Morgunblaðið - 24.01.1959, Blaðsíða 17
Laugardagur 24. jan. 1959
MORGUNBLAÐIÐ
17
— Utan úr heimi
Framh. af bls. 10.
sögnum um skemmdarstarfsemi
er vísað ákveðið á bug.
Öll þau óhöpp, sem SAS hefir
orðið fyrir með DC—7 hreyflana,
eru orðin allt að því óteljandi.
Hreyflarnir, sem eiga að knýja
þessar 70 lesta þungu flugvélar,
eru stærstu strokkhreyflar, sem
framleiddir hafa verið fyrir flug-
vélar. Curtiss Wright, sem hefir
framleitt stóru strokkhreyflana,
fyrir Douglasflugvélaverksmiðj-
urnar, hefir látið þá afkasta 3500
hestöflum. En slíkt gerist þó ekki
nema með mjög nákvæmum út-
búnaði á þjöppurunum og mjög
margbrotnu tannhjólakerfi, sem
getur auðveldlega orðið til þess,
að skrúfurnar taka að snúast
stjórnlaust.
Flugvirkjar og flugverkfræð-
ingar hjá SAS viðurkenna, að of
mikið álag er á Curtiss Wright
mótorunum. Því bíða menn eftir-
væntingarfullir þeirrar stundar,
er DC—8 farþegaþotan komi í
staðinn fyrir núverandi „flagg-
skip“ SAS-flugflotans.
Mokoyan lætur ekkert tækifæri
ónotað til að vera aðlaðandi og
elskulegur. Hann tók á hné sér
tvo litla Bandaríkjamenn, sem
voru samferðamenn hans í flug-
vélinni, Alan litla, 16 mánaða
gamlan, og Daníel, 6 mánaða. Fað
ír Daníels, Harry Cahill, var á
leið til Oslóar og mun starfa í
bandaríska sendiráðinu þar. Mik-
oyan spjallaði um bíla við Alan
og kitlaði Daníel.
Smákökur voru m. a. á boðstól-
um í flugvélinni. Mikoyan gaf
Alan litla kökurnar sínar og
ávann sér þannig alla hylli
drengsins og velvild foreldranna.
Varaforsætisráðherrann var
ekki aðeins alúðlegur við þessa
litlu samferðamenn sína heldur
og við aðra farþega í flugvélinni.
Er flugvélin sneri við, vildi
Mikoyan eftirláta sæti sitt frú
Cahill, sem sat með Daníel litla
1 fanginu. Mikoyan taldi, að sæti
hans væri öruggara en sæti henn-
ar.
Boðinu var neitað, af því að
flugfreyjan lýsti því yfir, að öll
sætin væru jafn örugg.
Þarna getið þér séð, sagði dipló
mat frá rússneska sendiráðinu í
Kaupmannahöfn sigri hrósandi.
Hann er nákvæmlega eins og all-
ir aðrir menn. m
Mikoyan var s«t. preyttur, er
hann gekk til náða um kl. 5,30
á fimmtudagsmorguninn í rúss-
nesku sendiráðsbyggingunni við
Kristjaníugötu í Kaupmanna-
höfn. Húsið var umkringt ein-
kennisbúnum og borgaralega
klæddum lögreglumönnum.
Starfsmenn úr sendiráðinu og
embættismenn úr fylgdarliði
Mikoyans voru á verði í stigum
og á svölum hússins.
Er SAS-flugvélin lenti klukkan
rúmlega hálf fimm á Kastrup-
flugvellinum, yfirgaf Mikoyan
flugvélina fyrstur manna. Hann
kvaddi flugstjórann með handa-
bandi og gekk síðan rösklega
fram hjá suðandi kvikmynda-
vélum fréttamanna frá ýmsum
sjónvarpsstöðvum. Hann neitaði
að gefa nokkra opinbera yfirlýs-
ingu, enda var honum erfitt um
vik, því að hann var allt að því
borinn af sterklega vöxnum
rússneskum og dönskum lögreglu
mönnum út í bifreið, sem beið
varaforsætisráðherrans.
í fylgd með Mikoyan voru son-
ur hans, Serg, 29 ára, túlkur hans
Troianovsky og þrír diplómatar,
sem vafalaust gegndu jafnframt
störfum lífvarða, Burdin, Solda-
tov og Smolianitsjenko.
