Morgunblaðið - 11.02.1959, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.02.1959, Blaðsíða 6
MORGUWBLAÐtÐ Miðvik'udagur 11. febr. 1959 Heilsuleysi Dullesar veldur áhvgaium Kemur „eyða" í stjórn utanrikismála Bandarikjanna á alvarlegustu timum? JOHN Foster Dulles, utan- ríkisráðherra Bandaríkj- anna hefur enn ,einu Sinni veikzt og orðið að leggjast á sjúkrahús. Veikindin eru alvar- leg og mun hann verða skorinn upp síðar í vikunni En nokkrar vikur, að minnsta kosti munu líða þar til hann getur tekið á ný upp fyrri störf. Vestanhafs eru menn áhyggju- fullir yfir því, hve heilsutæpur utanríkisráðherrann er, því að segja má að Dulles sjálfur sé utanríkisstefna Bandaríkjanna. Þegar hann veikist kemur alvar- leg eyða í starf utanríkisráðu- neytisins. Þar er þá varla nokk- ur maður eftir, sem getur tekið stefnuákvarðanir upp á eigin spýtur. Fyrir tveimur árum varð að skera Dulles upp og nema brott úr innyflum hans byrjun að krabbameini. Ekki hefur orðið vart við að það mein tæki sig upp, en Dulles hefur oft verið veikur eða lasinn upp á siðkastið. Það versta er, að hann virðist ekki kunna að hlífa sér, heldur vinnur hann fullan vinnudag í utanrikisráðuneytinu og fer í langferðir til fundarhalda í öðr- um heimsálfum þvert ofan í ráð- leggingar lækna. 1 desember s.l. fékk hann bólgu í skeifugörnina og varð um tíma að leggjast á sjúkrahús. Eftir það fór hann til hvildardvalar í hollu loftslagi brezku eyjarinnar Jamaica í Kariba-hafinu. Þegar heim kom eftir hvíldina fékk Dulles vírus-sjúkdóm, eins kon- ar inflúenzu Var hann mjög illa fyrirkallaður, þegar Mikoyan sat fund með honum í Washington í 95 mínútur. Eftir þann fund fór Dulles beint heim til sín og í rúmið og varð að afturkalla för sina til Kanda, þar sem ræða skyldi við Kanada-stjórn um efnahagsmál. Dulles hefur ætíð verið vinnu- þjarkur og ekki kunað að hlífa sér. Venjulega vinnur hann 18 klst. á sólarhring og er það vissu- lega mikið fyrir sjötugan mann. Hann kemur í skrifstofu sína kl. 7 á hverjum morgni, áður en búið er að gera hreint í utan- ríkisráðuneytinu. Hann hefur hönd í bagga með öllu sem gerist í ráðuneytinu. Fjóra hæfa að- stoðarmenn hefur hann, þá Christian Herter, Douglas Dillon, Robert Myrphy og Livingstone Merchant, en þeir hafa tæplega haft neitt ákvörðunarvald í meiriháttar stefnuatriðum. Nú þegar Dulles hefur lagzt inn á sjúkrahús fellur ábyrgðin af utanríkismálunum á Christian Herter Veikindi Dullesar þykja eink- um alvarleg að þessu sinni, vegna þess að fyrirsjáanlegt er mikið erfiði við stjórn utanríkismál- anna. Forleikurinn er nú hafinn að miklum og afdrifaríkum at- burðum í Berlínar og Þýzkalands- málunum. Dulles er einmitt að koma úr þýðingarmikilli ferð til Evrópu í sambandi við þau mál. Þá standa og fyrir dyrum miklar umræður um utanríkismál í bandaríska þinginu. Atti það að vera hlutverk Dullesar á næstunni að gefa utanríkismálanefnd þings ins skýrslu um stefnuna í utan- ríkismálunum og aðstöðuna í þeim efnum. Búizt var við, að þetta yrði síður en svo auðvelt verk, vegna þess að demokratar, andstæðingar stjórnarinnar hafa mikinn meirihluta á þingi og einn helzti fjandmaður Dullesar, Ful- bright öldungadeildarþingmaður var nýlega kosinn formaður nefnd