Morgunblaðið - 17.04.1959, Page 2

Morgunblaðið - 17.04.1959, Page 2
2 MORCllNfíLAÐIÐ Föstudagur 17. aprfl 1959 Bæjarstjórn ræðir öryggis- ráóstafanir við R.víkurhöfn GUÐMUNDUR J. Guðmundsson, bftr. (A), flutti á fundi bæjar- stjórnar í gær tillögu um, „að bæjarstjórnin fæli hafnarstjórn að gera ráðstafanir til að auka nú þegar öryggi við Grandagarð með því að koma fyrir stigum á garðinum og bátabryggjum og að setja að minnsta kosti upp einn neyðarsíma". G.J.G. taldi að stigum væri stórlega áfátt við höfnina, en þeir væru nauðsynlegir. Sérstök þörf væri þó fyrir þá við Granda garð, þar sem byggjur eru háar og þegar lágt er í sjó er erfitt að komast um borð í bátana, enda hafa slys orðið við bryggjurnar. Þá benti G.J.G. á, að á sl. ári hefði verið ákveðið að verja álit- legri fjárfúlgu til að koma upp simum við höfnina, en ekkert bólaði á þeim, enda væri ekki til neinn almenningssími fyrir alla Reykjavíkurhöfn og spurði hann um, hvað þeirri framkvæmd liði. Einar Thoroddsen bftr. (S), tók til máls og sagði að á Granda- garði væru raunar 11 stigar, en engir á bátabryggjunum, en þeirra væri þar þörf. Oft hefði mál þetta verið rætt í hafnar- stjórn, en hafnarstjóri hefði talið að vandkvæði væru á að koma fyrir fullnægjandi stigum við ýmsar bryggjurnar, sem væru hallandi, vegna þess að bátar mundu mölva þá óðara. E.Th, benti á, að skylda væri að hafa stiga um borð í bátunum sjálf- um, eða að útgerðin ætti þá við höfnina, en slíkir stigar væru yfirleitt ekki til í bátunum. Það væri augljóst, að allir bátar gætu ekki komizt að stigum. Út af símanum tók E.Th. fram, að í fyrrasumar hefði hafnárstjórn ákveðið að setja upp 7 síma við höfnina, en það hefði strandað á því, að símastjórnin hefði ekki talið sér fært að láta tækin í té, en lofað að það yrði í ágústmán- uði n.k. E.Th. tók fram, að hér yrði að vera um sérstaka neyð- arsíma að ræða, en venjulegir al- menningssímar dygðu skammt, því þeir væru fljótlega eyðilagð- ir, hvar sem þeir væru. E.Th. benti á, að hafnarstjóri hefði óskað eftir fastri lögreglu- vakt í Vestur-höfninni og væri það mikils virði, ef lögreglu- stjórnin sæi sér fært að verða við þeirri beiðni. Bar E.Th. loks fram tillögu um, að umræðum um tillögu G.J.G. yrði frestað til næsta fund ar og gæfist hafnarstjórn á með- an færi á að athuga nánar örygg ismál víj höfnina og gera grein íyrir afstöðu sinni til þeirra. Guðmundur H. Guðmundsson, bftr. (S), sagði að sýnilega væri lítill áhugi hjá eigendum fiski- skipa fyrir því að sjá sér sjálf- um fyrir nægilegum tækjum til þess að komast að og frá borði. Stundum væru þessi tæki mjög ófullkomin og væru þá notaðir venjulegir húsastigar. Það væri ekki hafnarii'.nar að sjá um það að skip heíðu slíkar tilfæringar, heldur ættu eigendur þeirra að sjá um það sjálfir. Þessu væri Dagskrá Alþingis í DAG eru boðaðir fundir í báð- um deildum Alþingis á venju- legum tíma. Á dagskrá efri deild- ar er eitt mál. Sauðfjárbaðanir. frv. — Ein umr. Átta mál eru á dagskrá n.d.: 1. Ríkisreikningurinn 1956, frv. — 2. umr. — 2. Veiting ríkisborg- araréttar, frv. — Ein umr. — 3. ítala, frv. — 3. umr. — 4. Fast- eignagjöld til sveitarsjóða, frv. — 2. umr. — 5. Almannatrygg- ingar, frv. — 2. umr. — 6. Tekju- skattur og eignarskattur, frv. — Frh. 3. umr. — 7. Gjaldeyris- sjóður og