Morgunblaðið - 11.02.1959, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.02.1959, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 11. febr. 1959 MORGUNBLAÐIÐ 9 Mikil gróska í sfarfsemi Skógrœktarfél agsins Mörg verkefni tekin upp oð ný/u ÁRSRIT Skógræktarfélags ís- lands fyrir árið 1958 kom út í haust. Flytur ritið uppörvandi og fræðandi greinar fyrir skógrækt- armenn að venju. Fyrst eru tvær greinar eftir skógræktarstjórann, Hákon Bjarnason. Byrjar ársrit- ið nú á minningarorðum um Agn- ar P. Kofoed Hansen er lézt á síðasta ári 88 ára að aldri. Tók hann við yfirstjórn skógræktar- málanna árið 1906 og flutti sama ár til íslands. Hann var fyrst settur skógræktarstjóri en skip- aður 1. marz 1906 og gegndi því embætti til 1. marz 1935. Er Agn- ar Kofoed Hansen kom hingað var hann 37 ára gamall, þá full- numa skógfræðingur en fyrir- hitti hér þjóð, sem vissi varla hvað skógur var, nema að hafa ávæning af því úr fomum þjóð- sögum, og hafði aðeins óljósa hugmynd um, hvílík umskipti það yrðu fyrir þjóðina, ef hægt væri að breyta hinu islenzka berangri í skjólbetra land og frjósamara. Skógræktar þekking var þá, að heita mátti í núll-punkti hjá al- menningi. fslendingar ókninnir skógrækt Um nokkur undanfarin ár áð- ur en Kofoed-Hansen fluttist hingað höfðu nokkrir Danir starf- að hériendis að undirbúningi til skógræktar, meðal annars Flens- borg, Prytz og Ryder, er sáu um Hallormsstaða og Vaglaskóg. En friðun þessarra tveggja skóga bar fljótlegan árangur. En hæstu trén að Hallormsstað eru gróðursett á þessutn árum, enda hafa þau með vexti sínum, kastað birtu yfir ófarnar leiðir í islenzkri skóg- rækt, enn í dag. Um það leyti sem hinn erlendi maður Kofoed-Hansen kom hing- að til lands, og tók við yfirstjórn skógræktarmálanna voru íslend- ingar svo einangraðir í hugsun og framkvæmdum að þeir gátu vart hugsað um þetta afskekkta land okkar, sem það tilheyrði heimsbyggðinni. Allir verði samtaka Næsta grein ritsins að þessu sinni er erindi sem Hákon Bjarna- son flutti, er 50 ár voru liðin frá því fyrstu skógræktarlögin er Al- þingi samþykkti voru staðfest af konungi Friðrik VIII. Þetta var í nóvember 1907, þegar Hannes Haf stein var íslandsráðherra. Hafði hann mikinn hug á að þessi skóg- rælctarlög kæmu að gagngerðum notum, enda var honum að mæta, ef á móti blési í þessum efnum. En því miður naut hans skammt við, er hann dó þrotinn að kröft- um um aldur fram. J þessu erindi getur H.B. um, „að skógrækt á íslandi sé svo yfirgripsmikið mál, nema því aðeins að sem flestir taki þátt í starfinu". Kanadaferð Baldurs Skógræktarfélögin leggja nú fram árlega töluvert á aðra millj. króna, ýmist sem peningaframlög eða sjálfboðaliðsvinnu. Lífið og sálin í þessarri almennu fórnfýsi Og stórhug, hvílir á skógræktar- stjóranum sjálfum. Næsta grein ritsins er frásögn Baldurs Þorsteinssonar skógfræð- ings, þar sem hann greinir frá ferð sinni til Kanada haustið 1956. Ferðaðist hann þar um mikil og víðlend skóglendi aðal- lega í háum f jöllum þar sem nýt- ur svipaðs loftslags og hérlend- is. Greinarhöfundur er ungur maður sem á framtíðina fyrir sér og vitaskuld fór hann þessa ferð, einkum til