Morgunblaðið - 10.04.1959, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.04.1959, Blaðsíða 2
2 MORC T! N TtLAÐlfí Föstudagur 10. apríl 1959 ( 4 mannc (3 bifrei ) 3 ir 5 mannt (Q bifrei ) ðir Ske&ts vórtur i ÚT 4 Aðolsleinn P. Ólafsson form. hérnðsnefndnr Sjólfstæðisllokhs- ins í V-Borðastrondarsýslu HINN 31. marz sl. var haldinn fundur í héraðsnefnd Sjálfstæð- isflokksins í Vestur-Barðastrand arsýslu. Var fundurinn haldinn á Patreksfirði, og sátu hann full trúar þaðan og úr nágrannahrepp unum. Aðalmálið á dagskrá fund arins var ákvörðun um framboð af hálfu Sjálfstæðismanna í sýsl- unni og, eins og þegar hefur ver- ið skýrt frá í blaðinu, verður Gísli Jónsson, fyrrv. alþingism. frambjóðandi Sjálfstæðisflokks- ins í Barðastrandarsýslu við kosn ingarnar í sumar. Á fundinum flutti Ari Krist- insson, sýslumaður, greinafgott érindi um kjördæmamálið og gerði grein fyrir hinum nýju við- horfum, sem skapast við skipt- ingu landsins í fá stór kjördæmL Þá var kosin ný stjórn fyrir hér- aðsnefndina, og er hún þannig skipuð: Aðalsteinn P. Ólafsson, skrifstm. Patreksfirði, sem er formaður nefndarinnar, Bjarni Hákonarson, Haga, Barðaströnd, Jóhannes Árnason, stud jur. Pat- reksfirði, Sæmundur Ólafsson, skólastjóri á Bíldudal og Þórður Jónsson, bóndi á Hvallátrum í Rauðasandshreppi. Austurstrœfi Hagur Trésmiðafélags Reykjavíkur góður AÐALFUNDUR Trésmiðafélags Reykjavíkur var haldinn laugar- daginn, 4. apríl s.l. í Breiðfirð- ingabúð. Fundurinn var mjög vel sóttur. Á fundinum flutti formaður fé- lagsins, Guðni H. Árnason, skýrslu stjórnar fyrir síðasta starfsár. Fyrst minntist form. þeirra fé- lagsmanna, er látizt hafa á síðast liðnu ári, og risu fundarmenn úr sætum í virðingarskyni við hina látnu félaga. Fundarhöld hafa verið mikil á árinu. Á árinu gengu í félagið 55 menn, þar af 38 nýsveinar. Úr félaginu gengu 9 menn. Nem. í iðninni voru um síðustu áramót 164. Á árinu voru tvennar allsherjaratkvæðagreiðsl ur. Hin fyrri vegna kosninga tíl trúnaðarstarfa innan félagsins og hin síðari, þegar kosnir voru full trúar félagsins til A.S.Í. þings. Félagið tók þátt í hátíðahöld- um 1. maí. Farið var í gróðursetningar- ferð í land félagsins í Heiðmörk og settar niður um 1100 plöntur. Á árinu voru greiddar rúmar 148 þús. úr sjúkrastyrktarsjóði tií 48 manna, á framfæri þessara félagsmanna eru samtals 169 manns. Úr Elli- og ekknastyrktarsjóði voru greiddir styrkir samtals kr. 24.600 til 28 manna og kvenna. Félagið sagði upp kaup- og kjarasamningum um vorið ’58 og eftir nokkra samningafundi fór málið .H sáttasemjara ríkisins. Fyrir milligöngu hans tókst svo samkomulag þann 31. júlí. Helztu breytingar á samning- um voru þær, að verkfæraper- ingar hækkuðu. Vinnuveitendur skuldbundu sig til þess að bruna tryggja eigur sveina á vinm’.stað og að stofn.iður yrði híeyrissjóö- ur. Lífeyrissjóðurinn tók til starfa 1. september 1958. eins og ákveðið var með samningunum Dagskrá Alþingis í DAG eru boðaðir fundir í báð- um deildum Alþingis kl. 1,30. Á dagskrá efri deildar eru þrjú mál. 1. Lögheimili, frv. — 2. umr. 2. Rithöfundárréttur og prent- réttur. — 1. umr. 3. Sala Bjarnastaða í Unadai, frv. — 3. umr. Þrjú mál eru á dagskrá neðri deildar: 1. Almannatryggingar, frv. — 1. umr. 2. Sameign fjölbýlishúsa, frv. ■— 3. umr. 3. Almannatryggingar, frv. — t. umr. síðustu og hefir hann farið hrað- vaxandi. Atvinna féiagsmanna hefir ver ið næg á árinu. Á árinu áttu báðir heiðursfélag ar félagsins merkisafmæli. Ragn ar Þórainsson fyrrv. skrifst.stj. varð sjötugur þ. 26. maí 1958 og Finnur Thorlacius átti 75 ára af- mæli þ. 16. nóv. ’58. Skemmtanalíf var fjölbreytt og vel sótt. Atvinnuleysissjóðurinn fer jafnt og þétt vaxandi, og er hlut ur Trésmiðafélags Reykjavíkur