alþjóðabanki, frv. — 3. umr. — 8. Gjaldeyrissamning- ur Evrópu, frv. — 3. umr. herfilega ábótavant og væri rétt að benda á það í þessu sambandi. G.J.G. benti á að Slysavarnafé- lag íslands hefði gert ýmsar til- iögur um öryggisráðstafanir við höfnina, eins og E.Th. raunar hafi einnig orðað í sinni ræðu, og væri rétt að allt yrði þetta at- hugað í hafnarstjórn í einu lagi, tillaga G.J.G. og athuganir Slysa varnafélagsins og málið síðan lagt fyrir næsta fund. G.H.G. vék að símunum og sagði að það væri Ijóst að hér hefði strandað á hinu mikla rík- isfyrirtæki, Landssímanum, sem væri einokunarfyrirtæki, en á slíkum fyrirtækjum hefði flutn- ingsmaður tillögunnar, G.J.G., mikið dálæti og ætti hann því að ýta við þessari stofnun, svo hún yrði röskari í framkvæmd en raun bæri vitni um. Þegar hér var komið grelp G. J.G. fram í og spurði Guðm. H. G., hvort hann vildi láta leigja símann einhverju einkafyrirtæki og svaraði G.H.G. því til, að vafa- laust mundi síminn þá verða miklu betur rekinn en þó vildi hann ekki mæla með því að Al- þýðubandalaginu yrði leigður síminn! Varð hlátur meðal bæj- arfuiltrúanna út af þessum orða- skiptum. Málinu var síðan frestað á þann hátt sem E.Th. hafði lagt til. Maður féll fyrir borð, en náðist AKRANESI, 16. apríl. — f gær fengu bátamir norðaustan hvassviðri. Bar þá svo við á vélbátnum Skipaskaga, er þeir voru í óða önn að draga þorska- netin, að einn skipverja hrökk fyrir borð. Ætlaði hann að forða því að bólfæri, er lá aftur með, færi í skrúfuna. Skipstjórinn, Valdimar Ágústsson hafði snör handtök, þreif stjaka sem lá á þilfari og rétti manninum. Um leið reið alda undir og maðurinn náði haldi á stjakanum. Voru margar hendur á lofti við að hjálpa honum aftur upp í bátinn. Áftu náttstað á Fjarð- arheiði í stórhríð og nepju SÝSLUNEFNDARMENN N-Múla sýslu og nokkrir ferðafélagar þeirra áttu kalda gistingu á Fjarð arheiði í fyrrinótt. Voru þeir á leið frá Egilsstöðum til Seyðis- fjarðar með snjóbíl. Bilaði hann i heiðinni, og.urðu mennirnir af eyða nóttinni þar sem þeir voru komnir, í stórhríð og kulda. Sýslunefndarmennirnir sex voru að fara til sýslufundar N- Múlasýslu á Seyðisfirði, en með þeim í snjóbíl Þorbjörns Arnodds sonar á Seyðisfirði var Sveinn Guðmundsson póstur og þrír sölu menn úr Reykjavík. — Er komið var nokkuð upp á Fjarðarheiði bilaði bíllinn, sem fyrr segir. Færð var þung, og stórhríðar- veður var á og engan veginn fýsi- legt að eiga náttstað þarna á heið- inni við slíkar aðstæður. Tveir mannanna, þeir Sveinn póstur og Stefán Sigurðsson í Ár- túni, brutust nú út í stórhríðina og hugðust freista þess að komast í sæluhús, sem Rafmagnsveitur ríkisins eiga þarna á heiðinni. Þóttist Sveinn, sem er manna kunnugastur á þessum slóðum, kenna að eigi mundi langt til hússins. Reyndist svo vera, því að ekki höfðu þeir félagar lengi far- ið, er þeir komu að sæluhúsinu. Þaðan símuðu þeir þegar til Egils staða, sögðu farir þeirra félaga ekki sléttar og báðu um aðstoð. Var þegar sendur af stað snjóbíll þaðan, ásamt jarðýtu. — Létu þeir Sveinn síðan fyrirberast í sæluhúsinu um nóttina, en hinir héldu kyrru fyrir í snjóbílnum. Er Mbl. innti Svein Guðmunds- son frétta af næturdvöl þeirra fé- Drengur slekkur hættulegan sinueld AKRANESI, 16. april. Heildarafl þrjú og fjögur síðdegis í gær