Morgunblaðið - 20.01.1959, Page 3

Morgunblaðið - 20.01.1959, Page 3
Þriðjudagur 20. jan. 1959 MORCVTSBLAÐIÐ 3 Hjörtur Halldórsson hreppti tíu þúsundir kr. í útvarpsþœttinum ,,Vogun vinnur — vogun tapar44 Á sunnudagskvöldið tókst fyrsta þátttakandanum í útvarps- þættinum „Vogun vinnur — vog- un tapar“ að svara öllum spurn- ingum rétt og hreppa hin eftir- sótta hæsta vinning, 10.000 kr. Það var Hjörtur Halldórsson, söngkennari við Menntaskólann í Reykjavík, sem leysti þetta afrek af hendi. Aðeins einn kepp- andi hefur komizt í úrslit áður, Hendrik Ottóson, fréttamaður, en han sprakk á limminu í loka- sprettinum. Mikil eftirvænting ríkti með- al útvarpshlustenda í sambandi við þennan þátt og var Sjálfstæð- ishúsið þéttskipað áhorfendum, þegar hann var tekinn upp. Hjört ur fékk eina spurningu í fjórum liðum til úrlausnar og var hún svohljóðandi: , 1. liður: Þú veizt það eflaust, að skömmu fyrir og eftir nýtt tungl, þegar aðeins er um að ræða mjóa mánasigð í fullu sól- arljósi, þá má jafnan sjá móta fyrir öllum hinum hluta tungls- kringlunnar, eins og í dufgrárri skímu. Hvernig stendur á þessu? Svar: Þetta er endurskin sólar- Ijóssins frá jörðinni, sem lýsir þann hluta af hinum dimma helm ingi tunglsins, sem að jörðu snýr nokkurs konar „jarðskin"). 2. liður: Tunglið hefur bund- inn möndulsnúning. Um þetta er venjulega tekið svo til orða, að tunglið snúi ævinlega sömu hlið að jörðu. Að hvaða leyti er þetta orðalag ónákvæmt í stuttu máli? Svar: í raun og veru sýnist tunglið vagga lítið eitt um eins konar jafnvægisstöðu. Þetta vagg (libration), sem gerist með reglubundnum hætti, veldur því að vér sjáum ofurlítið yfir á „bakhlið" tunglsins, sem svo er nefnd, ýmist til annarrar handar- innar eða hinnar. (Með þessum hætti verða alls um 3/5 hlutar af öllu yfirborði tunglsins sýni- legir að samanlögðu). 3. liður: Hversu langur er snún ingstími tunglsins um möndul sinn, ef miðað er við fastastjörnu- hvolfið? Þ. e. hversu langur er einn sólarhringur á tunglinu („sideriskur“ sólarhringur?) Svarið má ekki muna meira en einum jarðneskum sólarhring, að það sé rétt. Svar: Snúningstím- inn er jafnlangur einum stjarn- mánuði, 27, 32 jarðn. sólarhring. 4. liður: Hversu langur er einn tunglmánuður, sem kallaður er á erlendum málum synodiskur mánuður? Svar: 29,53 sólarhring- ar (29 sólarhring. 12 klst. 44 mín). Hjörtur svaraði öllum þess- um spurningum hárrétt og hlaut fyrir það kr. 10.000 eins og áður er sagt. Hjörtur er ákaflega fróður um allt sem að tungliny lýtur, eins og kunnugt er. Hann þýddi fyrir nokkrum árum og flutti í útvarp fyrirlestra eftir brezka stjarn- fræðinginn Fred Hoyle, og gaf fyrirlestrana skömmu síðar út, undir nafninu „Uppruni og eðli alheimsins“. Fleiri bækur hefur Hjörtur þýtt um náttúrufræði- leg efni, m. a. hina stóru bók Almenna bókafélagsins „Heimur- inn okkar“. Um þessar mundir mun hann vera að þýða aðra bók eftir Hoyle, sem heitir á ensku „Frontiers of Astronomy". í næsta þætti, spreytir annar þátttakandi sig á 10.000 króna spurningu, þ. e. a. s. ef hann ákveður að hætta 5000 krónun- um, sem þegar eru fengnar. Er það Þórunn Guðmundsdóttir, sem svarar spurningum úr Eddukvæð unum. Hvergerðingar vilja fá hita úr holum í Ölfusdal Sögusagnir um illt ástand vegna kulda Höfuðkúbubrot ,Á laugardagskvöldið varð bíl- slys. Þar sem mætast neðst í Svínahrauni hin nýi Þrengsla- vegur og gamli vegurinn, mynd- ast allkröpp beygja á veginum. Farþegi í fólksbíl, sem rann út af beygjunni og hvolfdi, höfuð- kúpubrotnaði og liggur í Landa- kotsspítala. Maður þessi heitir Einar Guðmundsson, Frakkastíg 24. Bíllinn var á leið að austan til Reykjavíkur, er slysið varð. Bíll- inn skemmdist allmikið við velt- una, en bílstjórann sakaði ekki. HORNAFJORÐUR, 19. jan. — Um miðjan mánuðinn var vél- báturinn Gissur hvíti með mest- an afla af bátum hér. Var hann búinn að landa í 11 róðrum 74,9 tonnum. Næstur kemur Akur ey með 72,1 tonn í 10 róðrum, Jón Kjartansson með 67,9 í átta róðr- um, Helgi 65 tonn í 10 róðrum, Hvanney 49,2 tonn í átta, Sigur- fari 46,9 í jafnmörgum. Eru nú komin hér á land 276,3 tonn í 55 sjóferðum alls. Aflinn er mið- aður við slægðan fisk með haus. Fiskurinn hefur ýmist farið til frystingar eða herzlu. Gunnar. 