- arnir“ hafa alltaf verið stolt þjóðarinnar. I Mbl., er Eimskipafélagið varð 25 ára, segir m. a. svo frá því er stofnfundur Eimskipafélags- ins var haldinn: ....Það var hátíðablær yfir Reykjavík þennan dag. Búðir voru lokaðar, skólar gáfu frí, fánar voru dregnir að hún um allan bæ. Veður var dásamlegt og óvenju mannmargt á götunum strax um morguninn. Stofnfundurinn var settur í Iðnó kl. 12 á hádegi. Þar var brátt hvert sæti skipað og þrengsli svo mikil að til vand- ræða horfði. Meðal fundar- manna var séra Ólafur Ólafs- son fríkirkjuprestur. Var farið fram á það við hann, að hann leyfði að fundurinn yrði fluttur í Fríkirkjuna. Leyfið var auðsótt hjá séra Ólafi. Hann taldi hvern þann stað helgan, sem þetta mál væri rætt á. Eftir fyrsta fundar- hléið var svo flutt í Fríkirkjuna. Þegar lýst hafði verið tildrög- um fundarins, hlutafjársöfnun austan hafs og vestan, bráða- birgðastjórn þakkað mikið og gott starf og fleira, kom fram svohljóðandi tillaga: „Fundurinn ákveður að stofna hlutafélag, er nefnist Eimskipafélag íslands". Tillagan var samþykkt í einu hljóði. Þar með var Eimskipa- félagið stofnað....“ iSI Stjórnarformenn hafa verið frá stofnun félagsins þeir Sveinn Björnsson forseti, Eggert Claessen hæstaréttarlögmaður og núverandi formaður er Einar Baldvin Guðumndsson hæsta- réttarlögmaður. Framkvæmdastjórar hafa verið þeir Emil Nilsen og siðan Guð- mundur Vilhjálmsson fram- kvæmdastjóri. Nú eru fastastarfs menn félagsins, í landi og á skip- unum, tæplega 200, en að auki hundruð sjómanna og daglauna- manna. I flota Eimskipafélagsins eru í dag, að meðtöldu flaggskipi ís- lenzka flotans Gullfossi, 9 skip og er hið yngsta þeirra Selfoss, sem kom til landsins nú skömmu fyrir jólin. Kélagið á í smíðum skip sem verður systurskip Sel- foss og fullsmíðað mun verða seint á árinu 1961. Mus kjölur þess væntanlega verða lagður seint á þessu ári. I Þjóðviljanum segir: „Var það að undirlagi Einars Olgeirssonar að bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjavík og hægri hönd Eysteins sagði, að kröfur Dagsbrúnar um launa- hækkun væru sanngjarnar og eðlilegar og lagði því til, að bæj- arstjórnin semdi strax um kaup- hækkunina? Heldur Tíminn, að Einar Olgeirsson hafi ráðið þeim gerð- um forsvarsmanna bænda í sept. S.I., að ákveða 6% grunnkaups- hækkun á laun bænda og það áður en verkamenn í Reykjavík höfðu fengið nokkra kauphækk- un? Og hvað heldur Tíminn um kauphækkun þá sem opinberum starfsmönnum var veitt í haust með þingssamþykkt samkvæmt tillögu Eysteins Jónssonar? Held- ur hann að Einar Olgeirsson hafi einnig þar verið að verki með plön sín um að fella stjórnina? Þessar spurningar og fleiri svipaðar, sem leggja mætti fyrir Tímann, ættu að sannfæra hann um að tilgangslaust er fyrir hann að spinna upp sögur um, að Einar Olgeirsson hafi sérstaklega stað- ið fyrir kauphækkunum í þeim tilgangi að fella ríkisstjórnina! Tíminn ætti að átta sig á því, að ákveðnar orsakir lágu til þess að talsverðar kauphækkanir urðu á sl. ári. Höfuð orsökin var sú, að Framsóknarflokkurinn hafði knúið fram þá stefnubreyt- ingu á sl. vori að horfið var frá stöðvunarstefnunni, en þess í stað tekin upp verðhækkunarstefnan gamla. Þessi nýja verðhækkunar- stefna var af Framsókn kölluð samræmingarstefna og átti sam- kvæmt kenningum Eysteins að vera þýðingarmesta ráðstöfunin í efnahagsmálunum. Afleiðingar verðhækkunarstefn unnar hafa alltaf orðið kaup- hækkanir og eins fór auðvitað f þetta skiptið“. Hér segir Þjóðviljinn frá því, sem hann gerla þekkir úr V- stjórnarsamstarfinu. Enda er það öruggt að hann mundi ekki skrökva þeim heiðri, sem hann telur að kauphækkunum upp á Eystein Jónsson, svo litið sem þessu gamla stuðningsblaði hans er nú um hann gefið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.