Morgunblaðið - 14.06.1959, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.06.1959, Blaðsíða 7
Sunnudagur 14. júní 1959 MORCTJISBL AÐIÐ 7 Var það algengt, að varningur væri fluttur upp eftir Hvítá? Um skeið var það algengt. Bændur áttu margir hverjir báta, einkum sexæringa og gerðu þá út frá Suðurnesjum yfir ver- tíðina. Voru margir bændanna sjálfir formenn á bátum sínum. Þegar þeir snéru svo heim í ver- tíðarlok komu þeir með ýmsan varning úr kaupstaðnum. Mörg- um þessara báta var haldið upp í Hvítá og inn í þverárnar. Dá- lítil samgöngubót var í þessu. Bátarnir komust þó nokkuð langt. í Hvítá komust þeir auð- veldlega upp að Hvítárbakka og stundum alla leið upp undir Kaðalstaði. Árið 1904 var farið að draga báta eða pramma upp eftir Hvítá með varning. Var fenginn til þess vélbátur. Jóhann Eyjólfs- son í Sveinatungu var víst frum- kvöðull í þeim efnum. Stofnaði hann félag, sem nefnt var Stíg- andi. Félagið keypti svo bát og á honum voru fluttar vörur upp árnar, bæði Hvítá og Norðurá. Seinna lét félagið smíða flat- botnaðan bát í Noregi. Var hann allstór, sennilega 5—10 tonn eða svo og nefndur „Hvítá“. J>essi bátur reyndist ekki sem bezt, vegna straumþunga ánna, enda var hann opinn og með prammalagi. Ekki sigldi þessi bátur annað en upp í árnar, t. d. fór hann áldrei út á Skaga eða til Reykjavíkur, svo að mér sé kunnugt um. En „Hvítá“ kom að góðu haldi 1911 þegar brúin var byggð yfir Norðurá, því allt efni í brúna var flutt með bátnum alveg upp að brúarstæðinu, sem er eins og menn vita á móts við Hauga og Hlöðutún í Stafholts- tungum. Magnús Ólafsson í Borgarnesi átti bát, sem nefndur var „Alda“. Hann var líka hafður til að draga báta og fleka upp í árnar og héldust þessir flutningar þar til vegir kómu. En svo að við víkjum rétt sem snöggvast frá skipum og sigling- »m. Væri ekki fróðlegt að minn- ast aðeins á lestarferðirnar áður en lcngra er haldið? Jú, það væri margt hægt um þær að segja. Þá lágu leiðir manna um algjörar vegleysur, ó- brúaðar ár og læki. Vegagerð upp frá Borgarnesi hófst ekki fyrr en 1904. Venjulegur hest- burður var um 100 kg., þ. e. 100 pund í hvorum bagga. Frá stærri bjúörðum hér í héraðinu var alengt að vinnumaður var sendur með 8—10 hesta i lest. Færri hestar voru notaðir, þar sem þarfir voru minni. Einkum var farið til verstöðvanna til að afla fiskifangs. Sérstaklega til ver- stöðvanna undir Jökli á Snæ- fellsnesi. Höfðu ýmsir þann sið að hefja þær ferðir annan mánudag í sumri. Sá er einna lengst hélt uppi þeim ferðum hér í héraði var Brandur Daníelsson, bóndi og fræðimaður á Fróðastöðum í Hvítársíðu. Lá leið hans vestur með fjöllum allt til Jökuls. Mjög var Brandur fastheldinn á þessa venju. Sagt er, að eitt sinn hafi verið óvenju illfært annan mánudaginn í sumri, vonzkuveð- ur og bylur. Brandur lét það þó ekki aftra sér. Að vísu fór hann ekki nema til næsta bæjar, — en ferðin var engu að síður hafin. Ekki veit ég þó sönnur á þessu enda kannast Daníel, sonur Brands, nú bóndi á Fróðastöðum, ekki við að hafa heyrt föður sinn segja frá þessu atviki. Þá hafa hestarnir komið í góð- ar þarfir. Samskipti Islendinga og hests- ins er vissulega efni í langa og merkilega sögu, — sögu um ótrúlegustu hetjudáðir manna og hesta. En beiskar eru einnig margar minningar um það, hversu íslendingar hafa lítt met- ið þær fórnir, sem þessar dásam- legu skepnur hafa fært okkur til hagsbóta og bjargar. En nú hef- ur hesturinn að mestu lokið ínu mikla starfi um aðdrætti. Æskan þekkir ekki lengur áhöld þau og amboð er þar til heyrðu, og ís- lenzkan er að verða nokkrum tugum eða hundruðum orða og Magnús Jónsson heita fátækari. En hesturinn hefur samt ekki lokið hlutverki sínu. Gildi