nú orðinn um kr. 4.000.000.00. Eignir fé'agsins fara nú stöðugt vaxandi og eru nú orðnar rúm- lega 1% millj. Eignaaukning síð- asta árs er um 125.000.00, þrátt fyrir aukin útgjöld. Skrifstofa félagsins er nú flutt á efri hæð í húsi þess að Laufásvegi 8. í þessu húsnæði er hægt að auka félags starfið á ýmsan hátt og gera það fjölbreyttara. En til þess skortir enn ýmislegt, t.d. húsgögn og veitti aðalfundur heimild til að búa húsnæðið nauðsynlegum hús gögnum. Að síðustu sagði form.: Ég vil að lokum biðja okkur að minnast þess, að við tilheyrum einu stærsta og glæsilegasta fag sté'ttarfélagi þessa lands. Félagið á nú 60 ár að baki, en framundan mikið starf, sem ég vona að við sameinumst um, að vinna okkur sjálfum til hagsældar, félagi okk- ar til heilla og heiðurs og þjóð- inni allri til blessunar. Að loknum umræðum um skýrslu stjórnar las skrifstofu- stjóri reikninga íélagsins. og voru þeir samþykktir. Þá var lýst kjöri stjórnar og annarra trúnaðarmanna fyrir ár- ið 1959. Formaður var kosinn Guðni H. Árnason, varaform. Kári Ingvars son, ritari Eggert Ólafsson, vara ritari. Þorvaldur Karlsson, gjald keri, Þorleifur Sigurðsson. í vara stjórn: Reynir Þórðarson, Sveinn M. Guðmundsson og Guðmundur Sigfússon. Þá var kosið í nefndir: Taxta- nefnd, sögunefnd, skemmtinefnd, fræðslunfend og ferðanefnd. Mikill áhugi er fyrir vaxandi félagsstarfi, enda stendur félag- ið á tímamótum, þar sem það á 80 ára afmæli þann 10 des. n.k. Peningaveski tapast DRENGIR, sem voru að inn- heimta áskriftargjald fyrir Morgunblaðið í Laugarási, töp- uðu í gær brúnu peningaveski með allmiklum peningum í. Ef einhverjir geta gefið upplýsing- ar í þessu sambandi, eru þeir beðnir um að hafa samband við heimili þeirra að Langholtsvegi 17 eða Mbl. Nýbreytni i umferðarmálunum: Hótel íslands-svæðið opnað fyrir 40 fólksbíla Stæðisverðir innheimta stöðugjald ÞEIR, sem leið átt um Austur- stræti og Aðalstiæti í gærdag, urðu varir við að vinnuflokkur frá bænum var að störfum á Hótel íslands-bílastæði. Var verið að mála reiti fyrir bíla á stæðið, sem nú hefur verið skipulagt, og verður opnað á morgun, laugar- dag, til almennra nota. Um leið verður farið að krefja bíla um vægt stöðugjald og á þessu stæði munu starfa sérstakir stæðisverð- ir. Verður hægt að leggja allt að 40 bílum samtímis á stæð- inu. Lögreglustjóri, Sigurjón Sig- urðssor, og !■ amkvæmdastjóri umfeiðarnefndar, Valgarð Briem, skýrðu blaðamönnum frá þessari nýbreytni í gær. Skýrðu þeir frá því, að hér væri verið að koma til móts við óskir fjölda manna, um að komið yrði upp í Míðbæn- um bílastæði, sem hefði lengri stöðutíma fyrir bíla en sjálfir stöðumælarnir við götuna. — Á bílastæðinu á Hótel íslands lóð- inni, sem telst vera Austurstræti 2, verður bíleigendum heimilt að láta bíl sinn standa samfleytt í 24 klst. Stæðið er aðeins fyrir fólksbíla 4—6 manna, en hvorki langferðabíla, almenningsvagna eða vöruflutningabíla. Eins og sjá má af meðfylgj- andi uppdrætti, er bílastæðinu skipt á milli 6 manna bíla annars vegar og hins vegar 4 manna bíla. Þegar ekið er inn á bílastæðið úr Austurstræti, ber ökumönnum að fara eftir leiðbeiningum stæð- isvarðar, sem mun kosta kapps um að bílastæðið notist sem bezt. Stæðisvörðurinn skrifar síðan komutíma bílsins á þar til gert eyðublað, en stæðisgjaldið er 2 kr. fyrir fyrstu klukkustund, en síðan aðrar 2 krónur fyrir hverjar byrjaðar 30 mínútur. — Stæðisverðir eru að störfum frá kl. 8 árd. til 7 á kvöldin, alla virka daga nema laugardaga, þá jafnlengi og vérzlanir eru opnar. Þegar menn koma aftur að sækja bílinn sinn, skulu þeir gera upp gjaldið við vörðinn. En sé hann farinn, þegar bíleigandinn kem- ur, er bíleigendum gefinn 3 daga greiðslufrestur, en að þeim