Morgunblaðið - 20.01.1959, Page 9
Þriðjudagur 20. jan. 1959
MORCUNRLAÐIÐ
9
BúnaÖarfélagshúsið sé
arbrag er elzfu stétt
með þeim mynd
iandsins sœmir
Fráleitur skattagrundvöllur að leggja
prósentugjald á framleiðsluvörur
Frá umrœðum á AJþingi um hœkkun
á búnaðarmálasjóðsgjaldi nœstu
fjögur árin
UNDANFARIÐ hefur verið
til 2. umræðu í neðri deild
Alþingis frumvarp til laga
um breytingu á lögum um
stofnun búnaðarmálasjóðs. —
Gerir frumvarp þetta ráð fyr-
ir, að aftan við lögin bætist
svohljóðandi ákvæði til bráða
birgða:
Á árunum 1958—1961, að
báðum meðtöldum, skal
greiða Vz% viðbótargjald af
söluvörum landbúnaðarins,
sem um ræðir í 2. grein, og
rennur það til Búnaðarfélags
íslands og Stéttarsambands
bænda til að reisa hús félag-
ið af stað og nú á að bera frv.
undir alla bændur í búnaðarfél-
ögunum um land allt. Vitanlega
er þetta fram borið í þeim til-
gangi að tefja fyrir afgreiðslu
málsins. Þegar lögin um búnað-
armálasjóð voru lögfest 1944 og
þar með %% gjald á söluvörur
íandbúnaðarins, þá var talið full-
nægjandi að fyrir lá samþykkt
búnaðarþings á frv. — Þá talaði
enginn um nauðsyn almennrar
atkvæðagreiðslu bænda um það
frv.
Hliðstætt búnaðarmálasjóðsgj.
fyrír landbændur er útflutnings-
gjaldið af sjávarafurðum fyrir
útvegsmenn og sjómenn. Árið
1947 var útflutningsgjaldið hækk
að um %% og Vz % lagt á salt-
fiskinn. Engar kröfur komu fram
um að leita þyrfti samþykkis út-
vegsmanna um land allt áður en
>essar hækkanir væru lögfestar.
bændastéttinni þann mikla vel-
vilja að úthluta aðalfélagssamtök
um bænda lóð undir byggingu
þeirra við Hagatorg á einum
glæsilegasta staðnum í Reykja-
vík, þá fylgdi það með sem af-
leiðing skipulagsins, að þarna
má aðeins reisa stórar og mynd-
arlegar byggingar.
2. Búnaðarfélag íslands hefir
haft aðalbækistöð sína í meir en
hálfa öld í gömlu timburhúsi,
sem félagið kom þá upp af þeim
stórhug að lengi framan af leigði
það helming húsrýmisins. Nú er
þetta hús fyrir löngu orðið langt
of lítið, svo að þó þrengt sé að
starfsfólkinu svo sem framast
má, verður Búnaðarfél. íslands
að leigja húsnæði á 3 stöðum út í
bæ fyrir starfsemi sína. Það er
líka viðurkent af öllum er til
þekkja, að þessi vöntun á góðu
húsnæði á einum stað, stórháir
allri starfsemi félagsins og hefir
gert það í mörg ár. Búnaðarfél.
íslands þarf því miklu rýmra
húsnæði en það hefir nú, þótt
reka erindi sín á oft í örðugleik-
um með að fá húsaskjól, nema
helzt á rándýrum gististöðum, og
gisting fæst þar oft heldur ekki.
Ef þetta fólk á ekki ættingja
eða vini, sem skjóta skjólshúsi
yfir það, og troða því inn hjá
sér, oft meira af vilja en mætti,
verður það að sofa í bifreiðinni
eða liggja úti að sumrinu.
Þörfin fyrir að ráða bót á þessu
ófremdarástandi fer stöðugt vax-
andi. Bættar samgöngur innan-
lands leiða til fjölgunar bæði
beinna ferða og viðskipta sveita-
fólks víðsvegar á landinu við
fólk og stofnanir höfuðstaðarins,
og kallar eftir að úr þessu sé
bætt.