hans er enn mikið og er vonandi að æskan kunni að meta hann og hlynni að honum, eins og hann á skilið. Samskipti mannsins og hestsins eru göfg- andi og þroskandi og mættu þeir, sem rannsaka uppeldismál minn- ast þess oftar en þeir gera. En hvenær byrjuðu menn eig- inlega að ræða um samgöngu- mál héraðisins? Það urðu talsverðar almennar umræður í blöðum og tímaritum um samgöngumál á árunum fyrir aldamótin. Valtýr Guðmundsson hafði þá beitt sér fyrir því mjög eindregið á Alþingi, að járnbraut yrði lögð um Suðurlandsundir- lendið til Reykjavíkur. Vakti það mál mikla athygli, og jafnframt deilur. Man ég vísu, sem ort var um það mál. Hún er að vísu eng- inn skáldskapur, en gildi hennar liggur í því, að hún sýnir að hiti hefur verið í mönnum. Vísan er Valtýr eimreið fer um Frón. Flýgur Jens í loftballón. Klærnar brýna loðin ljón, Laugi, Bensi og séra Jón. (Jens Pálsson, prestur í Görðum, Guðlaugur Guðmundsson, sýslu- maður Skaftfellinga, Benedikt Sveinsson, sýslumaður og séra Jón Jónsson á Stafafelli.) Má segja, að upp úr aldamótum hafi vaknað nokkur áhugi á því að bæta samgöngurnar um og við héraðið. Hvenær varð Borgarnes sam- göngumiðstöö? Eftir að verzlun hófst í Borg- arnesi varð þar brátt aðalsam- göngumiðstöð Borgarfjarðarhér- aðs. Það mun hafa verið 1878, að verzlun var stofnsett hér í Borg- arnesi. Teitur Ólafsson frá Sviðn- um á Breiðafirði var fyrsti og eini íbúi Borgarness um þær mundir. Hann var kallaður faktor, eins og þá var títt um þá er voru forstöðumenn verzlana. Eigandi þessarar litlu verzlun- ar mun hafa verið Jón Jónsson frá Ökrum. Reglubundnar skipa- ferðir til Borgarness hófust þó ekki fyrr en á síðasta tug 19. ald- ar. Sjóferðir milli Borgarness og Reykjavíkur voru fyrst, eins og ég sagði áðan, aðeins með opnum skipum. Oft var svalt í þeim ferðum og slysahætta mikil, einkum á haustin og á útmánuð- um. Er það mál fyrir sig. Verzlanir Jóhanns Lange og I. P. T. Bryde höfðu þá skip í förum til útlanda. Skip Lange, sem var lítið gufuskip, var nefnt ísland". Það var nú ekki lengi í förum, því að það strandaði i Borgarnesi haustið 1904, i sunnan ofsaveðri. Verzlanir Bryde, sem staðsett- ar voru í Vestmannaeyjum og í Vík í Mýrdal, auk Borgarness, höfðu um skeið skipið „ísafold“ í förum. Kom það stöku sinnum í Borgarnes. Hvenær hófust áætlunarferðir milli Reykjavikur og Borgar- ness? Það er talið, að árið 1891 hefj- ist fyrst áætlunarferðir með gufuskipum milli Borgarness og Reykjavíkur. Var það með gufu- bátnum Faxa. Eigendur hans eru taldir hafa verið þeir Sigfús Eymundsson í Reykjavík, Andrés Fjeldsted á Hvítárvöll- um og sennilega einhverjir fleiri. Að rúmlega missiri liðnu sökk Faxi á Reykjavíkurhöfn í norð- anroki. Höfnin var þá skjólgarða- laus og mjög opin fyrir norðan- garði. Þess er ekki getið, svo að ég viti til, að báturinn sá yrði sjófær eftir það. Ekki varð því saga hans lengri. Árið 1893 var báturinn „Elín“ fengin til þessara ferða, en eig- andi hans var talinn Ottó Wathne á Seyðisfirði. Sá bátur var frá Mandal í Noregi. „Elín“ var ekki í ferðum nema til ársins 1895, er hún strandaði í Sraum- firði á Mýrum, en þar var þá rekin verzlun. Þess má geta að verzlunarstaður var í Sraumfirði fram yfir aldamót. Sjást þar enn búðarrústir kaupmanna. Þegar „Elín“ var úr sögunni var fenginn til ferðanna lítill norskur gufubátur, á að gizka 70—80 rúmlestir, er „Reykjavík" nefndist. Var sá bátur yfirbyggð- ur stafna á milli. Hann slitnaði upp á Reykjavíkurhöfn 20. janú- ar 1907, og rak upp í Battaríið við Arnarhól og eyðilagðist gjör- samlega. Var þá skömmu síðar fenginn annar norskur bátur, sem bar sama nafn. Hann var að ýmsu leyti betra skip, stærra og hrað- skreiðara. Strandaði