Morgunblaðið - 10.04.1959, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.04.1959, Blaðsíða 20
VEDRID Léttskýjað — frostlaust. N. og NA-gola eða kaldi. oí’pittlíla 80. tbl. — Föstudagur 10. apríl 1959 s. u. s. er á bls. 8. Nokkrir af forystumönnum Sjálfstæðisflokksins bera kistuna í kirkju. Fjölmenni var við útför Eyjóifs Jóhannssonar í GÆR fór fram frá Dómkirkj- unni í Reykjavík, útför Eyjólfs Jóhannssonar, forstjóra, frá Sveinatungu, en hann lézt hinn 1. þ.m. Mikið fjölmenni var við útförina. — Séra Jón Auðuns, dómprófastur, flutti ræðuna í kirkjunni og jarðsöng, en jarð- sett var í Fossvogskirkjugarði. — Dr. Páll ísólfsson lék á orgel Dómkirkjunnar og stjórnaði söng dómkórsins, en Guðmundur Jónsson, óperusöngvari, söng einsöng, „Litanei“ eftir Schu- bert. Nokkrir forystumenn . Sjálf- stæðisflokksins báru kistuna í kirkju, en félagar úr Oddfellow- reglunni stóðu heiðursvörð og báru úr kirkju. í kirkjugarð báru kistuna stjórnarmenn Vinnuveit- endasambands íslands. Kjörnefnd Sjálfstœðis- félaganna kosin Vonlaust talið að trillu■ báturinn sé ofansjávar Á honum var einn maður, ungur fjölskyldufaðir EINS og sagt var frá í blaðinu í gær, var gerð víðtæk leit að 2 lesta trillubát úr Garðinum, sem síðast spurðist til um kl. 11 á miðvikudagsmorguninn. Var báts ins leitað án árangurs allan mið- vikudaginn og fram á rauða nótt. í gær var einnig gerð mikil leit að bátnum, og m. a. gengu menn úr slysavarnasveitinni í Garði um fjörur. Á þeim slóð- um, þar sem trillunnar gat verið von, hefir sífellt verið fjöldi báta allt frá því að hennar var saknað. — Leitin í gær bar engan árang- ur, og er vonlaust talið, að bát- urinn sé ofansjávar. Á trillubátnum var einn mað- ur, Grétar Gíslason, 25 ára gam- all, kvæntur, með fjögur börn á framfæri. Leiðin til Norðurlands FUNDUR var haldinn í Fulltrúa- ráði Sjálfstæðisfélaganna í gær- kvöldi. Birgir Kjaran, formaður fulltrúaráðsins setti fundinn og minntist í upphafi Eyjólfs Jó- hannssonar. Síðan var kjörin kjör nefnd fyrir væntanlegar alþing- iskosningar, en hún er þannig skipuð: Baldvin Tryggvason, Birgir Kjar an, Bjarni Benediktsson, Gróa Pétursdóttir, Magnús Jóhannes- son, Maria Maack og Þorvaldur G. Kristjánsson. Stjórn fulltrúa- ráðsins er sjálfkjörin, en kjörnir og tilnefndir af stjórnum félag- anna eru eftirfarandi: Davíð Ólafsson, Eyjólfur K. Jónsson, Helga Marteinsdóttir, Höskuldur Ólafsson, Soffía M. Ólafsdóttir, Sveinn Helgason, Stefán Hannes son og Valdimar Ketilsson. Að kosningu lokinni tók Bjarni U mferðarsérfrœðingur mun sfarfa hér í 2 mánuði VERKEFNIN, sem verkfræðing- ur umferðarmálanefndar bæjar- ins hefur með höndum, eru nú orðin svo mörg og margvísleg, að hann einn fær þeim ekki ann- að. Það tókst ekki að útvega hér annan verkfræðing til þessara starfa en fyrir milligöngu ýmissa stofnana, hefur tekizt að fá hing- að til starfa um tveggja mánaða skeið bandarískan sérfræðing i ATHUGASEMD Að gefnu tilefni skal það tek- ið fram, að maður sá, sem sagt var frá í blaðinu í gær í frétt frá Gautaborg, er ekki Sverrir Magnússon, skipasmiður, Sól- vallagötu 13. MALFUNDAFELAGIÐ Ó Ð I N N efnir til kvikmyndasýningar fyr- Ir bórn íclagsmanna í Trípólíbíói n.k. sunnudag kl. 1,30. Aðgöngumiðar verða afhentir t Sjálfstæðishúsinu (uppi) í kvöld frá kl. 8—10 og við innganginn, ef eitthvað verður eftir. umferðarmálum. Er hann vænt- anlegur innan skamms. 