Morgunblaðið - 14.06.1959, Blaðsíða 13
Sunnudagur 14. júní 1959
MORCUNBLAÐIÐ
13
ekki komið skjótlega við
í þetta blað var efnið val-
ið svo, að m. a. var vitn-
að til ummæla tveggja þekklra
Sjálfstæðismanna í Rangárvalla-
sýslu. Annar þeirra Ó’aíur Sig-
urðsson, herppstjóri, í Hábæ,
sendi sjálfu Kjördæmablaðinu
leiðréttingu. Kristinn Jónsson, í
Borgarholti, gaf þá yfirlýsingu,
sem hér að framan var vitnað til,
þar sem hann lýsir rangfærslu
blaðsins og varar við útsendur-
um þess. Sama eðlis var misferlið
með 32 ára gömul ummæli dr.
Sigurðar Nordals, fyrrv. sendi-
herra. Grafin eru upp 32 ára
gömul orð Sigurðar úr Vöku
1927, og reynt að láta líta svo út,
sem það sé innlegg hans nú í
k j ördæmamálinu.
Sigurður Nordal
leiðrétti
Spretta hefur verið óvenjugóð á þessu vori. Eru bændur jafnvel þegar farnir að hirða af túnum
sínum. — Ljósmyndari Morgunblaðsins tók þessa mynd í nágrenni bæjarins síðastl. fimmtudag.
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 13 júní
Prentaraverkfalli
lokið
Verkfalli prentara, sem m. a.
stöðvaði útkomu blaða í 9 daga
lauk um miðja vikuna. Um sjálfa
kjaradeiluna, sem verkfallið
spratt af og lausn hennar skal
ekki fjölyrt. Af hálfu kommún-
ista var gerð tilraun til þess að
brjóta skarð í þann stöðvunar-
vegg sem tókst að reisa upp úr
síðustu áramótum. gegn verð-
bólguöldunni. Hinar upphaflegu
kröfur voru með þesu marki
brenndar, enda tóku kommúnist-
ar um skeið forystu í verkfallinu
og hindruðu þar með að samn-
ingar kæmust strax á. Fara þeir
og ekki dult með gremju sina nú
eftir á. Hún fær ekki haggað
því, að yfirgnæfandi meirihluti
prentara tók af þeim ráðin.
Lausnin er innan ramma annarra
gildandi kjarasamninga með
lítillega breyttum vinnutíma
og lífeyrissjóður settur. Sá
tími er liðinn að stéttirn-
ar geti í heild náð betri
lífskjörum með bættum kjara-
samningum. Aukin framleiðsla,
ný verðmætasköpun, er eina ráð-
ið, sem dugar til frambúðar..
Þýðing dagblaða
f fyrstu höfðu sumir orð á, að
léttir væri að þurfa ekki að lesa
blöðin. Auðvitað þarf enginn að
lesa blöð frekar en hann sjálfur
vill, enda munu flestir hafa verið
farnir að sakna þeirra, áður en
yfir lauk. Hitt er annað, að flestir
hafa gaman að tilbreytingu og nú
hutu menn blaðaleysis um stund.
Eitt af því, sem deilt er um, er
hvaða áhrif blöð hafi á skoðana-
myndun manna. Engin vafi er á,
að þau áhrif eru töluverð, beint
og óbeint, þegar til lengdar læt-
ur. Hvort blaðaskrif á síðustu
stundu hafa mikil áhrif á at-
kvæði manna í kosningum, er
annað mál. Ýmsir fræðimenn er-
lendis, sem reynt hafa að gera
sér grein fyrir þessu, hafa talið,
að kosningaúrslit væru yfirleitt
ráðin áður en sjálf kosningahríð-
in hefst. Vera kann, að þetta sé
rétt um hina almennu skoðana-
myndun, straum kjósenda í til-
tekna átt hvrju sinni. Nær sanni
mun þó vera, að um þetta gildi
engin allsherjarregla. Atvik
hverju sinni eru ólík, þó að oft
sé það svo, að meginhluti kjós-
enda hafi fyrir löngu gert upp
sinn hug. En stundum eru það
atkvæði hinna óráðnu, sem úr-
slitum ráða. Um þá stendur bar-
áttan. En ætla má, að þegar út-
koma allra blaða stöðvast, svo að
enginn nýtur í þeim efnum betri
aðstöðu en hinn, þá muni heildar-
áhrifin e. t. v. ekki verða ýkja-
mikil.
