Morgunblaðið - 24.06.1959, Side 10

Morgunblaðið - 24.06.1959, Side 10
10 MORCUNBL AÐIÐ Miðvilíudagur 24. júní 1959 UTAN UR HEIMI Sitthvab frá starfi Sameinuðu jbjóðanna: Rúmur helmingur af ibúum jarðar býr i fjórum löndum Rúmur helmingur af íbúum jarðarinnar býr í aðeins fjórum löndum. í Kína, Indlandi, Sovét- ríkjunum og Bandaríkjunum búa nú 1400 milljónir manna. í»ess- ar upplýsingar eru í skýrslu, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa ný- verið birt. í henni segir að sam- anlögð íbúatala heimsins sé 2800 milljónir. Skýrsluna er að finna í „Demo graphic Yearbook“ fyrir árið 1958. Hún tekur til 270 land- svæða, þeirra á meðal allra sjálf stæðra ríkja og svo landsvæða sem ekki hafa sjálfstjórn. í um- ræddum fjórum löndum eru íbúa tölurnar eins og hér segir: Kína 640 milljónir, Indland 400 millj- ónir, Sovrétríkin rúmar 200 millj. og Bandaríkin rúmar 170 millj. Þar næst koma lönJ. með yfir 50 milljónir í búa í þessari röð: Japan, Indónesí-, Pakistan, Braz ilía, Bretland og Vestur-Þýzka- land. „Demographic Yearbook" er 650 blaðsíður og er samin af hag- stofu Sameinuðu þjóðanna. Frá þeim löndum, þar sem kleyft hefur verið að afla heimilda um þessi efni, flytur bókin upplýs- ingar um stærð landanná, íbúa- töluna, fræðinga- og dauðsfalla- skýrslur og skýrslur um hjóna- bönd og hjónaskilnaði. Fjölgar um 85 á mínútn. Þegar litið er á heiminn í heild kemur í ljós að fólksfjölgunin hefur verið nokkurn veginn stöð- ug síðustu sex árin, þ. e. a. s. 1,6 af hundraði eða 45 milljónir árlega. Með öðrum orðum fjölg- ar íbúum jarðarinnar árlega um jafnmarga menn og byggja land eins og Frakkland. 45 milljónir á ári svara til 5000 á tímann eða 85 á mínútu. Rúmur helmingur jarðarinnar býr nú í Asíu, og búizt er við því, að árið 2000 munu um 60 hundr- aðshlutar af íbúum heimsins eiga heima í Asíu. í Evrópu eru nú aðeins 14 hundraðshlutar mann- kynsins í Evrópu. Verði þróunin framvegis svipuð því, sem hún hefur verið, verður þessi hundr- aðshluti kominn niður í 10 um næstu aldamót. Sé sleppt „boigrikjum" eins og Monaco og Hongkong, þar sem þéttbýlið er milli 2000 og 13.000 á ferkílómetra, þá er þéttbýlið mest á eyjum eins og Möltu, Ber- muda og Ermarsundseyjunum, þar sem þéttbýlið er rúmir 500 íbúar á ferkílómetra. Því næst koma Holland, Mauritius, Belgía, Formósa og Puerto Rico, sem hver um sig hafa yfir 520 íbúa á ferkílómetra. Á hinum enda stigans eru land svæði eins og spænska Sahara, Grænland, Alaska og Ástralía, þar sem að jafnaði býr einn mað- ur á ferkílómetra. Sá reiknað í álfum, er Evrópa þéttbýlust. Þar eru 84 íbúar á hvern fer- kílómetra. Ný gerð af botn vörpum auðveld i meðförum Dr. J. Schárfe, sem stárfar við fiskveiðadeildina í aðalstöðvum Matvæla- jg landbúnaðarstofn- unar S.Þ. (FAO) í Róm og er sérfræðingur í veiðarfærum, hefur gert merkilegar tilraunir með botnvörpur, sem eru gerðar úr stórmöskvuðu nælonneti, og eru búnar sérstökum „hljóð- bylgjusendi“, sem gefur til kynna dýpið, sem botnvarpan er á, og „leitar uppi“ fiskitorfur. Dr. Schárfe hefur reynt hina nýju botnvörpu á þýzkum kútter' á Norðursjónum og reyndist afl- inn mjög góður, einkum af síld og kópsíld. Eftir að dr. Schárfe kom aftur til aðalstöðvanna í Róm sagði hann frá tilraunum sínum. Lagði hann áherzlu á, að „hljóðbylgju- sendirinn“ geri mönnum kleift að leysa eitt erfiðasta vandamálið í sambandi við botnvöruveiðar á einstökum bátum (venjulega eru tveir bátar um hverja botn- vörpu), nefnilega