arinnar. Mun Dulles ekki hafa hlakkað til þeirra yfirheyrslna. Við veikindi Dullesar upp á síð kastið hefur verið talað um mögu leika á því, að endurskipuleggja starfsemi utanríkisráðuneytisins til þess að létta byrðunum af Dulles Hefur það þá rifjazt upp, að um það leyti, sem hann tók við embætti utanríkisráðherra 1952, kom hann með nýstárlega ■■■■" ; ■ Dulles utanríkisráðherra uppástungu um það, eftir hvaða leiðum eðlilegast væri að móta ut- anríkisstefnuna í samræmi við stjórnarfarsreglur Bandaríkj- anna. Hann drap þá á það, að sennilega væri það bezt, að hann sjálfur flytti skrifstofu sína úr utanríkisráðuneytinu í Hvíta húsið og gerðist sérstakur ráðu- nautur forsetans í utanríkismál- um. Með því yrði létt af honum meðferð minni mála. En fyrst ekki varð úr því þá, er talið óliklegt, að Dulles láti nú verða af því að breyta þessu skipu lagi, einkum þar sem hann yrði þá ekki lengur ráðherra í ráðu- neyti Eisenhowers. Þessi mynd íylgdi greininni í „Euromarket" — án texta. Sanngjarnar greinar um fiskveiðar Islendinga og landhelgismálið I TVEIMUR nýlega útkomnum enskum tímaritum eru birtar greinar, þar sem nokkuð er fjall- að um fiskveiðar íslendinga og landhelgismálið. Eru báðar grein arnar ritaðar af sanngirni og nokkurri þekkingu á högum okk- ar og þörfum í þessu efni. ★ í tímaritinu „Export“, nóvem- berhefti 1958) sem gefið er út í London, er grein eftir E. J. Schatz, sem nefnist „The Ice- landic Fisheries". — Drepur höfundur fyrst á útfærslu land- helgislínunnar 1952, og segist þá hafa skrifað grein í „Export“ til þess að skýra sjónarmið íslend- inga. Hann kveðst að vísu ekki vilja „mæla bót þeim einhliða aðgerðum", sem íslendingar hafi nú framkvæmt, en hins vegar telur hann forsendur þeirra fyrir útfærslunni góðar og gildar og að taka beri tillit til hinna sér- stöku aðstæðna hér. Greinarhöfundur bendir á, að 97 prósent af útflutningsverð- mæti íslendinga séu sjávaraf- urðir. Allir hljóti að viðurkenna þá staðreynd, að án hinna auð- ugu fiskimiða gætu þeir ekki lifað í landi sínu. Fiskimiðin séu íslendingum raunverulega allt. — Að lokum gerir greinarhöf- undur eftirfarandi samanburð: Aflamagn Englendinga á íslands- miðum jafngildir 4,4 kg. af fiski á hvern íbúa Englands; afli Þjóð- verja jafngildir 3,8 kg. á íbúa og Belgíumanna 2,4 kg. á íbúa. En fiskafli Islendinga á heimamiðum jafngildi 2.664 kg. á hvern íbúa landsins. í hinu tímaritinu, „Euromark- et“ (febr. 1959), sem einnig er gefið út í London og fjallar a3 mestu um markaðsmál Evrópu, birtist grein undir fyrirsögninni „Fish Set Iceland a Problem". í undirfyrirsögninni segir, að Is- lendingar hafi fært fiskveiðitak- mörkin út í tólf mílur í septem- ber sl. — og síðan er spurt: Var þessi einhliða ráðstöfun réttlæt- anleg? Grein þessi er annars mjög á sömu lund og sú, sem vitnað var í hér að framan. Þar er t. d. sagt, að heildaraflamagn á Is- landsmiðum sé árlega um 900 þúsund lestir, en af því veiði íslendingar sjálfir um helming- inn, og fiskveiðar séu fimm sinn- um stærri þáttur í þjóðartekj- um þeirra en nokkurrar annarr- ar þjóðar. — Þá segir, að fisk- veiðideilan nú hafi mjög undir- strikað það, hve íslendingar séu gjörsamlega háðir þessum aðal- atvinnuvegi sínum, fiskveiðun- um. Greininni