þess að komast að raun um, hvaða skilyrði hinir stórvöxnu og viðamiklu skógar þar í landi njóta, með hliðsjón af tilvonandi uppvaxandi skógum fslands. Þessi tímaritsgrein Bald- urs verður upphaf að þessari við- kynningu hans, sem áreiðanlega verður íslenzkri skógrækt til var- anlegrar nytsemdar. Þessi för Baldurs mun létta honum framtíðarviðskipti hans við skógræktarmenn Kanada- stjórnar, er íslendingar fara að draga ályktanir af þeim mikla fróðleik, sem þar hefur verið safnað um ræktun stórvaxinna viða, er Kanadamenn rækta. Er menn lesa þessa grein Baldurs, fer ekki hjá því, að mönnum virðist sem hann hafi haft is- lenzka framtíðarskóga fyrir aug- og er því horfið að því ráði að nota eingöngu kvæmi af heima- stofni. Af skógarfuru er nú gróð- ursett um 15 milljónir plantna árlega. miklum myndarbrag og virðist ekkert við hana sparað. Til henn- ar var stofnað skömmu eftir að „Forestry Commission" hóf starf- semi. Skotlandsferð Einars f fjórðu grein ritsins að þessu sinni er stórfróðleg skýrsla um ferð Einars G. Sæmundsen til Danmerkur, Noregs og Skotlands árið 1956, en Einar hlaut styrk til þessarrar ferðar úr sjóði I. C. Möllers, forstjóra i Höfn, aðal- lega til að kynna sér ræktun skjólbelta í þessum löndum. Er það vel að þessi glöggi og gætni maður Einar, hafi tekið sig til að gera þessa skýrslu, því einmitt nú er vaxandi áhugi með bændum til að nota sér skjólið, m.a. til kornræktar því margir líta svo á, að með því eina móti geti skapast trygging fyrir korn- rækt í hlýviðrasömustu sveitum landsins. SkjólbeltaræktuHÍn er einna ó- brotnust í Danmörku, þvi þar er landið jafnlendast. En þar byrj- aði þessi ræktus um 1770, en komst ekki á verulegan rekspöl fyr en um það leyti sem Heiða- félagið danska hóf starfsemi sína 1866. Á síðustu árun» hafa Danir efnt til nákvæmra rannsókna á skjól- verkuninni og þeir hafa komist að ýmsum gagnlegum niðurstöð- um en síðan hafa þær notið ríf- legs styrks úr ríkissjóði Dana. Þar er sama sagan um heillarik- ar verkanir skjólsins er gætir í alls konar gróðri, í grasrækt, kornrækt, kartöflu og rófnarækt. En skjólbeltanna nýtur því meir sem sumrin eru kaldari og veðr- átta harðviðrasamari. Tryggust er sama tegundin og hérlendis, hið þolna og seiga sitkagreni. Einar fór til Noregs í sömu ferð inni og heimsótti m.a. Jaðarinn. Þar hitti hann ríkisráðunautinn Bjarne Fröystad í skjólbeltarækt og hafði mikið gagn af þeirri heimsókn. Heimsókn að Jaðri Á hinum jafnlenda Jaðri ríkja oft þrálátir hafvindar en skjól- beltarækt telst þar til nýlundu, svo þar er ekki hægt að styðjast við langa reynzlu. Síðasta landið sem Einar heim sótti í för sinni til að safna reynzlu um skógrækt, var Skot- land. Fyrst var honum ráðlagt að heimsækja úteyjarnar Shet- landseyjar og Orkneyjar, en hann valdi meginlandið, enda sögðu forystumenn skógræktarmála í Skotlandi að skjólbeltarækt væri vart komin nokkuð á legg í út- eyjum þessum. Merkileg saga En skógarsaga Skotlands er svo merkileg fyrir íslenzk augu að ég get ekki stillt mig um að birta þann stutta útdrátt sem hér segir: Skógar Skotlands voru fyrr á öldum miklir að víðáttu og gæð um en þeim var lítt þyrmt og