Morgunblaðið - 20.01.1959, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐ1Ð
Þriðjudagur 20. jan. 1959
Andlegur leiðtogi Norðmanna
Berggrav biskup látinn
NÝLEGA er látinn í Noregi Ei-
vind Berggrav biskup og fer jarð
arför hans fram í Osló í dag.
Hann varð 74 ára gamall.
Þar er fallið frá eitt mesta
mikilmenni Noregs á þessari öld,
andlegur leiðtogi þjóðar sinnar í
blíðu og stríðu. Meðan Hákon
konungur og norska ríkisstjórnin
héldu baráttunni áfram frá Bret-
landi eftir hernám Þjóðverja
1940, var það Berggrav biskup,
sem framar öllum öðrum sam-
einaði þjóðina heima fyrir í
ósveigjanlegu viðnámi gegn út-
lenda valdinu.
Nafn hans varð á þeim tímum
frægt víða um lönd fyrir þá djörf
ung, er þessi frjálsborni leiðtogi
smáþjóðanna sýndi í skiptum
sínum við Þjóðverja. Munu þær
minningar m.a. hafa átt sinn þátt
í því, að eftir stríð varð hann
svo að segja sjálfkjörinn forustu-
maður í alþjóðlegu kirkjusam-
starfi. Hann varð t.d. aðalfull-
trúi Lútherstrúarsafnaðarins í al-
kirkjuhreyfingunni og forseti al-
þjóðlega biblíusambandsins.
★
Berggrav var stórvirkur rit-
höfundur. Hann stofnaði og rit-
stýrði áhrifamesta kirkjuriti
Norðurlanda „Kirke og Kultur“ í
hálfa öld og hann skrifaði fjölda
bóka. Margar þeirra fjölluðu um
sálfræðileg efni, en meðal þeirra
er líka jafn bráðskemmtileg minn
ingabók og þjóðlífslýsing, eins og
„Biskupinn af Hálogalandi", sem
varð á sínum tíma metsölubók
víða á Norðurlöndum og kom
líka út hér á landi.
En fyrst og fremst var Berg-
grav þó hinn kraftmikli kenni-
maður, -frábær ræðumaður, skap-
mikill, hugmyndaríkur og alþýð-
legur.
★
Hann fæddist 25. október 1885
í Stafangri sonur Otto Jensens
Rogalandsbiskups. Tók hann síð-
ar upp ættarnafnið Berggrav.
Hann varð stúdent 1903, lauk
kandídatsprófi í guðfræði 1908
og stundaði síðar framhaldsnám
í guðfræði og heimspeki í Lundi,
Cambridge, Oxford og Marburg.
I fyrstu var hann hikandi,
hvort hann ætti að taka vígslu.
Skömmu eftir aldamótin voru að
hefjast miklar kirkjudeilur í
Noregi milli hreintrúarmanna og,
ný-guðfræðinga. Við þessar deil-
ur komu efasemdir upp í huga
Berggravs. Honum fannst trú sín
ekki nógu sterk til þess að taka
að sér kennimannsstarfið. í stað
þess gerðist hann í 11 ár kennari,
fyrst við lýðháskólann á Eiðs-
velli og síðan rektor fylkisskóla
Raumaríkis. Kennaraár hans
voru mikilvægur undirbúnings-
tími og urðu honum ómetanleg
hin nánu kynni af æskunni við
nám og störf.
Árið 1919 tók hann loks vígslu,
varð sóknarprestur í lítilli sveit-
arsókn nokkru fyrir norðan Osló
í fimm ár. Taldi hann það hafa
verið sín mestu þroska og mót-
unarár í guðstrúnni og ritaði
hann þá doktorsritgerð sína „Á
þröskuldi trúarinnar.“ Á árunum
1924—29 var hann prestur við
fangelsið í Osló. Þá ritaði hann
merkilega sálarlífsathugun „Sál
fangans og sál okkar“.
★
Árið 1929 var hann skipaður
biskup í Hálogalandsbiskups-
dæmi í Norður-Noregi. Umdæmi
hans var nær allt fyrir norðan
heimskautsbaug víðlent og tor-
fært en ibúarnir harðgerir og
innhverfir. Þetta var erfið staða
og Berggrav lenti í mörgum
mannraunum, sem ollu honum
heilsutjóni, sem hann beið aldrei
fullkomlega bætur. En kirkja og
kristindómur döfnuðu undir
stjórn þessa manns, sem gerði sér
Eivind Berggrav biskup
svo mikið far um að skilja lífs-
baráttu fólksins.
