Morgunblaðið - 20.01.1959, Síða 16

Morgunblaðið - 20.01.1959, Síða 16
16 MORCUNRLAÐIÐ Þriðjudagur 20. jan. 1959 „Hvað á ég vi«? Er það ekki nógu auðskilið?11 „Nei, alls f'kki“_ svaraði ofurst- inn. — „Það segir hreint ekki neitt. Ætlaði hann að nauðga yð- ur?“ „Sennilega". „Á einmitt það, sennilega. .. „Nei, alveg áreiðanlega". „Gi'eip hann £ yður?“ spurði ofurstinn. „Vissulega, vissulega. En við hófum nú þegar sent hinum rússn esku vinum okkar öll málsskjöl. Ef við komum nú alit í einu með vitni, sem hefur þagað dögum saman, verða Rússarnir hræddir um að hér séu brögð í tafli. Þeir eru tortryggnir. Þeir munu með fyllzta rétti spyrja hvers vegna vitnið hafi ekki gefið sig fram fyrr en þetta". „Ég var ekki alveg viss. . . .“ „Ég get gert mér það i hugar- lund. Það breytir samt ekki stað- Teyndunum rð neinu leyti. Það breytir heldur ekki neinu í við- horfi Rússanna. Þeim stendur ná- kvæmlega á sama hvort þessi Þjóðverji hefur verið að liðsinna amerískri stúlku eða ekki. Þjóð- verji hefur myrt rússneskan her- mann. Það er staðreynd oem ekki verður haggað". Hann gekk yfir að skrifborðinu sínu. — „Ég hef falið Carr ofursta að tala við Rússana". Hann tók símatólið af borðinu. — „Gefíð mér samband viö Carr ofursta". Það var svo hljótt í herberginu, að vel mátti heyra lágan hósta Skrifarans í hliðarherberginu. Loks fékk hann símasambandið. _Stoane“, sagði hershöfðinginn. „Ég þarf að fá upplýsingar um málshöfðunina gegn Möllez“. Helen hélt niðri í sér andanum og fylgdizt með hverri svipbreyt- ingu á hinu litla og bókfellskennda andliti hershöfðingjans. Að viðtalinu loknu tók hershöfð inginn sér loks sæti. „Þetta er skrambi flókið mál, kæra ungfrú Cuttler", sagði hann. „Rússamir töldu það alveg víst_ að við myndum framselja Möller. Það er ékki venja Rússa að sleppa tilkalli sínu til neins þess, er þeir einu sinni hafa talið sig eiga. Þeir krefjast þess að fá að yfirheyra yður persónulega. Auðvitað getið þér neitað þeirri kröfu. Viljið þér hugsa málið nánar, áður en þér svarið tilmælum þeirra?“ „Nei“, svaraði Helen hiklaust. „Ég þarf ekki að hugsa neitt nán- ar um það. Ég er reiðubúin að ræða við Rússana". 4. Helen var fylgt í gegnum nokkr ar skrifstofur áður en hún kom inn í móttökuherbergi Tulpanin ofursta. Innrétting skrifstofunnar einkenndist í senn af austur- lensku skrauti og smáborgara- smekk. Bak við Empiriska skrif- borðið hékk málverk af Stalín á veggnum. Það var heldur minna en myndin af Hitler_ sem hafði hangið þar áður. í kringum Stal- íns-myndina var hvítur féi'hyrn- ingur á veggfóðrinu. Bak við skrifborðið sat Tulpanin ofursti, nraðurinn sem í dómgæzlu- málum sovéska setuliðsins átti ávallt síðasta orðið. Hann var í slýgrænum ein- kennisbúningi með fjölmörgum orðum og heiðursmerkjum. Hann var hálf-fimmtugur að aldri, með lítinn, rauðbirkinn hökutopp og smá, stingandi augu bak við horn- spangargleraugu. „Talið þér þýzku?" spui-ði hann. — Hann talaði með slavn- eskum málhreim. — „Ég tala ©kki ensku“. Helen kinkaði kolli til sam- þykkis. „Þér segizt hafa verið með morðingjanum þegar hann framdi morðið". „Ég var með Jan Möller". „Voruð þér einkennisbúin?" „Nei“. .,Hverg vegna?" Hún reyndi að brosa: — „Það var mjög heitt í veðri. Auk þess mega amerískir striðsfréttaritarar ganga í borgarabúningi, að stríði k)knu“. „Að stríði loknu? Álítið þér að stríðinu sé lokið?