Morgunblaðið - 17.04.1959, Síða 18
18
MORGUISM. Afílto
Föstudagur 17. apríl 1959
Hafnfirðingar
Bifvélavirki óskar eftir 2ja
til 3ja herbergja íbúð strax
eða fyrir 14. maí. Upplýsingar
í síma 16356 kl. 3—6 í dag.
Ein ai bezt’.: byggingalóðum í
Ytri-Njarðvik
til sölu. Upplýsingar í síma
811.
t:l solu
Kelvinator kæliskápur, 12 cub.
Upplýsingar í síma 36170. —
Fyrir sumardaginn fyrsla.
Crep-hosur
á hörn og unglinga.
Nokur stykki
fyrirldggjandi.
A. J. Bertelsen & Co. li.f.
Hafnarstræti 11.
Sími 13834.
Rósír
Fallegar, potta-búketrósir.
Lækkað verð. Tækifæris-
kaup, kr. 40,00 hvert stk.
í nýútkomnu hefti af
SATT
birtist nýstárleg ísl. frásögn:
SÓLBORG
örlaganótt í Norður-Þingeyjar-
sýslu, en þar kemur mjög við
sögu eitt höfuöskáld Islendinga
&þessari öld.
Rótan-dælur
nýkomnar.
= HÉÐINN =
fundur Knattspyrnumanna og blaðamanna
Þjálfun knattspyrnu-
manna of lífil og of léleg
Æting er gagnslaus ef
ekki er tekið á
SÍÐAST LIÐINN .sunnudag boð-
uðu Samtök íþróttafréttamanna,
sem er félagsskapur þeirra er um
íþróttir skrifa í blöð að staðaldri
eða flytja þætti um þau mál í út
varp, til fundar með æðstu stjórn
knattspyrnumálanna, stjórn KSf,
auk þjálfara sambandsins, for-
manni landsliðsnefndar og 2 full
trúa frá Knattspyrnuráði Rvíkur.
Markmið fundarins var að
skiptast á skoðunum um ýmis at-
riði sem hátt ber innan knatt-
spyrnuhreyfingarinnar nú. Slíkir
fundir sem þessi eru eitt af þeim
atriðum sem „Samtök íþrótta-
manna“ beita sér fyrir, ef verða
mætti til þess að auka eða flýta
þróun knattspyrnumálanna. Fyrir
mynd um þessa fundi er sótt til
systurklúbba Samtaka íþrótta-
fréttamanna á Norðurlöndum, en
náið samstarf er milli ísl. og nor
rænna íþróttafréttamanna. For-
maður Samtaka íþróttafrétta-
manna, Atli Steinarsson stjórn-
aði fundinum, en framsögumaður
um umræðuefnin var Frímann
Helgason. Umræðuefnið var í 5
liðum: Starf KSÍ varðandi þjálf-
un knattspyrnumanna, varðandi
aðstöðu knattspyrnumanna til æf
inga, varðandi mótin hér heima,
varðandi viðskipti við útlönd og
varðandi samskipti KSÍ við knatt
spyrnufélögin.
Á næstunni verður hér á síð-
unni vikið að þessum liðum og
þess getið sem fram kom í umræð
um knattspyrnuforystunnar og
fréttamannanna. í dag snúum við
okkur að því sem sagt var um
þjálfun knattspyrnumanna og að-
stöðu þeirra til æfinganna.
Léleg þjálPun.
Frímann Helgason sagði það
skoðun sína og margra hinna
eldri knattspyrnumanna, að þjálf
un knattspyrnumanna í dag væri
ekki nógu vel upp byggð. Hefði
það greinilega komið í ljós er
úthald knattspyrnumanna var
mælt á hinu nýja þolprófshjóli
ÍBH. Árangurinn á því prófi hefði
verið neikvæður fyrir knatt-
spyrnumenn — og þó kvað
Frímann það trú sína að betur
hefði verið æft í vetur en undan
farin ár.
