Morgunblaðið - 14.06.1959, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.06.1959, Blaðsíða 14
14 Monc,rK**r 4ÐIÐ Stinnudagur 14 iúni 195S — Reykjavíkurbréf ar nú fremur að vera þeim sam- mála, sem þykir lítið til stjórn- vizku Breta koma. Bretar hafa raunar iöngum haft lag á að beita tvenns konar „rétti“ og gera meiri og strangari kröfur til ann- arra én sjálfra sín. Svo var t. d. á stríðsárunum, þegar þeir tóku ísland í maí 1940. Fyrrverandi Lord chanceilor í Bretiandi, Maugham, skrifaði um það bók eftir stríð, að Bretar hefðu fengið J>jóðverja dæmda fyrir stríðs- glæpi, sem i eðli sínu hefðu verið alveg sams konar og taka sjálfra þeirra á íslandi. Hinnar sömu siðfræði gætti enn í landhelgis- málinu. Fram á tvöfeldni Breta í þvi sýndi Thor Thors sendiherra nýlega í ágætri grein, sem hann skrifað í New York Times. Það, sem Bretar þrátt fyrir allt hafa umfram flesta aðra, er, að þeir þola heilbrigða gagnrýni í landi sínu. í>ó að þeim verði öðru hvoru á herfileg mistök, þá sjá þeir oft að sér áður en yfir lýkur, einmitt vegna þess, að þeir bæla ekki gagnrýnina niður. Þegar á þetta er litið, er síður en svo vonlaust að takast megi að hafa áhrif á skoðanir Breta sjálfra í málinu með skynsamleg- um málflutningi. Synjun íslend- inga á þátttöku í Atlantshafsráð- stefnu í London vakti að vísu nokkra athygli. Skiljanlegt er, að engir einstaklingar höfðu geð í sér til að fara þessara erinda ein- mitt til London, eins og á stend- ur. Fordæmi Hannibals Valdi- marssonar þegar hann sat þegj - andi á fundi í Englandi í sama mund og Bretar hófu herhlaup sitt hingað á sl. hausti, er sízt til eftirbreytni. En fslendingar eiga ekki að fara á siíka fundi lil að þegja Hannibals-hljóði heldur til að tala máli sínu. Leiðin til sigurs er sókn, að knýja látlaust á. f þeim efnum má enginn telja eftir sér óþægindi eða leiðindi. 5000 h óóaperar iijó ta upp pijraiwn clc ann mffj u. jonu nas\ óem inn vi eicja HVE miklu skyldu íslendingar verja í happdrættismiða árlega? Það væri fróðleg tala. En eru menn orðnir svo vanir þessum happdrættismiðakaupum — og jafnframt að fá engan vinning — að ekki sé hirt um að athuga hvort vinningur hefur fallið á keyptan miða? Upplýsingar þær; sem við höfum fengið hjá skrif- stofu ríkisféhirðis um Happ- drættislán ríkissjóðs benda a. m. k. til þess að svo sé, því að enn eru ósóttar milljónir króna í vinningum — allt frá því að fyrst var dregið úr bréfunum. Og það eni hvorki meira né minna en 9 vinningar á 75,000 krónur, sem enginn virðist kæra sig um. Elztur hinna ósóttu 75,000 kr. vinninga er frá drætti í B-flokki Happdrættislánsins 15. júlí 1949 svo að eigandanum virðist ekki hafa legið mikið á peningunum. Eða, ætli miðinn hafi týnzt í borð skúffunni? Og svo koma lægri vinningam- ir, sem þó eru alls ekki svo lágir. Ósóttir 40,000 króna vinningar eru 6, 15,000 króna vinningarnir 4 — og 37 skuldabréfaeigendur hafa ekki sótt 10,000 króna vinn- inginn sinn. Svo fjölgar þeim óðum. 40 a 5,000 krónur, 157 á 2,000 krónur og 242 eiga eftir að sækja 1,000 króna vinninginn. Síðan koma 500 og 250 króna vinningar — og það endist enginn til þess að telja þá, svo margir eru enn ósóttir. Það er e. t. v. skiljanlegt, að menn, sem ekki eru í fjárþröng, nenni ekki að eiga í því að ná í þessa lægstu vinninga. En þeir sem eiga inni 75,000, fengju sæmi leg ómakslaun, ef þeir framvís- uðu skuldabréfinu til réttra að- ila. Aftan á bréfinu stendur: X Reykjavík greiðir fjármálaráðu- neytið vinningana, en utan I Reykjavíkur geta eigendur út- dreginna bréfa snúið sér til sýslumanns eða bæjarfógeta. Og nú ættu allir, sem eiga A- eða B-skuldabréf í Happdrættis- láni ríkissjóðs að róta duglega til í hirzlum sínum og hafa upp á bréfunum. Það fer hvort sem er að liða að því að þau verði end- urgreidd, sem sé árið 1963 — og þá er betra að hafa þau á vísum stað. Vinningaskrárnar fást hjá áðurnefndum viðkomandi aðil- um. ENGIN takmörk eru fyrir því hvað þeim getur dottið í hug þessum Bandaríkjamönnum. Nokkrir ljósmyndarar vestra fengu þá flugu í höfuðið, að Ijós- mynda Cheops-pyramidann í Egyptaiandi — og Sfinxinn upp- Ijómaðan að næturlagi. Og svo héldu þeir til Egyptalandi með allan nauðsynlegan útbúnað: 6,500 ljósastæði og nokkru fleiri perur rafala, rafvirkja, ýmsa aðstoð- armenn — og þyrirvængju. þegar orðin heimsfræg svo og ijósmyndararnir. Tilganginum er j.