Morgunblaðið - 20.01.1959, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 20.01.1959, Qupperneq 10
10 MORGUNfíLAÐlÐ Þriðjudagur 20. jan. 1959 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá V'r"’r. Einar Ásmundsson. Lesbók: Árni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargald kr. 35,00 á mánuði innamands. í lausasölu kr. 2.00 eintakið. LYÐRÆÐISSKYLDA AÐ KJOSA FY R I R þingkosningarnar 1956 lýstu bæði Alþýðu- flokkur og Framsókn yfir því, að þeir mundu á kjörtíma- bilinu hvorki vinna með Sjálf- stæðismönnum né kommúnistum í ríkisstjórn. Þessi heitstrenging var raunar umsvifalaust svikin með myndun V-stjórnarinnar. En þau svik hagga engu um það, að kjósendur beggja, Alþýðu ílokks og Framsóknar, greiddu þeim atkvæði á þeim forsendum, að með hvorugum hinna flokk- anna yrði unnið. Sjálfstæðismenn bentu á það strax eftir myndun V-stjórnarinnar, að þegar af þessari ástæðu væri lýðræðisleg skylda að láta kosningar fara fram tafarlaust. Tillaga Sjálf- stæðismanna um þingrof og nýjar kosningar, sem þeir fluttu rétt fyrir jól 1956, byggðist m.a. á þessari óvéfengjanlegu forsendu. V-stjómarliðið felldi þá tillögu, svo sem við mátti búast. Þeir, sem staðnir eru að svikum í al- þjóðar-augsýn láta sig ekki muna um eina óvirðinguna enn. ★ Svik og skömm V-stjórnar- liðsins voru hins vegar sízt lög- uð til þess að vekja löngun Sjálf- stæðismanna til að taka þátt í samstarfi, sem með engu móti gat komizt á, nema brugðið væri frá því loforði, sem hátíðlega hafði verið gefið í áheyrn allrar ís- lenzku þjóðarinnar. Sjálfstæðis- menn höfðu raunar aldrei lýst neinu þvílíku yfir. Þeir hafa ætíð talið, að samstarf við aðra yrði að fara eftir málefnum hverju sinni. Skoðun þeirra er sú, að það sé í senn heimskulegt og ófram- kvæmanlegt, að lýsa aðra — hvað þá nærri belming þjóðarinnar — óalandi, óferjandi og óráðandi öllum bjargráðum. ★ En Sjálfstæðismenn telja sjálf- um sér ósamboðið og á móti rétt- um reglum lýðræðis, að taka til frambúðar þátt í samstarfi við flokka, sem höfðu heitið því að vinna ekki með þeim á kjörtíma- bilinu. Áður en samstarf til fram- búðar við þá aðila getur hafizt verða nýjar kosningar að fara fram. Samstarf byggt á svikum annars hvors aðilans er sízt lík- legt til að leiða til góðs. Tal Framsóknarmanna um þjóð stjórn nú byggist á því, að flokk- ur þeirra láti sér ekki nægja svik- in, sem framin voru með mynd- un V-stjórnarinnar heldur vilji hann bæta þar á ofan að bregðast einnig loforðinu um að vinna ekki með Sjálfstæðismönnum! Vera kann, að Framsókn hyggist með þessu búa svo í haginn fyrir sig við næstu kosningar, að þá geti enginn ásakað hana, því að allir séu orðnir henni samsekir í svikataflinu. Sjálfstæðismenn ætla ekki að láta það eftir henni, enda hefur samstarf við Fram- sókn reynzt öllum ærið erfitt, þótt ekki væri til þess efnt á jafn- óheilbrigðum grundvelli sem þessum. ★ Lýðræðisreglur voru ekki að- eins rofnar með myndun V-stjórn arinnar, þvert ofan í gefin loforð, heldur var sjálft Hræðslubanda- lagið, svo sem til þess var stofn- að og það starfaði, algert lýð- ræðisbrot. í orðaskiptum máls- svara Alþýðuflokks og Fram- sóknar út af samvinnuslitunum nú hafa þeir játað, að Framsókn hafi við kosningamar 1956 feng- ið 