Morgunblaðið - 17.04.1959, Page 20
VEÐRIÐ
Austankaldi — létt skýjað. Hiti
4—6 stig.
lortpnMaMfri
86. tbl. — Föstudagur 17. apríl 1959
Eftirmaður
Adenauer. — Sjá bls. 6.
L
I*essi mynd er af hinu nauðstadda, hollenzka skipi, Henry Denny, par sem það andæfði tómt mót
stormi og stórsjó djúpt í hafL
Stjórnlaus orustuþofa
hrapar við Carðskagavita
UM klukkan sjö í gærkvöldi varð
Sigurbergur vitavörður á Garð-
skaga var undarlegrar ferðar
bandarískrar orustuþotu, sem
hafði verið að hefja sig til flugs
af Keflavíkurflugvelli. Þótti hon-
um sýnt, að þotan sem stefndi úr
suðri áleiðis að vitanum myndi
vera með öllu stjórnlaus, og benti
allt til þess að hún myndi lenda
í sjónum út af vitanum.
Vitavörðurinn brá skjótt við og
fór í útvarpssendistöð sem hann
hefur og kallaði á nærstödd skip
að koma til hjálpar. Voru togar-
inn Ingólfur Arnarson og varð-
skipið Albert næst staðnum og
voru þegar reiðubúin að koma til
hjálpar, ef flugvélin lenti í sjón-
um.
En þegar orustuþotan var
skammt frá Garðskagavita skutu
tveir flugmenn hennar sér út með
þar til gerðum útbúnaði og svifu
heilir á húfi niður til jarðar í
fallhlífum. Flugvélin féll í flæð-
armálið og gereyðilagðist.
Flugmennirnir tveir John Q
Hunt flugstjóri og Franklin D.
Lamar flugliðsforingi skýrðu svo
frá að þeir hefðu þá fyrir tæpum
stundarfj órðungi lagt upp af
Keflavíkurflugvelli í tveggja
hreyfla Scorpion orustuþ. Er þeir
voru komnir á loft urðu þeir þess
varir að hæðarstýri flugvélarinn-
ar voru úr sambandi, svo þeir
réðu ekkert við hana, en hún
hentist til og frá í loftinu. Þeim
gafst að eins ráðrúm til að senda
neyðarskeyti til flugturnsins, áð-
ur en þeir köstuðu sér út í fall-
hlíf.
Þegar neyðarskeyti þeirra barst
til flugturnsins voru þegar gerðar
björgunarráðstafanir á flugvell-
inum og þjrrilvængja send af
stað. Sex mínútum eftir að flug-
mennirnir höfðu komið til jarðar
við Garðskagavita lenti þyril-
vængjan þar, tók flugmennina
formálalaust upp og sneri með
þá til flugstöðvarinnar.
Rán fann hollenzka skipið
Neyðarástand. Skipið kemst ekki
hjálparlaust til hafnar
Veðurskipið Indía á vettvang í gœrkvöldi
KUUKKAN 2.45 í gær flaug flug
bátur Landhelgisgæzlunnar, Rán
yfir hollenska skipið Henry
Denny, og þar með var lokið leit
skipa og flugvéla að hinu nauð
stadda skipi. Áður höfðu skip
heyrt til þess, og tekizt að miða
það út. Reyndist það vera 110 sjó
mílur undan Selvoginum, beint
til suðurs. Fyrsta skip á vett-
vang, hinu nauðstadda skipi til
hjálpar, var veðurskipið Indía,
sem þegar var lagt af stað til að-
stoðar við leitina.
í gærmorgun höfðu litlar sem
engar fregnir borizt frá hinu
nauðstadda skipi. Þá átti og blaða
maður frá Mbl. stutt samtal við
skipstjórann á hollenzka skipinu
Friso, Klein að nafni, en þetta
skip er nýkomið hingað,
Klein skipstjóri, sem er venslað
ur fyrsta vélstjóra á Henry Denny
sagði að í fyrrakvöld um kl. 6.30
hefði allt verið í stakasta lagi
um borð í hinu nauðstadda skipi,
að öðru leyti en því, að einn skips
mannanna hafði slasazt. Var ofsa
veður þar sem skipið var, og hafði
skipsmaðurinn handleggsbrotnað
og skaddazt í andliti, vegna byltu
er hann hafði hlotið.
Henry Denny er frystiskip, sem
er á leið til Vestmannaeyja til
að taka þar fiskfarm fyrir Sölu-
miðstöð hraðfrystihúsanna. Klein
skipstjóri sagði að skipið væri
traustlega byggt, Hann xvaðst
telja, að um borð myndu vera a.
m. k. 2 börn og ein kona, eigin
kona skipstjórans.
Milli klukkan 12 og 1 í gærdag
heyrðu leitarskip til hins nauð-
stadda skips. Meðal þeirra var
Þór, tvö brezk herskip, togarinn
Júní og einn brezkur togari. Tókst
þeim að miða hið nauðstadda
skip.
Nokkru eftir kom bandarísk
björgunarflugvél á vettvang og
tók við gæzlunni yfir hipu nauð-
stadda skipi af Rán, sem hélt
síðan áfram gæzluflugi meðfram
línunni.
Ákveðið var að veðurskipið
Indía sem þegar var farið af stað
til leitar, skyldi halda förinni á-
fram til aðstoðar við hið nauð-
stadda skip, og var veðurskip-
ið væntanlegt milli kl. 8 og 9 í
gærkvöldi.
Samkvæmt upplýsingum Veð-
urstofunnar var 8 vindstiga
stormur á þeim slóðum, sem
Henry Denny var, kl. 9 í gær-
kvöldi. Talið var að veðrið lægði
heldur í nótt.