seinni „Reykjavík“ við Skógarnes vorið 1907, að mig minnir. Eigendur beggja þessara skipa rnunu hafa verið norskir, og skip- verjar sömuleiðis. Að líkindum hafa þeir fengið styrk úr Lands- sjóði til að halda þessum ferðum uppi. Ekki munu þeir þó hafa verið skuldbundnir til að vera í förum allt árið. Ferðir máttu víst falla niður á vetrum. Þú hefur sýnilega athugað' vandlega hvaða skip voru í ferð- um liingað? Já, ég hef dálítið reynt að kanna það. Þess vegna kýs ég að segja nokkuð ítarlega frá þessu. Það verður ef til vill óþarflega nákvæmt, en ég vil nú samt gera það, — ella kynni eitthvað að gleymast og týnast um þetta, því ekki er víst að margir aðrir muni þessa sögu, — og svo er á það að líta að ég er að verða gamall. Og 1 snúum okkur nú aftur að sjósam- göngunum. Árið 1907, og þar til í maí 1908, var svo í Borgarnesferðum lítið gufuskip, er „Geraldine“ nefnd- ist. Jón Árnason frá Heimaskaga Akranesi átti það skip. Ein- hverjir kunna að hafa átt í því með honum, þótt mér sé ekki kunnugt um það. Hún fórst í rúm sjó undan Jökli 28. nóvember 1908. Stýrimaðurinn, Jón Árna- son, sonur Árna bónda Jónssonar frá Staðarhóli hjá Hvanneyri, fórst þar ásamt tveim skipverj- um öðrum. Ætluðu þeir á skips- bátnum í land, en munu hafa farizt í lendingu. Skipstjóranum og öðrum skipverjum tólcst að bjarga í annað skip. En stofnuðu ekki héraðsbúar félag til að annast siglingar milli Borgarness og Reykjavíkur? Jú, en það var nú ekki fyrr en síðar. Vorið 1908 kom til lands- ins gufubáturinn „Ingólfur‘. Vilja kunnugir telja hann hafa verið fyrsta gufuskipið, sem smíðað var fyrir íslendinga. Það voru því allmerk tímamót síðast- liðið vor, því þá voru liðin fimmtíu ár frá því er íslendingar létu smíða fyrsta gufuskip sitt. Það er ekki ómerkilegur áfangi í sögu eyþjóðar og margs er nú minnzt nú á dögum, sem ekki er eins markvert. En þetta hefur einhvern veginn farið fram hjá mönnum eða þá að ég hef ekki orðið þess var, þótt gert hafi verið.. Meðal þeirra, sem stóðu fyrir smíði Ingólfs, voru nokkrir Borg- firðingar, þeirra á meðal Davíð bóndi Þorsteinsson á Arnbjargar- læk. Maður rekst býsna víða á þann karl. Var ætlunin að bátur þessi sigldi á hafnir við Faxaflóa og vestur á Mýrar, en einkum þó milii Reykjavíkur, Akraness og Borg- arness. Flutningsþörfin var þar mest, sérstaklega á haustin, því að þá hófst í Borgarnesi slátrun sauðfjár úr öllum byggðum Borgarfjarðar, og allt vestur undir Jökul. Árið 1908 var sett á stofn úti- bú Sláturfélags Suðurlands í Borgarnesi m þá var slátrað þar mörg þúsund fjár. Sláturafurðir voru aðallega fluttir til Reykja- víkur, og sjóleiðin aðalflutninga- Ieiðin. Var svo allt fram yfir 1940, er landleiðin um Hvalfjörð varð fær. Með stofnun sláturhúss í Borg- arnesi var stigið stórt spor í þró- unarsögu Borgarfjarðarhéraðs. Þá fengu bændur greidda fjóra fimmtu hluta sláturfjárverðsins í reiðu fé. Voru margir léttir í spori, þegar þeir fengu svo greið viðskipti. Ég er þeirra skoðunar, að það hefði verið farsælla fyrir bændur, að sláturfélög og mjólk- ursamlög hefðu alltaf verið sér- stakar, sjálfstæðar stofnanir bænda, líkt og enn tíðkast í Dan- mörku. En það er annað mál. „Tngólfur" var traustur bátur og burðamikill eftir stærð. En þann 22. marz 1918, er sigla skyldi frá Borgarnesi, bilaði gufu ketill skipsins, svo að það varð ekki sjófært. Þá voru ekki hér á landi tæki til að lagfæra slíkar bilanir og var því selt úr landi nokkru síðar. Var veittur slyrkur af almanna fé til Borgarnesferða? Það held ég að mér sé óhætt að fullyrða, svarar Magnús. Samgöngur um Faxaflóa höfðu um árabil fyrir 1918 notið nokk- urs styrks úr landssjóði. Enda fór svo, að landsstjo .i.n varð að halda i ppi þessur. s.'mgönga.