Skoðun Frímanns var að piltarn
ir hafi ekki á æfingum frá ára-
mótum fengið þá grunnþjálfun,
það úthald og þrek sem nauðsyn-
legt er að hafa öðlazt í upphafi
keppnistímabils, en það er nú að
hefjast eftir vikutíma. Taka yrði
TIL LEIGU
14. maí er tdl leigu
tvö herbergi og eldhús við
Skiasund, til eins eða tveggja
ára. Hjón með eitt eða tvö lítil
börn sitja fyrir. Leigan er lá,
en greiðist fyrirfram. Alger
reglusemi. Tilb. óskast send
til afgr. Mbl. merkt: 5980.
upp háttu erl. knattspyrnumanna
er æfa allt árið — með mismun-
andi áherzlum þó, sagði Frímann.
Frímann ræddi um leiðir til úr-
bóta varðandi þjálfunina og
nefndi m. a. þessar.
1. Þjálfunarnefnd sem fylgdist
vel með þjálfun gæti áorkað
miklu innan félaganna með áróðri
og ábendingum um nauðsyn réttr
ar þjálfunar.
2. Gefa mætti út stutt erindi um
þjálfun t. d. erindi það er Bene-
dikt Jakobsson flutti á undir-
búningsfundi KSÍ fyrir landsleik
ina við Belgíu og Frakkland 1957.
3. Koma þyrfti á leiðbeinenda-
námskeiðum, því á þeim er mikill
skortur. í því efni þyrfti að dómi
Frímanns að gera langa áætlun
t. d. til 5 ára. Sú áætlun hæfist
með helganámskeiðum og síðar
yrðu námskeiðin lengd til muna.
Fyrirmyndin er til hjá nágranna-
þjóðunum.
4 Efla ber starfið í sambandi
við knattþrautir unglinga.
5. Hugsanlegt er að taka upp
bréfaskóla varðandi tilsögn við
þjálfun knattspyrnumanna.
Aðstaðan ekki afsökun.
En ræðtumaður lauk máli
sinu um þjálfun með því að
undarstrika að hingað til væri
þjálfun knattspyrnumanna of
lítil — og of léleg það sem hún
væri. Hann lagði áherzlu á,
að hér í Reykjavík væru nú
4—5 vellir til æfinga og þó
erfiðara væri með þjálfun inn
anhúss væri aðstaða knatt-
spyrnumanna í Rvík orðin sú
að ekki væri þar að finna af-
sökun fyrir lítilli og lélegri
þ, --
Taka verður á.
Næstur tók Björgvin Schram
form. KSÍ til máls. Hann kvað
árangurinn af prófi knattspyrnu
manna á þolhjólinu ekki hafa
komið sér á óvart. Allar æfingar
eru gagnslausar ef ekki er tekið
á, sagði hann. En þeirri spurningu
varpaði Björgvin fram hvort þol
hjólið væri algildur mælikvarði
um þjálfun.
Björgvin sagði að uppbygging
þjálfunar yrði að eiga sér stað í
félögunum. Verkefni KSÍ væri
þjónustustarf, m. a. varðandi þjálf
un, en KSÍ gæti ekki tekið upp-
byggingu þjálfunar að sér. KSÍ
getur ekki vegna fjárskorts gert 5
ára áætlun varðandi uppbyggingu
þjálfunar. Ekki getur samband-
ið heldur fjárhagsins vegna ráðið
til sín t. d. tvo þjálfara sem færu
um landið og héldu námskeið fyr
ir knattspyrnumenn og leiðbein-
endur.
Hér er litið á íþróttir sem leik
frekar en annað, sagði Björgvin.
Það fer því oft svo, að það veröur
að ná samkomulagi við knatt-
spyrnumennina um hversu mikið
þeir þjálfa — það byggist á þegn
skap þeirra m.a. hvað þeir vilja af
höndum leggja til að komast í
þjálfun. Hugmyndir okkar um
þjálftun landsliðsins t. d. stranda
allar á fjárhagserfiðleikum, sagði
Björgvin.
Skoðun þjálfara.