Það orkar ekki tvímælis að eng
um er skyldara að leysa úr þess-
um vandræðum sveitafólksins en
Búnaðarfél. íslands og Stéttar-
sambandi bænda, með aðstoð
bændanna sjálfra.
Á Norðurlöndum átti sveita-
fólkið við sömu örðugleika að
etja er það kom til bæjanna.
Norskir bændur leyztu úr þessu
þannig, að félög þeirra reistu í
öllum stærri bæjum Noregs hin
svokölluðu bændahús eða bænda
heimili, þar sem sveitafólk get-
Hér sést fyrsta hæð Iandbúnaðarhússins nýja, sem orðið hefur tíðrætt um í sölum Alþingis undanfarið — (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.)
anna við Hagatorg í Reykja-
vík yfir starfsemi þeirra. Skal
fénu skipt milli þeirra eftir
hlutfallinu tveir á móti ein-
um. Um álagningu og inn-
heimtu gjaldsins gilda sömu
reglur og um búnaðarmála-
sjóðsgjald.
Önnur umræða um frum-
varp þetta hefur tekið alllang-
an tíma í neðri deild. — Jón
Sigurðsson á Reynistað, sem
er einn af flutningsmönnum
frumvarpsins, hafði framsögu
fyrir meirihluta landbúnaðar-
nefndar og fórust honum orð
á þessa leið:
FRUMVARP það er hér liggur
fyrir um %% hækkun bún-
aðarmálasjóðs-gjaldsins næstu 4
ár, var flutt af landbúnaðar-
nefnd N.d. á síðasta Alþingi. Var
frv. rætt við 1. umææðu, en
frestað að afgreiða málið að svo
búnu. Var það gert í samráði við
þá menn er að því stóðu. Ástæð-
an til þessarar frestunar var, að
þingmenn sem voru hlynntir frv.
töldu það á skorta í undirbúningi
þess, að frv. hefði ekki verið
borið undir aðalfund Stéttar-
sambands bænda. En meðan það
hefði ekki verið gert væri ekki
full séð um vilja bændastéttar-
innar eða mikils meirihluta henn
ar. Nú hefir verið bætt úr þessu.
Bæði búnaðarþing og aðalfund-
ur Stéttarsambands bænda hafá
lýst yfir eindregnu fylgi sínu við
frv. með yfirgnæfandi meiri-
hluta atkvæða. Nú, þegar þetta
liggur fyrir, er þess krafizt af
andmælendum frv. að enn sé far-
Sama er að segja 1957 er útflutn-
ingsgjald af saltfiski var hækk-
að um 2%.
Er nú svo komið að tekið er
2Vz% gjald af verði allra útfluttra
sjávarafurða, er gengur til að
efla stofnanir sjávarútvegsins og
starfsemi þeirra, þar á meðal til
húsbyggingar Fiskifélagsins. Ég
hefi hér bent á hliðstæðu við
búnaðarmálasjóð og meðferð
þeirra mála á Alþingi. Með svip-
uðum rökum mætti krefjast þess
að Alþingi afgreiddi ekki meiri
háttar tolla eða skattahækkan-
ir án þess að þær hefðu fyrst ver-
ið bornar undir þjóðaratkvæði.
Ennþá hafa engar kröfur heyrzt
um það, og hefði þó ef til vill
ekki síður verið ástæða til þess.
Mergur málsins er að bráða-
birgðahækkun á búnaðarmála-
sjóðsgjaldinu um %% þ.e. næstu
4 árin er ekki það stórmál miðað
við mörg önnur mál að ástæða sé
til að láta það sæta annarri með-
ferð en hliðstæð mál fyrr og síð-
ar.
Meirihluti nefndarlnnar sér því
ekki ástæðu til að sinna slíkum
tillögum.
Ég skal þá þessu næst snúa mér
að byggingunni við Hagatorg, er
Búnaðarfélag fslands og Stéttar-
samband bænda hafa þar í smíð-
um. En aðalmótbáran gegn frv.
og að bændur leggi fram þann
skerf til þessarar byggingar sem
þar er lagt til ,er að byggingin
sé óhæfilega stór og þar af leið-
andi óþarflega dýr.
Það er því rétt að athuga þetta
nánar.
Þegar stærð hússins var endan-
lega ákveðin voru eftirfarandi
atriði einkum höfð í huga.