Framsókn heíur
rangt við
í allri baráttu hafa menn fyrir
löngu lært, að nauðsynlegt er,
að setja vissar reglur. Menn
kunna að vísu að vinna á í svip
með því að svikjast að gagnaðil-
um og beita rangindum, en þegar
til lengdar lætur borgar þetta sig
þó ekki. Jafnvel í dægradvöl þyk
ir sjálfsagt að fylgja ákveðnum
leikreglum. Menn kunna t. d.
stundum að vinna spil á því að
hafa rangt við, en sá sem staðinn
er að rangindum, þykir ekki hæf-
ur í góðra manna hópi. Rangindi,
sem þykja óhæf í leikjum eða
íþróttum eru það ekki síður í al-
vöru lífsins. f stjórnmálabarátt-
unni er um að ræða á hvaða for-
sendum kjósendur taki ákvörðun
sína um val á milli frambjóðenda
og þar með eftir hvaða sjónar-
miðum stjórna skuli málefnum
þj óðarinnar.
I sambandi við prentaraverk-
fallið gátu Framsóknarmenn ekki
stillt sig um að hafa rangt við
með þeim hætti, að algert dreng-
skaparbrot verður að teljast. Það
er sök sér, — og þó ærið alvarleg,
— að Framsóknarmenn hafa haf-
ið sérstaka blaðaútgáfu til að
dreifa út svokölluðu Kjördæma-
blaði undir því yfirskyni, að það
sé gefið út af ópólitískum áhuga-
mönnum um kjördæmamálið,
jafnvel ýmsum úr öðrum flokk-
um. Blaðið er prentað í prent-
smiðju Tímans og starfsfólki þess
eru greidd laun á skrifstofu Tím-
ans. Engum dylst hver undir
kostnaðinum stendur. Á vegum
þessarar útgáfustarfsemi hafa
svo laumast um landið óhlutvand
ir menn, sem þótzt hafa verið
hlutlausir í stjórnmálum og haft
ýmsar fregnir að færa.
„Ástæða til að vara
fólk við“
Kristinn Jónsson, bóndi, í Borg
arholti, í Holtum, hefur skýrt frá
framkomu tveggja slíkra manna
og s^egir m. a.:
„Ég átti stutt tal við tvo menn,
og mun annar þeirra hafa verið
erindreki Framsóknarfiokksins,
enda þótt hann forðaðist að tala
um það.
Það er ástæða til þess að vara
fólk við þess háttar mönnum,
sem óska eftir blaðaviðtali við
menn og rangfæra svo það sem
sagt er, en þannig mun flest vera
sem í Kjördæmablaðið er skrifað,
samanber viðtal við Ólaf, hrepp
stjóra í Hábæ, sem einnig er rang
fært.“
Framsóknarmenn standa vel
að vígi. Þeir ráða yfir kaupfélög-
um í flestum héröðum landsins.
í blaðaleysinu notuðu þeir að-
stöðu sína til að koma af stað
hinum furðulegustu kynjasög-
um. Þeir sendu menn á mUli
bæja, eða létu orð berast með
öðrum hætti um það, að þessi eða
hinn Sjálfstæðismaður væri snú-
inn á móti flokknum, annað
hvort vegna kjördæmamálsins
eða einhvers annars. Ýniist eru
það menn í öðrum hreppum,
sveitum eða jafnvel öðrum kjör-
dæmum, sem þannig eiga að vera
snúnir. Enda er reglan yfirleitt
sú, að maðurinn verður að vera
í vissri fjarlægð, því að eí vitnað
er til einhvers, sem of nærri býr,
er hættan sú, að þegar í stað sé
hægt að staðreyna ósannindin.
Upphafið að þessum söguburði
leynir sér ekki. Þar eru sömu
menn að verki, sem á dögum V-
stjórnarinnar voru stöðugt að
skrifa í nafni hinna og þessara
„fyrrverandi Sjálfstæðismanna"
og „gamalla Sjálfstæðismanna"
í Tímann um að nú væru þeir
snúnir á móti flokknum! Sá mál-
flutningur var rækilega kveðinn
niður með úrslitum bæjar- og
sveitarstjórnarkosninganna 1958,
þegar Sjálfstæðisflokkurinn fékk
miklu meira fylgi en nokkru
sinni fyrr. í skjóli blaðaleysisins
héldu Framsóknarmenn sér ó-
hætt að magna þennan áróður
meira en áður í trausti þess, að
ekki yrði vörnum komið við.
