Morgunblaðið - 24.01.1959, Side 2

Morgunblaðið - 24.01.1959, Side 2
2 MORCUNBLAÐIB Laugardagur 24. jan. 1959 Enn vantar fólk til ver tíðarstarfa í Ólafsvík Landlega hjá bátunum r fyrradag ÓLAFSVÍK, 23 jan. — Landlega var hjá bátunum hér í gær vegna hvassviðris, en annars hafa verið ágætar gæftir það sem af er ver- tíðinni og alltaf verið róið. Hafa aflabrögð verið allgóð og hefir mesti afli á bát verið 131/2 lest í róðri. Bátarnir reru aftur í gær- kvöldi, en koma ekki að fyrr en seint í kvöld. — Þrír bátar reru frá Sandi í gær, og var aflinn heldur tregur, 1—5 lestir. Enn er talsverð fólksekla við vertíðarstörfin hér, einkum vant- ar menn á bátana — einn þeirra getur t.d. alls ekki róið. Heldur hefir aftur á móti rætzt úr með vinnukraft í frystihúsunum. Þó vantar enn allmargar stúlkur við Tveir brezkir togarar í land- helgi í gær UNDANFARIÐ hafa verið hér við land 3 brezk herskip, en verndarsvæði þeirra er við Suð- austurland og nær frá Papey að Hrollaugseyjum. Enginn togari hefur verið að ólöglegum veiðum á þessu svæði, það sem af er þess- ari viku, þau- til í gær að 2 togar- ar voru þar. Vitað er um allmarga erlenda togara á djúpmiðum kringum landið, þar á meðal færeyska og belgíska, en brezkir togarar eru eingöngu við Suðaustur- og Austurland. Hinn 15. þ. m. tilkynnti her- skipið DUNCAN brezku togurun- um, að þeir mættu ekki fara vest- ur fyrir Mýrdalsvík og ekki norð- ur fyrir Langanes. í samræmi við þetta bannaði svo DUNCAN nokkrum dögum síðar, skozkum línuveiðara að fara vestur fyrir áðurnefnd takmörk. Eftir allmik- ið þóf fékk línuveiðarinn þó að halda áfram ferð sinni, þar eð hann kvaðst ætla að stunda veið- arnar um 130 sjómílur vestur af íslandi. pökkun, og einnig vantar flök- unarmenn. — Eru menn enn að vona hér, að Færeyingar fáist til starfa á vertíðinni. ★ Mikið líf er nú í leikstarf- semi í þorpunum hér um Snæ- fellsnes, og má næstum segja, að maður geti verið í leikhús- inu annan hvern dag! — leik- félagið hér hefir sýnt „Leyni- mel 13“ undanfarið bæði hér heima og á nokkrum öðrum stöð- um á Snæfellsnesi, og hefir leik- urinn verið mjög vel sóttur — Á morgun á enn að leggja land und. ir fót, með „Melinn“ — verður þá sýnt að Breiðabliki, en á sunnudaginn verða tvær sýning- ar í Borgarnesi. — Verður þá bú- ið að sýna leikinn 13 sinnum. Er ætlunin að hætta sýningum þar með — þykir vel við eiga að sýna „Leynimel 13“ 13 sinn- um. — Veður er hér hið bezta um þessar mundir og snjólítið. Færi er því ágætt, t.d. er „skotfæri" yfir Fróðárheiði. Fréttaritari. Spegilliim í nýjum búningi SPEGILLINN er nú að hefja 34. árganginn og hefur í því tilefni skipt um föt. Kápan er nú með nýtízkulegu sniði, sennilega til þess að sýna og sanna, að Spegill- inn fylgist vel með tímanum. Að efni til er fyrsta tölublaðið fjöl- brey.tt að vanda. Þar hefur bætzt við nýr þáttur — fyrir unga fólk- ið, og ber hann nafnið „Gæjar og Pæjur“. Þar fjallar Rúna ráðholla um vandamál unga fólksins — og hefur ráð undir rifi hverju. Páll Skúlason hefur frá upp- hafi verið ritstjóri Spegilsins og teiknari hans er Halldór Péturs- son. Nú má reka herinn í GÆR var útbýtt á Alþingi til- lögu