1. Þegar borgarstjóri og bæjar-
yfirvöld Reykjavikur sýndu
leiguhúsnæðið sé meðtalið, og
varð að taka tillit til þess.
3. Þá varð að taka tillit til
þess að Alþingi og ríkisstjórn
hafa frá öndverðu falið Búnað-
arfélagi íslands ný og ný við-
fangsefni. Nú síðast yfirumsjón
með útrýmingu minka og refa.
Engin skynsamleg ástæða er til
að ætla, að breyting verði á þessu
þvert á móti. Hinar miklu og öru
breytingar á íslenzkum landbún-
aði hafa i för með sér ný við-
fangsefni sem krefjast úrlausn-
ar, en allt slíkt krefst aukinna
starfskrafta og venjulega mjög
aukins húsrýmis. Fyrir þessu
verður að sjá í hinni nýju bygg-
ingu.
4. Eins og kunnugt er, þá er
Búnaðarþing nú háð árlega, og
verður ekki hjá því komist að
ætla því sómasamlegt húsrúm
og vinnuskilyrði meðan það situr
að störfum.
I mörg ár hefir búnaðarþing
orðið að hrökklast úr einum stað
í annan. Hentugir fundarstaðir
liggja ekki á lausu, venjulega eru
þeir bundnir til afnota fyrir þau
félög, sem yfir þeim ráða.
Búnaðarþing hefir þvi iðulega
orðið að fresta fundum sínum,
jafnvel að fella alveg niður
fundi, af því að aðrir þurftu að
nota húsið sern áttu rétt á því. —
Þetta er með öllu óþolandi og
hefir stórtafið störf búnaðarþings.
Það er því öllum ljóst er til
þekkja, að ætla verður búnaðar-
þingi sómasamlegt húsrúm I
hinni nýju byggingu til þing-
haldsins og annarra starfa er
því tilheyra. Þetta varð bygging-
arnefndin að hafa í huga er hús-
stærðin var ákveðin.
5. Þá er það alkunnugt að
bændur og annað sveitafólk sem
kemur til Reykjavíkur til að
ur fengið gistingu og greiða fyr-
ir hóflegt gjald.
í byggingunni við Hagatorg er
nokkurt rúm ætlað til þessara
nota. Með því á að gera tilraun
til að bæta úr vandræðum
sveitafólksins og þvi ófremdar-
ástandi sem hér hefir verið lýst,
og byggja í því efni á langri
reynslu frænda okkar, Norð-
manna.
6. Stéttarsamband bænda og
framleiðsluráð landbúnaðarins
eru ungar stofnanir. Samanborið
við Búnaðarfél. íslands eru þær
eins og börn í reifum. Nú þegar
eftir fá ár eru þessar stofnanir
að sprengja utan af sér það hús-
næði er þær hafa haft. Ýms verk-
efni bíða og vaxandi og fjölþætt
ari starfsemi en verið hefir, og
þá fyrst og fremst hagfræðilegar
rannsóknir varðandi landbúnað-
inn og hag bændastéttarinnar.
Það kom því ekki annað til mála
en að ætla þessum stofnunum hús
næði, sem væri mjög við vöxt.
Ég hefi nú í stórum dráttum
gert grein fyrir þeim ástæðum er
voru þess valdandi að bygginga-
nefnd og stjórnir beggja félag-
anna, Búnaðarfél. fslands og
Stéttasambands bænda, féllust á
þá uppdrætti og tillögur, sem
húsið er byggt eftir.
Hús félaganna við Hagatorg er
byggt við vöxt, á sama hátt eins
og þegar núverandi Búnaðarfél-
agshús var byggt um og eftir síð
ustu aldamót. Nú, eins og þá, verð
ur fyrst um sinn leigður sá hluti
sem félögin þurfa ekki nú þegar
að nota vegna starfsemi sinnar.
Um stærð húsa má lengi deila.
Einn vill skera allt við nögl.
Annar miðar stærðina við líð-
andi stund og klastrar svo við
húsið ef til vill á næstu árum. Og
þriðji vill byggja við voxt.