4—5 þingmönnum fleira en at- kvæðamagn hennar stóð til og Alþýðuflokkurinn 1—2. Samtals eru það þá 5—7 þingmenn, sem þessir aðilar játa nú sjálfir, að þeir hafi ranglega fengið vegna klækja sinna. Lætur það og mjög nærri. Þingmannatala þeirra er samtals 25. Eftir fylgi þeirra með þjóðinni er vel f lagt, að þeir hafi átt rétt til 18 þingmanna samtals. Alþingi, sem þannig er saman sett, er röng mynd af þjóðarviljan um. Út yfir tekur þó, þegar Framsókn hefur uppi ásakanir gegn Alþýðuflokknum fyrir svik á sjálfu Hræðslubanda- laginu og segir, að vegna þess megi Alþýðuflokksþingmenn ekki hafa sjálfstæða skoðun heldur halda samvinnu við Framsókn á hverju sem veltur. Alþýðuflokks- menn telja Framsókn hins vegar hafa hremmt svo mikið af ráns.- fengnum, að henni farist ekki að tala! ★ Með þessu er engan veginn allt upp talið. Kunnara er en frá þurfi að segja, að leitun er á því lof- orði, sem V-stjórnin sáluga ekki sveik. Kemur þar í einn stað, hvort litið er til endurskoðunar kjör- dæmaskipunarinnar, sem stofn- un og starf Hræðslubandalagsins gerði óumflýjanlega, til utanrík- ismála eða efnahagsmála. Hvar vetna blasa svikin við. Hermann Jónasson uppgötvaði á sínum tíma þá stjórnspeki, að ekki væri hægt að stjórna fs- landi án kommúnista af því að þeir væru búnir að gera svo mik- ið illt, að ómögulega yrði án þeirra verið. Árangur þeirrar sameiningar blasir nú við. V-stjórnin gafst upp og Her- mann Jónasson hljóp frá ábyrgð- inni eftir að hann var búinn að koma efnahagsmálunum í meira öngþveiti en áður eru dæmi til. Manndómurinn var ekki einu sinni slíkur, að Alþingi væri skýrt frá vandanum og því gefinn kost- ur á að hefjast handa áður en hin nýja verðbólgu-alda skylli yfir. Öllu var stefnt í glundroða og ófarnað án þess að kjörnir full- trúar þjóðarinnar væru til kvadd- ir. Þvert á móti var undirstöðu- gögnum haldið fyrir þeim á með- an nokkur von hélzt í brjósti V-stjórnarherranna um, að þeir þyrftu ekki að hrökklast frá. Lýðræði og réttir stjórnarhætt- ir hafa aldrei fremur verið óvirt í íslandssögu en með allri frammi stöðu V-stjórnarinnar. Eðlilegt er, að hinir seku vilji sem allra lengst skjóta sér undan dómi í þeirri von, að ef uppkvaðning hans dregst, þá verði farið að fyrnast yfir afglöp þeirra. Á sínum tíma kemur í ljós, hvernig þjóðin dæmir hið liðna. Það er mál fyrir sig. En svo mik- ið er nú í húfi um það, sem ógert er, að ekki má dragast, að al- menningur leggi réttari og örugg- ari grundvöll fyrir frambúðar- ákvarðanir en þann, sem byggt hefur verið á nú í 2% ár. UTAN IIR HEIMI Ávöxtur skilningstrésins var aprikósa, en ekki epli Danskur guðfræðidoktor vefengir „jurtafræði Bibliunnar" MUNKSGAARDS Forlag í Dan- mörku hóf nú um áramótin út- gáfu nýs og myndarlegs mánað- arrits, sem nefnist „Fra Kirkens Verden“. í fyrsta tölublaði rits þessa birtist nýstárleg grein eftir K. E. Jordt Jörgensen dr. theol. um „jurtaríki Biblíunnar“, þar sem m.a. er rætt nokkuð um syndafallið og hinn forboðna ávöxt. ★ Menn hafa löngum talað um, að það hafi verið epli, sem opnaði augu Adams og Evu fyrir nekt þeirra, en hinn danski guðfræði- Kassem hvatti stúdenta til oð halda sig oð náminu og láta stjórnmál afskiptalaus Trúarleiðtogar í írak leggja fast að Kassem að halda