“ „Svo virðist vera“. ,_Já, svo virðist vera, en er þó alls ekki í raun og veru. Stríðinu er ekki lokið svo lengi sem sovétsk ir hermenn eru myrtir af Þjóðverj um á götu úti“. Ofurstinn kveikti sér í dökkum löngum vindlingi. Svo rankaði hann við sér og ýtti vindlinga- hylkinu yfir borðið til Helen. Þvi næst hallaði hann sér fram á borð- ið í áttina til hennar. Rauðleit, stingandi augu hans voru mjög nærri henni. Hún varð vör við áfjáðan lostaglampa í augum hans sem hún óttaðist meira en orðin sem hann sagði. Hún tók við vindlingnum. Hann gaf henni eld í hann. „Haldið þér áfram með frásögn yðar“, sagði hann. „Hermaðurinn var augsýnilega drukkinn", sagði hún. Hún sagði það varfærnislega_ næstum af- sakandi. — ,Hann gerðist nær- göngull við mig. Ég sagði honum að ég væri amerísk. Hann skildi það ekki. Hann ætlaði að beita mig ofbeldi. Svo kom til illinda. Her- maðurinn greip til 1-ýtingsins. Jan Möller reyndi að verja mig. Hann hrinti hermanninum aftur á bak. Hann skjögraði til baka. Við það hlýtur hann að hafa dottið". Ofurstinn gei'ði enga tilraun til að grípa fram í. Hann sagði held- ur ekki neitt, er hún hafði lokið frásögninni. Hann virti hana að- eins fyrir sér, hálf hæðnislega og hálf vingjamlega. Að lokum sagði hann: „Hann gerðist nærgöngull við yður. Hvað eigið þér við með því?“ .,Tók hann yður í faðminn?" „Bara róleg", hugsaði Helen með sér. Hún bældi niður löngunina til að hrækja framan í manninn sem sat andspænis henni við borðið. „Já, hann tók mig £ faðminn", svaraði hún. „Og hvað svo?“ Hún reis á fætur. >(Hvað viljið þér eiginlega heyra?“ Ofurstinn stóð einnig á fætur. Hann gekk £ kringum skrifborðið og staðnæmdist frammi fyrir henni. Hann var allt að þvi höfði lægri en hún. Hún beit saman tönnunum. Ofurstinn lagði höndina á mjöðm hennar. Hún hristi hana af sér og gekk eitt skref á hæl. Litli maðurinn gekk yfir að glugganum og horfði út. „Þér eruð amerísk", sagði hann skyndilega og án þess að snúa sér við. — „Hvers vegna eruð þér í þingum við Þjóðverj*a?“ „Ég hafði ekkert saman við hann að sælda“, sagði hún. „Hvers vegna takið þér þá mál- sta'ð hans?“ „Vegna þess að hann er bor- nn röngum sökum. Hver einasti maður hefði gert það sama í hans sporum. Hann ætlaði ekki að drepa hermanninn yðar. Það var bara slysaleg tilviljun". Ofui'stinn sneri sér hvatlega við: „Eintómar tilviljanir. 1 Ukraine. Og £ Minsk. Og £ Smolensk. Allt tómar tilviljanir". „Það var £ stríði". „En ég var einmitt að segja yður að enn væri stríð“_ hreytti hann út úr sér. Svo gekk hann yfir að lágum, Handsetjari Getur fengið atvinnu hjá oss, við umbrot nú þegar f^rentómi&ja fífjor^anLla^óinS Ofurstinn hallaði sér fram á borðið. Helen varð vör við áfergjulegan lostaglampa í litlu, styng- andi augunum . . . baklausum legubekk, sem stóð I einu horni herbergisins. Á þekkn- um var tyrknesk ábi'eiða, fínnar gerðar. Á lágu borði við hliðina á legubekknum stóð wodka-flaska og nokkur glös. Hann heliti sér í glas í mestu rólegheitum. „Eitt wodka-glas?" spurði hann. Hún hristi l.öfuðið. „Nú, ekki það“. Hann yppti öxl- um. — ,.Þér vitið að þeir amer- isku verða að framselja þennan Þjóðverja yðar......Verða . ...“ endurtók hann. — „Hvað viljið þér eiginlega?" „Biðja yður um að láta aftur- kaila kröfuna um framsal Jan Möllers". „Og hvers vegna skyldi ég gera það?