Morgunblaðið - 17.04.1959, Blaðsíða 8
8
MORGVTSHT. Afílfí
Föstudagur 17. apríl 1959
Christian Herter
líklegasti eftirmaður Dullesar, er vin-
sæll brautryðjandi alþjóðasamstarfs
CHRISTIAN Herter, sem nú er
talinn líklegastur eftirmað-
ur Dullesar í embætti utanríkis-
ráðherra er einnig veikur mað-
ur. Hann hefur þjáðst af mjög
kvalafullri liðagigt, sem hefur
orðið þess valdandi, að hann hef-
ur áður orðið að láta af mikil-
vægum embættum. Er hann
gegndi utanríkisráðherraembætt
inu í forföllum Dullesar þurfti
hann fyrir nokkru að mæta fyrir
bandarískri þingnefnd og skýra
fyrir henni nauðsyn á aukningu
efna'nagsaðstoðar við önnur lönd.
Herter þessi 198 sentimetra grann
vaxni risi, þurfti þá að styðjast
við hækjur, er hann gekk úr
bifreið inn í fundarsalinn. Þrátt
fyrir þennan sjúkdóm, sem er
þrálátur og þjáningarfullur var
málflutningi hans fyrir þing-
nefndinni viðbrugðið og kom þar
enn sem fyrr í Ijós, hve áhrifa-
mikill og vinsæll Herter er með-
al þingmanna.
Christian Herter hefur um
langt skeið verið einn allra
fremsti tálsmaður alþjóðasam-
starfs í Bandaríkjunum. Hann
átti mikilvægan þátt í því ásamt
fleiri ágætum bandarískum
stjórnmálamönnum að brjóta á
bak aftur á fáum árum hina
hættulegu og tortryggnu einangr
unarstefnu sem einmitt átti mest
ítök í flokki hans, Republikana-
flokknum. Verður að álíta vina-
þjóðum Bandaríkjanna það mikil
væga tryggingu, ef hann fær að
verða áhrifamestur í framtíðinni
um utanríkisstefnu Bandaríkj-
anna.
H
erter er af þýzkum ættum.
Afi hans tók sem ungur rót
tækur maður þátt í febrúarbylt-
ingunum í Þýzkalandi 1848, en
þegar konungseinvaldið barði
uppreisnina niður, flúði hann
með fjölskyldu sína til Bandaríkj
anna, sem þá voru land frelsisins
í augum Evrópubúa. Þar efnaðist
hann vel sem húsameistari. For-
eldrar Herters stunduðu bæði
listnám í París fyrir aldamótin
! og þar fæddist hann á
| bakka Signu 2. marz 1895 og er
i því nýlega orðinn 64 ára. Dvaid-
ist hann með foreldrum sínum
j í París til 10 ára aldurs og talar
] frönsku þar af leiðandi eins og
innfæddur. Hann gekk í skóla
bæði austan og vestan hafs m.a.
á hinn fræga Harvard-háskóla,
en var reikull í rásinni, um hvað
hann ætti að leggja fyrir sig.
Úrslitum réð, er hann var að
læra byggingarlist við Columbia-
háskólann í New York, að hann
hitti gamlan skólabróður sinn
sem starfandi var í utanríkis-
þjónustunni og lýsti sá fagurlega
fyrir honum hinu tilbreytinga-
ríka starfi sínu. Ákvað Herter þá
áð snúa sér að því starfi. Þetta
var á árum fyrri heimsStyrjaldar
innar og Herter hafði ekki feng-
ið inngöngu í herinn vegna þess
hve hávaxinn hann var og talinn
16 kg. of léttur fyrir þá líkams-
hæð. En hann fékk inngöngu í
utanrikisþjónustuna og var skip-
aður lágt settur ritari sendiráðs-
ins í Brússel í Belgíu, sem þá var
hernuminn af Þjóðverjum.
Þá gerðist það allt á sömu
stundu, að nokkrir starfs-
menn sendiráðsins voru fjarver-
andi og sendiherrann og fulltrúi
hans veiktust. Leiddi það til þess,
U ngling
vantar til blaðburðar í eftirtalið hverti
LYNGHAGA
6 herb. íbú&arhœð
alveg ný og sérstaklega vönduð, til sölu við Rauðalæk.
Stærð um 160 ferm. Sér hitalögn og bílskúrsréttindi.
STEINN JÓNSSON, HDL.,
lögfræðiskrifstofa — fasteignasala.
Kirkjuhvoli — Símar 19090 — 14951.
Skrifstofustúlka
Innflutningsfyrirtæki óskar eftir að ráða til sín
stúlku til að annast innlendar og erlendar bréfa-
skriftir. Lysthafendur sendi nöfn sín og símanúmer
auk upplýsinga um kunnáttu og fyrri störf í Póst-
hólf 95. Reykjavík.