hafa þeir því gengið mjög til þurrðar. Norrænir víkingar eru taldir meðal hinna fyrstu skóg- arböðla Skotlands á tímabilinu frá 800—1100. Síðar voru skógar ruddir til að útrýma úlfum og uppræta bófaflokka sem höfðust við í þeim. Var þá oft lagður eld- ur í skógana og þeir þannig brenndir til ösku. Þegar járn- bræðslan varð að iðnaði, guldu skozku skógarnir geysileg afhroð í kjölfar þeirrar eyðileggingar, hófst svo lokaþátturinn í skógar- eyðingu Skotlands, sem stafaði af stórfelldri fjölgun sauðfjár í lok 18. aldar. «Víðlendir skógar voru þá felldir eða eyddir með eldi til þess að auka beitarland- ið. Þessari skéfjalausu skóga- níðzlu, lauk ekki fyrr en um síð- ustu aldamót (1900). Þá var svo komið, að heilum héruðum hafði verið spillt á þann veg, að skóg- arnir voru með öllu horfnir en í stað þeirra komið ófrjótt beitar- land, víða votlent til muna. En nær alls staðar hnignandi hvað gróður snertir. Friðun skóga var þá að mestu óþekkt, og gróður- setning nýrra skóga, var nær ein- göngu bundið við fegrun í um- hverfi hinna glæsilegu höfðingja- setra aðalsins. Um aldamótin síðustu var tal- ið að skóglendi Skotlands tæki yfir um 20. hluta landsins. Veru- legur hluti af þessu skóglendi var þó birki eða eikarkjarr, til lítilla nytja. Við upphaf heimsstyrjaldar- innar fyrri (1914—1918) er talið að góður skógur með fullri timb- urframleiðslu hafi staðið á að- eins 80 þúsund ha. lands. En þess- ir skógar voru þá felldir misk- unnarlaust til styrjaldarþarfa. En heimsstyrjöldin fyrri varð þá einmitt til þess, að opna augu Skota fyrir því hve ómetanleg náttúruauðævi skógurinn er. Ár- ið 1919 var stofnað „Forestry Commission of Scotland“. Þessi stofnun hefur síðan farið með öll þau mál, er snerta skógrækt í Skotlandi, jafnt framkvæmdir á jörðum og lendum hins opinbera og eftirlits og leiðbeiningar til handa óðalseigendum. Skotland sjálfbjarga um efnivið Meginstefnan hefur verið að gera Skotland sjálfbjarga í fram- leiðslu skógarafurða, og þar með nýta þá miklu möguleika, sem landkostir Skotlands bjóða upp á í þessu efni. Þessi stofnun hefur lyft Grettistaki í skógrækt á liðn- um áratugum. Síðari heimsstyrj- öldin drap að vísu starfsemi henn ar í dróma, um stundarsakir, en að henni lokinni var hafizt handa af enn meiri atorku en áður. Framundir 1950 var gróðursett í 4—5 þúsirnd ha. árlega en hin síðari ár hefur verið gróðursett í um það bil 16 þúsund ha. lands. „Forestry Comission“ hefur nú allt að 400 þús. ha. af landi til skógræktar og hefur að fullu gróðursett 20 þús. ha. Einkum er gróðursett á mýrlendi, beitar- lönd og fjallahlíðar en sneitt hjá þeim svæðum sem hentug þykja til búskapar. Drýgstur hluti þessa landssvæð is er eign krúnunnar, sem hefur fallið til hennar á ýmsan hátt. T.d. hefur aðallinn og hinir stærri landeigendur í Skotlandi greitt hinn háa erfðafjárskatt nú um áratugi að mestu í löndum. Þá hafa verið keypt upp stór landflæmi og víðáttumiklar veiði lendur teknar eignarnámi. Aðall- inn er langstærsti landeigandi í Skotlandi. Bændur eru enn flest ir leiguliðar og voru að kalla mátti ánauðugir langt fram eftir 19. öld. 15 milljónir plantna á ári Aðaltrjátegund hinna