áð. Að neðan er myndin marg- umrædda, en til hliðar sjáið þið mynd, sem tekin var úr þyril- vængjunni að degi til yfir pyra- midanum. Efst á honum hefur verið reist stöng — og við hana stendur maður. Neðar sést skuggi af þyrilvængjunni. 5,000 ljósastæðum var komið fyrir á tveimur hliðum pyramid- ans og 1,500 umhverfis Sfinxinn Þyrilvængjan var auðvitað not- uð til þess að flytja útbúnaðinn upp á pyramidann, því að auð- veldara var að bera hann niður hliðarnar en upp. Pyramidinn var hvorki meira né minna en 147 metrar að hæð, en veðrun hefur molað ofan af honum sem svarar 10 m. og hann er alls ekki greiðfær uppgöngu. Hann var hlaðinn úr tiihöggnum björgum, sem menn botna í rauninni enn ekki í hvernig Egyptarnir gátu byggt úr í þá daga, þegar engir kranabílar og rafmagnsvindur voru til taks. Talið er, að Cheops pýramidinn sé byggður einhvern tíma á árunum 2900—2750 fyrir Og eitt góðviðriskvöldið, þegar nóttin lagðist yfir land Faroanna og Nassers, komu Ijósmyndarnir sér fyrir. Síðan var öll ljósadýrð- Ln tendruð í einni svipan og und- urfagrar litmyndir voru teknar. Þetta er í fyrsta sinn, sem pyra- tnidinn er myndaður uppljómað- ar að næturlagi. Myndin er er ^^afiecjar Jrur í Jalfecjum bíii um BÍLAEIGENDUR eru misjafn- lega hirðusamir hvað viðhaldi bíla sinna snertir, eins og gengur. Sumir taka bílinn aldrei út úr skúrnum nema að Veðurstofan hafi lofað þeim að láta ekki rigna — og um leið og ský dregur fyr- ir sólu er bílnum rennt inn — og hurðinni skellt aftur. Aðrir hugsa lítið um bílinn meðan hann fer í gang og þeir komast klakk- laust í vinnuna á honum. Þeir þvo bílinn sjaldan og bóna hann enn sjaldnar. „Það tekur því ekki hann verður hvort sem er for- ugur strax aftur,“ segja þeir. En nú verða þessir góðu menn að þvo og bóna dag eftir dag hvort sem þeim líkar betur eða ver. Sumarið er komið og frúin er farin að heimta ökuferðir á góðviðriskvöldum — um nýju hverfin, eða út úr bænum. Og þá sleppa menn ekki lengur við að bóna. Nema þá þeir fari með bílinn á bónstöð. Þar er alltaf nóg að gera. Við litum inn í eina í vik- i unni. Hittum þar fyrir Guðmund f^elr ídta e!Ll íeiLi iia á EITT af vorverkunura er að fara nieð bílinn í skoðun. í Bifreiðaeftirlitinu er heil her- sveit dularfullra eftirlits- manna, sem oftast finnur eitt- hvað, sem ekki er eins og það á að vera. — Nú er þetta líka miklu strangara en það hefur verið, segir Pálmi Ft iffriksson, eftirlitsmaður, okkur. Aðal- áherzlan er lögð á Ijésaútbún- aðinn, stefnuljós, hemlaljós o. fl. Að undanförnu hefur verið erfitt að fá stefnuljós. Þess vegna verðum við að vísa mörgum frá. Margir bílar standast ekki kröfurnar. Svo er það nú eins og gengur: Hemlar í ólagi, stýri og allt þetta venjulega. — Reyna bílaeigendur ekki að dylja fyr ir ykkur það, sem ábótavant er? spyrjum við. — Það er varla hægt. Annars man ég eftir einum. Ég bað hann að fara aftur fyrir bílinn og líta á hemlaljósið. Svo spufði ég: Kemur Ijós — ég siíg á hem- ilinn? Já, svaraði hann. Og kemur það aftur, ég stíg á hemilinn? En ég steig ekki á hann. Já, var svarið. Hann varð skömmustulegur, þegar ég sagði honum, að ég hefði leikið á hann. Ólafsson, sem bónar í skúr við Hátgigsveg 22. — „Frúrnar koma sjaldan sjálf ar með bílana,“ segir hann. „En ég geri ráð fyrir að þær líti yfir verkið — og þess vegna er um að gera að vanda sig.“ — „Maður er svona tvo tíma með bílinn — og verðúr að halda vel á. Það er nauðsynlegt að bóna vel á tveggja vikna fresti. Lakk- ið endist helmingi betur með því móti — og billinn er auðvitað miklu fallegri.“ Guðmundur hef- ur 16 ára reynslu að baki. Hann veit hvað hann syngur. Hann býr bíla líka undir málningu — „og það er nú meira erfiðið." Guð- mundur heldur áfram: „Það er leiðinlegt að sjá ljóta bíla fyrir utan falleg hús. Og eru ekki flest hús í Reykjavik falleg? Það er líka leiðinlegt að sjá fallegar frúr í ljótum bílum — og eru ekki allar frúr í Reykjavík fali- egar?“ Hver mótmælir því?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.