70-75% húseigenda hafa ótryggt innbú Úrslit birt i getraun Tryggingamið- alrangar í GÆR átti Mbl. stutt samtal við oddvita Hveragerðishrepps, Odd- geir Ottesen, en samtalið snerist einkum um hitaveitu þeirra Hver gerðinga. Er hún óvenjuleg fyrir þær sakir, að hún byggist á jarðgufu frá jarðhitasvæði Hveragerðis. Hefur reynt mjög á þolrifin í kuldunum undanfarið, en flesta daga er frostið ekki undir 10 stigum þar eystra. Sumar borholurnar, sem hita- veitan í Hveragerði fær hita frá, hafa verið nokkuð óstöðugar und anfarið. Starfsmönnum hitaveit- unnar hefur þó tekizt að mestu að firra stórvandræðum. Hef ég heyrt undir væng sagði Oddgeir, sögusagnir um að hitaveitan væri alveg að gefa sig. Því er ekki að leyna, að gufu vantar nú í þessum langvarandi og hörðu frostum, til þess að fullnægja hitaþörfum gróðurhúsanna, sem eru skiljanlega mjög miklar í slík um frosthörkum. Geta má þess ennfremur, að nægur hiti er í hæli Náttúru- lækningafélagsins, en borið hef- ur á því, að fólk í Reykjavík hef- ur afturkallað dvalarvist, af ótta við kulda í hælinu'. Þessi ótti er með öllu ástæðulaus og þar inni er 25 stiga hiti, og vistfólkið gengur um léttklætt. Að lokum sagði Oddgeir að hitaveita Hveragerðis hefði á und anförnum 4 árum látið fram- kvæma boranir á jarðhitasvæð- inu þar með litlum borum. Því miður hafa þessar tilraunir ekki borið nægan árangur. Þetta staf- ar af því að gufugosið úr holun- um er svo ótryggt, þannig, að yf- irvofandi er að holurnar verði hvaða dag sem er óvirkar. Af þessari reynslu teljum við Hvergerðingar aðeins eina var- anlega úrlausn koma til greina: Virkjun á gufu úr djúpholum, sem stóri jarðborinn einn getur ^orað. Um þessar mundir er hrepps- defnd Hveragerðis að leita eftir samningum við ríkið, um að fá gufuorku frá einhverri af hinum öflugu gufuholum í ölfusdal, sem boraðar voru á sl. hausti. Ef samningar takast, sem við vissulega vonum, þá verður það allkostnaðarsamt að leggja leiðslu frá hitaveitunni í þorpinu og inn í Ölfusdal og má gera ráð fyrir að sá 'kostnaður verði vart undir einni milljón króna, sagði Oddgeir Ottesen að lokum. stöðvarinnar TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN efndi fyrir jólin til getraunar í sam- bandi við tryggingastarfsemina. Voru getraunaseðlarnir auglýstir í dagblöðunum fjórar helgar í röð — og var frestur til að skila út- fylltum seðlum útrunninn um áramót. Mjög margar ráðningar bárust, enda voru góð verðlaun í boði: Amerísk rafmagnseldavél, strau- vél og hrærivél. En aðeins 14,7% ráðninga reyndust réttar. Forráðamenn Tryggingamiðstöðvarinnar bjugg ust við því, að meirihlutinn yrði réttur, spurningarnar voru að þeirra dómi það léttar — mjög almenns eðlis utan tveggja tryggingaþrauta — og var þetta hugsað sem happdrætti. Sagði Gisli Ólafsson, forstjóri fyrirtækisins, á fundi með frétta- mönnum í gær, að vanþekking fólks á tryggingamálum hefði þar berlega komið í ljós, því að ein- ungis 29% svöruðu þeim spurn- ingum rétt. Kvað hann þetta vera í réttu hlutfalli við þekkingu almenn- ings og mat hans á tryggingunum. I skoðanakönnun, sem fram fór fyrir skemmstu, kom það a. m. k. í ljós, sagði Gísli, að 70—80% húseigenda tryggja innbú sitt undir sannvirði og 10—15% þeirra tryggja alls ekkert, gera sér enga grein fyrir því hve tryggingarnar veita mikið öryggi. Og þá var komið að því að af- henda vinningana. Philco raf- magnseldavélina hlaut lítil telpa, Kristjana Kristjánsdóttir, Leifs- götu 20. Strauvélina Hansína Ól- afsdóttir, Kálfsvík, Barðaströnd — og hrærivélina Anton Ólafsson Kolbeinsstöðum, Seltjarnarnesi. Annað