Morgunblaðið - 10.04.1959, Blaðsíða 19
MORGUIVBLAÐIÐ
19
Töstudagur 10. apríl 195S
Sjötugur í dag
Ólafur Bjarnason
á Brimilsvöllum
P & Ó ný herravöru-
verzlun í Austurstrœfi
FYRIR 70 árum, 10. apríl 1889,
fæddist að Hofi á Kjalarnesi Óf-
afur Bjarnason, bóndi og hrepp-
stjóri á Brimilsvöllum í Fróðár-
hreppi á Snæfellsnesi. Foreldrar
Ólafs voru þau Bjarni, bóndi og
hreppsstjóri Sigurðsson, og kona
hans, Vigdís Sigurðardöttir,
bónda á Sandi í Kjós. Árið 1898
fluttist Ólafur, 9 ára gamall, með
foreldrum sínum frá Hofi á Kjal-
arnesi að Brimilsvöllum á Snæ-
fellsnesi — og þar hefur hann
átt heimili síðan, bæði meðan
hann dvaldist í föðurhúsum og
eftir að hann hóf búskap sjálfur
ásamt eiginkonu sinni, frú Kristó
línu Kristjánsdóttur, bónda á
Haukabrekku, mikilli myndar-
konu. Börn þeirra hjóna eru
þessi: Sigurður, lyfjafræðingur í
Reykjavík, giftur Þorbjörgu
Jónsdóttur; Rögnvaldur, fram-
kvstjóri á Hellissandi, giftur
Jónu Ágústsdóttur; Björg, gift
Sigurjóni Sigurðssyni, fulltrúa í
Reykjavík; Bjarni, verkstjóri í
Ólafsvík, giftur Mörtu Kristjáns-
dóttur, og Hlíf, ógift, til heimilis
í Reykjavík. Tvö börn sín misstu
þau hjónin, Hrefnu, sem dó á
fermingaraldri, og Kristján, sem
dó rúmlega tvítugur.
Ólafur er sómi sinnar stéttar,
enaa greindur, íhugull og dug-
mikill. Hann hefur setið vel stór-
býlið Brimilsvelli, bæði hvað
ræktunarframkvæmdir og húsa-
kost snertir. Á Ólaf hafa hlaðizt
margs konar trúnaðarstörf, eins
og oft vill verða um þá menn,
sem eru ósérhlífnir og traust-
vekjandi. Hann hefur verið
— 30 kappar
Framh. af bls. 1.
Dalai Lama væri á leiðinni til
Nepals. Þá var það einnig m°ð
ráðum gert að láta þá frétf ber-
ast út, að Dalai Lama væri al-
varlega særður.
Á sama tíma hafði Dalai Lama
og fylgdarlið hans lagt af stað
meðfram norðurströnd Yandrak-
vatnsins, og var síðan haldið í
suðaustur til hins mikla fjall-
lendis fyrir norðan Bhutan.
Barizt upp á líf og dauða
Hópurinn með tvífarann hélt í
austurátt og varð á vegi vöru-
bílanna með kínversku hersveit-
irnar. i Karo-skarðinu mitt á
miili Yandiak-vatns og Gyantse
sló í bardaga milli Kínverjanna
og hinna 30 sjálfboðaliða. Sumar
heimildir herma að þeir hafi allir
látið lífið, en aðrar að tvífari
Dalai Lama hafi verið handtek-
inn og sendur til Lhasa.
Það þykir hafið yfir allan vafa,
að Dalai Lama eigi hinum 30
hraustu Khamba-hermönnum líf
sitt að launa. Þegar Kínverjar
áttuðu sig loks á gabbinu, var
hann kominn upp í fjöllin þar
sem ómögulegt var að hafa upp
•á honum.
hreppstjóri Fróðárhrepps síðan
1924, sýslunefndarmaður frá því
1922, formaður sólcnarnefndar,
formaður búnaðarfélagsins í ára-
tugi .hreppsnefndaroddviti um
skeið og fulltrúi á búnaðarsam-
bandsfundum. Þá var Ólafur um-
boðsmaður þjóðjarða Arnar-
stapa- og Skógarstrandaumboðs
frá 1926 og til þess tíma að um-
boðið var lagt niður sem sjálf-
stætt starf. Hann var og skipaður
í Búnaðarráð 1944.
