Morgunblaðið - 17.01.1959, Qupperneq 12
12
MORCVNRLAÐ1Ð
Laugardagur 17. jan. 1959
EASX JOHNNV . WE HAVE \
TWO PEOPLE TO GIVE THE |
SLIP TO, VOU KNOW...SUE J
ALLISON AND SERGEANT /)
. McHUGH / )
SLIPPIN' OUT DE BACK
IS GOOD IDEA...DEy THINK
WID DOG WE HAFTA GO OUT
FRONT, BUT WE FOOL DEM
___...EH, MARK/ >
SHE SOON BE
MIDNIGHT, MARK
... LE'S GO/
MAVBE,
JOHNNV
, I HOPE
SO/
Helen greip glasið sitt og
tæmdi það í einum teyg. .. Já,
hún skyldi hækka í tigninni. Meira
en.nokkur annar.......Þingkonan
Helen Cuttler....
„Hvaða vit hef ég á stjórnmál-
wm?“ spurði hún samt.
„Hvaða vit hefur Dorothy Sny-
der á stjórnmálum? Og hvaða vit
hafði Ruth Ryan á þeim þegar ég
náði í hana?“
Þjónninn bar fasanann af borð-
inu og kom með ísinn. Samtalið
hijóðnaði.
Þegar hann v-ar aftur farinn,
leit Helen upp frá ísskálinni
sinni og brosti: — „Verður ást-
kona þín alltaf að vera þingkona
frá Kaliforníu? Fara báðar stöð-
urnar saman?“
„Ég vil alls ekki að þú verðir
ástkona mín“, svaraði Morrison,
um leið og hann leit út um glugg-
ann. — „Ég vil kvænast þér“.
Helen fannst hjartað ætla að
stanza í brjósti sér. Hvað kom
hjartanu til að stanza? Undrun?
Skapaskipti? Hamingja? Ótti? —
Hún vissi það ekki. Hún vissi að-
eins það eitt, að hún minntist nú
Jan Möller í fyrsta skipti á kvöld-
inu. Hún vissi aðeins það. að
þessi undarlegi Þjóðverji hefði
ekki beðið hennar á þennan hátt.
Innan um fasana og rjómaís. En
hvers vegna var hún að hugsa um
Jan Möller? Hér rættist spádóm-
ur Bills gamla. Hún varð fyrir
valinu úr hópi þúsunda. Hún hafði
engan rétt til þess að hugsa um
annað en framtíðina.
Morrison hélt áfram að horfa
út um gluggann.
„Ég veit að ég á eftir að kvæn-
ast þér“, sagði hann. — „Ég veit
alltaf fyrirfram um stærstu atvik-
in í lífi mínu“.
„Hvers vegna skyldi ég þá vera
að berjast við að komast á þing?“
spurði hún með örlitlum háðs-
hreim í röddinni.
Hann tók ekki eftir háðinu. —
Hann var með allan hugann við
framtíðaráform sín.
„Ég get ekki gengið að eiga
óbreytta fréttakonu við mitt eigið
blað“, sagði hann. — _,Athlægið
di'epur. Ég á of marga fjandmenn.
Ég get ekki gert mig hlægilegan".
ísinn í skál Helene var bráðn-
aður.
Aftur birtist þjónninn. Morrison
rétti úr sér. Hann kom við nakinn
arminn á Helen. Þegar hún fylgd-
ist með honum inn í salinn smaug
kaldur hrollur um hana alla.
Þau ræddust ekki við, því að
þjónninn hafði fylgt þeim eftir
inn í salinn. Hann hitaði koníaks-
glösin yfir bláum loga. Þegar
hann setti glösin á borð fyrir
framan legubekkinn, sagði Morri-
son: —
„Ég kalla á yður, Joe, ef við
þörfnumst einhvers".
Þjónninn hneigði sig auðmjúk-
lega um leið og hann fór út úr
salnum.
„Ég þarf að spyrja þig að dá-
litlu“, sagði konan.
Morrison spsrrti brúnirnar.
_,Hefur þér aldrei dottið í hug,
Richard, „ð ég kynni að segja
nei?“
Hann settist ekki við hlið henn-
ar, heldur stikaði stórum skref um
um gólfið.
„Þú ert móðguð“, sagði hann.
