Morgunblaðið - 11.02.1959, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.02.1959, Blaðsíða 16
16 MORCTJNBLAÐIÐ MKTvmiHtagw 11. feftr. 1959 1T1 TlAl v&ma/SM lllUl „Hr- Ritarinn bíður eftir yður, 'ungfrú Cuttler". Helen kinkaði kolli brosandi. Hún var orðin því svo vön að stjórnmálamennirnir kölluðu hana Iþessu nafni. Utanríkisráðherrann reis úr sætinu fyrir innan næstum autt ckrifborðið og gekk brosandi á móti Helen. Hún hafði aðeins talað einu sinni eða tvisvar áður vié- George C. Marshall, sem hafði aðeins fyrir fáum vikum tekið við em- bætti af Byrnes utanríkisi-áðherra. Einhver annar utanríkisráð- herra hefði ef til vill haft minni áhrif á hana, en hershöfðinginn, sem í síðari heimsstyrpöldinni hlaut nafnið „Byggingameistari sigursins", hafði fyrir löngu hrif ið hina ungu stríðsfréttakpnu mjög. Hershöfðinginn var að sjálf- sögðu í borgaralegum klæðum, í óvenjulega vel sniðnum, dökkgrá- um, tvíhnepptum jakkafötum, en hann bar það þó greinilega með sér, að hann hafði gengið lengst- an hluta ævi sinnar í einkennisföt- um. Líka var hið örlítið ferhymda höfuð hans hermannshöfuð, með gisnu, gráu hári: rólegt, þótta- fullt. Fyrir ofan hin háu og fram- KÆLISKÁPURINN Eítirlæti hagsýnna húsmæðra Prýði eldhusa — Stolt húsmæðra 'pa smwncéu' p-:úr ajf ‘jjéx&t fys' sy.'- .SirK' 1CC Xí ELVINATOR • er rúmgóð og örugg matvælageymsla. ® hefir stærra irystirúm en nokkur annar kæli- skápur af sömu stærð • er ódýrastur miðað við stærð. • Kr 10,920 - Gerið yður ljóst að kæliskápur er varanleg eign T4ekla Austurstræti 14. Sími 11687 stæðu kinnbein leiftruðu athugul, mjög gáfuleg og mjög mild augu, sem minntu Helen sem snöggvast á „Gamla Bill“. Ráðherrann og fyrrum hershöfö ingi leiddi Helen fram hjá hinum stóra bandaríska fána, sem hékk á fánastöng við hliðina á skrif- borðinu, og yfir að kringlóttu, gljáfægðu borði, þar sem lítill stjörnufáni skartaði sömuleiðis á glerplötunni. Fyrir ofan leðurstól- ana héngu myndir af George Was- hington, stofnanda ríkjasambands ins, og Truman forseta. „Það var fallega gert af yður að bregðast svona fljótt við kalli mínu, barnið mitt“, sagði ráðherr- ann. Hann kallaði þingkonuna og eiginkonu blaðakóngsins .„barnið mitt“. „Leyfist mér að bjóða yður tebolla?“ „Kærar þakkir, hr. Ritark, en ég drakk í lestinni, rétt áður en ég kom hingað“. „Gott. Þá getum við snúið okk- ur beint að efninu og það er nú ekki neitt smáræði. Hven.ig litist yður á að dveljast um nokkurn tíma utan Bandaríkjanna?" Hjartað í Helen tók snöggt við- bragð. Hafði hún ekki einu sinni sagt við Morrison, að það væri lífsdraumur sinn að verða sendi- herra lands síns? En svo langt hafði hún nú ekki komizt enn á framabrautinni . Kannske átti Marshall hershöfðingi við eitthvað allt ann-að. Hún brosti tvíræðu brosi. „Sendiherra okkar í Frakklandi hefur orðið að láta af störfum, sökum heilsubrests", hélt ráðherr- ann áfram. — „Ég hef nú ákveðið að bjóða yður starfið, ungfrú Cuttler". Hiutimir dönsuðu fyrir fram- an augun á Helenu. Stjörnurnar á stjömufánanum veltu sér koll- hnis í einni þvögu og forsetamynd iimar á veggnum snerust við. „Hr. Ritari“, sagði hún........ „Þetta er óverðskuldaður og of mikill heiður og þar að auki of óvsentur. Ég veit ekki.... „Þér eigið heldur ekki að taka ákvörðun í dag eða á morgun, bamið mitt. En það eru nokkur atríði, sem mig langar að útskýra fyrir yður nú þegar, ef yður væri sama“. „Gerið þér svo vel, hr. Ritari. ." „1 fyrsta lagi; Við erum ekk- ert sérlega vinsælir í Frakklandi. Allt frá því að Frakkar töpuðu bardögunum 1940, hafa þeir þjáðst af vanmáttarkennd. — Þeir voru upp á okkur komnir í stríð- inu og nú á friðartímum eru þeir það ekki síður. Þetta er hart lög- mál fyrir stór-þjóð, sem í fyrri heimsstyrjöldinni átti menn eins og Foch, Joffre, Clemenceau og Poincaré. 