lýkur svo með tilvitnun í skýrslu frá OEEC, Efnahagssamvinnustofnun Ev- rópu, þar sem segir m. a., að enda þótt það sé nú að mestu háð möguleikum á því að auka fiskaflann, svo og markaðshorf- um erlendis, hvort íslendingum takist að auka tekjur sínar af útflutningi, þá „ætti ísland í framtíðinni að reyna að koma á fót nýjum útflutningsatvinnu- vegurn". Styrkveifingar Vísinda- sjóSs á sumri komanda í FRÉTTATILKYNNINGU frá Vísindasjóði segir svo: Vísindasjóður hefur nú auglýst styrki lausa til umsóknar í annað sinn. Eins og kunnugt er, skiptist sjóðurinn í tvær deildir: Raun- vísindadeild, og er formaður deildarstjórnar þar dr. Sigurður Þórarinsson, jarðfræðingur, og Hugvísindadeild, og er formaður þar dr. Jóhannes Nordal, hag- skrifar iir daglega iífinu ] Áður iðrunarmerki — nú glens og gaman IDAG er öskudagurinn og krakk arnir hlaupa á eftir vegfar- endum, til að reyna að hengja á þá öskupoka. Þetta eru leifar frá kaþólskum sið, sem við siðaskipt- in varð að glensi einu og gamni. Fyrir þann tíma var þetta iðrun- armerki, menn settust í sekk og jusu ösku yfir höfuð sér. f kaþólskum löndum er það algengt að menn geri sér' glaðan dag fyrstu tvo til þrjá dagana í föstunni, en felli svo niður alla gleði um lágnætti á miðvikudags- nóttina. Á þriðjudeginum hafa menn löngum gert sér glaðan dag hér á íslandi og var siður að borða vel þennan dag, áður en fastan hæfist, en eftir það mátti ekki svo mikið sem nefna kjöt. Nú borða menn saltkjöt og baun- ir. Ef einhver hélt ekki föstuna, hafði hann þau víti að missa leif- anna í föstulokin og páskaketið i tilbót, og þóttu það þungar skrift- ir, sem von var, segir í Þjóðhátt- um Jónasar frá Hrafnagili. Svo fannst þeim Guðrúnu, konu Sveins á Þremi, og Margréti, hjá- aldar). Þær voru svangar á föst- konu hans (á síðasta hluta 18. unni og fóru að ná sér bita ofan úr ræfrinu, meðan karl var í hús- unum. En í því kom karl inn, og varð þeim þá svo bilt, að þær misstu ketið ofan á gólfið. Þá varð karli að orði: „Hirtu mat- inn, Margrét, en komdu, Guðrún, og taktu út á líkamanum það, sem þú hefir til unnið;“ — og hýddi kerlingu rækilega. (Gríma III 37). KARL Halldórsson, tollvörður, skrifar: „Skalat maður rúnir rista nema ráða vel kunni“. SUMIR menn eru fæddir með þeim ósköpum, að þeir vekja stöðugt á sér athygli þannig, að séu þeim fengin verkfæri í hendur, berja þeir á fingur sér, eða missa stjórn á eggjárninu unz það stendur í þeirra eigin holdi. Slík- ir menn eru almennt nefndir klaufar. Þeirra á meðal er Jón nokkur — úr vör. Hann sendir mér pistil í Morg- unblaðinu þ. 4. febr. sl. og virðist, eftir orðanna hljóðan, vera all- reiður. En það hljóta að hafa verið einhvers k*nar mistök, því auðvitað hefur maðurinn ætlað að senda mér þakkargjörð fyrir það, að ég birti í víðlesnasta dag- blaði landsins, eftir vin hans og skáldbróður, „myndhreint og ljóðrænt kvæði að allri gerð“ og við hliðina á því „afskræmingu“ ljóðs eftir sjálfan mig. Hefur skáldið Stefán Hörður Grímsson nokkurn tíma fengið slíka auglýsingu fyrr? Og eru nú ekki skáldalaunin honum til handa viss fyrir bragðið? Ef það skyldi nú samt sem áður bregð- ast, mætti segja mér að það væri fyrst og fremst klaufaskap Jóns - úr vör að kenna. Mér sýnist