Morgunblaðið - 20.01.1959, Blaðsíða 8
8
MORCVNPTAnifi
Þriðjudagur 20. jan. 1959
Séra Bjarni Pálsson
EINN af þeim mönnum, sem mér
eru minnisstæðastir frá bernsku-
árum mínum, er sóknarprestur-
inn heima í átthögum mínum,
séra Bjarni Pálsson. Hann kom
oft að Torfalæk, þegar hann fór
1 embættiserindum að Blönduósi
eða út um Ása, því að góð vin-
átta var með honum og föður
mínum. Hann skar sig úr öllum
öðrum mönnum þar um slóðir
sökum prúðmennsku og virðu-
leika í allri framkomu, svo að
maður fékk sem barn ósjálfrátt
virðingu fyrir honum og stöðu
hans. aHnn hafði líka féngið gott
uppeldi og var ættaður vel. —
Séra Bjarni var fæddur á Gils-
stöðum í Vatnsdal, 20. janúar
1859, því að þar bjuggu þá for-
eldrar hans. Þau fluttust síðar að
Akri í Torfalækjarhreppi og áttu
þar heimili til dauðadags, en þau
voru Páll Ólafsson hreppstjóri og
dannebrogsmaður og kona hans,
Guðrún Jónsdóttir. Sveitungar
þeirra héldu þeim veglega veizlu
á Blönduósi á gullbrúðkaupsdegi
þeirra og færðu þeim heiðursgjaf-
ir, en slík heiðurssamsæti voru
með eindæmum í þá daga. Páll
var mjög myndarlegur öldungur,
hagmæltur vel og hrókur alls
fagnaðar. Faðir hans var inn
annálaði söngmaður, Ólafur
Jónsson á Gilsstöðum og var hann
eyfirzkur að ætt, en móðir Páls
hreppstjóra var Steinunn Páls-
dóttir prests á Undirfelli, Bjarna-
sonar prests Pálssonar á Melstað,
er var kvæntur Steinunni, systur
Bjarna Pálssonar landlæknis, en
þau systkini voru í fjórða lið
komin af Þórði á Marðarnúpi,
bróður Guðbrands biskups, og er
það húnvetnsk ætt allt frá land-
námstíð. Hálfbræður Páls á Akri
voru þeir Guðmundur í Kirkju-
bæ, afi dr. Sigurðar Nordal og
Aldarminning:
Sr. Bjarni Pálsson
prófastur i Steinnesi
Jónasar læknis Kristjánssonar,
og Frímann á Helgavatni, afi
Valtýs Stefánssonar ritstjóra og
frú Huldu, forstöðukonu kvenna-
skólans á Blönduósi.
Guðrún á Akri, móðir séra
Bjarna í Steinnesi, var dóttir séra
Jóns í Otradal, Jónssonar hrepp-
stjóra á Kornsá, Jónssonar hrepp
stjóra í Hvammi í Vatnsdal, Páls-
sonar, en kona séra Jóns í Otra-
dal var Ingibjörg dóttir Mála-
Ólafs Björnssonar og Gróu Ólafs-
dóttur, Guðmundssonar Skaga-
kóngs. Guðrún á Akri var því
fjórmenningur við Björn Ólsen
prófessor og að 3. og 4. við séra
Arnljót Ólafsson. Sézt af þessari
upptalningu allri, að séra Bjarni
í Steinnnesi var runninn af mjög
merkum og gáfuðum húnvetnsk-
um ættum í aldir fram.
Þau Akurshjón áttu þrjár dæt-
ur, er upp komust og urðu mynd-
arhúsfreyjur heima í héraði, og
syni tvo, er þau settu báða til
mennta, þá séra Bjarna og Ólaf,
yfirskrifstofustj óra borgarstj órn-
ar Kaupmannahafnar.
Séra Bjarni tók stúdentspróf
1884 og embættispróf úr Presta-
skólanum, bæði með 1. einkunn,'
vígðist prestur að Ríp 12. sept.
