Morgunblaðið - 11.02.1959, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.02.1959, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 11. febr. 1959 MORSVNBLAÐIÐ 1! Sl. laugardag opnaði spánski málarinn Juan Cassadesus sýningu á verkum sínum í Lista* mannaskálanum. Sýnir hann þar 125 vatnslitamyndir og 13 teikningar. Allmargt fólk hefur þegar skoffað sýninguna og 7 myndir hafa selzt. Myndin hér aff ofan er af einni teikningunni, sem er frá Siglufirði. — Sýningin er opin frá kl. 10 f.h. til kl. 10 siðd. Verffur hún opin í eina viku. Fimm IjóÖabœkur ÞAÐ verður ekki sagt um ungu ljóðskáldin okkar, að þau þjáist af óframfærni, enda væri það ekki hollt mönnum með köllun. Hér á borðinu fyrir framan mig liggja fimm ljóðabækur ungra höfunda, þrjár þeirra frumsmíð- ar. Þessar bækur eru sundurleit- ar og mjög misjafnar að gæðum, en þær bera vitni gróandanum sem nú er í íslenzkri Ijóðlist. Hvað sem annars má um það segja, þá verður því tæplega mót- mælt að fráhvarfið frá hinu forn- helga og lúða hefðbundna formi hefur leitt af sér eins konar vor- leysingar í íslenzkri ljóðlist, svo að þar eru nú meiri umbrot og fjölskrúðugri frjóahgar en nokkru sinni fyrr á þessari öld, hvað sem líður öllum hrakspám. ¥ Kristinn Pétursson: Xeningum kastaff. Ljóð. 63 bls. Keflavík, 1958. Þetta er fjórða ljóðabók Krist- ins Péturssonar. Ég hef aðeins lesið eina af fyrri bókum hans, „Sólgull í skýjum", sem kom út 1950. Hafði ég gaman af henni. Höfundurinn var gæddur ríkri kímnigáfu, öruggri formtilfinn- ingu og myndvísi, þannig að manni fannst yrkisefnin leika í höndunum á honum. Það var ein hver seiðmögnuð músík í kveð- andi hans og líkingar hans marg- ar snjallar og eftirminnilegar. „Teningum kastað“ sver sig að því leyti í ætt við „Sólgull í skýjum“, að tækni höfundar er mikil, og má segja að hann geri enn skemmtilegri tilraunir með ljóðformið í síðari bókinni, t.d. í „Pílur“, sem eru tólf sérlega frumleg ljóðabrot. önnur at- hyglisverð kvæði í þessari bók eru „Undir tjaldhimni", „Hækk- aðu sól“, „Viðbrögð“, „Blóm“, „Spýtuhúsið", „Básendar" og „Largo“. En yfir bókinni í heild hangir leiðinlegur drungablær. Það er alltof mikið af nöldri og skætingi í henni, og stingur þetta einkenni lega í stúf við léttleikann í fyrri kvæðum skáldsíns. Kristinn Pétursson virðist vera haldinn þeirri kynlegu firru margra ungra skálda nú til dags, að ættjarðarljóð verði ekki góð nema í þeim séu skammir um „Kanann" og „hernámið". Það hefur jafnvel sézt á prenti, að greina megi nútímakveðskap í „vallarljóð", „baráttuljóð" o. s. frv. Nú er að vísu ekkert við það að athuga að yrkja um Keflavík- urflugvöll og atómsprengjur, ef skáldinu tekst að blása nýju lífi í þessi efni eða bregða yfir þau nýstárlegu ljósi, en þetta eilífa nöldur verður leiðigjarnt og missir algerlega marks. Ungu skáldin mættu gjarna vera þess minnug, að beztu ættjarðarljóð stórskáldanna okkar á síðustu öld voru ekki skammir um Dani eða brezka nýlendukúgun, heldur fersk upplifun á íslandi og því sem íslenzkt var. Kristinn hefur stórskemmt bók sína með pólitísku rausi, sem er tímabundið og vígt gleymskunni. Nota bene: tímabundin samtíðar- fyrirbæri geta haft varanlegt gildi í skáldskap, en þá verður skáldið að upplifa þau á dýpri hátt en Kristinn gerir í sínum prógramljóðum. ¥ Arnfríffur Jónatansdóttir: Þröskuldur hússins er þjöl. Ljóff. 