Ég, sem þessar línur rita, hef
haft náin kynni af Ólafi í yfir
40 ár, átt sæti með honum í sýslu-
nefnd Snæfellsness- og Hnappa-
dalssýslu í 22 ár og haft gagn og
ánægju af því samstarfi — enda
er Ólafur tillögugóður og rétt-
sýnn á menn og málefni. Ég hef
notið margra ánægjustunda á
heimili þeirra hjóna á Brimils-
völlum — og veit, að ég mæli
fyrir munn fjölda Snæfellinga,
er ég á þessum merku tímamót-
um votta þeim hjónum þakklæti
og virðingu fyrir drengskap og
höfðingslund, er Snæfellingar
hafa notið í ríkum mæli á heim-
ili þeirra í marga áratugi. Máttar
stólpar hvers þjóðfélags eru góð
heimili, þar sem drengskapur og
manndómur ríkir. Á Snæfells-
nesi er margt slíkra heimila —
og er heimili þeirra Brimilsvalla-
hjóna eitt af þeim.
Ég færi Ólafi vini mínum
beztu heillaóskir frá okkur hjón-
unum og bið honum farsældar og
langra lífdaga, fjölskyldu hans
og byggðarlagi okkar til heilla.
Sig. Ágústsson.
Hekluferð
imi helgina
VORHUGUR er nú að koma í
menn, sumir jafnvel farnir að
hugsa til hreyfings, til sumar-
ferðalaga, eða a. m. k. að skreppa
út úr bænum einhvern góðviðris-
daginn. Glögg merki þess, að
ferðahugurinn sé að vakna, sjást
nú í því, að Páll Arason ætlar
að fara fyrstu Hekluförina á laug
ardaginn, eftir hádegið.
Þetta er tveggja daga ferð, gist
verður í Næfurholti og gengið á
Heklu með leiðsögumanni á
sunnudag. Þá um kvöldið verður
komið aftur til bæjarins. Þetta er
þriðja hópferð Ferðaskrifstofu
Páls Arasonar á árinu.
Tvcir hásetar
slösuðust
AKRANESI, 9. apríl. — Svo
slysalega vildi til, er verið var
að draga netin á vb. Keili í dag,
að tveir hásetanna, þeir Snorri
Árnason og Trausti Jónsson,
lentu samtímis í spilinu, og hand
leggsbrotnuðu báðir. — Skipstjór
inn „keyrði" þegar til lands, og
vcru hinir slösuðu fluttir í sjúkru
húsið hið snarasta.
Þegar búið var að gera að
meiðslum mannanna, fengu þeir
að fara heim til sín, því að hjá
hvorugum var um opið brot að
xæða. — Oddur.
Frv. um vöruhapp-
drætti SÍBS
afgrcitt sem lög
Á FUNDI efri deildar Alþingis
í gær var frumvarp til laga um
vöruhappdrætti Sambands ís-
lenzkra berklasjúklinga tekið til
þriðju umræðu í deildinni. Urðu
engar umræður um frumvarpið
og var það samþ. með samhljóða
atkvæðum og verður afgreitt til
ríkisstjórnarinnar sem lög frá A1
þingi.
P & Ó heitir ný herrafataverzlun
sem í dag opnar í Austurstræti
14. Eru þar á boðstólum hvers
konar herravörur aðrar en skó-
fatnaður. Verzlunin er til húsa
á 1. hæð (inngangur frá Pósthús-
stræti) en í kjallara er deild fyr-
ir tilbúinn fatnað karlmanna.
Eigendur P & Ó eru Ólafur
Maríusson og Pétur Sigurðsson,
sem um nær þriggja áratuga
skeið hafa starfað hjá verzl. Har.
Árnasonar. Reynsla þeirra og sér
þekking á herravörum er því
mikil. Þeir verða einir afgreiðslu-
rnenn í hinni nýju verzlun fyrst
í stað og sögðu við fréttamenn
Mbl. í gær, að þeir myndu kapp-
kosta að hafa ávallt vandaðar.
Bömin brenna
sinu
ÞAÐ ER freistandi fyrir krakk-
ana að kveikja í sinu, þegar far-
ið er að þorna um og veðrið er
gott. Hefir Slökkvilið Reykjavík-
ur haft nokkurt ónæði af slíkum
smá-sinubrunum síðustu dagana,
en sem betur fer hefir ekkert
tjón hlotizt af þessum barnabrek
um. — Síðdegis í gær var slökkvi
liðið tvisvar kvatt út vegna sinu-
bruna, í fyrra skiptið að Nýbýla-
vegi 40, en þar höfðu krakkar
kveikt í þurri sinunni rétt hjá
húsinu, og síðar að vatnsgeymun-
um á Háteigshæðinni. — í fyrra-
dag var slökkviliðið þrisvar ó-
náðað af sams konar tilefni.