1886, en fékk Þingeyraklaustur
árið eftir og þjónaði því til
dauðadags. Hann bjó allan þann
tíma á inu forna og fagra prest-
setri klaustursins, Steinnesi. Um
það leyti sem hann tók við brauð-
inu, hafði Hjaltabakkaprestakall
verið sameinað því og 1906 var
einnig lagt undir það Undirfells-
prestakall ásamt inu gamla
Grímstungnaprestakalli. Starfs-
svið séra Bjarna síðari ár hans
náði því yfir svæði, sem hafði
verið fjögur prestaköll allt fram
yfir miðja 19. öld. Gefur að
skilja, að mikinn dugnað hefur
þurft til að þjóna svo stóru kalli,
þegar prestur þurfti að prófa
þekkingu allra barna í húsvitj-
unarferðum sínum.
Séra Bjarni kvæntist á fyrsta
ári sínu í Steinnnesi Ingibjörgu
Guðmundsdóttur hreppstjóra á
Fagranesi á Reykjaströnd, Sölva-
sonar, en hún fluttist ung að Ási
í Hegranesi til þeirra merkis-
hjóna Ólafs Sigurðssonar alþm.
og Sigurlaugar Gunnarsd. og ólst
þar upp. Frú Ingibjörg var stillt
i e'tb til
Jl eipziij
bo'tcja't siíjl
1.—10. marz 1959
RAUPSTEFNAN -
LEIPZIG
IÐIVAÐAR- OG VÖRUSÝI\IKG
10.000 þátttakendur frá 40 löndum
Eaupendur frá 80 löndum
Kaupsteinuskírteini aígreiðir: ,
KAUPSTEFNAN í REYKJAVÍK
L»kjargotu 6 A — Símar: 1 15 76 — 3 25 64
Upplýsiogar um viðskiptasambönd veitir:
! EIPZIGER M ESSEAMT * HAl N STR.18A * LEIPZIG CV
UtUTSCHE DEMOKRATISCHE REPUBLIK
kona og háttprúð og mun hafa
verið mjög dugleg húsmóðir, sem
ekki veitti af, því að ellefu börn
eignuðust þau hjónin og búið
var stórt, sem stjórna þurfti.
Þrátt fyrir mikla ómegð og það,
að þau hjónin byrjuðu búskap í
lok versta harðindakaflans, sem
gekk yfir Norðurland á síðustu
öld, mun fjárhagur þeirra hafa
verið mjög sæmilegur og komu
þau börnum sínum vel til manns
og mennta, en sjálfur kenndi
séra Bjarni sonum sínum undir
skóla. Skulu nú talin börn þeirra
hjóna: Guðrún kennari, dáin um
þrítugt, Páll lögfræðingur, dáinn
1929, Ólafur hreppstjóri í Braut-
arholti á Kjalarnesi, kvæntur
Ástu Ólafsdóttur, prófasts í
Hjarðarholti, Jón héraðslæknir á
Kleppjárnsreykjum, kvæntur
Önnu Þorgrímsdóttur, ÞórðarsBn-
ar læknis, dáinn 1929, Ingibjörg,
gift Jónasi Rafnar yfirlækni,
Guðmundur, búsettur í Reykja-
vík, kvæntur Jóhönnu Magnús-
dóttur, Hálfdan aðalræðismaður
í Genúa, Gisli lögfræðingur, dá-
inn 1938, Gunnar, fór til Amer-
íku, Björn magister og Steinunn,
gift Símon Jóh. Ágústssyni pró-
fessor.
Séra Bjarni var fríður maður
og myndarlegur að vallarýn,
enda talinn karlmenni að burð-
um. Hann sómdi sér mjög vel við
embættisstörf. Sjálfur hafði ég
að vísu ekki mikið af prófast-
inum að segja, nema sem barn,
því að ég fór svo ungur í skóla
að hann bjó mig ekki undir ferm-
ingu, en ég heyrði mikið af hon-
um látið sem kennimanni. Hann
missti sína ágætu konu 1916 og
varð hún ekki nema 49 ára göm-
ul, en sjálfur dó hánn 1922 eftir
þunga legu.
Glæsilegi systkinahópurinn í
Steinnesi er fyrir löngu allur
fluttur á brott úr átthögunum,
en hefur sýnt ræktarsemi sína
til þeirra með því að gefa til
byggingar nýja héraðsspítalans á
Blönduósi mjög höfðinglega gjöf
til minningar um foreldra sína.
