Morgunblaðið - 20.01.1959, Side 13
Þriðjudagur 20. jan. 1956
MORGVNBLAÐIÐ
13
Hlustað á útvarp
LEIKRIT laugardagsins 10. þ. m.,
Afríkudrottningin eftir C. S. For-
rester, þýðandi Ragnar Jóhann-
esson var gott í a’tini röð. Það
er samið upp úr skáldsögu, sem
mun hafa verið birt sem fram-
haldssaga í Morgunbiaðinu, eða
svo er mér sagt, en ég les sjaldan
framhaldssögur í blöðum. Auk
þess mun kvikmynct hafa verið
sýnd hér, gerð eftir sögunni.
Hafa menn því fengið þrjár út-
gáfuV af þessu skáldriti sína af
hverju tæi. — í þætti einum ný-
lega var talað við dreng þann,
er vakti athygli með því hve
fróður hann var um skeljar.
Margir hafa beðið mig að geta
þess, að þeim hafi gramizt það,
að spurningar sem drengnum var
ætlað að svara, hafi ekki átt við
efnið. Það hafi verið farið út
fyrir efnið, sem átti að vera að
þekkja skeljar. Það sé enginn
vandi að fella fólk með því að
beita slíkum aðferðum. Ég kem
þessu á framfæri, án þess að ég
vilji annað um það segja en það,
að auðvitað var ekki til þess ætl-
azt, að drengurinn vissi allt um
eðli, efni, aldur og fundarstaði
skelja. Ef til vill hefur hr. Sveinn
Ásgeirsson talið málið svo víð-
tækt og það er hann sem ræður.
Á
Sunnudaginn 11. p m. var sam
felld dagskrá: Á dögum Heró-
desar. Mun Fíladelfíusöfnuðurinn
hafa séð um þessa dagskrá. Höfuð
efnið var erindi er Ásmundur
Eiríksson flutti um gestaboð
Heródesar, þar sem hin unga
stjúpdóttir hans dansaði sinn
töfrandi dans, er leiddi til morðs
skírarans, hins mikla vandlæt-
ara og meinlætamanns Jóhann-
esar. Kvað hann Jósef (Josefos)
sagnritara segja, að Jóhannes
hafi skírt 200 þúsundir manna.
Erindi Ásmundar var áhrifamikið
og vel samið. — Auk þess voru í
þættinum sungnir sálmar mjög
smekklega og nokkur afbragðs-
kvæði lesin upp. Af báru kvæði
Davíðs Stefánssonar um Krist á
Golgata og Jóhannes skírara.
Kannast margir við þau.
★
Séra Gunnar Árnason talaði um
daginn og veginn 12. þ. m. Hann
talaði um efni, sem ég hef lengi
fundið að einhver málsmetandi
maður þyrfti að taka til með-
ferðar. En það er hið mikla
málæði, sem á sér stað í sam-
kvæmum og á fundum. — í sam-
kvæmum, t. d. afmælishófum
merkra manna er altítt, að fjöldi
manna rís úr sætum, hver eftir
annan og halda langar ræður. Oft
byrja menn ræðuna á þeim ein-
kennilcga formá'a, að í rauninni
sé áður búið að segja aiit það,
sem þeir ætli að segja! Heldur
skemmtileg byrjun. Og bá eink-
um þegar þetta ei dagsatt. Menn
flytja sömu ræðuna og aðrir hafa
áður flutt, með lítið eitt breyttu
orðalagi. Þetta er auðvitað
hundleiðinlegt fyrir alla, nema
kannski ræðumann sjálfan. —
Þegar félög halda þing eða fundi,
væri heppile|t að skýrsla félags-
stjórnar væri vélrituð og dreift
meðal fundarmanna. Þetta ættiað
vera nægilegt. Gætu svo fundar--
menn komið með stuttar athuga-
semdir eða fyrirspurnir um það
er þeim þykir athugavert eða
þeir hafa fram að bera. Þetta er
nú ekki aldeilis svona. Formaður
viðkomandi samtaka stendur upp
og les skýrsluna, það tekur
kannski 1—2 klukkutíma — al-
gerlega óþarft málæði. Umræður
eru svo ekkert takmarkaðar. Mál-
gefnir menn, oft mjög leiðinlegir
froðusnakkar, standa svo upp
hver eftir annan og halda lang-
ar ræður. f þessa óþörfu og oft
einskisverðu málþvælu og end-
urtekningar fer svo mestallur
fundartíminn, oft nokkrir dagar
í stað þess að takmarka og skipu
leggja ræðutíma þegar í byrjun
funda. Mætti t. d. ákveða hámark
ræðutíma 10 mínútur, þvi hver
sæmilega greindur maður getur
látið álit sitt í ljós á þeim tima.