kveikti 7 ára drengur af óvita- skap í margra ára sinu, rétt hjá olíugeymi Esso niðri á Breið. Ann ar 12 ára drengur sem nærstaddur var, sýndi snarræði, fór úr jakk anum og slökkti eldinn að miklu leyti. Komu svo fleiri drengir þessum unga slökkviliðsmanni til hjálpar og loks kom lögreglan og slökkti síðustu neistana. — Oddur. laga á Fjarðarheiði, sagðist hann ekki vita til, að neinum þeirra hefði orðið meint af volkinu. í sæluhúsinu hefði vistin verið góð, en þar er upphitun, og einmg voru nokkur matvæli fyrir hendi. — Snjóbíllinn og ýtan, sem send voru til hjálpar, komu ekki á heiðina fyrr en um morguninn. Var þá snúið við með mennina, sem biðu í hinum bilaða bíl, þar sem eigi þótti ráðlegt að halda áfram til Seyðisfjarðar. í gær var veður mun betra þar eystra, og var búizt við, að sýslunefndar. mennirnir kæmust leiðar sinnar síðdegis. — Þeir Sveinn og Stefán fóru hins vegar gangandi frá sælu húsinu til Seyðisfjarðar í gær- morgun. Sóttist þeim gangan vel, voru um þrjá tíma á leiðinni. Fjarðarheiði hefir verið ófær öllum venjulegum bílum nær hálfan mánuð, en Þorbjörn Arn- oddsson hefir haldið uppi ferðum yfir hana á snjóbílum sínurn. Síðasta leikkvöld körfuknattleiks- mótsins í KVÖLD fer fram að Háloga- landi síðasta leiklsf/öld körfu- knattleiksmóts íslands. Verður þá úrslitaleikur í meistaraflokki kvenna milli ÍR og Ármanns en hvort félagið hefur 2 stig. Þá fer og fram leikur í 2. fl. karla. Þessi mynd er af áhöfn Ránar, flugbáts landhelgisgæzlunnar, eins og hún var skipuð í gær, er leitað var að hollenzka skipinu, Henry Denny. — Talið frá vinstri: Garðar Jónsson, ioftskeyta- maður, Guðjón Jónsson, flugstjóri, Bragi Norðdahl, flugmaður, Agnar Jónasson, vélstjóri, Björn Jónsson, flugmaður, Grímur Jónsson, loftskeytamaður, Guðmundur Kjærnested, skipherra og Jónas Guðmundsson, siglingafræðingur. Sjá frétt á baksíðu. Tvísköttun á útflutnings afurðir verði afnumin Rœtt um skattlagningu sölusamlaga og samvinnufélaga á Alþingi A DAGSKRÁ neðri deildar Alþingis í gær var til 3. umræðu frum- varp um tekjuskatt og eignarskatt. Við þessa umræðu kom fram breytingartillaga við frumvarpið frá Sigurði Ágústssyni, Eiríki Þor- steinssyni, Karli Guðjónssyni og Áka Jakobssyni þess efnis, að sameignarfélög og samlög, verði skattlögð sem félög, og njóti sömu hlunninda og önnur félög varðandi skattlagningu. Sigurður Ágústsson, fyrsti flm. tillögunnar, fylgdi henni úr hlaði með ræðu. Kvað hann breyting- artillögu þessa flutta í því skyni, að fella niður ákvæði, sem sett hefði verið inn í löggjöfina um tekjuskatt og eignarskatt á sl. ári, um að „sameignarfélög og samlög, sem hafa það að megin- markmiði að annast vinnslu eða sölu á framleiðsluvörum félags- manna“ eigi að greiða tekjuskatt og eignarskatt. Kvað hann flm. telja, að þm. hefðu ekki gert sér fyllilega ljóst hve stórvægi- legri gjaldaaukningu þetta ylii sölusamtökum, sem önnuðust sölu á íslenzkum afurðum er- lendis. Það gæti ekki verið á- setningur Alþingis, að íþyngja slíkum samtökum með milljóna- króna útgjöldum til ríkissjóðs ár lega, þegar það væri vitað, að sölusamlögin sjálf væru með öllu eignalaus og fjármagn það, er þau hefðu undir höndum, væri séreign meðlima samtakanna. Þessi sölusamlög önr.uðust sölu á afurðum fyrir meðlimi sína víðs vegar að af landinu