Morgunblaðið - 14.06.1959, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.06.1959, Blaðsíða 4
MORCVNBLAÐIl Sunnudagur 14. júní 1959 / EifWbók f dag- er 165. dagur ársins. Sunnudagur 14. júní. Árdegisflæði kl. 12:09. Siðdegisflæði kl. 24:30. Slysavarðstofan er opin allan sólarhringinn. — Læknavörður L.R. (fyrir vitjanir), er á sama Stað frá kl. 18—8. — Sími 15030. Næturvarzla er í Reykjavíkur apoteki vikuna 13.—19. júní. — sími 11760. Helgidagsvarzla 14. júní er einn ig í Reykjavíkur-apóteki. Holts-apótek og Garðs-apótek eru opin á sunnudögum kl. 1—4 eftir hádegi. Hafnarfjarðarapótek er opið alla virka daga kl. 9—21. Laugar- daga kl. 9—16 og 19—21. Helgi- dag kl. 13—16 og kl —21. Næturlæknir í Hafnarfirði er Ólafur Einarsson, sími 50952. Keflavikur-apótek er opið alla virka daga kl. 9—19, laugardaga kl. 9—16. Helgidaga kl. 13—16. Kópavogs-apótek, Álfhólsvegi 9 er opið daglega kl. 9—20, nema Iaugardaga kl. 9—16 og helgidaga kl. 13—16. — Sími 23100. Messur EUiheimilið: — Guðsþjónusta kl. 2 síðdegis. Séra Jón Skagan. AFMÆLI ■> Sextug verður á morgun, 15. júní, frú Elín Kristjánsdóttir, Hringbraut 19. Hafnarfirði. Fimmtugur er á morgun, mánu dag, Kristján Þorsteinsson, hús- vörður Fiskifélags íslands. Krist- ján er kunnur fyrir afskipti sín af félagsmálum, einkum innan Góðtemplarareglunnar. Hann er nú á ferðalagi norður í landi. B^Brúðkaup Laugardaginn 6. júní voru gef in saman í hjónaband í Háskóla- kapellunni af séra Gunnari Árna syni ungfrú Erla Cortes og Árni Barátta læknisíns ITm þessar mundir sýnir Austurbæjarbíó þýzka kvikmynd, er nefnist „Barátta Iæknisins". Er hér um að ræða úrvals- kvikmynd, sem byggð er á hinu þekkta Ieikriti „Júpíter hlær“ eftir A. J. Cronin, en það hefir verið leikið í útvarpinu og víða úti á landi. Ennfrem- ur hefir sagan ver- ið framhaldssaga í danska vikuritinu „Hjemmet". Kvik- mynd þessi hefir alls staðar verið sýnd við mjög mikla aðsókn, enda alveg sérstaklega áhrifamikil og vel leikin. — Með aðal- hlutverkin fara O. W. Fischer, en hann hef- ir verið vinsælasti leikari Þjóðverja undanfarin ár, og Anouk Aimée, sem fer með hlutverk kvenlæknis. Kristinsson stud. med. Heimili þeirra er á Sólvallagötu 29. í gær voru gefin saman í hjóna band af séra Jóni Thorarensen ungfrú Unnur Þórðardóttir, hjúkr unarkona, og Sverrir Bergmann Bergsson, stud. med., Miðtúni 54, Reykjavík. Tvöfalt kirkjubrúðkaup: — Gefin veðra saman í hjónaband við messu í Frikirkjunni í dag Td. 11 f.h. Kristbjörg Stefáns- dóttir og Róbert Dan Jensson, stýrimaður — heimili Skúlatúni 2 — og Sólveig Hinriksen, hjúkr- unarkona, og Rögnvaldur Stefáns son, hjúkrunarnemi — heimili Bergþórugötu 41. — Sr. Þorsteinn Björnsson gefur brúðhjónin sam- an. ^JHjónaefni Nýlega kunngerðu trúlofun sína ungfrú Guðríður Guðbjörns dóttir og herra Gunnar Þór Þór- hallsson, vélstjóri. Nýlega hafa opinberað trúlof- un sína ungfrú Ingibjörg Sæ- mundsdóttir, Heylæk, Fljótshiið og Gísli Þorsteinsson, Ilöfnum. Skipin Skipadeild S.