P. V. G. Kolka.
SÉRA BJARNI PÁLSSON pró-
fastur í Steinnesi á aldarafmæli
í dag. Hann var fæddur á Gils-
stöðum í Vatnsdal 20. jan. 1859,
sonur hjónanna Páls Ólafssonar
bónda og dbrm., síðar á Akri í
Þingi og konu hans, Guðrúnar
Jónsdóttur prests í Otradal. Hann
var af merku og gáfuðu fólki
kominn í báðar ættir, en ekki
verður það rakið í þessum fáu
línum.
Þegar ég lít til baka og hverf
í anda norður á mínar æsku-
stöðvar, „heim í gamla hópinn
minn, heim á fornar slóðir",
minnist ég með virðingu og þakk
læti séra Bjarna Pálssonar í Stein
nesi, sóknarprests foreldra minna
og heimilisvinar. Hann og faðir
minn voru nágrannar allt frá
bernsku þeirra. Annar alinn upp
á Akri, hinn á Stóru-Giljá. Tókst
Frú Ingibjörg Guðmundsdótlir
þá þegar með þeim vinátta sem
hélzt órofin, heil og sönn meðan
báðir lifðu.
Séra Bjarni var stúdent 1884,
útskrifaðist úr prestaskólanum
1886, og vígður að Ríp sama ár,
en Þingeyraklaustur var honum
veitt 1887, og þjónaði hann því
al]t til dauðadags 3. júní 1922.
Hann undi vel hag sínum þar,
sem margir virðulegir klerkar
höfðu setið kynslóð fram af kyn-
slóð. Næstur á undan honum var
þar hinn þjóðkunni prestur séra
Eiríkur Briem, síðar prestaskóla-
kennari og prófessor.
Séra Bjarni sat vel þetta und-
urfagra og búsældarlega prestset-
ur. Hann rak þar stórt bú og
hélt jafnan staðinn í hefð og réttu
gildi alla sína tíð. Hann var hag-
sýnn vel og búmaður góður, enda
kom það sér vel því barnahópur-
inn var stór og hjúin mörg. 1
Steinnesi var jafnan margt í
heimili.
En hann var ekki aðeins góð-
ur bóndi og forsjármaður sins
heimilis sem og sinnar sveitar,
hann var einnig í röð hinna mæt-
ustu og merkustu presta.
Þjóð vor hefur ætlað prestum
sínum að stunda búskap með
prestsskapnum allt fram á síð-
ustu ár. Þeim var beinlínis ætlað
að lifa af búskapnum, því að
laun frá hinu opinbera voru sára-
lítil. En þar sem bújarðir voru
góðar og presturinn átti þau
hyggindi, sem í hag koma, gat allt
blessast og farið vel. Séra Bjarni
sameinaði þetta hvort tveggja.
Hann var góður bóndi og sæmd-
arklerkur.
Hann virðist hafa kunnað þá
miklu list að þjóna í senn Guði
Stillur og f rost
— snjólítið
ÞÚFUM, N.-fs., 17. jan. — Stillt
veðrátta hefir verið hér um slóð-
ir þessa viku, en frost nokkurt
jafnan. Snjór er lítill á jörðu og
færi ágætt alls staðar í byggð.
Enn er farið á bifreiðum um Snæ-
fjallaströnd, svo og um allan Naut
eyrarhrepp.
Dálítill ís er nú kominn innst
á ísafirði og Mjófirði, en ekki
er hann þó meiri en svo, að djúp-
báturinn hefir getað haldið uppi
áætlunarferðum með eðlilegum
hætti. — P.P.
Sjómenn
háseta vantar á báta sem róa með línu og síðan net.
Upplýsingar í Verbúð 3 (gömlu verbúðunum) og í
síma 16168.
Bíll til sölu
Chevrolet 1947 6 manna í mjög góðu standi. Upp-
lýsingar næstu daga hjá Jóhann Ólafsson & Co.
Bifreiðaverkstæði.
og gróðurmoldinni. Hann var
dyggur þjónn kirkjunnar. Hús-
vitjanir og önnur prestsstörf
rækti hann með afbrigðum vel.
