Morgunblaðið - 20.01.1959, Blaðsíða 12
12
MORGTJISBLAÐIÐ
Þriðjudagur 20. jan. 1959
Námskeið í föndri
Starfsemin hefst að nýju 26. janúar. Innritun á nám-
skeiðin í föndri verður að Fríkirkjuvegi 11 (bakhúsi)
í kvöld og næstu kvöld kl. 8—10. Innritunar- og
námskeiðsgjald er kr. 20.00. Ungu fólki á aldrinum
12—25 ára heimil þátttaka meðan húsrúm leyfir.
TÓMSTUNDAHEIMILI UNGTEMPLARA.
Skrifstofuhúsnœði
óskast
Höfum kaupanda að 300—500 ferm.
skn'ifstofuhúsnæði. Má vera fokhelt,
helzt á góðum stað í bænum. Útborgun
mjög mikil.
Mýja fasteignasalan
Bankastræti 7 — Sími 24300.
og kl. 7,30—8,30 e.h. 18546.
Handrið og hlið
og hvers konar skrautsmíði
úr járni. —
Sýnishorn fyrirliggjandi.
(Danskur kunnáttumaður.)
Upplýsingum og tilboðum
svarað strax.
hf. Dvergasteinn
Hafnarfirði — Sími 50407.
ALLT Á SAIVfA STAÐ
NÍKOMNIR
HSjóðdeyfar
i eftirtaldar bifreiðar.
Buick Morris
Chevrolet Opel
Chrysler Plymouth
Dodge Pontiac
De Soto Skoda
Ford Studebaker
Fiat Vauxhall
G.M.C. Volkswagen
Kaiser Willys-jeppa
Mercedes Benz Wolseley
og universal (langir).
Útblástursrör í Willys-jeppa.
Einnig fyrirliggjandi útblástursrör í metratali
%”/l%” og 2”.
Hafið þér athugað hvort hluturinn, sem yður Vcu.Lar í
bílinn, fæst hjá Agli.
Egill Vilhjálmsson hf.
Laugavegi 118 — Sími 2-22-40.
Ingibiörg
minning
F. 12. sept. 1885. D. 9. jan. 1959.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
haf þú þökk fyrir allt og allt.
ÞESSAR linur komu mér í hug,
| er ég frétti andlát frænku minn-
ar, Ingibjargar Jónsdóttur, en
greftrun hennar fór fram í gær,
þann 19. janúar frá Dómkirkj-
unni.
Ingibjörg var af traustu og
góðu fólki komin. Hún fæddist
þann 12. september 1885 að
Lambastöðum í Sandvíkurhreppi
og var því 73 ára er hún lézt.
Foreldrar hennar voru merkis-
hjónin, Margrét Þóroddsdóttir og
Jón Jónsson, sem bjuggu að
Jónsdóttir
Lambastöðum í Sandvíkurhreppi
fyrstu uppeldisár hennar.
Snemma fór að bera á mann-
kostum og hæfileikum Ingibjarg-
ar. Hún var vinur vina sinna,
og góð dóttir, og umhyggjusöm
við foreldra sina. Árið 1912 flutt-
ist hún til Reykjavíkur með for-
eldrum sínum. Árið 1924 giftist
Ingibjörg, Jónasi Kristjáni Jónas-
syni, sem var mesti dugnaðar-
og sæmdarmaður, en hann and-
aðist árið 1942. Þau Ingibjörg
og Jónas eignuðust einn son, Ingi-
mar, viðskiptafræðing, og er sár
harmur kveðinn að heimili hans
við andlát hennar.
Ég kynntist Ingibjörgu sem
barn, eftir að hún fluttist hingað
til Reykjavíkur. Við systurnar
vorum heimagangar á hinu vist-
lega heimili hennar. Þar fannst
okkur ávallt gott að koma. Ingi-
I ðnaðarhúsnœði
óskast leigt ca. 1—300 ferm. Tilboð sendist af-
greiðslu Mbl. merkt: „Smíðar — 5693“ fyrir laug
ardag
Skrifstofustúlka óskast
Fyrirtæki í miðbænum vill ráða til sín stúlku til skrif-
stofu- og afgreiðslustarfa. Krafizt er vélritunarkunnáttu
og nokkurar bókfærsluþekkingar. Eiginhandar umsóknir,
er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist afgr.
Mbl, fyrir miðvikudagskvöld, merktar: „Skrifstofa —
5695“.