kommúnistum í skefjum TRÚARLEIÐTOGAR í frak virð- ast nú leggja fast að Kassem for- sætisráðherra í þeim tilgangi að fá forsætisráðherrann til að draga úr áhrifum kommúnista í landinu. Af fregnum, sem berast austan frá frak, verður ekki bet- ur séð en að tilraunir trúarleið- toganna hafi borið nokkurn ár- Kassem angur. A. m. k. má ætla það af skrifum þeirra Bagdadblaða, sem hlynnt eru róttækum og komm- únistum. Undanfarið hafa þau út- húðað „andbyltingarsinnum“, sem láti til sín taka undir yfirskini trúarinnar. í sl. viku reyndi Kassem að reisa. skorður við aðgerðum vinstrisinnaðra afla, sem m.a. höfðu gengizt fyrir götuóeirðum. Kassem ákvað, að „heimavarnar- liðið“ skyldi vera undir eftirliti hersins, og í annað sinn í þessum mánuði minnti Kassem háskóla- stúdenta á, að þeir ættu að halda sig að náminu og láta stjórnmál afskiptalaus. Stúdentar og liðs- menn úr „landvarnarliðinu" voru grunaðir um að hafa veitt kommúnistum brautargengi gegn þjóðernissinnum og fylgismönn- um trúarleiðtoganna í götuóeirð- unum. Stúdentarnir tóku tilmælum Kassems mjög vel og lofuðu að halda sig að bókunum og hætta að svara pólitískt þeim spurning- um, sem væru lagðar fyrir þá í kennslustofunum. ★ Fyrstu merki þess, að trúarleið- togarnir hygðust fá Kassem til að hefjast handa, voru nokkur bréf, sem birt voru opinberlega. Bréfin komu frá Najef, sem er borg skammt suður af Bagdad. Najef er helgistaður Shiatrúar- flokksins. Afturhaldssamir Mú- hameðstrúarmenn eru í þessum trúarflokki, sem er fjölmennur og valdamikill. í bréfum sínum lögðu trúarleið- togarnir áherzlu á þá erfðavenju í Múhameðstrú, að „kirkja" og ríki væru óaðskiljanleg. Þeir hvöttu hina rétttrúuðu til að hafa Islam að leiðarljósi í þjóðfélags.- umbótum og lýstu yfir því, að ekki væri hægt að leggja bless- un sína yfir, að nein önnur trú- arbrögð, kenningar eða stjórn- málaskoðanir væru höfð að leið- arljósi í þessum efnum. ★ Sl. föstudag skrifaði æðsti trú- arleiðtoginn í Najef opið bréf, þar sem hann lagði þessari yfir- lýsingu lið og hafnaði „öllum ut- anaðkomandi kenningum". Blað- ið, sem birti þetta bréf, lét þá athugasemA fylgja, að þetta sýndi, að í írak takmörkuðu trú- arleiðtogar sig ekki við sitt sér- staka svið „eins og í kommúnista- ríkjunum“. Kassem sýndi trúarleiðtogun- um í sl. viku, að hann fylgir þeim að málum. Hann veitti viðtöku til mælum frá þeim, þar sem farið var eindregið fram á, að hann myndi fylgja fast eftir æðstu markmiðum þjóðernisstefnunnar og Múhameðstrúarinnar. ★ Vinstrisinnuð blöð svöruðu þess um aðgerðum trúarleiðtoganna með því að gefa í skyn, að í moskunum hefðu samsærismenn andvígir stjórn Kassems, haft að- albækistöðvar sínar. Þessi hörðu viðbrögð benda til þess, að trú- arleiðtogunum hafi orðið ágengt. | blöð og gjörðu sér mittisskýlur". ! doktor leiðir rök að því, að ávöxturinn, sem varð örlaga- valdur mannkynsins, hafi alls ekki verið epli — heldur apri- kósa! — Doktorinn segir m.a.: — „Undarlegur misskilningur hefir komizt inn í eina þekktustu frásögn Biblíunnar, söguna um Adam og Evu í Paradís og synda- fallið. Þegar vitnað er til þessarar frásagnar, er mjög oft talað um hinn forboðna ávöxt sem epli, enda þótt Biblían sjálf geti hvorki nafns trésins né ávaxtarins. Þar segir aðeins: „En er konan sá, að tréð var gott að eta af, fagurt á að líta og girnilegt til fróð- leiks, þá tók hún af ávexti þess og át, og hún gaf einnig manni sínum, sem með henni var, og hann át“. (1. Mósebók, 3. kapítuli, 6. vers.)