„Þú ættir að vera stolt, en í þess
stað ertu móðguð". Hann talaði
eins og við sjálfan sig. — „Ég
veit að þú giftist mér_ þegar ég
vil það. Hvers vegna skildirðu
ekki gera það? Ég er ríkur. Eg er
Glasgow—London
REYKJAVIK
GLASGOW og
LONDON
alla þriðjadaga
til
REYKJAVÍKUR
frá
GLASGOW og
LONDON
aila miðvikudaga
Loftleiðis
landa milli
L0FTLEI9IR
— Sími 18440 —-
einn af voldugustu mönnum í heím
inum. Ég er ekki ungur lengur og
ég er ljótur. En auðæfin jafnast
á við æskuna og v-ald er meira
virði en fegurð. Og ég elska þig.
Ást, auður og vald — þetta þrennt
saman, er ómótstæðilegt". Hann
staðnæmdist fyrir framan hana og
horfði beint í augu hennar. — „Ég
gæti líka biðið. Ég gæti reynt að
ná ástum þínum, eins og ég vissi
ekki, að auðvitað segirðu já að lok-
um. Það væri ástæðulaus leikur,
Helen — ástæðulaus og ósam-boð-
inn. Leikur sem maður leikur við
konu sem maður girnist kannske,
en virðir ekki. Þú álasar mér
kannske fyrir einlægni mína og
heiðarleik?" Hann settist við hlið
hennar. — _,Ég hef engan tíma.
Hef aldrei á ævi minni haft það.
Ég ætla mér ekki að halda því
leyndu fyrir þér, hvers vegna ég
geri þetta eða hitt. Eins og t. d.
þetta með þingmennskuna. Við tvö
eigum að vita hvers vegna þetta
eða hitt gerist. Ég er ekki róman-
tískur. Jafnvel ástin breytir í engu
viðmóti mínu og eðli. Ég mun ekki
segja þér ósatt. Þú getur aðeins
tekið mig eins og ég er“.
Hún leit á hann. Yfir breiðar
axlir hans sá hún trélíkneskið af
Indíánanum í hertygjunum, gap-
andi ljónskjaftana og tígrishöfuð-
in.
Svo lagði hún höndina róandi á
handlegg hans, eins og hún væri
gömul og reynd, en hann ungur
og ofsafenginn.
,_Við höfum raunverulega ekki
þekkzt nema í nokkrar klukku-
stundir, Richard“, sagði hún. —
„Við þurfum bæði að hugsa okk-
ur betur um, áður en við tökum
nokkra ákvörðun".
„Ég er búinn að hugsa um allt“.
Harkan þokaði úr andlitsdráttum
hans fyrir viðkvæmu brosi. ,,Nú
neyðirðu mig samt til að vera róm
antískur. — „Gætirðu hugsað
þér“ — hann talaði í hálfum hljóð
um — að sami maðurinn birtist
alltaf í draumum þínum. Dag
nokkurn stendur svo þessi maður
fiammi fyrir þér. Þú nuddar aug-
un. Þú hefur trú á draumum. En
þig er ekki að dreyma lengur. Það
er orðinn veruleiki. Þá hugsar þú
þig ekki um. Ég þarf ekki að
hugsa mig neitt um. Ég vissi það
strax í Berlín. Þegar þú byrjaðir
að tala í „Santa Maria“, var ég
sannfærður. Ég hef haxt konur.
„Eg vil ekki að þú verðir ástkona mín", sagði Morrison.
„Ég vil kvænast þér . . . “
Og félaga. En engar konur, sem
voru þess verðugar að vera félag-
ar mínir. Nú óttast ég aðeins það
eitt, að þú kunnir að hvei'fa aftur
úr draumum mínum".
Hann lagði handlegginn yfir
axlirnar á henni.
Nú fór ekki lengur neinn kulda-
hTOllur um hana við snertingu
hans. Hún hafði aldrei vitað, að
afl gæti veitt hiba. Hún fann að
hann hafði með hverju orði sagt
sannleikann. Auður og völd voru
ómótstæðileg, jafnvel þótt ekki
væri um neina ást að ræða.
Allt í einu varð hún að beita öll-
um mætti, til að neyða sjálfa sig
til að hugsa um manninn, sem nú
var verið að yfirheyra hinum meg-
in við úthafið, í hinni toitímdu
Berlín. Útlit hans var næstum máð
úr minni hennar. Hún mundi ekki
einu sinni greinilega andlitssvip
hans. Og þó mátti hún ekki gleyma
því, að einnig hún hafði átt sína
fyrirætlun þegar hún kom inn í
þennan sal.