Moðhausar geta aldrei gert sig
skiljanlega og eru því leiðinlegri,
sem þeir tala lengur. Þetta mun
vera það, sem sr. Gunnar Árna-
son benti á, að vísu með nokkuð
öðrum orðum, og hafi hann þökk
fyrir að hafa komið þessu máli
á framfæri. Má ekki þar við sitja.
Það er gaman að hlusta á stutt-
ar, snjallar ræður, en hitt er víst,
að einungis mjög sjaldan er þörf
á löngum ræðum. — Fleira at-
hyglisvert sagði séra G. Á. til
dæmis, að nú væri hinnar
gömlu alkunnu risnu höfðingja,
ríkra og fátækra, er við þjóð-
brautir bjuggu, ekki lengur þörf,
nema að litlu leyti. Ný viðhorf
hafa breytt þessu. En engu að
síður er enn þörf á hjálpsemi og
björg. Æskan nú er á erfiðum
brautum, eða réttara sagt, veg-
leysum á. þessum umbrota og
byltingartímum. Fjöldi fólks er
áttavilltur og á útigangi, veit ekki
sitt rjúkandi ráð. Það þarf að
finna nýja menningu, sem þó sé
í tengslum við hina uppflosnuðu
gömlu menningu. Nægilegt verk-
efni fyrir alla þá er vilja vel og
hafa dug og áhuga. Nú ríður á
að eignast góða og göfuga leið-
toga er boði frið og frelsi. Gera
má ráð fyrir að almenningur
fylgi góðri og öruggri forystu til
viðreisnar og frama.
¥
Jónas Jónsson, fyrrum ráð-
herra hélt erindi, er hann nefndi
Þrír afreksmenn. Voru það þeir
Tryggvi Gunnarsson, Þorvaldur
Thoroddsen og Halldór Kiljan
Laxness, er hann ræddi um. Var
ræðan einkum um það, hvernig
þessir afreksmenn hefðu aflað sér
menntunar og frama. Auð-
vitað er dugnaður ásamt góðum
gáfum og góðri heilsu,
ekki sízt aðalatriðið til þess að
ná frægð og frama. Vanti mann
eitthvað af þessu verður róðurinn
erfiður. Erindi Jónasar var gott,
og rétt er að halda því á lofti,
sem vel er gert. — Baldur And-
résson talaði un. Pétur Guðjohn-
sen, organleikara. Má segja hið
sama um það erindi og hitt, að
Guðjohnsen á það skilið, að hon-
um sé ekki gleymt. Erindi þetta
var fyrsta í erindaflokki er Bald-
ur ætlar að flytja um ísl. tón-
skáld. Baldur er manna fróðastur
í þeirri grein, talar vel og skipu-
lega og er vinsæll útvarpsmað-
ur. — Ingimar Óskarsson náttúru
fræðingur flutti erindi um poka-
dýr, vel fróðlegt. Mér þykja fá
erindi skemmtilegri en þau, er
náttúrufræðingar flytja í útvarp,
einkum um jarðfræði og dýra-
fræði. — Á föstudaginn var út-
varpað frá bókmenntakynningu
verka Þórbergs Þórðarsonar
(hljóðritað á hátíðarsal Háskól-
ans 7. f. m.). Erindi Sverris Krist-
jánssonar sagnfræðings um Þór-
berg var hástemmt mjög. Að vísu
er Þórbergur Þórðarson mikill
rithöfundur og flutti inn hingað
nýjan stíl sem að vísu var áður
kunnur erlendis. Ekki fannst mér
það smekklegt hjá ræðumanni að
fara óvirðulegum orðum um aðra
ísl. rithöfunda og skáld frá fyrstu
tugum þessarar aldar: Það er auð
velt að lofa einn án þess að lasta
annan.
Þorsteinn Jónsson.
Langt í land
LONDON, 17. jan. — Bertrand
Russell sagði í ræðu í dag, að
ekkert öryggi gegn styrjöld feng-
ist fyrr en alþjóðleg stofnun
fengi einokunarvald yfir öflug-
ustu vopnum. Kvað hann mann-
kynið ekki hafa gert sér fulla
grein fyrir hættunni, sem stafaði
af vetnissprengjunni — og stofn-
un slík, sem hann minntist á,
ætti langt í land.
Leikfélag Hafnarfjarðar sýnir „Knapann“ í síðasta sinn í kvöld
í Baejarbíói. — Myndin er af Steinunni Bjarnadóttur og Ólafi
Mixa í hlutverkum sínum.
Fréttabréf frá Patreksfirði:
Gott veðurfar — Sœmileg
atvinna — Félagslíf —
Gjafir til sjúkra o.fl.