Ræðumaður var hann góður og
voru margar ræður hans mönn-
um eftirminnilegar, ekki sízt
sumar tækifærisræður hans.
Hann var mikill mannþekkjari
og voru mannlýsingar hans oft
með þeim ágætum að trauðla
gengu þeim úr minni er á hlýddu.
Það er ekki langt síðan ég hitti
gamlan Húnvetning, sem aldrei
kvaðst gleyma mundu minning-
arræðu, sem séra Bjarni hélt yf-
ir velgefnum manni, en auðnu-
leysingja. Enn mundi hann text-
ann „Yfir kaldan eyðisand .. .. “
og sum atriði ræðunnar eftir
meira en 40 ár.
Hann var hollur ráðgjafi sókn-
arbarna sinna. Til hans var leit-
að er erfiðleika bar að höndum,
af hvaða toga, sem þeir voru
spunnir, hvort heldur andlegs
eða líkamlegs eðlis. Honum var
treyst til hins bezta í hverjum
hlut. Sóknarbörnin vissu, að
hann hafði bæði vitið og viljann
til að ráða fram úr vandamálun-
um. Og hann brást aldrei því
trausti, sem til hans var borið.
Hann, hinn gáfaði og góðgjarni
maður, leysti oftast vandann, svo
að flestum var léttara í hug, er
þeir fóru af fundi hans. Þá var
það og viðurkennt af öllum, sem
til þekktu, að hann væri mikill
mannasættir. Er svo bar við, að
deilur risu meðal sóknarbarna
hans, var hann laginn að greiða
úr mólum og jafna misklíðina.
Kom það sér þá að sjálfsögðu
oft vel hve lögfróður hann var,
eins og sumir af ættmönnum
hans. Hygg ég að fáir ólöglærðir
menn hafi staðið honum jafnfæt-
is, hvað þá framar.
Séra Bjarni var mikill að vall-
arsýn, fríður, karlmannlegur og
tiginmannlegur í.allri framgöngu,
og sópaði að honum hvort heldur
hann var í kirkju eða utan.
Hann var kvæntur Ingibjörgu
Guðmundsdóttur hreppstjóra að
Fagranesi á Reykjaströnd. Hún
var manni sínum góð eiginkona,
ástrík móðir barna sinna, mikil-
hæf og dugleg húsmóðir og skip-
aði vel sæti sitt við hlið síns
mæta manns. Var hún háttprúð
og elskuleg í allri framgöngu og
ávann sér vináttu og hylli sókn-
arbarnanna. Hún, maddaman á
Steinnesi eins og hún var jafnan
nefnd með virðingu og hjarta-
hlýju, var hinu ábyrgðarmikla
starfi sínu vaxin og leysti það af
hendi með sæmd og prýði.
Minning þessara mætu og
merku hjóna lifir vissulega Ijúf
og helg í hjörtum hinna mörgu
og glæsilegu barna þeirra svo og
okkar gamalla sóknarbarna og
annarra vina norður þar.
Jósef Jónsson.
Gerði skurð-
aðgerð á
sjálfum sér
RÓM, 14. jan. — Casciotti, 27 ára
gamall fyrrum undirforingi í
ítalska hernum, hefur fanð fram
á það við stjórnarvöldin, að hann
verði hér eftir skráður kven-
maður.
Casciotti kom fyrir rétt í dag,
þar sem hann skýrði svo frá, að
allt frá æsku hefði hann verið
í vafa um kynferði sitt — og
þar af leiðandi lesið allt um kyn-
líf, sem hann komst yfir. Ekki
þorði hann að leita læknis, en
eftir að hafa lesið sér til í mörg
ár ákváð hann að framkvæma
skurðaðgerð á sjólfum sér, sem
nægja mundi til þess að taka af
allan vafa um kynferði hans —
og breyta honum í kvenmann.
Það var í október 1954.
Missti hann mikið blóð við að-
gerðina, móðir hans sá, að ekki
var allt með felldu. Kvaddi hún
hjúkrunarlið til, var Casciotti
fluttur til sjúkrahúss, þar sem
læknar luku við aðgerðina.
Málið verður tekið fyrii aftur
— og rannsakað nánar.