t.d. að hann hefði getað látið það vera að auglýsa torleiði þessa vinar síns með því að gefa ótvírætt í skyn, að það hafi tekið hann, hið „þjóðfræga skáld“ nokkur ár að semja „Hvíta tjaldið" (Sbr. ára- tugum fór hann yfir útlöndin). Það ber allt að sama brunni hjá Jóni — úr vör, hann hefur ekki vald á verkfærinu, hittir ekki naglann á höfuðið, en ber á fing- ur sér. Þannig fór einnig fyrir honum, er ég fyrir nokkrum ár- um, benti honum á mistök hans og kunnáttuleysi. Og nú spyr þessi maður, hvort mér finnist Stefán Hörður Gríms- son skyggja á mig. Hvernig mætti það vera, þar sem skuggi Stef- áns Harðar er löngu kommn land- norður yfir fjöll? Að síðustu þetta: Hin svoköll- uðu „rímlausu ljóð“ eða „atóm- ljóð“, eins og þau eru venjulega kölluð, eiga ekkert skylt við ís- lenzka menningu. Þau eru fóstur þeirra manna sem langar til að láta á sér bera, en eru þess ekki umkomnir, flýja frá vandanum, birta bullið og heimta að vera kallaðir skáld. Þegar svo sjálft ríkisvaldið, bókaútgefendur og aðrar þess konar stofnanir leggja blessun sína yfir og verðlauna slíka fram- leiðslu, er ekki að undra þótt æska landsins og framtíð ruglist í ríminu, hætti að lesa.ljóð og kvæði, hvað þá læra þau. Hverju er það að þakka að ís- lenzk þjóð er til í dag? Það er því að þakka fyrst og fremst, að hér var kveðið, lesið og lært. Ef íslendingar missa sjónar á menningu sinni, skapast hér upp- lausn og óheillastefnum — land helgisbrjótunum — verður leiðin opin“. fræðingur. Formaður yfirstjórn- ar sjóðsins er dr. Snorri Hall- grímsson, prófessor. Raunvísindadeild annast styrk- veitingar á sviði náttúruvísinda, þar með taldar eðlisfræði og kjarnorkuvísindi, efnafræði, stærðfræði, læknisfræði, líf- fræði, lífeðlisfræði, jarðfræði, dýrafræði, grasafræði, búvísindi, fiskifræði, verkfræði og taekni- fræði. Hugvísindadeild annast styrk- veitingar á sviði sagnfræði, bók- menntafræði, málvísinda, félags- fræði, lögfræði, hagfræði, heim- speki, guðfræði, sálfræði og upp- eldisfræði. Hlutverk Vísindasjóðs er að efla íslenzkár vísindarannsóknir, og í þeim tilgangi styrkir hann; 1) Einstaklinga og stofnanir vegna tiltekinna rannsókn- arverkefna. 2) Kandídata til vísindalegs sérnáms og þjálfunar. — Kandídat verður að vinna að tilteknum sérfræðilegum rannsóknum eða afla sér vísindaþjálfunar til þess að verða styrkhæfur. 3) Rannsóknarstofnanir til kaupa á tækjum, ritum eða til greiðslu á öðrum kostn- aði í sambandi við starf- semi, er sjóðurinn styrkir. Við fyrstu úthlutun, er fram fór í fyrrasumar, veitti Raunvís- indadeild 17 styrki, samtals að upphæð kr. 500.000.00, en Hugvís indadeild veitti 12 styrki, og var heildarupphæð þeirra kr. 200,- 000.00. Umsóknir þurfa að hafa borizt fyrir 20. marz nk., til þess að um- sækjendur komi til greina við þessa úthlutun. Sjóðurinn hefur látið gera sérstök eyðublöð und- ir umsóknir, og verður hægt að fá þau hjá deildariturum, er veita allar nánari upplýsingar. Ennfremur munu eyðublöðin fást í skrifstofu Háskóla Islands og hjá sendiráðum íslands erlendis. Deildaritarar eru, fyrir Raun- vísindadeild Guðmundur Arn- laugsson (sími 15657) og fyrir Hugvísindadeild Bjarni Vil- hjálmsson (sími 35036).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.