46 bls. Heimskringla, Reykjavík 1958. Þessi bók er nýstárleg frum- smíð vegna þess hve hún er persónuleg, en þar liggur líka meginveikleiki hennar. Skáldkon an temur sér sérkennilegan stíl, sem er sambland af gömlu og nýju. Hún er undir sterkum á- hrifum frá fornum íslenzkum kveðskap, og háir það henni víða í þeim skilningi að hún notar ó- þarflega tyrfið orðalag, eins kon- ar nýtízkulegan dróttkvæðastíl, sem stingur í stúf við margt ann- að í bókinni. Hún hefur einnig lært margt af danskvæðunum gömlu, og notast henni sá lærdóm ur betur, þó víða sé fremur um að ræða bergmál en frumlega sköpun, t.d. ljóðin „Vaka“, „Haust“ og „Þrá“. Kvæðin sem mest eru undir þessum gömlu áhrifum eru fram antil í bókinni og bendir það til þess að skáldkonunni hafi vaxið öryggi og sjálfstæði með árunum. Ljóðabálkurinn „Læstir dagar'*, sem er tíu ljóð, er sennilega frum- legasti partur bókarinnar ásamt síðasta ljóðinu, „Vor“. í ljóða- bálkinum eru víða skýrar myndir og tær skáldskapur, en nokkuð myrkur á stundum. Það er yfir- leitt einkenni á þessari bók, að hugsunin er fálmandi eða bein- línis fjarverandi — a.m.k. af sjónarhóli lesandans. Það er vandamál, sem nútíma- skáld verða að finna sína eigin lausn á, hvernig gera megi hin persónulegu tákn skáldsins svo algild, að þau skírskoti til ein- hvers í lesandanum. Mér virðist Arnfríður ekki hafa fundið neina lausn á þessu: táknin, sem sum hver eru nýstárleg, minna ósjald an á skipbrotsmenn sem skolað hefur á ókunna strönd og vita ekki hvað þeir eiga af sér að gera. M.ö.o. vantar eitthvert sam- band milli einstakra tákna og Ijóðanna í heild. Hannes Sigfús- son notar manna mest persónuleg tákn og yrkir „dulúðug“ ljóð, en hann á þá formgáfu sem nægir til að gefa jafnvel „óræðum“ tákn- um merkingu og samhengi við ljóðið, sem þau eru partar af. Það virðist annars vera orðin árátta í ungum skáldum að gera ljóð sín óræð í staðinn fyrir margræð. Það er höfuðprýði tákn mynda og ljóða, að þau búi yfir margræði, en það þýðir engan veginn að ljóð eigi ekki að hafa neina ákveðna vitræna merk- ingu. Mér er ekki grunlaust um að sum ungskáldin hafi fullan hug á að úthýsa rökhugsun úr skáldskap sínum, og er það illa farið. Ef skáldið gerir sér ekki sjálfur grein fyrir hvað hann er að fara í ákveðnu ljóði, þá er hann í rauninni að plata lesand- ann. Það er engin afsökun að ljóð geti á einhvern hátt skírskot- að til lesandans, þó skáldið hafi ekki hugsað það til hlítar. Sund- urlaus setningaslitur og einstök orð skírskota til manna og vekja með þeim ýmiss konar hugsana- tengsl, en þetta verður ekki skáldskapur af þeim sökum. Skáld er fyrst og fremst „bygg- ingameistari" og ljóð verða aldrei réttilega „byggð“ án rök- hugsunar, þó hún sé aftur á móti hvergi nærri einhlít til sköpun- ar. Gott ljóð er fullkomin sam- stilling hugsunar og tilfinningar. Að gefnu tilefni hef ég minnzt á þetta hér, þó því fari fjarri að Arnfríður Jónatansdóttir eigi hér stærri sök en margir aðrir. Þrátt fyrir óljósa hugsun víða er ljóða flokkurinn „Læstir dagar“ og ljóðin „Vor“, „Jól“ og „Þú vitjar mín“ hugstæður skáldskapur. Aftur á móti er ljóð eins og „Morgunkaffið" afvegaleitt raun sæi í skáldskap. ★ Dagur Sigmrðarson: Hlutabréf í sólarlaginu. Ljóff. 