Morgunblaðið - 10.04.1959, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.04.1959, Blaðsíða 10
10 MORCZINBLAÐIÐ Föstudagur 10. apríl 195! nstMáfriift Utg.: H.f. Arvakur Reykjavik. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsscn. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigui Einar Asmundsson. Lesbók: Árni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: A'ðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargald kr 35,00 á mánuði innamands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. STÆRRI SKIP - FULLKOMNARI HAFNIR UTAN UR HEIMI Mendés-France kunni vel við sig í „pontunni“ — og nemendurnir höfðu víst ekkert út á „kennar- ann“ að setja . . . Frönskukennarinn okkar heit- ir Pierre Mendés-France.... Nokkrir danskir menntaskólanemar fengu oð eyðo frönskutimanum sinum sl. mánudag i oð spyrja hinn franska stjórnmálaskörung spjörunum úr MIKLAR umbætur hafa á síð ustu áratugum verið gerð ar í hafnarmálum íslend- inga. í öllum landshlutum hefur verið hafizt handa um byggingu hafna í þeim tilgangi að skapa þar aðstöðu til aukinnar útgerðar stærri og fullkomnari skipa. Ljóst er að þessar framkvæmd- ir hafa verið einar hinar nauðsyn legustu, sem unnar hafa verið. Stórkosjleg breyting hefur orctti á stærð fiskiskipaflota þjóðar- innar. Af því hefur síðan leitt nauðsyn fullkomnari hafna. En þrátt fyrir miklar umbætur á þessu sviði fer því þó víðs fjarri að nægilega góð aðstaða hafi skapazt fyrir útgerðina í þessum efnum. Hafnarskilyrðin hafa eng an veginn batnað í samræmi við stækkun skipanna. Þess vegna ríkij óviðunandi ástand í hafnar- málum fjölmargra þróttmikilla verstöðva í öllum landsfjórðung- um. Hin stóru og fullkomnu fiski- skip eru oft í yfirvofandi hættu vegna þess að þau njóta ekki nægilegs öryggis i heimahöfnum sínum. Sjómenn á þessum stöð- um eru þess vegna á stöðugum flótta með skip sín, og óhætt er að fullyrða að af þessu verði oft mikið framleiðslutjón. Það er viðurkennd staðreynd að góðar og fullkomnar hafnir eru frumskilyrði útgerðar og sjósókn ar. Þess vegna verður að leggja hið mesta kapp á það að bæta hafnarskilyrði og tryggja þar með öryggi sjómanna og skipa. Jafn- hliða skapast aðstaða til þess að auka framleiðsluna og þar með gjaldeyristekjur þjóðarinnar, sem fyrst og fremst byggjast enn sem komið er á arðinum af sjávarút- veginum. Framlögin til hafnarmálanna f sambandi við tillögu, sem Sjálfstæðismenn hafa nýlega flutt á Alþingi um hafnarbætur, hafa verið gefnar upplýsingar um það, hve miklu fjármagni þjóðin hef- ur á undanförnum áratugum var- ið til hafnarframkvæmda. Sam- tals hefur verið varið beint úr ríkissjóði á árunum 1894—1958 að báðum árunum meðtöldum 88,5 millj. kr. Til viðbótar þeirri upphæð hefur verið varið 25,5 millj. kr. úr svokölluðum Hafnar bótasjóði, sem stofnaður var með lögum, er Sjálfstæðismenn beittu sér fyrir árið 1944. Ennfremur hef ur verið varið úr ríkissjóði 9,3 millj. kr. til svokallaðra lands- hafna og tæpum 3 millj. kr. til ferjuhafna, sem fyrst og fremst hafa verið byggðar í þágu sam- gangna í einstökum landshlut- um. Samtals hefur ríkið þannig lagt fram til hafnarframkvæmda g. 1. 65 ár 126,3 millj kr. Þegar talin eru með framlög bæjar- og sveitarfélaga til hafnar framkvæmda, hefur verið varið í þessu skyni á fyrrgreindu tíma- bili 303,5 millj. kr. Samkvæmt upplýsingum Vita- málaskrifstofunnar hefur þessu fé verið varið til hafnar- og lend ingarbóta á rúmlega eitt hundrað stöðum víðsvegar um land. Tillaga Sjálfstæðis- manna Fjórir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins hafa nú lagt fram á Al- þingi tillögu um að tekið verði allt að 60 millj. króna erlent lán til meiriháttar hafnarfram- kvæmda á þeim stöðum í hverj- um landsfjórðungi, þar semmesta nauðsyn ber til að bæta aðstöðu sjávarútvegsins, auka útflutnings framleiðsluna og gjaldeyristekjur þjóðarinnar af henni. Hér er um hið mesta þjóðnytja mál að ræða. Margar þær hafnir, sem hafizt hefur verið handa um standa hálfgerðar og því fer víðs fjarri að fullt gagn sé að þeim. Eins og nú er komið fjárhag ríkis sjóðs hefur hann ekki bolmagn til þess að veita nægilegu fjár- magni á ári hverju til þessara nauðsynlegu framkvæmda. Á ár- inu 1958 námu framlög ríkisins til hafnarframkvæmda t. d. að- eins 12,7 millj. króna. Hrökk sú fjárveiting örskammt til þess að hægt væri að fullgera margar hafnir í þýðingarmiklum ver- stöðvum, þar sem haldið er uppi öflugri framleiðslustarfsemi með stöðugt stækkandi fiskiskipaflota. Fyrir Sjálfstæðismönnum vak- ir það með tillögu þeirra að kröft unum verði einbeitt til þess að fullgera nokkrar meiriháttar