1 samtali við lögreglustjóra og framkvæmdastjóra umferðar- málanefndar í gær, skýrðu þeir frá því. að nefndin iiefði ýmis mál, sem hún myndi fá sérfræð- ingnum til úrlausnar. Eitt af þeim væri m.a. hvar leggja beri höfuðáherzlu'á uppsetningu um- ferðarljósa, se.n nú er orðið að- kallandi allvíða. Fá tillögur hans um lausn ýmissa vandamála á slæmum hornum víðs vegar um bæinn og kynna sér almennt um ferðarmálin í borginni og fá til- lögur hans varðandi þau, þar sem hann telur breytinga þörf. Hinn bandaríski sérfræðingur hefur að baki sér mikla reynslu og þekkingu á þessu sviði. Ekki íramhald á aflahrotunni VESTMANNAEYJUM, 9. apríl. — Ekki virðist ætla að verða framhald á aflahrotunni, en á þriðjudaginn var hér landburður af fiski, eins og frá hefir verið skýrt í fréttum. — Raunar öfl- uðu bátarnir allvel í gær, en þó var aflinn hvergi nærri eins mik- ill og í fyrradag og miklu mis- jafnari veiði hjá bátunum. — Aðeins fáir bátar úr flotanum eru komnir að þegar þetta er skrifað, en afli þeirra er fremur rýr. — Bj. Guðm. Benediktsson til máls og gerði grein fyrir gangi kjördæmamáls- ins. Stöðugir fundir um k jördæmamálið í FYRRADAG voru stöðugir fundir með fulltrúum Sjálfstæð- isflokksins, Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins um af- greiðslu kjördæmamálsins, og stóðu þeir fundir langt fram á nótt. — f gær héldu viðræðu- fundir flokkanna enn áfram og var þeim viðræðum ekki lokið um það bil, sem blaðið fór í prentun í gærkvöldi, svo ekki er hægt að skýra frá, hvort sam- komulag hefur náðst um af- greiðslu málsins eða ekki. Bílageymsluhús UMFERÐARNEFND Reykjavík- ur hefur mikinn hug á því. að hér í bænum verði reist nokkurra hæða bílageymsluhús, svo sem tíðkast í borgum erlendis. Hefur nefndin þetta aðkallandi mál til athugunar. Hún hefur augastað á nokkrum lóðum sitt hvoru meg in við Lækinn. Til greina koma t.d. lóð við Kalkofnsveginn eða bílastæðið í Garðastræti. enn teppt EINS og frá var skýrt í blaðinu í gær, tepptist vegurinn yfir Holtavörðuheiði í fyrradag vegna I snjókomu og skafrennings. — Samkvæmt upplýsingum vega- málaskrifstofunnar í gær, hélt áfram að skafa á heiðinni, bæði í fyrrinótt og gærdag. Menn frá vegagerðinni bíða tilbúnir með ýtur til þess að ryðja leiðina, jafnskjótt og veður batnar, en talsvert hvasst var enn á heið- inni r gær. — Norðan heiðar bíða 8—10 bílar, bæði farþega- og flutningabílar, eftir því að leiðin opnist. Tólf brezkir á Selvogsbanka ENN halda brezku herskipin uppi gæzlu á þrem verndar- svæðum, til ólöglegra veiða fyrir brezka togara hér við land. — Verndarsvæði þessi eru á sömu slóðum og þau hafa verið að undanförnu. í gær voru 12 brezkir togarar að ólöglegum veiðum á vernd- arsvæðinu á Selvogsbanka, en engir á hinum tveim. Þá var vit- að um 20 togara að veiðum utan fiskveiðitakmarkanna á Eldeyj- arbanka, þar af 5 brezka. Einnig var vitað um 70 togara af ýmsu þjóðerni utan fiskveiðitakmarka á svæðinu frá Grindavík að Eini- drang. Annars staðar við landið var í gær ekki vitað um togara að veiðum nálægt takmörkunum. (Frá Landhelgisgæzlunni). öxnadalsheiði og Vaðlaheiði voru „slarkfærar" stórum bílum enn í gær, en engu má þó muna, að þeir vegir teppist alveg. — Vegurinn í Dalina var orðinn alófær í gær, en sæmileg færð er yfir Kerlingarskarð vestur í Stykkishólm, og hægt mun að komast Skógarstrandarveginn og út í Grundarfjörð, þótt engan veginn séu þær leiðir greiðar. — Annars munu vegir hér sunnan- og suðvestanlands yfirleitt í vel ökufæru ástandi. Ból ú miðjum Luuguvegi UM kl. 3.30 síðd. í gær var slökkviliðið kvatt að Lauga- vegi 15 liér í bæ — húsi Ludvigs Storr & Co. — en þar hafði kviknað í tveim um- búðakössum, fullum af hálmi, þar sem þeir stóðu við hús- ið, og varð af bál allmikið eins og sést á myndinni. — Einn af starfsmönnum franska sendiráðsins var að flytja inn í íbúð á efstu hæð- inni í húsi Ludvigs Storr. — Voru húsmunir í kössum þessum, og var aðeins búið að losa þá fyrir nokkrum mínútum, er eldur kom upp í þeim. Skipti það engum togum, að þeir stóðu í björtu báli. Var þegar kallað á slökkviliðið, og slökkti það skjótt eldinn, en kassarnir brunnu mikið til, og nokkr- ar rúður í húsinu brotnuðu og sprungu af hitanum. (Ljósm. Sig. J. Einarsson).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.