Hér er merktur á kort staðurinn, þar
Denny í neyðarástandi í gær.
sem Rán fann Henry
Tólf nautgripir í fjósi Hóla
bús jákvæðir við berklaprófun
Heilbrigðisyfirvöldin hafa fengið
málið i hendur
Sjálfstœðisfélögin í
Rangárvallarsýslu
Sjálfstæðisféiögin í Rangárvalla2
efna til fundar að Hellu, laugar-
daginn 18. þ. m. kl. 9 e. h. — Á
fundinum verða tekin fyrir venju
ljj aðalfundarstörf, kosin stjórn
fulltrúaráú..
Ennfremur verður gengið frá
framboðslista fyrir næstu kosn-
ingar.
Ingólfur Jónsson, alþingismað-
na, hcfur framsögu um kjör-
dæmamálið og stjórnmálaviðhorf
ið.
Allir sluðningsmenn Sjálfstæð-
isfiokksins velkomnir á fundinn.
Stjórnir
Sjálfstæðisfélanna.
Þegar þetta gerðist, voru leitar
flugvélar frá Keflavíkurflugvelli
á lofti, en þær voru komnar
nokkru sunnar. Flugbátur Land-
helgisgæzlunnar, er var hér úti
yfir Faxaflóa, heyrði þessi sam-
skipti og miðanir skipanna og
baðst leyfis til þess að fara inn
á leitarsvæðið og taka þátt í leit
inni.
★
Við höfðum flogið í um það bil
2 klst. sagði Guðmundur Kjærne
sted skipstjóri á Rán, er við sáum
skipið. Reyndist það vera um 110
sjómilur út af Selvoginum. Okk
ur tókst brátt að komast í sam-
band við skipstjórann, sem sagði
að neyðarástand væri um borð.
Allar rúður í brúnni væru brotn
ar og hefði brúin fyllzt af sjó,
einnig hefði sjór komizt í korta
klefa og loftskeytaklefa skipsins
og öll siglingartæki væru í ó-
lagi eða eyðilögð. Einnig væri vél
skipsins í ólagi. Þá andæfði skip
ið gegn stormi og stórsjó. Skip-
stjórinn sagð, að um borð í skipi
sínu væru alls 16 manns þar af
fjórar konur skipsmanna og tvö
börn.
AKUREYRI, 16. apríl. — Komið
hefur í Ijós við rannsókn á naut-
-gripum á búinu á búnaðarskólan-
um að Hólum í Hjaltadal, að 12
gripir reyndust vera jákvæðir við
berklahúðprófun er fram fór þar
fyrir skömmu.
í gær átti Mbl. tal við héraðs-
dýralækni Skagfirðinga, Guð-
brand Hlíðar á Sauðárkróki, um
þetta alvarlega mál.
Dýralæknirinn sagði, að á þessu
stigi væri ekki hægt að fullyrða
hve alvarlegt þetta mál væri,
hins vegar hefði það komið í ljós
að fyrrgreindir tólf gripir hefðu
tekið berklabakteríu. Þar með
væri ekki sannað að hér væri um
að ræða berkla er væru hættu-
legir mönnum.
Forsaga þessa máls er sú, að
héraðslæknirinn á Hofsósi bað
Guðbrand hlíðar dýralækni að
framkvæma berklarannsókn á
nautgripum Hólabúsins. Héraðs-
læknirinn taldi sig hafa grun um
að þar gæti verið um berkla að
ræða. Guðbrandur framkvæmdi
svo þessa rannsókn sem fyrr get-
ur og telur hann augljóst að já-
kvæð berklaprófun hafi komið
fram. Dýralæknirinn hefur í sam-
bandi við þessa berklaprófun
einnig framkvæmt garnaprófun
á nautgripunum og sent um þetta
nákvæma skýrslu til yfirdýra-
læknis í Reykjavík.
Einnig mun berklayfirlækn-
irinn í Reykjavík láta þetta til
sín taka.
Geta má þess að fullorðnu kýrn
ar sem rannsakaðar voru hafa
staðið geldar í um 2 mánuði og
eru komnar að burði. Útlit þeirra
og ástand telur Guðbrandur dýra
læknir í góðu lagi.
Guðbrandur dýralæknir segist
hafa lagt til við yfirdýralækni að
fyrrgreindum 12 gripum yrði lóg-
að. Það er á valdi yfirmanna
heilsugæzlu í Reykjavík að á-
kveða hvert næsta spor verði í
þessu máli.
Að því er Mbl. hefur frétt mun
það vera álit manna að sérfræð-
ingur muni rannsaka fólk það er
neytt hefur ógerilsneyddrar
mjólkur frá Hólabúi. Er þar um
að ræða eingöngu staðarmenn
heima á Hólum. Hins vegar er
öll sú mjólk sem flutt er frá bú-
inu gerilsneydd í mjólkursam.
laginu á Sauðárkróki.
Þetta mál mun enn vera á rann-
sóknarstigi og mun sú rannsókn
leiða í ljós, hvort hér sé um að
ræða hættulega smitun á berkl-
um fyrir fólk það er neytt hefur
mjólkur eða umgengizt gripina í
fjósinu á Hólum.
Simagin vann Friðrik
MOSKVU, 16. apríl. — í dag voru
tefldar biðskákir á skákmótinu í
Moskvu. Þá fóru svo leikar að
Portis vann Larsen og Simagin
vann Friðrik Ólafsson. Jafntefli
varð hjá Vasjukov og Lutikov.
Þau urðu úrslit 9. umferðar, að
jafntefli varð hjá þeim Larsen
og Spassky, dr. Filip og Vasju-
kov, Lutikov og Milev, Friðrik
og Portis. — Skákir þeirra Bron-
steins og Smyslovs og Aronins og
Simagins fóru í bið.