“ „Vegna þess að hann gerði þetta í nauðvörn. Þér hefðuð gert ná- kvæmlega það sama i hans spor- um“. „Ég er ekki þeirrar hamingju að njótandi að fara í skemmtigöngur um götur Berlínar í fylgd fagurr- ar konu —“. Hann settist á legu- bekkinn. — „Þér gætuð jú borið vitni með honum fyrir sovétskum rétti. Treystið þér ekki dómgæziu bandamanna yðar?“ Helen stóð eins og jarðföst. Ég verð að taka málið öðrum tökum, hugsaði hún með sér. „Nei, hr. ofursti", sagði hún. „Ég mun ekki bera vitni fyrir neinum rússneskum dómstóli. En ég er fréttaritari hjá stærsta dag- blaðahring í Ameríku. Ég mun skrifa um atburðinn í blaði mínu. 1 dag trúir engin lifandi mann- eskja því sem þýzkar konur hafa orðið að reyna hér í Berlín. Ekki fyrr en ég skýri frá því sem kom fyrir eina ameríska fréttakonu". Ofurstinn brosti. ,,Það befur þó ekkert komið fyr- ir yður. Þér eruð ósnert. Algerlega ósnert. Af Þjóðverjum sem Rúss- um. Viljið þér annars ekki eitt wodka-glas?“ Hann hellti í annað glas og rétti í áttina til hennar, án þess að þoka sér um set á legubekknum. Hún gekk til hans, tók við glas- inu og tæmdi það í einum teig. Þegar hún setti glasið frá sér á borðið aftur, greip ofurstinn til hennar með máðum höndum. Hann dró hana niður á bekkinn við hlið sér. Hendur hans voru harðar eins og stáikrumlnr. Helen lokaði augunum eitt and- artak. Henni varð hugsað til Morri SHUtvarpiö Þriðjudagur 20. janúar: Fastir liðir eins og venjulega. 18.30 Barnatími: Ömmusögur. — 1 ,50 Framburðarkenmla í esper- anto. 19,05 Þingfréttir. — Tón- leikar. 20,30 Daglegt mái (Ámi Böðvarsson kand. mag.). 20,35 Erindi: Um ættleiðingu; fyrri hlúti (Dr. Símon Jóh. Ágústsson prófessor). 21,00 Erindi með tón- leikum; Baldur Andrésson talar um íslenzk tónskáld; II: Bræðurn- ir Jónas og Helgi Helgasynir. 21.30 íþróttir (Sigurður Sigurðs- son). 21,45 Einleikur á fiðlu: —- Björn Ólafsson leikur forleik og tvöfalda fúgu fyrir nafni*' BACH eftir Þónarin Jónsson (plötur). —• 22,10 Upplestur: „Hatur", smá- saga eftir Tbomas Krag (Edda Kvaran leikona). 22,30 íslenzkar danshijómsveitir: Andrés Ingólfs- son og hljómsveit hans leika. —• Söngvari: Sigurður Johnny. 23,00 Dagskiárlok. a r L / u 6 J... AH...WELL I THiNK I i HAVE ONE A HERE / % I NOTICE HE'S NOT WEARING A SHOT TAG / THEN VOU HAVE A CARP 5HOWING HE'S HAD A SHOT ? ÉgSsSliP f WE'VE BEEN HAVING A LOT OF HVPROPHOBIA AMON6 THE INDIANS' SLEDGE DOGS, MARK...AND I WANT TO BE SURE , ANPY'S OKAV/ 1) „Það hefur borið töluvert á hundaæði i sleðahundum indíán- anna að undanförnu, Markús. Og ég vil aðeins vera viss um að allt sé í lagi með Anda bvað það snertir". 2) „Ég sé að hann er ekki með bólusetningarmerki". „Nei, ég er hræddur um að það sé farið af“, svarar Markús. 3) „Þá hlýturðu að hafa kort, því til sönnunar að hann hafi verið bólusettur". Miðv&udagur 21. janúar: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 Við vinnuna: Tónleik ar af plötum. 18,30 Útvarpssaga barnanna: „I landinu, þar sena enginn tími er til“ eftir Yen Wen- ohing; VI. (Pétur Sumai-liðason kennari). 18,55 Framburðar- kennsla í ensku. 19,05 Þingfréttir. Tónleikar. 20,30 Lestur fornrita: Mágus-saga jarls; XI. (Andrés Björnsson). 20,55 Tónleikar (plöt- ur). 21,25 Viðtal vikunnar (Sig- urður Benediktsson). 21,45 Is- lenzkt mál (Dr. Jakob Benedikta- son). 22,10 „Milljón mílur heim“, geimferðasaga; II. þáttur. 22,40 1 léttum tón plötur). 23,10 Dag- skráriok.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.