Misferlið
gegn
Sigurði Nordal
Svo auðvirðilegar sem þessar
bardagaaðferðir eru, þá hafa
Tímamenn þar reynt að haga til
svo, að ekki yrði hönd á fest.
Með útgáfu og ’skrifum Kjör-
dæmablaðsins voru þeir hins
vegar staðnir að verki. Þar var
svo til hagað, að 3 tbl. var látið
koma út á öðrum degi eftir að
prentaraverkfallið hófst. Blaðið
var því geymt fullprentað þangað
til sýnt þótti, að blaðaútgáfa
væri stöðvuð um ófyrirsjáanleg-
an tíma svo að leiðréttingu k
mishermi eða fölsunum yrði
Um þetta segir Sigurður sjálf-
ur:
„Blaðið hefur ekki sýnt þá ráð
vendni, að skýra frá því hvaðan
þessi ummæli séu texin Það er
svo einsýnt í öllum málflutningi
sínum, að engum getur dottið í
hug að þar sé neitt prentað nema
í einum og sama tilgangi. hvers
efnis sem það annars er. Þetta
tbl. þess kom einmitt út um leið
og öll önnur blaðaútgáfa stöðv
aðist, svo að ég hafði ekkert tæki
færi til þess að leiðrétta þennan
misskilning þegar í stað.“
Sigurður Nordal lýkur yfir-
lýsingu sinni á þennan veg:
„Ef nokkrum manni gæti verið
forvitni á að vita. hvarnig einn
óbreyttur reykvískur kjósandi
ætlaði að verja sínu léttvæga at
kvæði, er mér sönn ánægja að
lýsa yfir því, að ég mun neyta
þess til að styðja þessa fyrir-
huguðu breytingu, — m. a. vegna
þess, að ég hygg að hún muni
verða til verulegs ávinnings fyrir
strjálbýlið."
Ekki er um að villast, að Fram
sóknarmenn eru staðnir að til-
raun til þess að kenna Sigurði
Nordal þveröfugar skoðanir við
þær, sem hann hefur í raun og
veru. Um það framferði er óþarft
að fjölyrða eða lýsa því með hörð
um orðum. Athöfnin sjálf lýsir
bezt eðli sínu. Hér tjáir ekki að
ásaka þann ógæfusama mann,
sem formlega er látinn bera á-
byrgð. Sökin er hinna, sem etja
honum af stað og bera kostnaðinn
af því, að dreifa ósómanum um
allt land. Málsstaður þei,ra, sem
til slíkra ráða grípa, er vissulega
ekki sterkur eða sigurstrangleg
ur.
Tíminn játar og beina aðild
Framsóknar að þessari meðferð á
orðum Nordals og þykir hún síð
ur en svo varhugaverð. Þvert á
móti bítur blaðið höfuðið af
skömminni með því að segja:
„Það stendur óhaggað, að orð
Nordals voru ófölsuð og rétt eftir
höfð og á engan hátt misnotuð
Segja má, að blyggðunarleysið
kunni sér engin takmörk.
Frainkoman gegn
r
forseta Islands
Þó að öðru vísi sé að formi, þá
er hegðun Framsóknarmanna
gegn herra Ásgeiri Ásgeirssyni,
forseta íslands, að undanförnu
alveg sama eðlis og gegn Sigurði
Nordal. Gömul ummæli eru tek-
in, slitin úr samhengi og vitnað
til þeirra á þann veg, að menn
ætli, að með þeim sé átt við at-
burði líðandi stundar. í báðum
tilfellum er því treyst, að sá,
sem orðin eru eftir höfð, geti
ekki komið leiðréttingu við Þó
að illa væri búið að Sigurði Nor-
dal að þessu leyti, þar sem orð-
um hans var dreift eftir að al-
menn blaðaútgáfa stöðvast, má
þó segja, að enn lubba egar sé
að farið gegn forseta íslands.
Honum er stöðu sinna, vegna
með öllu ómögulegt að skerast í
umræður um jafn hart deilumál
og kjördæmabreytingin nú er.