til þingsályktunar um end- urskoðun og uppsögn varnar- samningsins frá 1951. Flutnings- menn eru allir þingmenn komm- únista. Ályktunin er á þessa leið: Alþingi ályktar: Með skírskot- un til ályktunar Alþingis 28. marz 1956 um endurskoðun varn. arsamningsins frá 1951 og brott- för alls herafla úr landinu og með hliðsjón af samkomulagi, er ríkis- stjórnir íslands og Bandaríkj- Þr'ir reknetjabátar róa frá Akranesi AKRANESI, 23. jan. — Höfrung- ur, sem héðan reri einn báta í fyrradag, fékk 6% lest. — Tólf línubátar voru á sjó í dag og var afli þeirra 4—10 lestir. Aflahæst- ur var Ólafur Magnússon með um 10 lestir, og næstur var Sæ- fari með tæpar 8 lestir. — Fisk- urinn er heldur skárri en verið hefur. — Auk þess fóru reknetja- bátarnir þrír á veiðar, þeir Svan- ur, Ver og Farsæll, sem nú fór í sinn fyrsta síldarróður. — Oddur. —Blóökrabbatilfelh Framhald af bls. 1. Uð aukning hefði átt sér stað, víða annars staðar í heiminum, enda væri blóðkrabbi mörg ár að þróast, eins og rannsóknir í Hiroshima hefðu leitt í ljós. anna gerðu með sér í nóvember 1956 um frestun á þeirri endur- skoðun, felur Alþingi ríkisstjórn- inni að tilkynna stjórn Banda- ríkjanna nú þegar, að 6 mánaða frestur sá, sem um ræðir í 7. gr. varnarsamningsins, sé hafinn, og síðan verði málinu fylgt eftir í samræmi við 2. málsgrein fyrr- greindrar þingsályktunar. — Ræða Ólafs Björnssonar Framhald af bls 1. brýzt út, en það er yfirvofandi, verði ekkert að gert. Fjarstæðukenndir útreiknlngar kommúnista Ólafur Björnsson hélt áfram: Það getur varla orkað tvímælis, að óhjákvæmilegt skilyrði þess að forðast megi skefjalausa verð- bólgu, er það að með einhverju móti verði stöðvuð sú víxlverkun kaupgjalds og verðlags, sem nú á sér stað. Þetta getur ekki átt sér stað nema með tvennu móti. — Annað hvort með því að laun- þegar gefi eftir vísitöluuppbót að vissu marki eða þá að gerðar séu ráðstafanir til lækk.unar á verð- bólgu og þar með vísitölugreiðsl- um og kaupi, annað hvort með niðurgreiðslum úr ríkissjóði eða á annan hátt. Næst vék Ólafur Björnsson að þeim útreikningum, sem komm- únistar hafa mjög hampað að und anförnu að frumvarp það, sem nú I er til umræðu á þingi og gerir ráð fyrir almennri kauplækkun og lækkun verðlagsins, hafi í för- með sér 9—10% kjaraskerðingu fyrir alla launþega. Ræðumaður kvað það í raun- inni furðu sæta, að slíkt skuli vera borið á borð fyrir almenn- ing. Það væri staðreynd, að aðr- ar leiðir en eftirgjöf launa og nið- urgreiðslu verðlags kæmu ekkitil greina til að stöðva verðbólguna, eins og nú væri ástatt. Rökrétt afleiðing af útreikningum komm- únista væri hinsvegar, að eina leiðin til þess að tryggja launa- fólki óskert lífskjör ætti að vera að gera engar ráðstafanir til að stöðva verðbólguna! Þetta eitt út af fyrir sig nægir til að sýna fram á það, hve fjar- stæðukenndur þessi málflutning- ur er, en þessu til frekari árétt- ingar skal þó bent á fleiri atriði í sambandi við þessa útreikninga. Hvað er það, sem kommúnistar miða við, þegar þeir tala um 9 til 10% kjaraskerðingu? Það er aug- sjáanlega miðað við það, að verð- bólgan gæti stöðvazt af sjálfu sér, án nokkurra sérstakra