í gær var slökkviliðið einnig
kvatt að Laugavegi 15, þar sem
kviknað hafði í umbúðakössum,
sem stóðu úti á götu. Er sagt frá
því annars staðar í blaðinu. —
Einnig slökkti það eld, sem kom
upp milli þilja í Sænska frysti-
húsinu, sennilega út frá raf-
magni. — í fyrrinótt kom upp
eldur í vinnuskúr við Hagamel.
Var skúrinn alelda, er slökkvi-
liðið kom á vettvang, og eyðilagð
ist hann.
Yfirlýsing
AÐ marggefnu tilefni viljum
við taka það fram að efni blaðs-
ins „Nýjar fréttir“, sem kom út
um páskana, var ekki skrifað af
undirrituðum, þótt ábyrgðar-
menn teldust af sérstökum ástæð
um. Fer því fjarri, að skammir
þær og árásir á menn og málefni,
er þar birtust, séu okkar skoðanir
eða meining og biðjum við þá,
er fyrir leiðindum urðu, velvirð-
ingar á þessu.
Steingrímur Thorsteinsson.
Heimir Br. Jóhannsson.
Akranesbátar
AKRANESI, 9. apríl. — Heildar-
afli í gær hjá 21 báti var 153 lestir.
Aflahæstur var Sæfari með 23
lestir, næstur Ólafur Magnússon
með 17,3 1. og þriðji Sveinn Guð-
mundsson með tæplega 12 lestir.
í dag eru 20 bát.ar á sjó.
1 —Oddur.
vörur og leitast við að leiðbeina
viðskiptavinum um vöruval.
Húsnæði verzlunarinnar er
mjög smekklega innréttað og
varningi vel og snyrtilega fyrir
komið. En hvað mesta athygli
gestsins vekur þó „kjallarinn"
þar sem viðskiptavinir geta
skoðað tilbúinn fatnað og mátað
buxur og jakka í umhverfi sem
er e-inkar nýstárlegt og þægilegt.
Bradfordvél
óskast keypt. Má vera ógang-
fæ- Tokið á móti tilboðum í
' síma 50426, föstudag og laug-
j ardag. —
Málarastofan Barónsstíg 3.
Sími 15281.
Gerum gömul húsgögn, sem ný.
RyShreinsun & Málmhúðun s.f.
Sími 35400.
EGGURT CLAESSEN og
GÚSTAV A. SVEINSSON ,
hæstaréttarlögmenn.
Þórfhamn við Templarasunð
PÁLL S. PALSSON
MÁLFLUTNINGSSKRIFSPOFA
Bankastræti 7. — Sími 24 200.
Einbýlishús til leigu
Nýtt 5 herb. einbýlishús í Hafnarfirði til leigu í 1 ár.
Laust nú þegar. Upplýsingar gefur:
Árni Gunnlaugsson hdl., Austurgötu 10,
Hafnarfirði, sími 50764, 10—12 og 5—7
--------^
Hjartans þakkir til barna minna, tengdabarna og
barnabarna og til þeirra mörgu vina minna sem heim-
sóttu mig og færðu mér gjafir og blóm og heillaóskir
á 95 ára afmæli mínu 5. apríl 1959.
Guð blessi ykkur öll.
Guðríður Jónsdóttir,
Kirkjubraut 23 Akranesi.
Mínar innilegustu þakkir sendi ég öllum þeim sem
glöddu mig á 75 ára afmæli mínu 3. apríl sl. með heim-
sóknum, gjöfum, blómum og skeytum.
Jónas Eyvindsson, Sjafnargötu 7.
Þakka hjartanlega þeim, sem heiðruðu mig með heim-
sóknum, skeytum og gjöfum á 70 ára afmæli mínu 29.
marz sl.
Sigurður Gíslason.
Móðir mín
JÓLMFRlÐUR ÞORI.ÁKSDÓTTIR
Bergstaðastræti 3, sem andaðist 7. þ.m., verður jarðsung-
in frá Dómkirkjunni laugardaginn 11. þ.m. kl. 10.30 f.h.
Kirkjuathöfninni verður útvarpað. — Blóm afbeðin
Ásfríður Ásgríms.
Kærar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall og
jarðarför föður míns og afa
SIGURÐAR ÓLAFSSONAR
tésmiðs.
Guðrún Sigurðardóttir, Sóiveig Axelsdóttir.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför mannsins míns
SIGURÐAR H. PÉTURSSONAR
Brunngötu 20 Isafirði.
Fyrir mína hönd og annarra vandamanna.
Óiöf Júlíusdóttir.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför
BJARNA E. EINARSSONAR
frá Ögurnesi.
Eiginkona og börn.