-n eftir að „Ingólfur ‘ liiaði. K^rr þá gufubáturinn „Skjöldur“ naft3t við sögu. Eigandi hans var Elías Stefánsson, útgerðarmaður í Reykjavík. Bátur þessi var gamall og tal- inn burðarlítill og sjóskip gott en all hraðskreiður. Hann var danskur að uppruna og talinn fyrsta gufuskip, sem smíðað var á skipasmíðastöð Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn. Þessi bátur gat þó ekki fullnægt flutn- ingsþörfinni. Voru því oft hafðir mótorbátar í vöruflutningum, einkum á haustin. Voru það eink- um tveir bátar, Bifröst, sem var að nokkru eign Jóns Björnsson- ar í Borgarnesi og Sigurðar L, sem að einhverju leyti var eign héraðsbúa. En hvenær kom svo Súður- iandið? Það var um 1920. Þá var stofn- að hlutafélag, sem nefnt var Eimskipafélag Suðurlands h.f. Keypti félagið danskt gufuskip, „M. Davídsson", sem hafði lengi verið í förum milli Kaupmanna- hafnar og Borgundarhólms en þótti þá orðið ófullnægjandi á þeirri leið. Var það yfirbyggt stafna á milli. Það var talið 217 lestir að stærð. Hlaut skipið heit- ið „Suðurland", þegar það var skráð hér. Nokkrir Borgfirðingar munu hafa verið hluthafar í félagi þessu, en einkum voru það þó Reykvíkingar og Vestmannaeyj- ingar, sem stóðu að því. „Suður- landinu" voru sérstaklega ætlað- ar strandsiglingar um Vestmanna eyjar og Austfirði, jafnvel allt til Akureyrar. Það var skrásett í Reykjavík. Ekki sigldi það til Borgarness nema í ígripum. „Suðurlandið" reyndist ekki happadrjúgt í strandsiglingum og fór svo að það var eingöngu not- að til Borgarnesferða. Nokkur ríkissjóðsstyrkur fékkst til þeirra ferða. Síðari hluta árs 1931 hætti „Suðurlandið“ Borgarnesferðum. Stóð til að leysa félagið upp og selja skipið. Fjárhagur félagsins hafði verið erfiður og fremur hnignandi, enda var skipið farið að verða nokkuð kostnaðarsamt í viðhaldi. Hafði það þó reynst sæmilega í Borgarnesferðum, í rauninni bezt þeirra skipa, sem höfðu siglt á þeirri leið. Hvernig var afgrciðslu þessara skipa háttað? Hverjir önnuðust afgreiðslu? Eftir að skip hófu þær áætl- unarferðir, sem ég var að tala um, önnuðust þessir menn af- greiðslu skipa í Borgarnesi: Fyrst Teitur Jónsson, en eftir komu „Ingólfs“ var Sigurður B. Runólfsson frá Norðtungu af- greiðslumaður um skeið. Næst tók ^við afgreiðslustarfinu Magn- ús Ólafsson. Hann er enn hinn - hressasti, eins og sást á myndinni í af honum, sem kom í Morgunblað inu hér á dögunum, þegar kirkjan var vigð í Borgarnesi. Magnús ! var afgreiðslumaður yfir 40 ár, ’ eða fram yfir 1950. * Eignuðust héraðsbúar ekkl skipið? Jú, Borgnesingum og öðrum héraðsbúum þótti að vonum ó- vænlega horfa um samgöngur, enda var héraðið þá enn án vega- sembands við Reykjavík og aðra landshluta. Mikið var nú um það rætt heima í héraði hvað til bragðs skyldi taka, því ljóst var að stór- vandræði myndu hljótast af, ef ekki vrðu gerðar ráðstafanir til þess að tryggja siglingu í Borgar- nes. Var það svo í síðari hluta janúarmánaðar 1932 að ýmsir af forastumönnum Mýramanna og Borgarfirðinga komu saman til íundar í Borgarnesi í því skyni að stofn hlutafélag til kaupa á „Suðurlandinu“, sem Borgarnes- hreppur hafði tryggt sér skömmu áður. Manstu hverjir sátu fundinn? Já, ég man eftir ýmsum fund- armönnum, en margir þeirra eru nú dánir. Þarna voru bændurnir Davíð Þorsteinsson, Arnbjargar- læk, Hannes Ólafsson, Hvítár- völlum, Sigurður Fjeldsted, Ferjukoti, Jósef Björnsson, Svarf hóli, Jóhann Magnússon, Hamri, Ennfremur voru þarna úr Borg- arnesi þeir Magnús Þorbjarnar- son, Benedikt Sveinsson og Þórð- ur Þórðarson. Halldór skóla- stjóri Vilhjálmsson á Hvanneyri sat einnig fundinn. En auk þess- Framh. á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.