48 bls. Helgafell, Reykjavík 1958. Það verður ekki sagt um Dag Sigurðarson að hann sé myrkur í hugsun, öðru nær. Ljóð hans flest eru opinská, markviss, raunsæ og sérlega óljóðræn. Þetta er hressi- legur kveðskapur, fullur af virð- ingarleysi fyrir hátterni og sið- semi góðborgaranna, stundum kannski óþarflega klúr, en það er háttur ungra manna að vilja hneyksla náungann, og ekkert við því að segja. Ljóð Dags hafa að meginuppi- stöðu skop og kaldhæðni. Skáld- ið skopast ekki einvörðungu að meðbræðrunum, heldur tekur líka sjálfan sig í karphúsið, t.d. í „Kvenmannsleysi", „Geðveiki", „Tilvera" og „Ást mín“. Grund- vallarviðhorf hans til lífsins er tragíkómískt. Það er ferskur veruleikablær yfir ljóðunum, þau eru öll sérlega myndræn og tónn. inn frísklegur. Það kynni að vera sagt, að geð- blærinn í þessari bók beri vitni lífsleiða og úrkynjun, en ég held það sé misskilningur. Ungir menn og tilfinninganæmir eru tíðum ó- þolinmóðir og óánægðir með líf- ið í kringum sig, af því þeir vilja hafa það stærra í brotum og merkilegra en það er. Viðbrögð þeirra við sofandahætti og sleni hins daglega lífs verða því oft kaldhæðin eða beinlínis fjand- samleg. Gott dæmi um þetta eru fyrstu ljóðabækur Ezra Pounds, en mér finnst Dagur viða bera keim af honum, hvort sem það er tilviljun eða meðvituð tileinkun á viðhorfum hins bandaríska meistara. Ljóðabók Dags er skipt í tvo kafla og ber "hinn síðari einkunn- arorðin „Vopn mitt er penninn bleki drifinn". í rauninni mætti þessi setnng vera einkunnarorð fyrir bókina í heild, þvi ljóðin eru flest „stríðsljóð" í víðasta skilningi. En í seinni kaflanum fjallar skáldið um nokkur „ís- lenzk“ nútímafyrirbærL „Sjó- mennska" er langbezta ljóðið í þeim kafla og eitt bezta ljóðið í bókinni. Þar er brugðið upp snjallri svipmynd af sjómanni á mergjuðu nútíðarmáli. „Þjóð- hátíð" er líka frumlegt og skemmtilegt ljóð, fullt af nýstár- legum samlíkingum, dálítið í stíl við Jónas Svafár. "„Hlutabréf í sólarlaginu" er í heild verðmætur reki á íslenzkar fjörur. Hér eru dregnar upp myndir af veruleikanum eins og hann kemur manni fyrir sjónir, þegar hinni ljóðrænu blæju hef- ur verið svipt frá augum manns. Auðvitað eru ýmsir agnúar á bókinni, orðfærið stundum stirt eða klúðrað, sumar líkingar lang- sóttar og nokkur tákn óskiljanleg öðrum en „þeim innvígðu“. Þetta er eðlilegt um fyrstu bók korn- ungs skálds, en þrátt fyrir allt þetta gefur hún fyrirheit. ¥ Jón frá Pálmholti: Ókomnir dagar. Ljóff. 39. bls. llelgafell, Reykjavík 1958. Fyrsta ljóðabók Jóns frá Pálm- holti er heldur geðþekk, en víða er á henni handbragð byrjand- ans. Hann er greinilega gæddur ríkri fegurðarþrá og þyltir vænt um sveitina sína, enda eru flest ljóðin í einhverjum tengslum Við náttúruna: lyngið, lindarsönginn, grasilminn, mófuglana, lauf trjánna, kjarngresið, haustvind- inn o.s.frv. Það er saknaðarhreimur í rödd skáldsins þegar hann minnist sveitarinnar, og hann er ekki sér- lega ánægður með hlutskipti sitt í borginni. Þetta er ævagamalt yrkisefni og mikið notað. Jón frá Pálmholti virðist ekki enn hafa heyjað sér reynslu og afl til að gefa þessu efni nýja liti. Ei^ægn- in ,sem hann á í ríkum mæli, hrekkur ekki til. Maður getur sagt frá reynslu sinni af mikilli einlægni án þess að hún eigi nokk urt erindi við aðra. Dæmi um þetta eru Ijóðin „Lyngið mitt brúna“, „Haust“, „Sambúð“, „Einn kaldan dag“ og „Gengið um tún“. f þessi Ijóð vantar þann lífsneista sem skili þeim til les- andans og gefi honum hluttöku í reynslu skáldsins. Þau skortir form og úrlausn. Um parta úr öðrum ljóðum mætti segja það sama. Ljóðin eru sprottin úr vissum stemningum, eins og títt er um ljóð af þessu tagi, en skáldið hefur ekki haft bolmagn til að gefa stemningunni sjálfstætt líf, þannig að lesandinn upplifi hana á svipaðan hátt og skáldið gerði á sínum tíma. Það er fátt um snjallar líking- ar í Ijóðum Jóns frá