Berggrav var síðan 1937 skipað
ur Osló-biskup og þar með orð-
inn fremsti maður norsku kirkj-
unnar. Hann hafði milliafstöðu
innan norsku kirkjunnar, var
aldrei tengdur neinni ákveðinni
hreyfingu. Hreintrúarmennirnir
sem eru mjög öflugir í Noregi
réðust oft á hann og kölluðu
hann frjálslyndan, en hann var
aldrei öfgafullur í kenningum og
bar virðingu fyrir hreintrúar-
mönnum. Hann hafði sínar eigin
skoðanir, sém hann byggði á al-
mennri skynsemi. Hann var ekki
fyrir það að taka afstöðu í hrein-
um trúfræðilegum deilum, en
beindi stöðugt athyglinni að sál-
fræðilegri og menningarlegri þýð
ingu Guðstrúarinnar.
Skyldusparnaðurinn
alræmdi.
,,Rauður“ skrifar:
EG ætla, Velvakandi minn góð-
ur, að segja þér frá dálitl-
um hrakningi, sem ég lenti í um
daginn í sambandi við skyldu-
sparnaðinn alræmda. Raunar
snertir þessi „hannibalismi" mig
ekki persónulega — svo er guði
fyrir að þakka — heldur var ég
fulltrúi annars manns í þessu
máli.
Þannig er mál með vexti, að
kunningi minn einn norðanlands
bað mig að innleysa fyrir sig
skyldusparnaðarbók sína, ásamt
því fé, sem hann átti inni. — Ég
fór til ríkisféhirðis og sótti bók-
ina, án þess að nokkuð bæri til tíð
inda. Var mér sagt þar, að ég
mundi geta vitjað peninganna í
veðdeild Landsbankans. — Ég
kvaddi þá frómu menn, sem gæta
★
Hann var staddur í Stokk-
hólmi í apríl 1940, þegar Þjóð-
verjar gerðu innrás í Noreg. Þeg-
ar hann heyrði þessar ógn-
þrungnu fregnir hvarf hann þeg-
ar heim til Osló.
Eftir undankomu konungs og
ríkisstjórnar var norska þjóðin
heima fyrir stjórnlaus undir hinu
þýzka oki. En brátt sameinaðist
hún undir forustu kirkjunnar. Á
þessum erfiðleikatímum varð
Berggrav sameiningaraflið. Hann
beitti sér fyrir því að sverðin
voru slíðruð í trúarbragðadeilun-
um og stofnuð var samfylking
kirkjunnar, sem öll stríðsárin
stóð óhagganlegan vörð um þjóð-
arrétt Norðmanna.
í skiptunum við Þjóðverja
reyndi á snara og örugga hugsun.
Það kom sér og vel í erfiðum
samningatilraunum við þá, að
Berggrav talaði þýzku reiprenn-
andi. f fyrstunni barðist hann fyr
ir því, að Þjóðverjar viðurkenndu
bráðabirgða landsstjórn, sem
skipuð væri mönnum er norska
þjóðin treysti. Þetta varð árang-
urslaust og þann 17. júní 1940
höfnuðu Þjóðverjar þeim tilmæl-
um og kusu heldur að líta á
Quisling, sem „fulltrúa þjóðar-
innar.“
★
í febrúar 1941 skarst svo al-
gerlega í odda milli Berggravs
og Þjóðverja, þegar allir norsku
biskuparnir og Berggrav fremst-
ur þeirra gáfu út hið fræga
hirðisbréf, sem varð leiðarljós
norsku kirkjunnar og norsku
þjóðarinnar öll stríðsárin. Það
ásamt „Grundvallarreglum kirkj
unnar' var ákveðnasta opinbert
mótmælaskjal, sem gefið var út
í nokkru hinna hernumdu landa
á stríðsárunum. Aðalefni þess
var, að þegar yfirvöldin í landinu
fremdu ofbeldi og órétt og
þvinguðu sálir manna, þá yrði
kirkjan að vera á verði. Stigjuk-
ust nú árekstrarnir, þar til allir
„gulls" ríkissjóðsins, og þakkaði
góða afgreiðslu og greiðar upp-
lýsingar. Gekk síðan út í norðan-
gaddinn og beindi för minni
vestur í Hafnarstræti — í veð-
deildina.
Frá Heródesi til Pilatusar.
AR spurði ég eftir manni þeim,
sem mér hafði verið vísað til.
— Nei, því miður — skyldu-
sparnaður skjólstæðings míns
hafði ekki fengið inni í veðdeild
Landsbanka íslands. En hvar
þá: — Ja, að öllum líkindum í
Búnaðarbankanum.
Aftur mátti ég bjóða nepjunni
byrginn til þess að elta þessa
Hannibalsaura — en nú var gang-
an stutt, sem betur fór. — Það
var hlýlegt að koma inn í Bún-
aðarbankann, og ég notaði tæki-
færið til þess að líta í Kringum
mig í hinum glæsilegu salarkynn
um, áður en ég bar upp erindið.
