Morgunblaðið - 24.01.1959, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.01.1959, Blaðsíða 9
■Laugardagur 24. jan. 1959 MORCWSnLAÐIÐ 9 Dagsbrunarmaður skrifar um Eðvarð og nöfnin á klækjunum I>A£) væri nú ekki ófróðlegt að velta dálítið fyrir sér þeim at- burðum, sem gerzt hafa í sam- bandi við kjaramálin á undan- förnum árum. Dagsbrúnarstjórn- in á nefnilega sinn stóra þátt í því, sem fólst í játningu Her- manns Jónassonar um daginn, þem hann baðs lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti. Hann sagði í „lausnarræðu" sinni m. a.: „Ný verðbólgualda er skollin yfir þjóðina". Kommarnir í Dagsbrún stóðu einhuga að myndun þeirrar stjórnar, sem þeir nefndu því há- tíðlega heiti: „stjórn hinna vinn_ andi stétta". Þessi stjórn gerði af sér þann óskunda í islenzku efnahagslífi, sem seint mun ganga að leiða til betri vegar á ný. Kövarð og nöfnin á klækjunum . . . Ég get ekki í þessu sambandi stillt mig um að tilfæra hér nokk ur orð, sem Eðvarð Sigurðsson lét sér um munn fara í ræðu á Lækjartorgi 1. maí 1956. Hann er þar að ræða um baráttu laun- þeganna við óvinina, en svo nefn- ir hann atvinnurekendurna, og hann segir þá hafa fundið upp nýjar leiðir til þess að arðræna verkamenn. Eðvarð segir svo m. a.: „Þær (hinar nýju leiðir) eru í því fólgnar að færa baiáttuna yfir á svið stjórnmálanna, beita fyrir sig Alþingi og ríkisvaldinu til þess að framkvæma ráðstaf- anir, sem eru sama eðlis og jafn- gilda hinum beinu kauplækkun- um áður fyrr. Við þekkjum nöfn- in á þessum ráðstöfunum: tolla- hækkanir, vísitölubinding, geng- islækkun, bátagjaldeyrir o. s. frv. Öll kaupgjaldsbarátta verkalýðs- hreyfingarinnar hin síðari ár hef ur verið háð til þess að rétta hlut sinn vegna þessara ráðstaf- ana . . .“. Síðan segir hann frá því, að 1. maí árið áður hafi kraf- an verið um það, að ríkisstjórn- in gerði einhverjar ráðstafanir til að halda verðlaginu í skefjum, en allt komið fyrir ekki. „Á Al- þingi.því, er nú er nýlokið, voru samþykktar gífurlegri tollaálög- ur en nokkru sinni hefur áður verið gert. Álögur þessar munu nema um 250 milljónum króna á ári og hafa í för með sér stór- kostlegar verðhækkanir, sem all- ur almenningur hefur fengið að kynnast að undanförnu: Allar þessar ráðstafanir hafa ekki að- eins í för með sér kjaraskerðingu fyrir alþýðuna, heldur koma þær emnig hart niður á atvinnuveg- um landsmanna, enda þótt fyrir skin þeirra væri aðstoð við þá“. „Og síffan snúa þeir sér i hring". Allt það, sem Eðvarð sagði 1. maí 1956, að atvinnurekendur væru að framkvæma í viðleitni sinni til þes að arðræna alþýð- una, framkvæmdi ríkisstjórn „hinna vinnandi stétta" á svo stórfelldan hátt að það á sér enga hliðstæðu. Það er sama hvað er nefnt, allt er stærst hjá þeim, nema árangurinn i því að rétta efnahagsmálin við, þ. e. að leiða þjóðina út úr þeirri „eyðimerkur göngu“, sem þessir vísu menn sögðu hana vera á. 1. desember vildu kommar auka niðurgreiðslurnar til þess að eyða áhrifum vísitöluhækkun- arinnar sem þá varð, en eftir ára- mótin var það orðin kórvilla í þeirra augum. Allt var ómögu- legt, sem minnihlutastjórn