og hefðu meðlimirnir greitt tekju og eignarskatt af framieiðslu af- urðanna þar sem þeir ættu lög- heimili. Það nefði iíka verið álit skattayfirvaidanna hér syðra, að slík sölusamlög ættu ekki að greiða skatt eða útsvar þar til á síðasta ári, að þau töldu sér skylt að skattieggja þau með hlið sjón af breytingu, sem gerð var á skattalrggjöfinni á síð'ista þingi. Sigurður Ágústsson rakti Vormötið í Borgarnesi Fjölbreytt og vöndað skemmfiskrá SAMBAND ungra Sjálfstæðismanna og Sjálfstæðisfélögin í Mýra- sýslu efna til vormóts í Borgarnesi annað kvöld, laugardaginn 18. apiíl. Hefst það kl. 9 um kvöldið. Fjölbreytt dagskrá Mótið verður haldið í sam- komuhúsinu í Borgamesi. Hefst það með ræðu frú Ragnheiðar Helgadóttur, alþingismanns. Þá mun hinn kunni söngmað- ur, Jón Sigurbjörnsson, syngja einsöng með undirleik Asgeirs Beinteinssonar. Að því búnu flyt- ur Ásgeir Pétursson, frambjóð- andi Sjálfstæðismanna í Mýra- sýslu, ræðu. Þá verður skemmtiþáttur, sem þeir Steindór Hjörleifsson, Knút- ur Magnússon og Jón Sigurbjörns son annast. Að lokum verður stiginn dans. Hljómsveit úr Reykjavík mun leika fyrir dans- inum. Þetta er fyrsta vormótið, sem haldið er á vegum Sjálfstæðis- manna í ár. Er þess að vænta að það verði fjölsótt, enda er vel til þess vandað í hvívetna. hvernig skatta- og úievarsálagn- ingu á samtögin væri kagað Það væri lagt á tekjueftirstöðvar sölusamlagsins um hver áramót, en þar væri um að ræða fjár- hæð, sem meðlimum sölu- samlagsins hefði verið van- greidd fyrir útflutningsafurðirn- ar. Af þessari sömu fjárhæð yrðu svo meðlimirnir að greiða skatt og útsvar síðar. Samkvæmt þeim breytingum, sem gerðar heíðu verið á skatta- löggjöfinni á sl. ári væri lögfest tvísköttun á útflutningsafurðirn ar — jaínfráJeit og slík aðferð virtist þó vera. Þá vék ræðumaður að lögum um Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna. sem hann kvað að mestu samin til samræmis við löggjöf um samvinnufélögin um undan- þágu á greiðslu tekjuskatts og eignarskatts. Sigurður Ágústsson sagði að lokum, að hann teldi að hér væri um augljóst réttlætismál að ræða, og kvaðst vænta góðra und irtekta þingmanna um af- greiðslu þess. Skúli Guðmpndsson talaði næstur. Ræddi hann um lög og skyldur félaga almennt og sagði að samvinnufélögin yrðu að greiða skatt samkvæmt lögum. Það væri því tilgangur flutnings manna þessarar breytingartillögu að efna til misréttis og legðist hann því ákveðið á móti því, að breytingartillagan yrði sam- þykkt. Jóhann Hafstein kvað Skúla Guðmundsson hafa flutt skil- merkilega ræðu um félög al- mennt og skyldur þeirra. Hefði ýmislegt athyglisvert komið fram í ræðu hans. Það gæti verið eðiilegt, að setja einhverja lög- gjöf um sameignarfélög og sam- lög svipað og um hlutafélög og samvinnufélög. Skortur slíkrar löggjafar hefði þó ekki verið því til fyrirstöðu, að þessi félög hefðu rekið umfangsmikla starfsemi á undanförnum árum. Jóhann Hafstein kvað Skúla Guðmundson hafa flutt ræðu sína of seint. Ef formáður fjár- hagsnefndar hefði vitað svo gerla í fyrra um réttindi og skyld ur félaga, þá hefði honum borið skylda til að gera grein fyrir því í fjárhagsnefnd og á þingfund um. Þingmenn hefðu ekki gert sér grein fyrir því, að með þeira Framhald á bis. 19.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.