1 París höfum við þörf fyrir einhvern, sem ...." Hann brosti — „lætur frönsku þjóðina gleyma því, að hún standi í óbættri þakkarskuld við okkur". „Og haldið þér að ég sé vel til slíks fallin?“ spurði Helen. „Að senda konu til Parísar — slíkt er heiður sem Frakkar kunna vel að meta. Og þar að auki konu eins og yður“. „Konu eins og mig“, hugsaði Helen með sér og aldrei hafði henni fundizt hún vera jafnóhrein og ötuð og á þessu augnabliki. — Kona eins og ég. Kona eins og ég, sem yfirgaf, klukkan þrjú í nótt, ástarhreiður elskhuga míns, þýzks blaðamanns, í sóðalegu gistihúsi á Broadway. Kona eins og ég sem gaf sovézum ofursta skriflega yf- islýsingu um, að hafa h'aft náin mök við einn úr hópi hinna sigr- uðu óvina, á milli rústanna í Berlín. Kona eins og ég, sem fæ alltaf öðru hverju heimsóknir sovézkra erindreka, sem geta beitt mig fjárkúgun, hvenær sem þeim býður svo við að horfa. Hún roðnaði. Hershöfðinginn hélt auðvitað að það væri hinn auðmjúki roði hæverskunnar. Hún roðnaði enn meii'a vegna þess, að hún fann að með roðan- um hafði hún einnig villt þessum gamla manni sýn, sem bar svo mikið traust til hennar. „Mig vantar alla þekkingu og reynslu, sem nauðsynleg er til slikra starfa“, sagði hún. „Eins og þér vitið( þá höfum við einmitt beztu reynslu af slík- um ekki-atvinnu-stjómmálamönn- um. Auk þess er okkur það mjög mikilvægt, að koma á gagnkvæm- um og varanlegum fransk-amer- ískum skilningi. Kynni yðar af Þýzkalandi. .. .“ Hann ætti heldur að segja: kynni mín af einum Þjóðverja — hugsaði Helen með sér. „Þingmálaleg reynsla mín er mjög stutt", sagði hún hikandi. Ráðherrann bauð henni vindl- ing. Sjálfur reykti hann ekki. ,d>íú komum við að því mikil- vægasta", sagði hann. — „Eins og nú er málurn háttað, þá er það sérstaklega þýðingarmikið að sendiherra okkar í París njóti, ekki aðeins trausts útlendinga, heldur og líka hinna innlendu manna. Þér tilheyrið ekki stjórn- arflokknum, ungfrú Cuttler, en þér hafið líka á stuttum tíma öðl- azt virðingu andstæðinga yðar. Hin miskunnarlausa herför yðar gegn spillingu og mútuþægni naut aðdáunar og fylgis um allt land- ið“. Nú var það sagt. Herför henn- ar gegn spillingu og mútum. — Þarna lá þá hundurinn grafinn. Morrison hafði troðið henni í hlut- verk „ræstingakonu“. Ræstinga- kena og Heilög Jóhanna. Ætlaði allt að leggjast á eitt með að draga hennar eigin blekkingar sem greinilegast fram í dagsljós- ið. Með því virðulegasta tignar- starfi, sem nokkurri konu hafði hingað til hlotnazt í Bandaríkj- unum, átti nú að launa henni „hreinleika" hennar. Hún fann hendur Jans á líkama sínum. Hún fann kossa hans á vörum sér. -— Henni fannst hún verða að stökkva á fætur og hlaupa í burtu. Hún var skækja. Hún var ekki kona, sem gat borið hreinan fána. Hún var ekki hæf í það emb- ætti, sem henni var boðið. Hún hafði engu að tapa. Þess vegna sagði hún: „Þetta er mér mjög mikill heið- ur, hr. Ritari. En þér verðið að leyfa mér að segja nokkur orð í fyllstu hreinskilni. Ég er gift ein- um áhrifamesta blaðaútgefanda í a L $ u á 1) „Já, þetta er faðir minn, j 2) „Ekki get ég nú sagt að ég | úr því að bið eruð komin, þá vil Markús. íbúarnir bérna kaBaJsé ánægður með að þið skulið J tg bjóða ykkur velkomin." 