Í.S.: — Hvassafell er á ísafirði. Arnarfell er í Vasa. Jökulfell fór í gær frá Vest- mannaeyjum til Hamgorgar. Dís arfell er á leið til Hornafjarðar. Litlafell er í Vestmannaeyjum. Helgafell er í Keflavík. Hamra- fell er á leið til Reykjavíkur. Eeimskipafélag Rvíkur h.f.: — Katla er í Leningrad. — Askja er í Kingston. ^IFlugvélar Flugfélag íslands h.f.: — Gull- faxi fer til Glasgow og Kaup- mannahafnar kl. 8 í dag. Vænt- anlegur aftur til Reykjavíkur kl. 22:40 í kvöld. — Hrímfaxi er væntanlegur til Reykjavíkur kl. 16:50 í dag frá Hamborg, Kaup- mannahöfn og Osló. Fer til Lundúna kl. 10 i fyrramálið. — Innanlandsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferð- ir, Egilsstaða, Kópaskers. Siglu- fjarðar, Vestmannaeyja og Þórs- hafnar. — Á morgu er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferð- ir), Bíldudals, Fagurhólsmýrar, Hornafjarðar, Isafjarðar, Patreks fjarðar og Vestmannaeyja. Ymislegt Gjöfum til kristniboðsins i Konsó er veitt móttaka í húsi K.F.U.M. og K., Amtmannsst. 2b. Frá Vorboðanum: — Læknis- skoðun á börnum, sem eiga að fara til sumardvalar að Rauð- hólum, fer fram í Heilsuverndar- stöðinni þriðjudaginn 16. júní. — Börn, sem bera númer 1-—40, eru beðin að mæta kl. 9,30 f.h., en nr. 41—84 kl. 11 f.h. — Starfs- fólk mæti á sama tíma. Kvenfélag Neskirkju: — í dag sunnudaginn 14. júní. verður kaffisala í félagsheimili Nes- kirkju. — Messað verður kl. 2 og hefst kaffisalan að lokinni messu. Félagið vonar að sóknar- fólk og aðrir noti tækifærið til að styrkja félagið og njóta sam- tímis góðra veitinga. Leiðrétting: — í frétt Morgun- blaðsins um heiðrun manna á sjómannadaginn misritaðist föð- urnafn Jóns Jóhannessonar — stóð Jóhannsson. — Blaðið biður hlutaðeigandi velvirðmgar. Leiðrétting. — Það eru 26 lands samtök, sem eiga aðild að Lands sambandinu gegn áfengisbölinu, en ekki 6, eins og prentvillupúk- inn hermdi í frétt blaðsins um Þingvallafund sambandsins í gær. f^iAheit&samskot Sólheimadrengurinn: — Frá frú X kr 100.00; N. N. kr. 300,00. Sólheimadrengurinn: S F kr. 50,00; Jóhann 100,00; N N 50,00; N N 100,00; frá Helga Jakobs- syni 100.00. Hallgrímskirkja í Saurbæ: — Guðrún krónur 100,00. Lamaði íþróttamaðurinn: Frá Helga Jakobssyni kr. 100,00. • Geagtð • Sölugengi: 1 Sterlingspund .. kr. 45,70 1 Bandaríkjadollar — 16,32 1 Kanadadollar .. — 16,82 100 Danskar kr.....— 236,30 100 Norskar kr.....— 228,50 100 Sænskar kr.....— 315,50 100 Finnsk mörk .... — 5,10 1000 Franskir frankar — 33,06 100 Belgískir frankar — 32,90 100 Svissneskir frank. — 376,00 100 Gyllini .........