ráð- stafana í verðlags- og launamál- um. En slíkir útreikningar eru ekki hagfræði heldur óraunhæf- ar fjarstæður og hugarórar. Það mætti alveg eins gera sér til skemmtunar að reikna út, hvað hægt væri að auka kaupmátt launanna með því að hækka kaup um 50 eða 100 prósent, án þess að slíkt hefði í för með sér nokkrar verðhækkanir. Slíkt væri náttúr- lega út í loftið, enda má í þessu sambandi benda á það, að mál- flutningur kommúnista og mál- gagns þeirra var allt annar fyrir tveimur árum, þegar vísitöluupp bót launþega var skert um 6 stig að tilhlutan vinstri stjórnarinn- ar. Þá komst Þjóðviljinn einmitl að þeirri niðurstöðu, að vegna þeirra verðlækkana, sem af því myndi leiða að þessi 6 stig yrðu greidd, væri það í rauninni engin fórn né kjaraskerðing að gefa þau eftir. Á alveg nákvæmlega sömu rökum má byggja það, að það sé nú ekki kjaraskerðing fyrir launafólk að gefa eftir þau 10 vísitölustig ,sem nú er um að ræða. Hvað gerist, ef engar ráð- stafanir eru gerðar? Því næst tók Ólafur Björnsson að léiða rök að því, hvers vegna aðgerðir þær, sem nú standa fyr- ir dyrum í efnahagsmálunum eru ekki kjaraskerðing. Það er vegna þess, að verði þær ekki fram- kvæmdar, dynur yfir þjóðina stórfelldari verðbólga en nokkru sinni fyrr, sem myndi hafa í för með sér stórkostlega kjaraskerð- ingu almennings. Það er gerð , grein fyrir því í greinargerð frumvarpsins, sem hér er til umræðu, að verði ekk- ert gert til þess að stöðva verð- bólguna, muni vísitalan verða 270 stig í nóvember n.k. Þetta þýðir, að hækkunin mun að meðaltali nema 5 stigum á mánuði. Þar sem breytingar þær á kaupgjalds vísitölu samkvæmt núgildandi samningum eru gerðar á 3ja mán- aða fresti og miðaðar við næsta mánuð á undan, myndi þessi öra hækkun vísitölunnar þýða það, að kaupgjaldsvísitalan yrði alltaf 5 stig á eftir framfærsluvísitöl- unni og í lok hvers 3ja mánaða tímabils verður hún að jafnaði 15 stigum á eftir framfærsluvísi- tölunni. Þetta þýðir að til jafnað- ar yrði kaupgjaldsvísitalan 10 stig á eftir framfærsluvísitölu og af því leiðir að kjör launþeg- anna hlytu alltaf að skerðast um þau 10 stig, sem hér er um að ræða að gefa eftir, þótt engu væri breytt um núverandi fyrirkomu- lag í þessum efnum. En þetta væri þó aðeins byrj- unin, því að strax á komandi hausti má gera ráð fyrir að hrað- inn í vexti verðbólgunnar verði orðinn meiri en 5 stig á mánuði til jafnaðar og myndi þá bilið milli kaupgjaldsvísitölu og fram- færsluvísitölu enn breikka. Hinn mikli hraði í vexti verðbólgunn- ar, sem er fyrirsjáanlegur, hlyti sjálfkrafa að skerða kjör laun- þega þegar í stað, sem nemur þessum 10 stigum og síðar enn meira. En óþægindi þau og kjaraskerð ing ,sem bæði launþegar og aðrir myndu verða fyrir, ef ekki tekst að forða því, að óðaverðbólga skelli á, eru þó miklu víðtækari en þetta, sagði Ólafur Björnsson. Það er full ástæða til þess að bregða upp mynd af þeirri þróun, sem þá blasir við. Menn geri sér grein fyrir hætbunni. Almenningur hefur vissulega á tilfinningunni, að í vændum sé eitthvað verra en hingað til hef ur átt sér stað og krefst þess af fulltrúum sínum á Alþingi, að gerðar séu þegar ráðstafanir til