„Richard", sagði hún. — „Þetta
er ekki allt eins einfalt og þú held
ur. Það hefur dálítið komið fyrir,
sem ekki samrýmist áformum þín-
um. Þú verður að hlusta á mig“.
Hann hi rkkaði ennið.
Dömur!
Athugið!
Hef skipt um símanúmer. Nýja númerið er 3 3 3 14
Hef fengið 5 teg. af permanentum, franskt, enskt.
og amerískt. Verð frá kr. 110,00. Einnig ljósa lokka,
sérstakar olíur í litað hár, hárskol, nýjustu klipp-
ingar á kr. 20,00.
Virðingarfyllst
Hárgreiðslustofan „Rufíé"
Laugateigi 60. — Klippið úr auglýsinguna og geymið
1) „Það er komið fram undir1 og þú veizt. Súsönnu og Frank
miðnætti, Markús. Við skulum varðstjóra".
halda af stað“. „Rólegur, Jói. Viðl 2) „Það er ágæt hugmynd að
verðum að leika á tvo aðila eins'
laumast út bakdyramegin. Þau
halda að við verðum að fara út
um dyrnar með hundinn, en við
göbbum þau. Ekki satt, Markús?"
3) „Getur verið, Jói. Ég vona
það“.
„Ég verð að skreppa til Berlín-
ar“, sagði hún.
Andlitsdrættir hans virtust
stirðna.
„Karlmaður?" sagði h<ann æst-
ur.
„Karlmaður? Nei. Ekki eins og
þú heldur. ...“
„Hvað hefur komið fyrir?“
Hún var óðamála:
,,Kvöldið .... kvöldið sem mót-
tökuathöfnin var hjá Eisenhower
.... það er að segja, kvöldið áð-
ur .... ég var óeinkennisbúin.
Ég var að ganga með þýzkum
rr.anni :m borgina. Það varð
dimmt. Við urðum fyrir árás af
vopnuðum Rússa. Rússinn hélt að
ég væri bara venjuleg gleðikona.
Hann ætlaði strax að taka mig
með valdi. Þjóðverjinn barði hann
niður. Svo hlupum við í burtu. —
Daginn eftir frétti ég að Rússinn
hefði dáið. Hann hlýtur að hafa
slasast svona í fallinu. Nú er búið
að handtaka Þjóðverjann. Á amer
ísku umráðasvæði. Rússarnir
krefjast þess að hann verði fram-
seldur".
Hún hafði ekki nefnt nafn Þjóð-
verjans. Hún gat ekki sagt Morri-
son nafn Jans.
„Er það þessi Jan Möller?"
spurði Morrison.
Hún varð eldrauð í framan, eins
og hún hefði verið staðin að .ein-
hverju ósiðlegu athæfi.
„Hvernig veizt þú það?“
„Ég les dagblöðin mín og ég tek
eftir hverju orði, sem í þeim
stendur". Hann færði sig nær
henni. — ,,Var hann elskhugi
þinn, þessi Jan Möller?"
SBUtvarpiö
L.-ugardagur 17. janúar:
Fast-ir liðir eins og venjulega.
12,50 Óskalög'sjúklinga (Bryndís
Sigurjónsdóttir). 14,00 Laugar-
dagslögin. 16,30 Miðdegisfónninn.
17,15 Skákþáttur (Baldur Möller).
18,00 Tómstundaþáttur barna og
unglinga (Jón Pálsson). 18,30 Út-
varpssaga barnanna: „í landinu,
þar sem enginn tími er til“ eftir
Yen Wen-ching; V. (Pétur Sumar
liðason kennari). 18,55 1 kvöld-
rpkkrinu; — tónleikar af plötum.
20,20 Leikrit: „I leit að fortíð“,
eftir Jean Anouilh. — Leikstjóri
og þýðandi: Inga Laxness. Leik-
endur: Ævar Kvaran, Arndís
Björnsdóttir, Indriði Waage, Inga
Þórðardóttir, Baldvin Halldórs-
son, Edda Kvaran, Inga Laxness,
Þorgrímur Einarsson og Gunnar
Kvaran. 22,20 Danslög (plötur).
24,00 Dagskrárlok.