Skattfromtöl
Tökum að okkur skattframtöl. Vinsamlegast pantið
tíma fyrirfram í síma 19740 og 16573.
Málflutningsstofa
Guðlaugs & Einars Gunnars Einarsson
Aðalstræti 18, 2. hæð.
Góð FRAMMISTÖÐUSTtJLKA óskast.
Mokka-Espresso-kaffi sími 23 7 60.
Skólavörðustíg 3a.
Bókbandsnemi
getur komist að í Ríkisprentsmiðjunni Gutenberg.
Upplýsingar ekki gefnar í síma.
Sondgerði
Oss vantar mann til að annast afgreiðslu
Morgunblaðsins í Sandgerði frá 1. febr.
n.k. Upplýsingar gefunr Axel Jónsson,
kaupm.
IVámskeið í gömlu
dönsunum
Nýtt framhaldsnámskeið í gömlu dönsunum er haf-
ið. Einnig kenndir tangó og enskur vals. Kennari
verður frú Sigríður Valgeirsdóttir. Kennsla og inn-
ritun hefst þriðjud. 20. þ.m. kl. 7,30 í Silfurtunglinu.
— Verið með frá byrjun.
ÞJÓÐDANSAFÉLAG REYKJAVlUK.
björg var með afbrigðum barngóð
og hafði ánægju af aðsjágleðibros
okkar, er hún vék einhverju að
okkur, og það gerði hún ávallt.
En þetta voru ekki hennar einu
kostir. Hún hafði fengið í vöggu-
gjöf hina beztu eiginleika, er
hverja konu mega prýða. Hún var
hjálpsöm við alla er bágt áttu,
trygglynd og traust, glaðlynd
og geðgóð, en þó föst fyrir, ef
henni þótti einhverjum misboðið.
Hún var góðum gáfum gædd og
hafði t. d. mikla frásagnargáfu
og kunni vel að koma fyrir sig
orði. Hún var örugg og grand-
vör til orðs og æðts. Um.iyggja
hennar fyrir foreldrum sánum
var frábær, enda dvöldu þau síð-
ustu æviár sín á heimiii hennar.
Á því heimili var og Sigríður
Jakobsdóttir, sem hjá Ingibjörgu
hefur búið um árabil og mat hana
mikils. Svo lánsöm var Sigríður
að eiga síðar það hlutskipti, að
vera henni stoð og stytta i veik-
indum hennar, og geta launað
þannig góða sambúð.
Við andlát þessarar merku
konu, setur marga hljóða, en sár-
astur er þó harmur kveðinn að
einkasyni hennar, sem unni henni
heitt, og nýlega hefur stofnað
sitt eigið heimili. En það er bót
harmi gegn, að eiga góðar minn-
ingar um fagurt mannlíf.
Minningin lifir þótt maðurinn
deyi, og fögrum minningum fær
mölur né ryð eigi grandað.
Við, sem eftir lifum, vitum, að
þér, sem var trúuð kona, mun
nú verða falið annað verkefrd
í ríki hins eilífa Guðs, og þar
munu opnast þér andans fögru
dyr og engla þú sjá, er barn þú
þekktir fyrr.
Laufey Guðjónsdóttir.
Fáir bátar róa
frá Dalvík
DALVÍK, 14. jan. — Frá því um
áramót hefir tíð verið hér óstillt
og umhleypingasöm. Engin stór-
viðri, en stöðug norðanátt með
nokkurri snjókomu. Vegurinn
til Akureyrar var opnaður í dag,
en var áður ófær öðrum farar-
tækjum en dráttarbílum. Heldur
hefur stillt til þessa síðustu daga,
en verið hörkufrost allt ofan í 18
stig.
Ekki eru róðrar hafnir enn að
neinu ráði, enda fáir sem stunda
það að þessu sinni. Þrír hinna
stærri báta, Baldvin, Júlíus og
Bjarmi fóru nokkru eftir áramót
og stunda róðra frá Keflavík, en
áformað er að Hannes Hafstein
*rói héðan eins og síðastliðinn vet-
ur. Hann kom úr sinni fyrstu sjó
ferð í dag með rýran afla 5—6
skippund. Hefir m.b. Freyja, sem
er lítill þilfarsbátur fengið svip-
aðan reiting hér inni á firðinum
undanfarna daga. Ekki er Björgv
in enn farinn á veiðar, mun bíða
eftir togútbúnaði, sem væntan-
legur er frá Englandi á næstunni.
— S.P.J.
34-3-33
Þungavinnuvélar