Þess vegna verður hann þegjandi
að horfa á, þegar misfarið er með
meira en aldurfjórðungs gömul
ummæli hans. Drengskaparbrotið
gegn Sigurði Nordal mun áreið-
anlega eiga sinn þátt í að vekja
menn til umhugsunar um,
hversu óhæfilega Framsóknar-
menn koma að þessi leyti fram
gegn þjóðhöfðingja landsins.
Norðanveðrið
Hið hörkulega kuldakast, sem
gekk yfir landið fyrrihluta vik-
unar minnir okkur enn á hversu
veðrátta er hér erfið og óviss.
Sem betur fer va.rð ekki stór tjon
og þó ærið, af völdum veðursir.s,
en margháttuð óþægindi og sam-
göngutruflanir urðu víðs vegar
um land, einkum norðan til. Af
kuldunum leiðir og afturkipp í
gróðri, sem þangað til voru góðar
horfur með. Allt er þetta þó smá-
ræði miðað við þau ósköp, sem
fylgja mundu hafís upp að strönd
um landsins, en fyrir nokkrum
áratugum var hann vís gestur á
hverju vori, og lá stundum langt
fram á sumar. Hina síðari ára-
tugi hefur farið saman betra
veðurfar og bættir möguleikar
til að ráða við aðsteðjandi örðug-
leika. Þegar á reynir vegna nátt-
úruhamfara, sýnir íslenzka þjóð-
in, að hún stendur saman sem
einn maður. Þeir menn vinna illt
verk, sem reyna að rjúfa þau
margháttuðu tengsl allra íslend-
inga, sem eru samhug þeirra
valdandi. Engin þjóð er skyldari
né þarf Jrekar á innbyrðis sam-
vinnu að halda en íslenzka þjóð-
in. Engu að síður eru hér til
menn, sem eyða ævi sinni í að
ala á sundrungu og fjandskap
hennar í milli. Það furðulega er,
að þessir óhappamenn virðast
helzt fá einhverju áorkað á þeim
slóðum, þar sem svo til háttar, að
menn sízt geta án samhjáipar
annarra verið, ef á móti blæs.
Sundrungarmennirnir eru bein-
línis að svíkja í tryggðum það
fólk, sem þeim treysti.
Adenauer
Af atburðum erlendis síðustu
vikur, hefur afturköllun Adenau-
ers kanslara Þýzkalands, á fram-
boði sínu vakið til forsetadæmis
vakið mesta athygli. Svo er að
sjá sem hinar breytilegu ákvarð-
anir Adenauers hafi vakið óróa
í hans eigin flokki og raunar
miklu víðar. Fer ekki leynt, að
ýmsir telja, að hér sé um elliglóp
að ræða, enda er Adenauer orð-
inn 83 ára gamall maður og hefur
a. m. k. nú um áratugsbil gegnt
einu erfiðasta og ábyrgðarmesta
starfi í heimi með slíkum ágæt-
um, að fá dæmi eru. Að sjálf-
sögðu eru slík störf lýjardi, ekki
sízt fyrir gamla menn. Öllum get-
ur og yfirsést, hversu ágætir sem
eru. Vafalaust er þó hér ekki
eingöngu um tiktúrur og einræöi
gamalmennis að ræða, heldur býr
ákveðinn skoðanaágreiningur á
bak við. Að því er séð verður,
virðist hann þó síður lúta að tog-
streitu milli austurs og vesturs,
en afstöðu til sameiningar Evrópu
eða réttara sagt Vestur-Evrópu.
Adenauer hefur verið mjög ein-
dreginn fylgismaður efnahags-
samvinnu Þjóðverja og Frakka
og þa_r með beggja þessara þjóða
við ítali, Hollendinga, Luxen-
borgarmenn og Belgíumenn. Er-
hard mun aftur fremur hneigjast
til þess, að efnahagssamvinnan
eigi að vera laus í formum, svo
að Þjóðverjar geti neytt styrk-
leika síns í samkeppni. Einkura
mun hann vilja nánari samvinnu
við Breta en Adenauer, serft ber-
sýnilega hefur litla trú á stjórn-
vizku þeirra.
T\ enns konar
„réttar“beiting
Breta
Af eigin raun hljóta fslending-
Framh. á bls. 14.