hafnir í hverjum landsfjórðungi. Þeir benda á, að engar fram- kvæmdir geta átt jafn ríkan þátt í aukningu framleiðslunnar og hafnarframkvæmdir, sem bæta að stöðuna til sjósóknar á þeim stöð- um, sem vel liggja við fiskimiðum. Þess má geta að enda þótt vinstri stjórnin beitti sér fyrir stórfelld- ari erlendum lántökum en nokk- ur önnur ríkisstjórn, var svo að segja engu af því fjármagni var- ið til hafnarframkvæmda. Lánsmöguleikar fyrir hendi Ýmsum kann að finnast, að það sé að bera í bakkafullan lækinn að flytja nú tillögu um erlenda lántöku, eins og fjárhag ríkisins er komið eftir óstjórn vinstri stjórnarinnar. En þjóðin verður að gera sér það ljóst, að öll af- koma hennar og lífskjör byggjast á arðinum af framleiðslu hennar. Þess vegna er því fé vel varið, sem notað er til þess að treysta grundvöll hennar, auka útflutn- ingsframleiðsluna og þar með gjaldeyristekjur þjóðarinnar. Á því er megin munur að taka er- lend lán til almennrar eyðslu og að taka slík lán til uppbyggingar atvinnuvegum landsmanna. Það verður að vera meginmarkmið allra íslenzkra ríkisstjórna að gera þjóðinni kleift að lifa af arði eigin framleiðslu. Á þann hátt einan er hægt að tryggja al- menna velmegun í landinu og af komuöryggi öllum til handa. Það er þess vegna von Sjálf- stæðismanna að þeir lánsmögu- leikar, sem vitað er að nú eru fyrir hendi, verði m. a. hagnýttir til þess að afla fjármagns til nauðsynlegra átaka í hafnarmál- um þjóðarinnar. EFLAUST hefðu margir menntaskólanemar v i 1 j a ð vera í sporum nemendanna í 3. bekk G í Öregaard-mennta- skólanum í Hellerup í Dan- mörku sl. mánudag. — Þá fengu þeir nýjan frönsku- kennara — og sá var enginn annar en Pierre Mendés- France, fyrrum forsætisráð- herra Frakklands. — Það var kl. 12:15 á mánudaginn, að Mendés-France kom akandi í gljáfægðum bíl frá franska sendiráðinu í Kaupmanna- höfn að dyrum skólans til þess að taka við hinni nýju „stöðu“ sinni sem frönsku- kennari í 3. bekk G. — í för með honum var franski sendi- herrann í Danmörku, Christi- an Fouchet. ★ Nú er kannski rétt að taka það fram þegar, að frönskukenn- ari bekksins, Ove Bendsen að nafni, mun ekki þurfa að leita sér að öðru starfi, enda er hann mjög dugandi kennari. Mendes- France gegndi kennarastöðunni sem sagt aðeins þennan eina dag — eða, réttar sagt, einungis þrjá stundarfjórðui^ga. — Meðan hann sat í kennarasætinu, fræddi nem- endurna og svaraði spurningum þeirra, leit franski sendiherrann hvað eftir annað á úrið sitt. „Kennarinn" þurfti að ná til Kastrupflugvallar fyrir vissan tíma. Flugvélar biða nefnilega ekki eftir frönskukennara frem- ur en öðrum — jafnvel þótt hann heiti Pierre Mendes-France. Aðdragandl heimsóknarinnnar En nú er víst réttast að byrja á byrjuninni og segja frá því, hvernig á þessari óvenjulegu heimsókn stóð. — Svo er mál með vexti, að frönskukennarinn, sem fyrr er minnzt á, Ove Bendsen, hefir látið nemendur í umrædd- um bekk lesa bók Mendés-France „Letters á la jeunesse", sem er eins konar ,.stofurabb“ hans við franska æsku. Einnig hefir Bend sen gengizt fyrir því, að nokkrar ræður hins frariska stjórnmála- manns hafa verið lesnar inn á hljómplötur, og þar með er nokk uð af efni fyrrgreindrar bókar. Hefir Bendsen gefizt vel að nota þessar plötur við kennsluna. Þegar Mendés-France kom til Hafnar í fyrri viku, var honum sagt frá þessari framtakssemi Bendsens. Ákvað hann þá að heimsækja Öregaard-skólann. Móttökuathöfn Rektor skólans, P. Rubinstein, kallaði nemendur og kennara saman í hátíðasalnum til þess að taka á móti hinum fræga gesti. — Og þegar Mendés-France gekk í salinn, risu allir úr sætum, og lófatakið dundi. — Síðan bauð Rubinstein rektor hinn góða gest velkominn með nokkrum orðum á hinni legurstu frönsku, og bað hann siðan að segja nokkur orð til nemendanna. — Mendés- France hélt síðan stutta ræðu — sagði m.a., að það væri sér gleði og hvíld að ganga á vit glaðrar æsku, eftir alla hina hátíðlegu og alvarlegu fundi, sem hann hefði setið. — Frakkland liggur fjarri Dan mörku, sagði hann, en þó eru þjóðir þessara landa nátengdar í andlegum skilningi. Við berj- umst fyrir hinu sama: mannúð, fegurð og framförum. — Þróun og mótun hverrar þjóðar frá degi til dags lýsir sér í æsku hennar. Þess vegna er það, að mínu viti, öllu öðru mikilvægara, að við, sem eldri erum, höfum stöðugt lifandi samband við æskuna, ef svo mætti segja — og því gleðst ég mjög yfir því að hafa átt þess kost að heimsækja ykkur þessa stuttu stund, en gjarnan vildi ég hafa haft betri tíma til umráða. Þegar Mendés-France hafði lok Framh. á bls. 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.