Þegar mér var farið að hiýna
ofurlítið sneri ég mér að ungum,
hvatlegum manni og sagði hon-
um erindi mitt. Hann visaði mér
á „kollega" sinn þar skammt frá,
og var sá hvorki ungur né hvat-
legur í framgöngu, enda tók það
ærna stund — og þolinmæði —
að fá hann til að svara fyrirspurn
minni. — Loks leit þessi hægláti
starfsmaður bændabankans upp
ffá blaði sínu og svaraði: „Nei,
við höfum þetta bara fyrir
Reykjavík".
Ég gerðist nú vondaufur um,
að mér mundi takast að heimta
þessa fáu aura kunningja míns,
en spurði þó hægláta manninn,
hvar hann teldi að helzt væri að
| leita þeirra. — „Tja, í Lands-
biskupar Noregs lögðu niður
embætti sín í febrúar 1942 til þess
að mótmæla ofbeldisverkum
Þjóðverja og fylgisveina þeirra.
Þjóðverjar svöruðu með því að
handtaka Berggrav biskup. En
slíkur var virðuleiki hans og svo
sterk var samfylking kirkjunn-
ar, að þeir þorðu ekki að flytja
hann í Grini fangabúðirnar, held
ur höfðu hann í stofufangelsi í
sumarbústað hans í Asker.
Nokkru áður en stríðinu lauk,
GJÖGRI, Ströndum: — Árið 1958
var að mörgu leyti óhagstætt ár
hjá Árneshreppsbúum — kalt vor,
gróður kom seint, geysilegir ó-
þurrkar voru, lambahöld góð, en
meðalþyngd dilka var 2—3 kg.
lakari en haustið 1957. Tekjur
munu því vera mun minni hjá
hreppsbúum en 1957 og er hin
nýja hreppsnefnd farin að kvíða
fyrir að leggja á útsvör á vori
komanda.
Bryggjan á Gjögri var lengd
um tæpa 5 metra og gert við
þær skemmdir, sem urðu á henni
rétt eftir að búið var að lengja
hana um 12 m. sumarið 1957.
Sölvi Friðriksson sá um verkið,
og gekk það fljótt og vel, þrátt
fyrir óhagstæða veðráttu.
Að áliðnu sumri sendi vega-
málastjóri tvo sérfræðinga til að
mæla fyrir vegi til Veiðileysu.
Um tvær leiðir var að velja, önn-
ur frá Trékyllisvík og yfir Göngu
mannaskörð og hin leiðin frá
Gjögursvegi og inn Kjörvogshlíð
og varð sú síðarnefnda fyrir val-
inu. Ekki var í það skipti mælt
fyrir veginum nema að Naustvík,
sem er bara smáspotti af því sem
átti að mæla fyrir. Megn óánægja
ríkir meðal margra hreppsbúa út
af vegaleysinu innan hrepps og
þess má geta, að um þriðjungur
hreppsbúa býr við algert vega-
leysi, svo ekki er einu sinni hægt
að koma til þeirra vinnslutæki til
að slétta tún. Þetta er ótrúlegt
en því miður satt. Og þetta er í
bankanum, býst ég við“, sagði
hann og horfði í öfuga átt. Ég
stundi því upp, að ég kæmi beint
úr veðdeild Landsbankans, og
þar hefði ekki fundizt einn ein-
asti eyrir af þessu fé. Bænda-
bankamaðurinn hægláti kvað
enga von til þess — auranjia væri
eflaust að leita í sparisjóðs-
deildinni, ekki veðdeildinni.
Ég held, að ég hafi gleymt að
kveðja þegar ég gekk út. Mér
var satt að segja farið að renna
í skap. Og gott ef ég bölvaði
ekki Hannibal svolítið um leið
og ég hratt upp hurðinni á Lands
bankanum.
Þegar ég loks komst að við
afgreiðsluborðið og stamaði fram
spurningu um það, hvort hugsazt
gæti, að nokkrir skyldusparnaðar
aurar vinar míns norðanlands
hefðu fengið þarna húsaskjól, var
ég við búinn svarinu: „Nei, það er
í Útvegsbankanum!" — En, viti
menn — áður en ég var fyllilega
búinn að átta mig, voru pening-
arnir komnir í vasa minn, og ég
var á leiðinni yfir Pósthússtrætið
til hess að senda þá norður.
Margt skrýtið í kýr-
hausnum.
EINS og ég sagði áðan, varð ég
hálfgramur á meðan á þess-
um skringilega eltingaleik stóð,
enda var ég dálítið tímabundinn.