vandamálið að halda botnvörpunni á réttu dýpi. Jafnframt er hér fundin lausn á vandanum við að hafa stjórn á botnvörpunni, þannig að hægt sé snögglega að hækka hana eða lækka, eftir því sem þörf krefur. Öryggisbók gefin út fyrir ökumenn Alþjóðavinnumálastofnunin (ILO) hélt nýlega ráðstefnu sér- fræðinga frá 14 Evrópulöndum, þar sem lagt var til að gefin yrði út sérstök alþjóðleg „öryggis- bók“ handa bílstjórum og öðrum starfsmönnum, sem vinna við flutninga landa á milli. í bókinni verða m. a. kaflar um hvenær vinna hefst, hvenær vinnu lýkur og hvenær gerð eru matarhlé í hinum einstöku löndum. — Verður þannig hægt að nota hana á alþjóðlegum vettvangi og inn- an hvers einstaks ríkis. Tilgang- urinn með bókinni er að bæta vinnuskilyrðin og auka öryggið á þjóðvegunum. Öflugri barátta fyrir auknu heilbrigði Á þriggja vikna ársþingi sínu í Genf gekk Alþjóðaheilbrigðis- málastofnun SÞ (WHO) frá fjár hagsáætluninni fyrir árið 1960. Útgjöldin verða alls 16.918.700 dollarar. Umræðurnar á þinginu, sem sótt var af fulltrúum 82 landa, snerust um tvö höfuðefni. WHO mun auka fjárfarmlög sín til læknisfræðilegra rannsókna og ennfremur verður stofnunin tengiliður milli vísindamanna um heim allan. Verður lögð sérstök áherzla á að styðja það starf, sem unnið er til að vinna bug á smit- andi sjúkdómum. Voru lagðir fram 500.000 dollarar til þessarar baráttu. Þá lagði stofnunin ríkt á við aðildarríkin að gera allt sem hægt hægt væri til að tryggja íbúum þeirra drykkjarvatn, sem ekki væri heilsuspillandi. Er stofnunin reiðubúin að senda tæknihjálp eða ráðgjafa til ríkja, sem þess óska. Loks var rætt um þá staðreynd, að bólusótt hefur á síðastliðnum þr§mur árum herjað 56 lönd og landsvæði, þrátt fyrir það að hægt er að útrýma þessum sjúk- dómi með bólusetningu. Hvatti stofnun -ðildarríkjanna til að hefja víðtæka og raunhæfa bar- áttu gegn þessari farsótt. Areiðanlegri veðurspá Þegar síðasta hitabylgjan í V- Evrópu, var fyrir skömmu skyndi lega.rofin af kuldabylgju, höfðu flestir veðurfræðingar spáð rangt um veðurútlitið, þrátt fyrir tæk- in, sem þeir hafa til slíkra ákvarð ana. í nánustu framtíð verður hægt að girða fyrir slík mistök, þegar nýjar geysihraðvirkar rafeinda- reikinivélar verðar teknar í notkun. Það hefur komið í Ijós, að hinn mikli tími sem fer í að vinna úr og reikna út veður- skýrslurnar háir veðurfræðing- unum meira en flest annað. Nið- urstöðurnar eru oft úreltar, þeg- ar þær loks liggja fyrir. UNESCO (Menningar- og vís- indastofnun SÞ) heldur alþjóða- ráðstefnu í París dagana 15.— 20. jún, þar sem 2000 tæknisér- fræðingar frá um 30 löndum ræða úrvinnslu og gagnkvæm skiptil á tæknilegum upplýsing- um landa á milii. Verður sér- staklega rætt um þá reynslu sem fengizt hefur við að nota svo nefnda „rafeindaheila" til út- reikninga. Á myndinni sjást börn flóttamanna í Túnis, en þar eru nú sam- an komnir um 180 þúsund flóttamenn, sem njóta stuðnings frá Sameinuðu þjóðunum. Með sérstökum ráðstöfunum, sem hefjast • í þessum mánuði, standa vonir til að hægt verði að leysa vanda- mál flóttamanna víðs vegar um heim að vissu marki. Eitt mesta voráfelli, sem komið hefur mörg ár Fréttabréf úr Öxarfirði ÆRLÆK, 15. júní: — Frá sunnu degi 7. júní og til þess 12. má heita að verið hafi hin verstu 66 sfúdeniar braut- skráðir frá M.A. AKUREYRI, 20. júní. —Mennta- skólanum á Akureyri var slitið 17. júní við hátíðlega athöfn að viðstöddu -lu íjölmenni. Skóla meistari skýrði frá