tíma liðnum, verður bíleigandinn kærð ur, hafi hann ekki greitt stæðis- gjaldið. En um þetta allt geta bíleigendur lesið nánar aftan á seðli þeim, er bilavörðurinn af- hendir þeim. Þeir lögreglustjóri og fram. kvæmdastjóri umferðarnefndar kváðust vilja benda á, að allt það fé sem inn kemur í stöðumæla- sjóðinn, fer til þess að gera fleiri og betri bílastæði í bænum. í þessu sambandi ræddu þeir nokkuð um hina miklu fjölgun bílastæða, sem orðið hefur hér í bænum á tiltölulega skömmum tíma, og kváðust vilja benda þeint bíleigendum, sem þyrftu að láta bíla sína standa mikinn hluta dagsins í Miðbænum á, að lítt er notað mjög stórtbílastæði,þarsem áður stóð íshúsið ísbjörninn, suð- ur við ráðherrabústað við Tjarnar götu. Er sú gata mikið notuð til bílastæða og er daglega samfelld röð bíla alla leið suður að ráðherrabústað. Þá upplýstu þeir að umferðar- nefnd hefði augastað á ýmsum lóðum við Miðbæinn, sem vel mætti nota sem bílastæði, og hefði nefndin hug á að taka þessar lóðir á leigu. „Börnin og umferðin" ritgerðasam keppni meðal 12 ára skólabarna Umferðarnefnd veitir glœsileg verðlaun VIÐ teljum okkur vera farna að sjá verulegan árangur af nokk- urra ára fræðslustarfi um um- ferðarmál í barnaskólum bæjar- ins, sagði lögreglustjóri í gærdag, er hann skýrði frá því að á veg- um umferðarnefndar yrði efnt til ritgerðasamkeppni meðal 12 ára barna í skólum bæjarins. Rit- gerðarefnið er: „Börnin og um- ferðin“. Lögreglustjóri sagði að nú væri lokið nokkurs konar um- ferðarnámskeiði í skólum bæj- arins, en þann starfa hafa haft með höndum nokkur ár lögreglu- menn úr götulögreglunni, einkum Ólafur Guðmundsson frá Laug- arvatni. f hinum nýju umferðar- lögum er og gert ráð fyrir auk- inni fræðslu meðal skólaæskunn ar á sviði umferðarmála. Hefur öllum 12 ára börnum í barna- skólum bæjarins verið tilkynnt um að á vegum umferðarnefnd- ar bæjarins, verið efnt til rit- gerðasamkeppni um „Börnin og umfeiðina". Börnunum var gefinn nokkur tími til að búa sig undir ritgerð- ina, bent á að ræða ritgerðarefnið við vini sína og skólafélaga, við foreldra sína og aðra þá, er lagt gætu þeim lið. Ritgerðina eiga þau svo að skrifa í tíma í skól- anum. Síðan á hver kennari í 12 ára bekkjum að velja þrjár beztu ritgerðirnar í bekknum og af- henda þær skólastjóra, sem síð- an sendir þær þrjár beztu, sem nemendur í hans skóla hafa gert um ritgerðarefnið. Verðlaunin eru mjög glæsileg. Fyrir þann dreng, sem skrifar beztu ritgerð- ina er það karlmannsreiðhjól með öllum útbúnaði, og fyrir þá 12 ára telpu, sem bezta ritgerð sem- ur kvenhjól, einnig með öllum útbúnaði af beztu og vönduðustu gerð. Er hér um að ræða verð- mæti fyrir yfir 2000 krónur. Gert er ráð fyrir að úrslitin í ritgerðasamkeppninni verði kunn fyrir sumardaginn fyrsta. í sambandi við þessa ritgerða- samkeppni 12 ára barnanna, hef- ur þeim verið úthlutaður ritling- ur, sem heitir „Umferðardagar 1959“. Reiðhjólaverksmiðjan Fálk inn gaf út ritlinginn, sem Jón Oddgeir Jónsson bjó til prent- unar. Lík Sandgerð- ingsins fundið SÍÐDEGIS í gær fékkst úr því skorið hver orðið hefðu örlög Gests Gestssonar sjómanns frá Sandgerði, er hvarf hér í bænum á páskadaginn. í gærdag lét rannsóknarlög- reglan kafara leita í höfninni þar sem bátur sá lá, er Gestur var á, er hann hvarf. Hafði fyrri leit kafarans ekki neinn árangur bor ið, vegna þess hve sjórinn var gruggugur og dimmt af þeim sök um. f gær var skyggni aftur á móti miklum mun betra og eftir skamma stund fann kafarinn lík hins unga Sandgerðings skammt frá þeim stað, er báturinn hafði legið við verbúðarbryggjuna við Grandagarð. Gestur Gestsson var 25 ára að aldri. Móðir hins látua býr suður í Sandgerði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.