Reynslan er yfirleitt á þá leið að
þeir sem fjárráð hafa velja síð-
asta kostinn. — Þannig hefir
Fiskifélagið, sem er einskonar
systurfélag Búnaðarfélags fs^
lands verið að byggja stórhýsi
upp á 6 hæðir yfir starfsemi sína,
við hliðina á húsi félagsins er þar
var fyrir, og byggt var fyrir ca.
20 árum.
Þetta stórhýsi er byggt fyrir
fé, sem tekið hefir verið af út-
gerðarmönnum og sjómönnum
með útflutningsgjaldi af útflutt-
um sjávarafurðum, og er hlið-
stætt búnaðarmálasjóðsgjaldinu.
Þessi bygging, sem er upp á 6
hæðir — eins og áður er sagt —
er byggð svo við vöxt að Fiski-
félagið hefir nú þegar leigt Rík-
isútvarpinu rúmlega háWa
þriðju hæð í þessu nýja húsi fyr-
ir starfsemi þess, og að því er
sagt er til næstu 10 ára. Þetta
er talin í alla staði hyggileg ráð-
stöfun, og engin rödd hefir
heyrst til mótmæla frá þeim sem
leggja fram féð.
Af þessu er ljóst, að það eru
fleiri félagsstofnanir en Búnað-
arfél. fslands og Stéttarsamb.
bænda er telja hyggilegt eins og
nú hagar til, að byggja nokkuð
við vöxt þegar byggt er á annað
borð, og leigja heldur af verðmæt
asta húsrúminu, meðan þess er
ekki þörf fyrir starfsemi félag-
anna.
Þá hefir verið reynt að koma
því inn hjá bændum að verið sé
að byggja stórhýsi fyrir fé Bún-
aðarmálasjóðs, sem ekki eigi sinn
líka í þessum bæ. f því sambandi
tel ég rétt að benda á, að nú er
verið að byggja hér stórhýsi, sem
verður nær því helmingi stærra
að rúmmáli en umrætt hús félag-
anna sem nú er í smíðum við
Hagatorg, hlutföllin eru sem
næst 44700 m3 móti 25 þús. m3.
Að húsinu við Hagatorg standa
félagssamtök ca. 6 þús. bænda,
sem byggja yfir starfsemi þeirra.
En stærra húsið er byggt af ein-
um slíkum atvinnurekanda hér í
bænum. Og svo virðast stöku
menn ætla að rifna af vandlæt-
ingu yfir því óhófi að félög ca.
6 þús. bænda skuli leyfa sér að
byggja byggingu sem ep nær því
helmingi minni en sambærileg
bygging einstaks manns.
í framhaldi af þessu er reynt
að gera byggingarkostnað húss-
ins að ægilegri grýlu í augum
bænda, með þvi að hrópa í sífellu
um milljóna tuga byggingarkostn
að ,í því sambandi er hyggilegt
fyrir alla og ekki síst fyrir okkur
sem erum fædd nokkru fyrir síð-
ustu aldamót, að hugleiða hvað
1 millj. kr. er raunverulega nú á
dögum. Mætti þá til samanburðt-
ar rifja upp að á bernsku árum
okkar var framgengin ær að vor-
inu seld á 10—12 kr., en nú á 800
kr. og ekki dæmalaust að þær
komist í 900—1000 kr.
En hvernig sem litið er á þetta
mál þá er það staðreynd, sem
ekki verður haggað, að byrjað
var á byggingunni sumarið 1956
og að húsið er komið það langt á-
leiðis, að nú verður ekki snúið
aftur. Byggingin kemst upp með
tíð og tíma, hvað sem hver segir.
Það eina sem hægt væri að áorka
með því að fella það frv. sem
hér liggur fyrir, er að tefja fyr-
ir að lokið verði við bygginguna.
Og hindra með því að þær fjár-
upphæðir sem bændastéttin hefir
þegar lagt til byggingarinnar,
komi bændum og stofnUnum
þeirra að notum þegar á næstu
árum, og skaða með því bænda-
stéUina í heild.
Ég tel þessa greinargerð nægja
fyrir afstöðu meirihluta land-
bún.nefndar til frv.
Frá mér persónulega vil ég
bæta þessu við. Það er til nokkuð
Framh. á bls. 18.