“ Nú eru flestir jurtafræðingar sammála um það, að sögn dr. Jörgensens, að eplatré hafi ekki vaxið í Gyðingalandi á þeim tíma, sem hér um ræðir. Aftur á móti eru jurtafræðingarnir á einu máli um það, að hér muni senni- lega hafa verið átt við aprikósur, enda hafi þær löngum vaxið í stórum stíl hvarvetna í Gyðinga- landi — við ströndina, á láglendi og hálendi. Þá er það og dregið í efa, að Adam og Eva hafi gert sér mittis- skýlur úr fíkjuviðarblöðum. — Fíkjutréð er annars fyrsta jurt- in, sem nefnd er með nafni í Biblíunni. — í þriðja kapítula fyrstu bókar Móse, 7. versi, segir, að „þau festu saman fíkjuviðar- — Nú eru sem sagt bornar brigð- ur á þetta og bent á að fíkjuviðar- blöð séu lítt til þess fallin að hylja með nekt sína. Sennilega sé i Mósebókinni talað um fíkju- viðarblöð í þessu sambandi til þess að leggja áherzlu á um- komuleysi hins fyrsta manns. — Þá er bent á, að í hinum ýmsu biblíuþýðingum sé nokkur mis- munur á orðalagi, þegar því er lýst, á hvern hátt Adam og Eva reyndu að hylja nekt sína. Fleiri „jurtafræðileg" atriði Biblíunnar vefengir Jörgensen, svo sem það, að Jesús hafi talað' um „liljur vallarins" — og vill hafa, að þar hafi verið um ane- mónur að ræða — og svo fram- vegis. Ekki er ólíklegt, að hin „jurta- fræðilega" endurskoðun þessa danska guðfræðidoktors á Biblí- unni geti orðið nokkurt deiluefni meðal strangra túlkenda guðs orðs — a. m. k. hefir stundum ekki þurft öllu meira til þess að vekja trúmáladeilur. Trúboðinn f'júga áfram SIDNEY, Ástralíu 17. jan. — Ungur bandarískur Mormóna- trúboði var í dag „strandaður" einhvers staðar yfir Kyrrahafi. Trúboðinn, sem er ættaður frá Honolulu og er 23 ára að aldri, var á leið með farþegaflugvél til Samoa, til trúboðsstöðvar sinnar þar. En hann hefur nú ferð azt 5,000 mílur án þess að fá að stíga út úr flugvélinni — og er nú á heimleið. Honum hefur ver- ið neitað um landgöngu á öllum viðkomustöðum flugvélarinnar, því að hann hefur hvorki vega- bréf né heilbrigðisvottorð. Eina skilríkið, sem hann hefur með- ferðis er fæðingarvottorðið — og kveðst hann ekkert hafa vitað um að öll þessi plögg þyrfti til þess að komast til Samoa. Er mönnum hulin ráðgáta hvernig maðurinn hefur sloppið gegnum vegabréfsskoðunina, þegar hann lagði upp með flugvélinni frá verður að Honolulu. — Sem fyrr segir er flugvélin nú aftur á austurleið og trúboðinn fjarlægist stöðugt ákvörðunarstaðinn. Hann hefir ekki stigið út úr flugvélinni allan tímann. Sjö kindur heimt- ast af f jalli ÞÚFUM, N.-fs., 17. jan. — Fyrir nokkrum dögum heimtust fimm kindur af fjalli á Nauteyri. Komu þær sjálfar í byggð, allar klökug- ar og brynjaðar, en ekki virtust þær hafa liðið sult. Þá heimtust einnig tvær kindur af fjalli í Reykjarfjarðarhreppi nú nýlega. Komu þær sjálfar í heimafé í Vogum og Svansvík. Var önnur kindin frá Reykjar- firði, en hin frá Svansvík. Hér um slóðir er enn mjög snjó- lítið, og munu því vera góðir hag- ar víða frammi á fjöllum. — P.P.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.