að afstýra aðsteðjandi voða. Það er rétt og jafnvel nauðsynlegt, að gera sér sem gleggsta hugmynd um það, í hverju þessi voði er fólginn, því almenn slagorð, eins og „hrun“ og „öngþveiti“ segja auðvitað lítið út af fyrir sig. Þótt hin hæga verðbólgnþróun, sem verið hefur undanfarið, hafi valdið þjóðarbúinu og framleiðsl- unni margvíslegu tjóni, þá hefur hingað til tekizt að halda henni svo í skefjum að stór-vandræð- um hefur verið forðað. Þegar nýj ar ríkisstjórnir hafa sezt að völd- um, þá hefur því verið lofað að stöðva verðbólguna. Þótt árang- ur af því hafi verið misjafn og aldrei fullnægjandi, þá hefur þó tekizt að vekja vonir um að eitt- hvað nýtt og raunhæft yrði gert svipað því og menn vonast eftir betra tíðarfari með nýju tungli. Þó að vonirnar hafi e.t.v. brugð izt, þá hefur þetta þó nægt til þess að fólk hefur ekki misst alveg trúna á verðgildi pening- anna. Það hefur haldið óbreytt- um daglegum viðskiptavenjum, lagt peninga í banka, þeir sem þá hafa haft afgangs af dagleg- um þörfum o. s. frv. En ef verðbólgan fer hinsvegar að vaxa með þeim hraða, sem nú hlýtur að verða, ef ekkert verður að gert, þá hlýtur það að valda stórfelldari röskun á efnahagsstarfseminni en von er að menn almennt geri sér næga grein fyrir, því núlifandi kyn- slóð á íslandi þekkir ekki óða- verðbólgu nema af afspurn. Fer vísitalan upp í 400 stig á iy2 ári? Ef menn vita það, að vísital- an verður 270 stig eftir 10 mán- uði og ef til vill 400 stig eftir hálft annað ár, þá hlýtur það að breyta algerlega viðhorfum manna til þess að eiga peninga. — Allir hljóta að forðast það svo sem unnt er og breyta því, sem þeir eiga í einhver föst verðmæti. Af- leiðingin verður kaupæði,' búðir tæmast og algert stjórnleysi skap ast í verðlagsmálum og opinber- um fjármálum. Þegar svo er kom- ið er aðeins til ein leið, sú að innkalla hina verðlausu mynt og taka upp nýja. Ég hefi talað við menn, hélt Ólafur Bjömsson áfram, sem hafa sagt að þetta sé e. t. v. sá óhjákvæmilegi hreinsunareldur, sem þjóðin verði að ganga í gegn- um. Ég held þó, að þeir menn, sem þannig tala myndu ekki gera það 1 alvöru, ef þeir gerðu sér fyllilega Ijóst, hvað hér er um að ræða, og hvaða verði þjóðin yrði að kaupa slíka reynslu. Neyðarástand fylgir óðaverð- bólgu Fólk, sem dvaldist í Þýzkalandi, þegar óðaverðbólgan gekk þar yfir, eftir fyrri heimsstyrjöldina, sagði að vandræði og skortur stríðsáranna hefði aðeins verið smávægilegur miðað við neyðar. ástand verðbólgutímans. í fyrsta lagi er hætta á því að hið algera öngþveiti í vörudreif- ingunni, sem leiðir af hruni gjald miðilsins orsaki algeran nauð- synjaskort og jafnvel sult. En jafnvel þótt því versta í þeim efnum yrði með einhverjum hætti forðað, þá myndi efna- hagur þjóðarinnar særast þeim sárum, ef slíkt dyndi yfir, sem seint tækist að græða. Allir þeir, sem unnið hafa það þjóðnytjastarf á undanförnum ár um að leggja fyrir sparifé, yrðu bótalaust sviptir eignum sínum. Það yrðu laun þjóðfélagsins þeim til handa fyrir að hafa ráðstaf- að fjármunum sínum í þágu upp- byggingar atvinnulífsins í stað þess að eyða þeim í persónu- legan munað. Allir þeir opinberu sjóðir, sem