fornu skóga Skotlands, var skógarfura og er hún ennþá við lýði á strjál- ingi um allt Skotland. Þegar skógrækt hófst þar að marki, var þó ieitað langt yfir skammt með þessa tegund. Flutt var inn fræ af skógarfuru frá Noregi, Sví- þjóð og Finnlandi og frá Eistra- saltslöndum og víðar. En þessi kvæmi hafa öll reynzt mjög illa, Sitltagrenið ríkir á vestur- ströndinni Á vesturströnd Skotlands er úrkoma mjög mikil og þar ræð- ur sitkagrenið ríkjum. Af öðrum barrtrjám sem mikið er gróður- sett af, má nefna rauðgreni, lerki, einkum bastarður af japönsku og skozku lerki, Korsikufuru, Dugl- asgreni og stafafuru. Af hinum síðarnefndu tegundum vakti stafa furan mesta athýgli mína. Hlut- verk hennar er sérstætt að því leyti að henni er víða ekki ætlað annað en ýta undir vöxt annarra trjátegunda og þá einkum sitka- grenis. Hún er þá gróðursett sem önnurhver planta á móti greninu Þegar gróðursett er á berangri hættir grenitegundunum við að standa í stað fyrstu árin. En stafa furan byrjar vöxtinn að jafnaði strax, og er mjög bráðþroska. Sambýlið við hana virðist hafa þau áhrif að sitkagrenið fylgir henni fast eftir. Sá ég margar til- raunir sem staðfesta þetta ræki lega. Þegar „Forestry Commission" hóf starfsemi árið 1919, skorti með öllu reynslu af skógrækt Skotlandi. Fyrstu árin voru því tímabil allsherja tilrauna, þar sem aðferðir og trjátegundir ýmsar voru reyndar, oft með litl- um árangri. En nú orðið virðist þessum málum miða ótrúlega vel áfram. Brátt kom í ljós að nauðsynlegt var að brjóta landið, áður en gróðursett var á hinum víðlendu og skjóllausu heiðarlöndum. beitarlöndum þessum hafði gerzt svipuð saga og á józku heiðun- um. Myndast hafði lag neðst í jarðveginum sem lokaði rótum trjáplantnanna leið ofan í jarð- grunninn. Nýtízku jarðvinnsla Hin síðari ár hafa heiðarlönd- in verið brotin með stóreflis plóg- um sem dregnir eru af belta- dráttarvélum. Gróðursett er í i plógstrenginn eða til hliðar við hann. Plógfarið er mjög djúpt og nær oftast niður í malarlag. Það dregur i sig vatn úr jarðvegin- um og tryggir þar með hæfilega þurrkun og framræslu landsins. Siðan hin stórvirku tæki komu til sögunnar hefur gróðursetningin heppnast til muna betur en fyrr og viðlend heiðarflæmi sem áður voru talin með öllu óhæf til skóg- ræktar er nú auðvelt að brjóta og taka til gróðursetningar. Harðviðri á Katanesl Á Katanesi í N.-Skotlandi ent víðáttumikil heiðarflæmi en fátt um fjöll, grunnir dalir og dal- verpi með lágum ásum og ávöl- um hæðum setja svip sinn á land- ið. Skógar og trjágróður er á strjálingi með ströndum fram og þá helzt í námunda við gömlu aðalsetrin. Þessi hluti Skotlands minnir mig mjög á V-Húnavatns- sýslu. Þarna er mjög strjálbýlt til sveita en höfuðbólin víðlend. Af þeim saxast nú óðum til skóg- ræktar eða annarrar ræktunar. Ég sá á þessum slóðum ýmsar merkilegar skógræktartilraunir sem allar spá hinu bezta um fram tiðarræktun þessarra veiði- og ræktarlanda. Katanes mun áður en varir endurklæðast skógi eins og það var ívrir víkingaöld. Einfaldir vindmælar Á Katanesi er mjög næðingá* samt og setur skjólleysið því tegundavali til skógræktar mjög þröngar skorður. Við