Al- □----------------------□ III. grein □---------------------n þýðuflokksins ætlaði að gera. Og svo birtist i Bæjarpóstinum í Þjóðviljanum þessi eftirtektar- verða setning: Til hamingju með það að vera nú aftur komnir í stjórnarandstöðu. Jæja, góðir hálsar, þið hafið sjálfsagt ykkar skoðun á þessu sem öðru, en þá sem þannig haga sér, vil ég nú bara kalla pöru- pilta ef ekki eitthvað annað verra. Visitölugrundvöllur aff tjaldabaki. Einn daginn í fyrra sagði Eðvarð á fundi í Dagsbrún, að nú alveg á næstunni væri von á birtingu hins nýja vísitölugrund- vallar. — Hagfræðingarnir hafa reiknað hann út, og hann verð- ur tekinn í gagnið nú alveg á næstunni, góðir félagar. — Síðan með það eins og svo margt ann- að: ekki söguna meir! Hinn nýi vísitöluútreikningur var hulinn bak við sömu tjöldin og „allsherj arúttekt þjóðarbúsins". Fastráffningarfrumvarp og Hann.bal í skammarkrók. Skömmu fyrir kosningar í fyrra vetur var svo haldinn fundur í Dagsbrún. Þar .mætti m. a. Hanni bal Valdimarsson, þáv. féiagsmála ráðherra. Fundarefnið var frum- varp ríkisstjórnarinnar um „fast- ráðningu verkamanna" o. fl. Og hvílíkt frumvarp, maður minn! Eyrnamörkin sögðu svo sannar- lega til um eigendurna. Allt sam- an kák eitt! Frumvarpið var svo hláiega illa úr garði gert að hvert smábarn gat séð glufurnar. Þar var ails ekki um neina fastráðn- ingu að ræða heldur uppsagnar- frest verkamanna, þar sem at- vinnurekandinn var á engan hátt bundinn við nei :t, en verkamaður inn aftur á móti vandlega hlekkj aður. Það eina nýtilega sem i frumvarpinu var, var ákvæðið um rétt til launa í sjúkdóms- og slysaforföllum. Þetta frumvarp, sem átti aff slá í gegn, var því' upplituð skrautfjörður í hatti komma. Enda var Ilannibal látinn sitja á veikbyggðum kjaftastól úti i horni fundarsalarins á þess- um fundi, og þótti mörgum táknrænt og vel hæfandi hin- um misheppnaða lagahöfundi. Verkamenn munu hinsvegar halda áfram baráttu sinni fyrir fastráffningu og ekki láta komma tefja sig á leiff sinni til þess aff fylgja því mali til sig- urs Margt fleira er til. Jæja, góðir félagar, eins og hann Eðvarð segir, ég held ég láti nú staðar numið að sinni. Kannski tek ég mig til síðar og skrifa nokkur orð til viðbótar þessu um ýmislegt fleira varð- andi félagsmál Dagsbrúnar. T d. væri eitthvað hægt að segja um breytingar á skipulagi félagsins, þ. e. skiptingu þess eftir starfs- greinum eða vinnustöðum, en. því nauðsynjamáli hafa kommar ætíð barizt mjög gegn. Þá mátti ræða um eftiriit með því að samning- um sé framfvlgt, bætt öryggis- eftirlit á vinnuslöðum, útrýmingu hins svívirðilega aukameðlima- kerfis, val trúnaðarmanna té- lagsir.s á vinnuitöðum og fjöi- margt fleira, sem íull þörf er á að læða fyrir opnum tjöldum. Sterk og ákveðin andstaða gegn stjórn Dagsbrúnar gæti ef til vill vakið þá sem þar ráða ríkjum af þeim djúpa svefni sem þeir eru í, en áreiðanlega er bezta ráðið að leyfa þeim að halda áfram að sofa, en þá utan stjórnar fé- lagsins og velja í þeirra stað aðra menn, sem árvök- ulli eru. Dagsbrúnarmönnum er í lófa lagið að stilla þannig til að svo verði með því að greiða lista