Gott iðnaðarhúsnœði
á góðum stað í bænum er til leigu. Hiis-
næðið er um 130 ferm. — Tilboð sendist
afgr. blaðsins fyrir mánudag merkt:
„Húsnæði — 5985“.
jf
Christian
H e r t e r
er
myndarlegur
maður,
198
sentimetrar.
að hinn 22 ára piltur var skipað-
ur charge d’affaires og yfirmað-
ur sendiráðsins. Hann hafði ekki
setið í því embætti nema skamma
stund, þegar Bandaríkin drógust
inn í styrjöldina og féll þá á
hans herðar, að sjá um flutning
sendiráðsins til hlutlauss ríkis,
Svisslands. Öll forusta í þeim mál
um heppnaðist honum svo vel,
að hann fékk lof fyrir. Aðeins
eitt óheppilegt atvik kom fyrir á
járnbrautarferðinni til Sviss-
lands. Þýzkir lögreglumenn
vildu ekki trúa því, að þessi ungl
ingur væri sendiherra og mun-
aði minnstu, að þeir létu skjóta
hann sem njósnara.
Að stríðslokum sat hinn ungi
maður Versala-friðarráðstefn-
una, sem ritari bandarísku sendi
nefndarinnar, en það urðu hon-
um svo sár vonbrigði, þegar ein
angrunarsinnarnir á Bandaríkja
þingi fengu hindrað, að Banda-
ríkin gerðust aðiljar að Þjóða-
bandalaginu, að hann fékk sig
fluttan í fjáx’málará^uneytið. Þar
varð hann aðstoðarmaður Hoov-
ers, sem síðar varð forseti. Þegar
hann fór til Evrópu með hjálp
til handa fórnarlömbum hungurs-
neyðarinnar, sem þá hrjáði
mörg Evrópulönd. Varð hann
vitni að miklum skelfingum
t.d. þegar hann heimsótti Sovét-
ríkin, en þar hafði hungrið fellt
um milljón manns.
Herter sneri síðan að blaða-
mennsku, ritstýrði útbreiddu
íþróttablaði. Hann var búsettur
í Boston og flutti fyrirlestra við
og við um stjórnfræði við Har-
vard-háskólann. Hann sat á ríkis
þingi Massashusetts 1931—1942
síðast sem forseti þess.
Arið 1942 var hann kosinn í
fulltrúadeild Bandaríkja-
þings og hóf þar með 10 ára þing
mennskuferil, sem varð með
óvenjulegum glæsibrag. Má rétt
geta þess, að tvö ár í röð kusu
samtök blaðamanna í Bandaríkj-
unum hann sem vinsælasta og
fremsta þingmann fulltrúadeild-
arinnar.
Áhugi hans beindist að %tan-
ríkismálum og tilheyrði hann fá ■
mennum hópi alþjóðlega sinn-
aðra republikana, en einangrun-
arstefnan var enn rík í þeim
flokki fram yfir styrjöldina.
Þegar að því kom, að hinir
ábyrgu stjórnendur Bandaríkj-
anna sáu fram á það upp úr
seinni heimsstyrjöldinni, að þeim
bæri sú skylda gagnvart framtíð-
inni að veita hinum stríðshrjáðu
þjóðum stórfellda uppbyggingar-
aðstoð, ráku hinir afturhalds-
samari þingmenn upp rama-
kvein og þóttust varla mega sjá
af neinu fé úr pyngju sinni. |
Beitti Christian Herter sér þá fyr !
ir því, að vísu gegn harðri mót-
spyrnu, að 19 þingmenn úr báð-
um flokkum og öllum- flokksörm
um fóru undir leiðsögn hans í
langt ferðalag um alla Evrópu,
til að kynna sér ástandið með I
eigin augum. Er nú álitið að þessi
för hafi framar öllu öðru orðið
til að bræða hjörtu hinna harð-
soðnu stjórnmálamanna og þar
með hafi skapazt grundvöllur
Marshall-hjálparinnar. Á þing-
mennskuárum sínum sat Herter
í utanríkismálanefnd Republik-
anaflokksins, en formaður henn-
ar var John Foster Dulles. Tókst
með þeim vinátta sem haldizt
hefur æ síðan.
Árið 1952 ákvað Herter að láta
af þingmennsku og bjóða sig
fram í kosningum um ríkisstjóra
embættið í Massashusetts. Bigr-
aði hann með allmiklum atkvæða
mun frambjóðanda Demokrata.
Paul Dever, sem þó hafði gegnt
embættinu að undanförnu. Var
Herter vinsæll í því embætti, en
neyddist til að láta af störfum
eftir fjögur ár vegna liðagigtár,
sem þjáði hann.