starfsár Tómstunda- heimilis ungtemplara í Reykja- vík hófst með námskeiðum í föndri um miðjan otkóbermánuð sl. og stóðu námskeiðin í 8 vikur. Aðsókn að námskeiðunum varð mjög mikil og reyndist ekki unnt að veita öllum, sem vildu vera með, aðgang sökum húsnæðis- skorts. Alls störfuðu 7 flokkar með samtals 120 þátttakendum og eru það 3 sinnum fleiri þátt- takendur heldur en sóttu nám- skeið heimilisins á sama tíma 1957. Nú á næstunni eða 26. janúar byrjar starfsemin að nýju eftir jólahléið. Ný námskeið hefjast fyrir. byrjendur og þeim, sem sóttu námskeiðin fyrir áramót, verður gefin kostur á að kom- ast í framhaldsflokk. Innritun á námskeiðin verður að Fríkirkju vegi 11 (bakhúsi) í kvöld og næstu kvöld kl. 8—10. Ungu fólki á aldrinum 12—25 ára er heimil þátttaka meðan húsrúm leyfir. STAKSTEIHAR Er Hermann núll? Þjóðviljinn birti sl. sunnudaff eina af greinum sínum um Ey- stein Jónsson. Ekki er að efa að margt og sennilega flest í skrif- um Þjóðviljans um Eystein að undanförnu er satt. Kommúnistar þekkja hann auðsjáanlega vel að loknu samstarfi. Það hefur verið svo náið. En þó hljóta menn að spyrja, hvort kommar geri hlut Eysteins ekki of mikinn. Þeir láta einfaldlega svo sem hann hafi öllu ráðið af hálfu Framsóknar. Er Hermann Jónasson þá algerð, eiskisverð gunga, sem hlýðir boði og banni Eysteins í öllu, aðeins ef hann sjálfur fær nægar veg- tyllur? Ómögulegt er að lesa skrif Þjóðviljans, án þess að sjá að þau eru rituð út frá þessari skoð- un á skapferli og hæfileikum Hermanns Jónassonar. „Lék flokk sinn grátt“ Sunnudagsgrein Þjóðviljans um Eysteinn er undir framangreindri fyrirsögn. Upphaf hennar er: „Framsóknarmönnum um allt land kom það mjög á óvart, að Eysteinn Jónsson skyldi rjúfa stjórnarsamstarfið frá 1956 nú i desember. Það kom þeim þó enn meira á óvart, er í ljós kom, að Eysteinn Jónsson hafði sett Fram- sóknarflokkinn í þá aðstöðu að vera ekki einungis utan ríkis- stjórnar, heldur stæði hann einn- ig frammi fyrir víðtækri breyt- ingu á kjördæmaskipaninni á næstu mánuðum. Munu þess fá dæmi að stjórnmálaleiðtogi hafi leikið flokk sinn eins grátt, og geta Framsóknarmenn þakkað frekju og þröngsýni Eysteins hvernig flokkurinn stendur nú. Munu margir þeirra hafa hug á að þakka þá „forystu“ að verð- leikum. Eysteinn finnur hve á- fellisdómmr fiokksbræðra hans brennur á baki og reynir með vesælum tilburðum í Tímanum að kenna öðrum um stjórnar- slitin.“ Síðar í greininni er hert á: .... Eysteinn stendur uppl sem fífl, með flokk sinn í mesta öngþveiti sem hann hef- ur nokkru sinni lent í. Fram- sóknarflokkurinn átti þess kost að leysa kjördæmamálið með verkalýðsflokkunum samkvæmt stjórnarsamningmim frá 1956, en getur nú þakkað Eysteini Jóns- syni þær horfur að aðrir fiokkar móti hina óhjákvæmilegu stjórn- arskrárbreytingu“. Harðyrðin um Eystein eru rétt, en nærri heggur Þjóðviljinn sjálf um sér og flokksbræðrum sínum, því að hvernig fær ásökunin um fiflsku Eystems og öngþveiti Framsóknar staðist, nema komm- únistar hafi verið reiðubúnir til að svíkja í kjördæmamálinu, að- eins ef þeir fengju að vera áfram í stjórn með Framsókn? Engin sameiginleg stefna Enn segir Þjóðviljinn: »>Nýjasta afsökun Eysteins er sú, að Þjóðviljinn hafi ráðizt á framkvæmdir einstakra ráðherra og flokka í stjórninni. En hvað hefur Tíminn gert? Lesendur hans vita allra manna bezt, að enda þótt Framsókn sitji í sam- stjórn með öðrum flokkum, hefur Tíminn talið sér leyfilegt og skylt að halda uppi harðvítugri gagn- rýni á samstarfsflokkana'og ráð- herra þeirra. Og slíkt getur held- ur ekki talizt óeðlilegt. Andstæð viðhorf flokka til margvíslegra mála þurrkast ekki út, þó þeir myndi ríkisstjórn til framgangs vissum málum sem þeir koma sér saman um að vinna að. V-stjórn- in kom sér raunar aldrei saman um nein „viss mál til að vinna saman að“, enda fór samlyndið eftir því.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.