VEÐURFAR hefur verið hið
bezta í vetur. Snjór hefur ekki
fallið meiri en svo að nálægir
fjallvegir hafa ekki teppst. T. d.
var farið yfir Hálfdán (fjallvegur
milli Tálknafjarðar og Arnar-
fjarðar) skömmu eftir áramótin.
Þurfti aðeins að ganga smáspöl
milli bifreiða á háheiðinni. Er
Á Þorláksmessu afhenti Kven—
félagið „Sif“ héraðs'.ækni og
hjúkrunarkonum fýrir hönd
sjúkrahússins að gjöf 19 vegg-
lampa — eða lampa á hvert
sjúkrarúm. Lampar þessir eru
hinir fallegustu gripir. Þeir eru
smíðaðir hjá Lýsing hf., Reykja-
vík.
Þrjú undanfarin ár hefur Bar8
strendingafélagið í Reykjavík
sent Kvenfél. Sif peningaupphæð
til úthlutunar milli sjúklinga
þeirra, sem dvalið hafa á sjúkra-
húsinu um jólin. Hefur sá hátt-
ur verið hafður á að gefa inn-
lendum sjúklingum peninga, en
erlendum einhvern innlendan
hlut sem þeir geta svo síðar haft
með sér til minja um jóladvöl
sína á sjúkrahúsinu.
Héraðslæknir, hjúkrunarkonur
og sjúklingar þakka hjartanlega
þessum gefendum svo og öllum
þeim, sem sýna þeim umhyggju
sem þannig eru leiknir að þurfa
að dvelja á sjúkrahúsum um
jólin.
Jólatrésfagnaður barna fór
fram fyrsta sunnudag í janúar.
Var hún vel sótt og börnunum
til hinnar beztu skemmtunar.
Taflfélagið hefur fyrir nokkru
hafið vetrarstarfsemi sína. Bridge
er einnig á vegum Taflfélagsins.
í desember var bridge-keppni
milli Vatneyrar og Geireyrar og
sigruðu hinir fyrrnefndu.
Skólarnir. Barna- og unglinga-
skólinn hóf kennslu aftur hinn 7.
jan. í jólafríinu unnu unglingarn-
ir við fiskvinnslu og gerðu það
kleift að ljúka vinnslu á þeim
fiski, sem landað var fyrir jól.
Iðnskólinn var settur 10. jan.,
skólastjóri er sr. Tómas Guð-
mundsson.
Patreksfirði, 11. jan. 1959.
T.
Happdrœttislán ríkis-
B-flokkur
það mjög fátítt um þetta leyti
árs.
Atvinna. Atvinna hefur verið
sæmileg. Báðir togararnir héðan
voru á veiðum á Nýfundnalands-
miðum fram undir jól og lönd-
uðu afla sinum hér og í Reykja-
vík þar sem ekki vanr.st tími til
að vinna fiskinn hér úr báðum
skipunum samtímis. Togararnir
eru nú báðir á veiðum fyrir er-
lendan markað.
Mb. Sæborg hefur stundað línu
veiðar frá þvi i nóvember og var
afli sæmilegur.
Héðan eru gerðir út á vetrar-
verið tveir línubátar, mb. Sæ-
borg, skipstj. Jón Magnússon og
mb. Faxafell, sem er nýkeyptur
hingað ca. 85 smál. skipstj. og
eigandi er Héðinn Jónsson.
Frá Tálknafirði eru gerðir út
tveir bátar mb. Tálknfirðingur,
skipstj. Ársæll Egilsson og mb.
Guðmundur á Sveinseyn, skipstj.
Magnús Guðmundsson. Afli hef-
ur verið sæmilegur allt að rúml.
12 smál. Fiskurinn er allur unn-
inn í frystihúsum á Patreksfirði
og Tálknafirði.
Barna- og unglingaskólabygg-
ingunni, miðar vel áfram, er nú
unnið innanhúss að múrhúðun,
pípulögnum o. fl. Ennfremur er í
byggingu prestsbústaður.
Raforka frá Mjólkárvirkjun-
inni var tekin til notkunar
skömmu fyrir jólin.
Heilsufar. Nokkrir þýzkir tog-
arar hafa komið hingað með
sjúka eða slasaða menn, og hafa
þeir notið aðgerða á sjúkrahúsinu
hér. Mislinga hefur aðeins orðið
hér vart.
Félagslíf. Sjálfstæðisfélögin
„Skjöldur" og „Neisti“ efndu til
þriggja spilakvölda. Voru verð-
laun veitt þeim hæstu fyrir hvert
kvöld, og ennfremur kr. 1000,00
til þess, sem hlaut hæstan slaga-
fjölda fyrir öll kvöldin. Voru
spilakvöld þessi mjög vel sótt.