Ibyrjun árs 1957 var hann
skipaður aðstoðarutanrik-
isráðherra, hægri hönd Dullesar
og bundu margir andstæðingar
Dullesar þær vonir við þá skipun,
að Herter væri svo mikill
persónuleiki, að hann myridi
ekki hlíta í öllu ráðum Dullesar,
heldur leita nýrra leiða og reyna
að hefja sig upp fyrir hann. Slík-
ar bollaleggingar voru þó byggð-
ar á alröngum forsendum, því að
sjaldan hefur samstarf milli
tveggja manna verið betra én
milli þeirra, enda hafði Dulles oft
fylgt ráðum hans fyrir skipan
hans í embættið. Herter starfaði
af trúmennsku í utanríkisráðu-
neytinu og bar lítið á honum út
á við. Þá fóru andstæðingarnir
að tala um það, að hann hefði
brugðizt vonum þeirra og koðn-
að niður fyrir Dulles. Er ekki
laust við að almenningur fengi
af þessu það álit á Herter, að
hann yrði ekki líklegur eftirmað-
ur Dullesar. Við veikindaforföll
Dullesar á þessu ári, tók Herter
að sér forustu utanríkisráðuneyt
isins sem settur ráðherra. Hefur
hann komið mjög við sögu í við-
ræðum utanríkisráðherra Vestur
veldanna um samstöðu í samn-
ingum við Rússa og þykir hafa
gegnt hlutverki sínu með ágæt-
um.
Christian Herter giftist 1917,
Carolinu Pratt, sem var erfingi
mikilla auðæfa, sem hluthafi í
Standard Oil félaginu volduga
(ESSO). Eru þau forrík og hefur
hjónaband þeirra verið farsælt
og hamingjuríkt. Þau eiga þrjá
syni og eina dóttur, sem öll eru
gift og eiga mörg börn.
Elísabet Sigríður Geir-
mundsdóttir, Akureyri
— Minningarorð
MIG langar til þess að minnast
með nokkrum orðum þessarar
merkiskonu, sem ný’ega er látin.
Hún var svo listfeng að óvenju-
legt má teljast og svo fjölhæf.
Þessa hæfileika fékk hún ríku-
lega í vöggugjöf, en fremur lítið
fékk hún að læra í þessum list-
greinum í æsku, en siðar aflaði
hún sér nokkurrar menntunar á
þessu sviði.
Hún var listmálari, skar út í
tré, fékkst við höggmyndagerð,
orti kvæði og samdi tónsmíðar.
Hún var einnig snillingur við alls
konar saumaskap. Ekki má
gleyma skautaíþróttinni. Elísa-
bet var mjög leikin í þeirri íþrótt
og sýndi hér listdans á skautum
ásamt manni sínum, sem er mik-
ill snillingur í þeirri grein.
Allir Akureyringar, og sjálf-
sagt fjöldi ferðamanna, sem leið
hafa átt gegnum Aðalstræti í
Fjörunni, hafa eflaust vextt at-
hygli fallegum blómagarði með
nokkrum fögrum höggmyndum.
Þetta er garðurinn hennar Betu.
Heyrt hefi ég, aö eitt sinn hafi
merkur listamaður frá Reykja-
vík heimsótt hana og fengið að
sjá málverkin hennar. Hann kvað
upp þann dóm að myndirnar
væru alveg rétt byggðar og hafði'
hún þá ekkert lært En bezt af
öllu var þó hve góða og göfuga
sál hún hafði að geyma. Það var
göfgandi að vera í návist hennar.
Þetta er ekkert oflof.
Svona var Elísabet Geirmunds-
dóttir.
Elisabet var fædd 16. febrúar
1915 á Akureyri, dóttir þeirra
heiðurshjóna Albxnu Helgadóttur
og Geirmundar Kristjánsonar.
Þau systkinin voru fjögur, bróðir
hennar er hinn kunni fuglafræð-
ingur Kristján Geirmundsson. Öll
voru þessi systkini meira og
minna listfeng.
Elísabet var gift Agústi As-
grimssyni verkstjóra, og áttu þau
þrjú börn, tvö þeirra eru upp-
komin, Iðunn gift Magnúsi Guð-
mundssyni, húsgagnasmið, þau
eiga eins árs gamla dóttur, sem
ber nafn ömmu sinnar, næstur er
Ásgrímur 14 ára og Geir 7 ára.
Þau hjónin voru mjög samhent
og reyndist maður hennar henni
framúrskarandi vel í þessum
miklu veikindum hennar Einnig
var samband Elísabetar og tengda
móður hennar Ingibjargar Hans-
dóttur til fyrirmyndar.
Elísabet fór tvívegis utan til
uppskurður við heilaæxli, en
fékk ekki bót, þó allt væri gert
sem í mannlegu vaidi stendur til
að hjálpa henni. Hún lézt eftir
miklar og langvarandi þjáningar
í Fjórðungs-sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri þ. 9. apríl sl. Hún verður
jarðsett í dag þ. 17. þ. m. frá
Matthíasarkirkju á Akureyri.
Friður Guðs þig blessi.
Ngrk.