3) ,,Ég er kominn um langan %ann „pápa gamla". Þetta er \ hafa fundið felustaðinn nrónn. En Markús og þetta er ungfrú Súss” »na“. reg til að hitta þig“, segir Mark- ús.“ Ert þú ekki maðurinn, sem merkir endur með gulíhringum?" j „Jú, sá er maðurinn, Markús". Ameríku. Hann er Republikani, Ef ég yrði skipuð sendiherra, þá myndi það aim-ennt verða sagt, að demokratiska stjórnin ætlaði að múta hinum áhrifamesta andstæð- ingi sínum í hópi blaðaútgef- enda“. Ráðherrann brosti og það var hlýtt, föðurlegt blik í augum hans. „Hér talar konan, sem ég dá- ist að“, sagði hann. — „Konan, sem hefur sópað óhreínindunum Út úr sinum eigin flokki. Þér hefð- uð rétt fyrir yður — hefðuð, segi ég, því að auðvitað höfum við komizt að samkomulagi við hr. Morrison. Við óskum afdráttar- laust engra áhrifa frá blöðum hans og hann hefur afdráttar- laust lýst því yfir að útnefning yðar muni ekki hafa nein minnstu áhrif á skoðanir sínar“. — Mars- hall hershöfðingi stóð á fætur. —• „Má ég eiga von á því að sjá yður að viku liðinni, ungfrú Cuttler?“ Hann gekk að skrifborðinu sínu. „Eigum við að segja aftur klukk- an fimm?“ Helen hafði líka risið úr sæti. „Ég þakka yður fyrir traustið, sem þér sýnið mér, hr. Ritari“, sagði hún og rétti hershöfðingjan- um höndina. Frammi í forherbérginu hékk stór, fornleg klukka fyrir ofan skrifstofudyrnar. Helen leit á bana. Hún var sex. í „Union Hotel“ á Broadway í New York, sat á þessari stundu ljóshærður, ungur maður, á rúm- inu, við hliðina á símanum. Grönn, sinaber hönd hans straukst ef til vill öði'u hverju yfir rauðu, slitnu rúmábreiðuna. Hann horfði á þögulan símann. Hann hugsaði um konu, sem hafði í ástríðuhita sínum hvíslað að honum, ástarorð- um og stamað vanhugsuð loforð. Hann hugsaði um sigurinn, sem siguivegarinn gat ekki tekið frá honum. Hann hugsaði um k'onu, sem vildi afsala sér auði, frægð og nafni, í landi björtustu Ijósa, til þess að fylgja honum, óþekktum og nafnlausum, til myrkvaðs lands. Með áköfum hjartslætti beið hann þess að síminn hringdi. Helen stanzaði skyndilega fyr- ir framan skrifstofudymar og reyndi að gera sér upp hlátur, um leið og hún sagði: „Hafið þér kannske autt skrif- borð hérna, þar sem ég gæti hringt til New York?“ ailltvarpiö Miðvikudagur 11. febrúar. Fastir liðir eins og venjulega. — 12.50—14.00 Við vinnuna. — 18.30 Utvarpssaga barnanna: „1 landinu, þar sem enginn tími e.r til“ eftir Yen Weng-ching; XII. (Pétur Sumarliðason kennari). — 18.55 Framburðarkennsla í ensku. — 19,05 Þingfréttir. — 20.30 Lest ur fornrita: Mágus-saga jarls; XIII. (Andrés Björnsson). — 20.55 Tónleikar. — 21,15 Islenzkt mál (Jón Aðalsteinn Jónsson kand. mag.). — 21,30 „Milljón míl ur heim"; geimferðasaga, IV. þátt u.. — 22,10 Passíusálmur (14). — 22,20 Viðtal vikunnar (Sigurður Benediktsson). — 22,40 1 léttum tón: Harmonikuleikarinn Maurice Larcange leikur með Musette- hljómsveitinni í París (plötur). —r 23.10 Ðagskrárlok. Fimmtwdagur 12. febrúar. Fastir liðir eins og venjulega. 12.50—14.00 „Á frívaktinni", sjó- mannaþáttur (Guðbjörg Jónsdótt ir). 18.30 Barnatími: Yngstu hlust endurnir (Gyða Ragnarsd.). 20.30 Skapandi draumar (Grétar Fells rithöfundur). 21.00 Einleikur á píanó (Guðrún Kristinsdóttir). 21.30 Útvarpssagan; „Viktoría“ eftir Knut Hamsun; VI. (Ólöf Nordal). 22.20 Tónleikar Sinfóníu hljómsveitar fslands í Þjóðleik- húsinu 5. þ.m. Stjórnandi Paul Pampichler. Einsöngvarar: Þuríð- ur Pálsdéttir og Guðmundur Guð jónsson. 23.30 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.