Klæðnaður Rússanna bar þess
vitni, að þeir hafa enn mest dá-
læti á sams konar fötum og voru
í hátízku, er Chaplin var að taka
þöglu myndirnar sínar.
Þegar komið var til sendiráðs-
ins, neitaði Mikoyan enn einu
sinni að segja nokkuð um ástand-
ið í heiminum og um heimsókn
sína til Bandaríkjanna.
Þess má geta, að á flugvellin-
um var Mikoyan afhent gjöf frá
H. C. Hansen. Var það skopteikn-
ingi af Mikoyan, gerð af teiknar-
anum Hans Bendix.
Gömlu
dansarnir
í G. T. húsinu í kvöld kl. 9.
Söngvarar með hljómsveitinni:
★ Sigríður Guðmundsd. og ★ Haukur Morthens
I kvöld heldur áfram hin spennandi 5 kvölda
keppni í ASA-DANSl
um tvö þúsund króna peningaverðlaun auk snoturra
verðlauna hvert kvöld.
3 pör komast í úrslit, hvert kvöld, og keppa því 15
pör, að lokum um þessi glæsilegu verðlaun.
★
Það er vissara að vera með frá byrjun, finnst ykkur
það ekki?
★
Aðgöngumiðasala frá kl. 8. — Sími 1-33-55.
Silfurtunglið
Dansleikur
í kvöld kl. 9. Nýju dansarnir.
Ceró kvintettin leikur.
Söngvari: Sigurður Scheving.
Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 4.
SILFUBTUNGLH), sími 19611.
Glasgow—London
frá
REYKJAVÍK
til
GLASGOW og
LONDON
alla þriðjudaga
til
REYKJAVÍKUR
frá
GLASGOW og
LONDON
alla miðvikudaga
Loftleiðis
landa milli
LOFTLEIÐIR
— Sími 18440 —
☆
Keflavík
Dansleikur
Þorrahlótið hafið
„Gub gœfi; ap égværi feoimnn
í rúmið, háttaður, sofnaðui;
vaknaður aftur og
farinn að éta"
Hámskeið í föndri
Starfsemin hefst í næstu viku. Innritun á Fríkirkju-
vegi 11 (bakhúsi í dag og á morgun kl. 2—4. Ungu
fólki á aldrinum 12—25 ára heimil þátttaka meðan
húsrúm leyfir. Innritunar- og námskeiðsgjald er kr.
20.
Tómstundaheimili ungtemplara.
Fokheld íbúð
1 herbergi, eldhús, W.C. og forstofa ca. 45 ferm. til sölu
í Sólheimum 35 (Jónskjör). fbúðin er skemmtilega stað-
sett móti suðri. Múrhúðuð utanhúss og miðstöðvarlagn-
ingu lokið. íbúðin verður til sýnis milli kl. 3—6 í dag og
á morgun.
í kvöld kl. 9.
Fimm í fullu fjöri leika.
• Dansað frá kl. 3~6 á morgun
(sunnudag).
Dansleikur
annað kvöld kl. 9.
Fimm í fullu fjöri leika.
F ramsóknarhúsið
DANSLEIKUR í kvöld kl. 9.
Hið fræga sjónhverfingapar Los Tornedos
skemmta.
Hljómsveit Gunnars Ormslev.
Söngvarar: Helena Eyjólfsdóttir og Gunnar
Ingólfsson.
Miðapantanir ísíma 22643.
F FBAMSÖKNARÉLÖGIN.
F. L. R. R.
Rafvirkjameistarar
ARSHAtIÐIN verður haldin föstudaginn 13. febr.
í Þjóðleikhúskjallaranum. — Nánar í bréfi.
SKEMMTINEFNDIN.
Grímuball
ALMENNUR GRlMUDANSLEIKUR verður haldinn
Upplýsingar gefa
Lögmenn
Geir Hallgrímsson, Eyjólfur Konráð Jónsson
Tjarnargötu 16 — Símar 1-1164 og 2-2801.
í Breiðfirðingabúð 5. febrúar kl. 9 stundvlslega.
Þátttaka tilkynnist sem allra fyrst í síma 22851.