hverja til- raunastöð setja Skotar upp dá- lítinn vindmæli til þess að fá úr því skorið hve veðrun og vind- slit mega sín mikils. Þessi vind- mælir er einföld dúkpjatla úr lérefti, bundin á stöng. Hún er ófölduð og trosnar og tætist upp eftir dálítinn tíma, en misjafn- lega hratt, eftir því hve mikið mæðir á henni. Skipt er um dúk með vissu millibili. Dúkurinn sem tekinn er niður er svo mældur upp og segir slitið á honum nokk urn veginn hve harðleikinn vind- urinn hefur verið, hversu áviðra- samt þar er. + KVIKMYNDiR + Tilbúinn ábnrður hjá hverri plöntu f heiðarlöndum þar sem verið er að rækta skóga að nýju, er borinn tilbúinn áburður að hverri einustu trjáplöntu, strax að lok- inni gróðursetningu og svo aft- ur síðar ef þörf krefur. Mest ber þarna á fosfór-sýru-skorti og er því víðast einungis borið á fos- fat. Borið er allt að 45 gr af 20% fosfati að plöntunni. Sá ég víða samanburðartilraunir er báru þess ljós vitni á mörgum tilrauna svæðunum höfðu plöntur þær sem engan áburð fengu, aldrei náð sér á legg og lognast út af, en á öðrum stöðum hjörðu þær að kalla en náðu engum þroska. En þær plöntur sem fengið höfðu áburðarskammtinn strax eftir gróðursetningu voru orðnar að háum og þroskavænlegum trjám, og var oft erfitt að trúa því að um jafnaldra væri að ræða. Hinn vandaði jarðvegsundir- búningur og notkun tilbúins á- burðar voru þau atriði, sem eft- irtektaverðust voru í skógrækt- artilraunum þeim er ég sá í Skot- landi. En tilraunadeild skógrækt- arinnar þar í landi hefur með höndum athuganir á nær öllum sviðum skógræktar, svo sem græðireitsstarfsemi, tegundavali og gróðursetningaraðferðum. Tilraunastarfsemi í þágu skóg- Gamla Bíó: S I S S I ÞETTA er þýzk kvikmynd, tekin í litum. Hefur Ernst Marischa samið myndina og hann hefur einnig haft leikstjórnina á hendi. Marischa hefur verið talinn „spesialisti" í viðkvæmum Vínar- gamanleikjum, enda er auðséð á myndinni „Sissi“, sem talin er eitt bezta verk hans, að hann kann fyllilega tökin á þessari tegund kvikmynda. Fjallar „Sissi“ um hina alkunnu ástar- sögu þeirra Franz Jósep Austur- ríkiskeisara og hinnar forkunnar- fögru drottningar hans, Elizabeth prinsessu af Bæern, en ævi henn- ar varð síðar, þrátt fyrir ást keisarans á henni, mikill harm- leikur og lauk með því að hún var myrt er hún var á ferðalagi í Sviss. Myndin segir þó aðeins frá fyrstu kynnum Franz Jóseps og Elizabeth og iýkur með gift- ingu þeirra í Ágústínarkirkjunni í Vínarborg. Er myndin telcin í fögru umhverfi og er í henni mik- il rómantík og á henni töluverður óperettubragur, enda íburður myndarinnar mikill, glæsileg salarkynr.i og fagrir búningar. Aðalhlutverkin, Franz Jósef og Elizabeth leika þau Karlheinz Böhm og Romy -bchneider. Eru þau bæði glæsileg ásýndum og hún sérstaklega fögur. Er leikur þeirra einkar góður. Móður Elizabeth leikur Magda Schneider og fer vel á því, því hún er móðir Romy og var eitt sinn mikil kvik- myndastjarna. — Myndin er geð- þekk og allskemmtileg. Ego. Gunnar Jónsson Logmaður við undirrétti c hæstarétt. ræktar í Skotlandi er rekin með i Þingholtsstræti 8. — Simi 18259.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.