Pálmholti. Þó bregður þeim fyrir í ljóðum eins og „Dagrenning", „Sumar- ljóð“, „Ský“ og „Á sjó“. Þetta síðasta ljóð og nokkur fleiri bera helzti mikinn keim af ljóðum Jóns úr Vör, enda eru viðhorf þeirra nafnanna mjög svipuð. En Jón frá Pálmholti á ekki þá form- gáfu lærimeistarans sem gefi ljóðum hans lífsþrótt. Beztu ljóðin í „Ókomnir dag- ar“ eru „Slys“, „Drukknun", „Á- horfandinn", „Laufregn" og „Ský“. Aftast í bókinni eru þrjár þýðingar, sem eru vel gerðar, einkanleg sú síðasta, „Morgun- verðurinn“ ,eftir Jacques Prévert. ¥ Kristján Jóhannsson: Mjöll hefur falliff. Ljóff. 61 bls. Jakob Hafstein myndskreytti. Krummi, Reykjavík 1958. Kristján Jóhannsson er senni- lega þekktari fyrir afrek sín í langhlaupum en fyrir Ijóð sín, og hefur hann þó gefið út tvær ljóðabækur, hina fyrri, „Svíf þú sunnanblær", árið 1955. Stafar þetta bæði af því, að líkamsaf- rek hafa jafnan þótt vænlegri til frægðar hjá „söguþjóðinni" en andleg afrek, og eins af hinu að Ijóð Kristjáns mundu sennilega ekki jafnast á við hlaupasigra hans, ef hægt væri að gera hlut- lægan samanburð á þessu tvennu. En það er eigi að síður skemmti- legt að íþróttagarpur skuli fást við yrkingar. Um Ijóðin er það að segja í stuttu máli, að þau eru flest lít- illa sæva, hugsunin að vísu skýr en aldrei frumleg, málið há- stemmt og oft tilfinningasamt. Kristján er hrifinn af landinu sínu og þá einkanlega sveitinni, og yrkir mikið um unaðslegar náttúrustemningar, sólroðin síð- kvöld, bliknuð lauf, sumargræna lundi o.s.frv. Víða heyrir maður bergmál frá öðrum skáldum, fyrst og fremst Snorra Hjartarsyni og Hannesi Péturssyni, en einnig frá Steini Steinarr og jafnvel Þór- bergi („Óheilindi"). Kristján Jó- hannsson stuðlar og rímar flest sín Ijóð og gerir það þokkalega, en víða finnur maður hvernig nauðsyn stuðla eða ríms gerir orðalagið óeðlilegt og hugsunina flata. Órimuðu ljóðin eru í litlu frábrugðin hinum Ijóðunum: skáldinu tekst ekki heldur í þeim að gæða efnið fersku lífi. Síðasta Ijóðið í bókinni, „Ólympíuleik- arnir“ er eitt versta Ijóðið, þó það sé prentað með skáletri. Þar flæðir mælgin og mærðin yfir alla bakka. Kristjáni tekst bezt upp í ör* stuttum einföldum ljóðum eins og „Veik eru hjörtu“, „Hrygg- brot“, „Bæld uppreisn“, „Vetrar- nætur“ og „Nótt“. Kvæðið „Ung- verjaland Egyptaland — 56“ er virðingarverð tilraun til skáld- skapar, en misheppnuð. Sama er að segja um Ijóðið „Stórborgin". Myndir Jakobs Hafsteins eru einfaldar og yfirlætislausar, en þær eru bókarprýði. Hins vegar er prófarkalestri hörmulega á- bótavant og prentunin víða slæm. Efnisyfirlitið er ein hringavit- leysa. Sigurffur A. Magnússon. Stofnað Fél. ísl. myndlistarnema SÍÐASTL. sunnudag var stofnaö Félag ísl. myndlistarnema og er tilgangur þess að vinna að félags- málum myndlistarnema, efla þá og myndlistarfræðsluna og þar með myndlistina almennt. Á stofnfundinum voru 21 og er myndlistarnemum, sem erlendis dveljast, gefinn kostur á að ger- ast stofnendur. Formaður var kosinn Gunnar S. Magnússon, varaformaður Snorri Friðriks- on, ritari Guðbjartur Guðlaugs- son, vararitari Benedikt Gunn- arsson, gjaldkeri Kristján Sig- urðsson, meðstjórnendur Kristín Jónsdóttir og Sigríður Óskars- dóttir. Kosnar voru þrjár nefndir: fræðslunefnd, fjármálanefnd og sýningarnefnd, ' Aðgang að félaginu hafa þeir sem stunda eða hafa stundað á síðastliðnum 10 árum reglulegt myndlistanám við myndlistastofn anir eða hjá viðurkenndum lista manni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.