— 432,40 100 Tékkneskar kr. .. — 226,67 s, ipurnmcý Ucn^óinS dc Hvaða bifreiðagerðir eru eftirsóttastar um þessar mundir? Sveinn Ólafsson, framkvstj. hjá Sveini Egilssyni h.f.: — Ég get ekki sagt nákvæmlega um það, en mér hefur virzt sem Volks- wagen og Ford séu í mikilli eft- irspurn. Bílainnflutningur er mjög bundinn sem kunnugt er og bílamarkaður inn kemst ekki í eðlilegt horf fyir en hægt verður að gera þenr.an innfl. frjálsan að miklu eða öllu leyti. Það er fyrst og NÆTURGALIIMN Ævintýri eftir H. C. Andersen Og næturgalinn söng svo fall- ega, að keisaranum vöknaði um augu. Tárin runnu niður kinnar hans, og þá söng næturgalinn enn unaðslegar. _ Öllum hitnaði um hjartarætur. í hrifningu sinni sagði keisarinn, að næturgalinn skyldi eiga gullskóinn hans og bera hann um hálsinn En næt- urgalinn afþakkaði — sagðist þegar hafa hlotið næg laun. „Ég hef litið tár í augum keis- arans, og það er mér sem dýr- asti fjársjóður, því að í keisara- tárum felst undursamlegur mátt- ur. Guð veit, að ég hefi hlotið næg laun“. — Og svo söng hann enn með sinni þýðu og yndislegu rödd. „Þetta eru þær elskulegustu ástarglettur, sem ég hefi kynnzt“, sögð.u hirðmeyjarnar og fylltu munninn af vatni til þess að klaka, þegar við þær var talað. Þær héldu víst, að þær væru þá I líka næturgalar! Jafnvel þjón- arnri og herbergisþernurnar létu á sér heyra, að þau væru ánægð — og það er ekki svo lítið, því að þeim er allra erfiðast að gera | til hæfis. — Já, gengi næturgal- ans var sannarlega ótvírætt. FERDIIMAIMD ÖtJ Leikfimí fremst vegna verðmunarins að minni bílarnir eru eftirsóttari nú en áður, því að verðmunur á meðal Evrópubíl og Bandaríkja- þíl er 40—60 þúsundir króna. Davíð Jónsson, bifreiðasali: — Af 4—5 manna bílum er mikið selt af Ford. Volkswagen er líka í góðu verði og fellur lítið — og fleiri gerðir standa vel fyrir sínu. Af enskum bílum t.d. Austin auk Ford. Sem stend ur held ég að Taunus sé mest fluttur inn af Evrópubílum. — Hann er dýr, en eftirspurnin er samt mikil. —. Amerisku bíl- arnir eru samt alltaf á toppin- um og þó nokkuð er flutt af þeim inn. Eins og allir vita er mest framboðið af Ford og Chevrolet og ’54—’55 árgerðirnar af þeim eru líka í góðu verði. Það er allt- af skortur á góðum vörubílum. Ég tala nú ekki um dísel-bílana. Þeir fljúga út eins og heitar lummur. Guðmundur J. Guðmundsson, bifreiðasali: — Enskir bílar og þýzkir eru alltaf útgengilegir og í mikilli eftirspurn. Á markað- inum er nú mest af Volkswagen og Ford, en af eldri gerðum er meira úrval. Ég seldi fyrir skömmu ’29 árgerðina af Ford fyrir 7 þúsund krónur — og það I minnir mig ó-f neitanlega á minn fyrsta bíl,| sem ég keypti | spánýjan áriðl 1928, Chevrolet, I sem kostaði I beint út úr búð-| inni 3.200 krón- ur. Af amerísku bílunum er mest flutt inn af Ford og Chevrolet eins og alltaf áður. Þeir eru í góðu verði — og mér finnst bara furðulegt hve mikla peninga fólk hefur á milli handanna. Sérstak- lega þó menn utan af landi. — Reglusamir strákar úr verstöðv- unum eiga nóga peninga. Þeir erii ekki í vandræðum með að borga út. Og í sambandi við fóik utan af landi hef ég tekið eftir því, að það er eins og ákveðnar bílategundir komist í tízku í ein- stökum byggðarlögum. Þeir á Selfossi líta t.d. ekki við öðru en Chrysler. Þýðir ekkert að bjóða þeim annað, held ég.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.