Næstur talaði Karl Guðmunds-
son þjálfari KSÍ. Hann sagði að
aðalvandamálið væri skortur á
þjálfurum. Tilfinnanlegast væri
það með yngri flokkana og ein-
mitt til þess skorts þar mætti
rekja margar — og kannske flest
ar meinsemdir knattspyrnunnar
í dag. Því betur sem hlúð er að
nýgræðingnum, þeim mun meiri
árangurs má vænta er hann vex
upp — bæði íþróttalega og félags
lega en á slíkan þroska skortir
nú töluvert, sagði Karl. Málin
standa svo í dag, sagði Karl, að
3 eða 4 meistaraflokkslið eru
án þjálfara.
Höfuðverkefni knattspyrn-
unnar í dag er að koma á leið
beinendanámskeiðum. Það er
erfitt að fá menn til að vera
leiðbeinendur, en laða þarf að
því starfi. Á stuttum námskeið
um sem víða þarf að halda
þar£ að fara í undirstöðuatriði
þjálfunar. Slíkt verður aldrei
fært fullkomlega og nýir menn
sem eldri leiðendur og þjálfar
ar verða alltaf að vera að lesa
og læra.
Í öðru lagi þarf að sklpn-
leggja miklm betur þjálfunar-
starfið i félögunum. Því er
mjög ábótavant. Þar er þjálf-
arinn nú hafður sem einhver
tuska, sem ekkert hefur að
segja. Gat Karl dæmis frá
Noregi en þar starfaði hann
eitt ár. Þar hefur félagið
þjálfunarnefnd, sem mjög nán
ar gætur hefur á þjálfun leik
manna félagsins. Þessi nefnd
undirbýr hverja æfingu —
knettirnir eru komnir á stað-
inn í upphafi æfinga og allt til
reiðu. Að svona skipiulega er
unnið að málunum eykur á-
huga þeirra sem þjálfa og
skapar virðingu þeirra fyrir
þjálfuninni.
Karl sagði að hér væri aðstaða
ekki nógu góð til æfinga. Innan
húsæfingar yrði að stunda undir
miðnættið, því aðrir tímar væru
ekki til í húsunum, og húsaleiga
væri mjög dýr. Sá kostnaður og
annar sem við þjálfun væri drægi
úr mætti félaganna til að skipu-
leggja fullkomna þjálfun.
En höfuðnauðsyn er að æfa allt
árið — lengja keppnistímabilið á
haustin og halda áfram æfingum
í nóv. og des. svo ekki slitni I
sundur sem nú er, en nú koma
knattspyrnumennirnir sem las-
burða menn til voræfinga eftir
Iélegar vetraræfingar og surnir
hverjir eftir margra mánaða
hvíld sem þeir vinna ekki upp allt
sumarið og komast aldrei í þjálf-
un.
A. St.
Enska knatfspyrnan
Kantersbelti
Ný sending
nliar siærðir.
Sápuhúsið
Au»tur«træti 1.
Rafmótorar
1 fasa rafmótorar
U-. 'á; já; %;
hestöfl. —
= HÉÐINN5
— Vélaverzlun —
Skátabúningur
óskast á 12 ára stúlku. — Uppl.
í síma 23232.
Úrslit leikja í ensku deilda-
keppninni í knattspyrnu í vik-
unni.
1. delld.
Birnimgham C — Arsenal ........ 4:1
Burnley — Bolton W ............ 0:1
Nottingham F. — Chelsea ...... 1:3
Portsmouth — Everton ......... 2:3
West Bromwich — Luton......... 2:0
2. deild.
Grimsby T. — Charlton ..........
Rotherham — Sheffield Utd.......
Sheffield Wedn. — Liverpool ....
Swansea T. — Cardiff C..........
3 deild.
Bury — Norwich .................
Chesterfield ■— Stoskport Co ...
Halifax Town — Wrexham .........
Mansfield — Swindon ............
Newport Co. — Southend .........
Reading — Hull City ............
Wrexham — Norwich C.............
1:8
2:2
1:0
1:3
3:2
1:0
4:1
0:0
3:1
2:0
1J2