En nú er mér löngu runnin reiðin,
og ég skrifa þér þetta fyrst og
fremst til gamans. — Það er ó-
mögulegt að neita því, að það
er margt skemmtilega skrýtið í
„kýrhaus" hins opinbera".
tókst honum að sleppa úr haldi.
Fór huldu höfði í Osló í nokkr-
ar vikur, en þegar Hákon kon-
ungur steig á land, í lendingunni
fyrir framan ráðhúsið í Oslo, var
það Berggrav biskup, sem bauð
hann velkominn.
Berggrav kenndi hjartabilun-
ar og fékk lausn frá starfi sínu
1951. Hann var heilsulítill síð-
ustu árin, en vann þó mikið starf,
aðallega við hið alþjóðlega kirkju
samstarf.
umdæmi Hermanns Jónassonar á
árinu 1959. Þess má geta að á
Djúpavík eiga heimilisfeður
flestir eina belju og nokkrar kind
ur og verða að kaupa töðu hver
og einn fyrir 8—10 þús. kr. um
árið. Nóg land er til ræktunar, en
ekki hægt að rækta af áðurgreind
um ástæðum.
Atvinna er stopul á Djúpavík
og hefir verið undanfarin ár. Ef
ekki breytist til batnaðar um at-
vinnu hér í hrepp á þessu ári,
má búast við mikilli fólksfækkun
á næstu árum.
Hér er fólk yfirleitt búið að
búa vel um sig hvað húsnæði
snertir, en vantar atvinnu. Marga
sem hafa flutt héðan tekur það
sárt, að fara frá góðu húsi, sem
síðan grotnar niður því enginn
getur selt, og verða svo að leigja
dýrt húsnæði annars staðar. Héð-
an hefur margt fólk flutzt undan
farin ár, og standa fjölda mörg
ágæt hús auð.
Langmestu erfiðleikar Árnes-
hreppsbúa er þó læknisleysið. Má
það kallast dæmalaust að ráðandi
menn skuli ekki finna einhver ráð
til að leysa þennan vanda á ein-
hvern viðunandi hátt. Hreppur-
inn er ekki fjölmennur, enda virð
ist mannslífið metið lágu verði
í þessu byggðarlagi. Hér er svo
til samgöngulaust á veturna, oft
leiðir lokaðar til að ná til læknis,
hvað sem fyrir kemur. Svo er hin
hlið málsins, hve gífurlegur kostn
aður er því samfara að koma frá
sér fársjúku fólki. Eru þess mörg
dæmi, að einstaklingar hér hafa
orðið að kaupa Katalínuflugbáta
til þess að sækja sjúka, og er
kostnaðurinn við það slíkur að
erfitt er einstaklingi að rísa undir
því. Er augljóst að þeir sem'
fyrir slíku verða, standa eftir ör-
eigar. Má taka nærtækt dæmi:
Einn heimilisfaðir hér í hreppn-
um hefur orðið að greiða á sl.
tveimur árum um 20 þús. kr. til
þess að koma sjúklingum til
læknis. Á sama tíma hafa tekj-
ur hans verið 60 þúsund krónur
og má öllum vera ljóst hvílíkt
hörmungarástand þetta er. Ein-
hver ráð hlýtur að mega finna
til úrbóta. Ef ekki eru tök á að
skylda lækna til dvalar í slíkum
héruðum, ætti þó að vera hægt að
hafa fullgildar hjúkrunarkonur
til staðar. Gæti það orðið til mik-
illa bóta, þótt það yrði vitanlega
aldrei fullnægjandi. Er þetta m.a.
ein veigamesta ástæðan til hins
mikla brottflutnings úr hreppn-
um.
Við þessa erfiðleika bætist
skortur á ýmsum nauðsynjavör-
um. Hér er t. d. steinolíulaust,
hráolíulaust, skrifpappírslaust,
haframélslaust.
Þann 17. júní síðastliðinn varð
Elísabet Sigmundsdóttir, Melum,
stúdent og útskrifaðist úr Mennta
skólanum á Akureyri og er þetta
fyrsti kvenstúdentinn, sem
Strandasýsla á. — Foreldrar
hennar eru Sigrún Guðmunds-
dóttir og Sigmundur Guðmunds-
son bóndi.
Saltaðar voru 900 tunnur af
saltsíld hjá h.f. Djúpavík sl. sum-
ar og er það helmingi minna en
árið 1957.
Hér í hrepp vona menn að kjör-
dæmaskipunin verði löguð svo
skjótt sem auðið er og við fáum
duglegan og athafnasaman þing-
mann eða þingmenn. — Regína.
skrifar ur
daglega lifínu
Fréttabréf trá Ströndum:
Lœknisleysi — atvinnu-
leysi — vegaleysi