lýðræðissinna í Dagsbrún, B-listanum, at- kvæði sitt nú um helgina. Dagsbrúnarmaður. ... og framkvæmd komma á klækjunum. Já, þetta er svo sem alveg nóg aff sinni. Við þekkjum öll nöfnin á hinum nýju leiðum til þess aff arffræna alþýðuna: Fyrst fram kvæmdi „stjórn hinna vinnandi stétta“ vísitölubindingu og kaup- bindingu, síðan skatta- og tolla- hækkanir, sem námu „affeins" 350 millj. kr., i kjölfar þeirra fylgdu stórkostlegar verðhækkanir og þá var stefnan í kjarabaráttu verkalýffsins einföld: engar kaup- hækkunarkröfur og svo kom yf- f irskin nýrra skattaálagna: at- vinnuvegirnir verffa aff fá aukna styrki og aukið fé þarf til þessj að greiða niður vísitöluna, sem' var fölsuð á stórfelldan hátt, þar sem hún hafffi furffulega tilhneig- ingu til þess að teygja sig upp á viff. Þar næst var svo röðin komín aff gengislækkun og sl. vor va rhún framkvæmd á stórkost- legan hátt meff „samþykki“ verka lýffsins. Loks var svo tilkynnt í desember 1958 aff hagfræffingar rikisstjórnarinnar segffu, aff viff ættum aðeins ógengiff fram af brúninni — og þá kom annað hljóð í strokkinn, hjá koiumum. Sími 15300 Ægisgótu 4 Nýkomið: Þaksaumur Galv. sauinur 1”—5” Hnoðsaumur; járn, galv., aluminium, kopar. Simi 15300 Ægisgötu 4 Stjörnulyklar Topplyklar í settum og stakir Topplykla-skröll Toppl y k la-svei f ar Topplykla-hjöruliðir Topplykla-framlengingar Snitti: M.M. — B.S.W. og N.F. Tökum að okkur smíði eldúsinnréttinga og skápa Uppl. í síma 14120. Ein af skóverzlunum bœjarins óskar að ráða til sín verzlunarstjóra og afgreiðslumann. Umsóknir með upplýs- ingum um fyrtri störf ásamt mynd send- ist Morgunblaðinu fyrir 30. þ.m. merkt: „Framtíðarstarf 1959 — 5769“. 4-5 herbergja íbúð Vil kaupa góða 4—5 herbergja íbúð sem næst Há- skólanum, helzt á melunum. Mikil útborgun. Tilboð sendist Mbl. fyrir n.k. mánudagskvöld merkt: „Vest- urbær — 5766“. IJtsala Stór útstala á ( karlmanna- og drengjafötum ÍUtíma 1f Höfum kaupanda að 4—6 herb. íbúð í Vesturbænum. Útborgun allt að Kr. 450 þúsund. Höfum kaupendur að íbúðum og einbýlishúsum af öllum stærðum, víðs vegar um bæinn. Fasteignasala & Lögfræðistofa Sigurður Keynir Pétursson, hrl., Agnar Gústafsson, hdl., Gísli G. Isleifsson, hdl. Björn Pétursson: fasteignasala. Austurstræti 14, 2. hæð. — Símar 2-28-70 og 1-94-78. Félag stóreignoskattsgjaldenda Framhaldsstofnfundur félagsins verður haldinn í Tjarn- arcafé (niðri) mánudaginn, 26. þ.m. og hefst kl. 8. síð- degis. Til umræðu verður: a) Efling samtaka meðal stóreignaskattsgjaldenda, til þess að fá eignartökulögin, nr. 44/1957, num- in úr gildi. b) Hvernig réttast sé fyrir stóreignaskattsgjaldend- ur að snúast við innheimtu hins svonefnda skatts. Þess er vænst, að sérhver stóreignaskattsgjaldandi vilji aðstoða félagið í baráttu þess fyrir afnámi þessara laga og niðurfellingu skattsins. — En bezta og auðveld- asta aðstoðin er, að ganga í félagið, — að mæta á fundum þess, — og hafa samband við skrifstofu þess. Sími hennar verður fyrst um sinn 14964. Frummælandi á fundinum verður Páll Magnússon, lögfræðingur. Stjóm félagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.