gegna svo margvís- legum verkefnum, á sviði menn- ingarmála og áratugi hefur tek- ið að byggja upp, yrðu þurrkað- ir út. Þá er og augljós sú hneisa og álitshnekkir, sem landið mundi verða fyrir í augum annarra þjóða, ef slíkt skeði. Þess eru að visu ýmis dæmi frá þessari og síðustu öld að óðaverðbólga hefur átt sér stað hjá þjóðum, er beðið hafa ósigur í stór- styrjöldum. Þau dæmi er við þekkjum bezt eru danska banka- hrunið 1814, hrun þýzka marks- ins eftir fyrri og seinni heims- styrjöldina og gríska gjaldmiðils- ins eftir borgarastyrjöldina þar í landi 1945. Hins þekkti ég eng- in dæmi frá siðmenningarlönd- um, að óðaverðbólga hafi átt sér stað, einungis vegna of mikillar fjárfestingar á friðartímum. Okk- ar dæmi yrði þannig einsdæmi, ef slíkt henti og ekki til þess fallið að skapa traust á fjármál- um landsins, svo ekki sé meira sagt. Ég hef hér reynt í stór- um dráttum að gera grein fyrir því, hvað blasir við, sagði Ólafur Björnsson, ef Alþingi það sem nú situr, ber ekki gæfu til að gera viðhlít- andi ráðstafanir til að stemma stigu við verðbólgunni. Ég er ekki að mála neina grýlu á vegg- inn, heldur aðeins að lýsa því sem óhjákvæmilega skeður á næstu mánuðum, ef ekkert verður að gert. Skynsamleg millileið Ólafur sagði, að það ætti ekki að vera deiluefni milli sjórnmála flokka, að nauðsyn ber til að stöðva verðbólgu. Um einstök atriði í sambandi við leiðirnar mætti hins vegar deila, t.d. um það, hve mikið af níðurfærslu vísitölunnar ætti að vera eftir- gjöf af hálfu launþega og hve mikið ætti að borga niður úr ríkissjóði. Taldi hann að í frum- varpi því, sem nú liggur fyrir Alþingi, væri farin skynsamleg millileið í því efni. En það væri kjarni málsins, að þetta væri betra og almenningi hagstæðara, en ef ekkert yrði gert. Kvaðst Ólafur vona, að framhaldsum- ræður um þetta frumvarp yrðu á slíkum grundvelli. Og að lokum sagði hann: Leiðin til þess að bæta hag launafólks í landinu er ekki sú að gefa verðbólgunni lausan taum. Það væri þvert á móti það versta, sem hægt qyæri að gera frá þess sjónarmioi. Hitt væri eðlilegra, að hagsmunasamtök launamanna gerðu þá kröfu til ríkisvaldsins að það geri allt, sem í þess valdi stendur til þess að lækka verðlagið, jafnvel fram yfir það, sem gert er ráð fyrir í þessu frumvarpi. Vítaverð lokaaðgerð V-stjórnar- innar Hvaða möguleikar eru fyrir hendi í þessu efni, er að mínu áliti undir því komið, hvernig á næstunni verði tekið á fjárfest- ingar og útlánamálunum, þann- ig að stöðva verði dýrtíðaráhrif þaðan. Ólafur Björnsson kvað það myndi verða of langt mál að gera það að umtalsefni að svo stöddu, enda tími gefast til þess síðar. Hann kvaðst þó aðeins vilja minnast á eitt atriði, að hafi það verið rétt meðfarið af Lúðvík Jósefsson, fyrrverandi sjávarútvegsmálaráðherra, að frá farandi ríkisstjórn hafi úthlutað 63 milljónum króna rétt áður en hún féll, til ýmiskonar fjárfest- ingaraðgerða, þá væri það stór- lega vítavert athæfi, í stað þess að nota þetta fé til þess að gera almenningi sem léttbærastar þær aðgerðir, sem nú er nauðsynlegt að gera til stöðvunar verðbólg- unnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.