I byrjun desember var sýndur
hér sjónleikurinn „Aumingja
Hanna", á vegum Sjálfstæðisfé-
laganna. Leiknum var sérstak-
lega vel tekið enda leikstjóra og
leikendum til hins mesta sóma
og mun vera ein sú bezta leik-
meðferð, sem hér hefur sézt fram
kvæmd af áhugafólki.
Sunnudaginn 28. des. hélt
kirkjukór Patreksfjarðar sam-
söng, undir stjórn Steingríms Sig-
fússonar orgelleikara. Var sam-
söngurinn í kirkjunni. Á söng-
skránni voru lög eftir innlenda
og erlenda höfunda. Einnig var
einsöngur og einleikur á orgel.
Var samsöngurinn vel sóttur. Að
söngnum loknum hélt kórinn til
sjúkrahússins og söng þar nokkur
lög fyrir sjúklinga.
s/óðs —
75.000 krónur
79220
40.000 krónur
59288
15.000 krónur
99526
10.000 krónur
12012 114333 145093
5.000 krónur
11.578 24655 24978 128288 140033
2.000 krónur
3284 6465 14665 30627
47948 51004 68669 76144
79738 80849 100386 101407
117985 136722 140432
1.000 króniur
793 17989 24523 30103
32917 48084 48921 53103
53748 58109 62990 64796
77431 77855 81524 86925
92528 93835 106107 109124
111566 115810 118396 120708
136080
500 krónur
187 610 2112 2708
5262 5298 5607 5797
6713 8539 8765 10015
10103 11039 11308 11963
12019 12914 17434 17589
19534 20024 20171 20261
22536 24211 24360 25861
26388 36038 36324 38645
39163 39379 39666 40856
41945 45460 45538 45651
47240 48137 50879 54427
54661 55821 56206 56293
56721 S6757 57136 59682
61058 61105 63231 63380
63849 67123 67351 68179
69129 69270 69363 69578
71148 71396 71610 72300
72427 73710 75374 76069
76870 77593 78643 79013
79721 87039 88387 91190
91538 93609 98064 99152
103125 103252 103781 104712
105109 105357 105688 106154
107026 107165 107683 112090
112212 113316 115887 116465
117589 122546 122750 123934
125729 126269 127109 127724
133304 133380 133606 134364
134671 134905 135785 138116
138318 138755 138924 140078
140749 140853 140897 141136
141422 143716 144246 144419
145696 146813
250 krónur
1305 1492 1753 2370
2893 3377 6956 7272
7339 7847 8473 9567
9602 10232 10267 10759
10900 11552 12481 12023
12973 13705 14778 15653
15844 16442 16992 17026
18120 18763 19710 20094
20711 21021 21835 22157
22339 22689 23603 24254
24379 25124 25342 27027
27194 27223 27284 27481
29384 29606 30123 30280
33936 34064 34417 35269
36679 36968 37227 37334
37922 38206 38625 39124
39584 39767 40116 41973
43808 44596 45123 45476
46507 46562 47030 47610
47636 47640 47694 48922
48934 49579 49613 51236
51304 52161 53743 54434
54482 54579 54959 55375
56172 59416 60210 60556
61233 61831 62335 62874
63087 63265 63792 64075
64555 64717 65409 66053
66224 66957 67649 68466
68543 68846 68959 69969
72313 72488 73919 75035
75131 75157 75424 76263
76368 76582 77108 77117
77734 78694 78699 79756
79855 80554 81134 81925
82281 83050 83495 83604
83881 84560 84674 86672
87069 87499 88051 88141
88800 89609 89983 90381
90382 91367 91393 91395
92570 92620 93414 93482
93507 93677 94243 94289
95320 95794 96161 96577
97525 97756 98041 98234
98250 98528 98552 98713
99835 100489 101340 101422
101839 102157 102477 102648
102823 105295 106098 106786
107491 107595 107840 108558
109076 109827 111114 111443
112260 112378 112466 112761
112865 113174 114649 114675
114954 115143 115308 115564
115896 116309 116931 117645
117662 117849 119642 119759
120955 120973 121268 121554
121989 122500 122617 123093
124120 124397 124859 124865
125001 125570 125576 125972
126348 126683 126763 127513
128106 128997 129013 129806
130312 130757 132760 134880
134942 135821 136055 136667
138632 139158 139728 140684
140902 141077 141131 142137
142970 143071 143125 143594
143731 143916 144079 144411
144440 144705 145038 145583
146006 146436 147907 148157
148206 148389 149558 149893
(Birt án ábyrgðar).