því, að nem- endur hefðu verið 358, þar af 190 í menntadeild. í heimavist skól- ans bjuggu um 170 nemendur, þar af 30 í gamla skólahúsinu. Hæstu einkunn í skólanum hlaut Brynjólfur Bjarkan í 2. bekk, 9,30. Landspróf þreyttu 30 nemendu; af, þeim hættu 3 við prófið en 19 náðu framhalds- einkunn. Fyrsti nemandinn, sem hlýtur ágætiseinkunn á lands- prófi í M. A. þreytti það nú, Rögnvaldur Hannesson frá Höfn í Hornafirði og hlaut 9,03 Brautskráðir voru 66 stúd- entar þar af 6 utan skóla, 40 úr máladeild, 26 úr stærðfræðideild. Af þeim hlutu 3 ágætiseinkunn, 38 fyrstu einkum, og 23 aðra einkunn. Ágætiseinkunn hlutu Bjarni Sigurbjörnsson, Borgar- firði eystra, 9,25, Júlíus Stefáns- son Húsavík, 9,21 og Ásgrímur Pálsson, S-Þing., 9,10. Stúdenta- hópurinn nú er hinn stærsti, sem útskrifazt hefur frá M. A. Út- hlutað var nokkrum verðlaunum og bárust skólanum við þetta tækifæri góðar gjafir frá 10, 25 og 30 ára stúdentum. 15 ára stúdentar gáfu peningagjöf til verðlauna einhverjum úr hópi nýstúdent.i og hlaut þau Guð- mundur Steinsson frá Siglufirði, sem hlaut : vetur alvarleg meiðsl og á því ólokið nokkrum hluta stúdentsprófsins. Stúdentar frá í fyrra færðu skólanum minning- arskjöld um bræðurna Pétur og Stefán Hólm. sem fórust í flug- slysinu á Vaðlaheiði í vetur. 1 Að síðustu ávarpaði skólameist ari, Þórarinn BJörnsson nýstúd- enta, þakkaði þeim samveruna í skólanum og gaf þeim nr.örg góð heilræði og leiðbeiningar í snjallri ræðu. Skólanum var nú slitið í 79. sinn. Heillaóskir til forseta íslands í TILEFNI af þjóðhátíðardegi ís- lendinga hefur forseta íslands borizt fjöldi árnaðaróska. Meðal þeirra, er sendu forset- anum heillaskeyti við þetta tæki- færi voru eftirtaldir þjóðhöfð- ingjar: Friðrik IX. konungur Dan- merkur, Ólafur V Noregskonung- ur, Gústaf VI Adolf konungur Svíþjóðar, Urho Kekkonen for- seti Finnlands, Dwight D. Eisen- hower forseti Bandaríkjanna, Charles de Gaulle Frakklandsfor- seti, K. Voroshilov forseti æðsta ráðs Sovétríkjanna, . Theodor, Heuss forseti Sambandslýðveldis ins Þýzkalands, Antonin Novotny fersti Tékkóslóvakíu, Aleksander Zawadzki forseti Póllands, Istvan Dobi forseti forsætisráðs Ung- verjalands, Ion Gheorghe Maurer forseti æðstaráðs þjóðþings Rú- meníu, Josip Broz Tito forseti Júgóslavíu, Americo Thomaz for- seti Portúgals, Mohammad Reza Pahlavi Iranskeisari, Arturo Frondizi forseti Argentínu, Celal Bayar forseti Tyrklands og Izhak Benzvi forseti ísraels. Þá bárust forsetanum einnig heillaóskir frá erlendum sendi- herrum, íslenzkum sendiherrum og ræðismönnum erlendis og ýmsum félagasamtökum innan lands og utan. óveður. Er þetta eitt hið mesta voráfelli, sem komið hefur um mörg ár. Sauðburður stóð yfir eða var að ljúka og víðast búið að sleppa lambfé. Snjófall var svo mikið, einkum hér við Öx- arfjarðarheiðina vestan verða, að fé fenti, bæði ær og lömb. Frá einm bæ, Sandfellshaga, þar sem búa feðgarnir Benedikt og Björn, voru dregnar úr fönn 12 ær og milli 20—30 lömb. Fé þetta lifði flest. Það var frá fleiri bæjum en Sandfellshaga, jafnvel eins margt frá Þverá og víðar að. Yfir það heila er tjónið af þessu áfelli mikið. og margvís- legt og meira en ennþá er vitað, því fé var víða komið til heiða. Ær hafa gelzt og fénaður allur beðið stóran hnekki, auk þess sem farizt hefur af lömbum, hafa þau vilzt undan mæðrum sínum. Allt hefur þetta valdið mönnum tjóni og ótrúlegum erfiðleikum. Fram að þessu hreti var vorið einstaklega gott. Krækiberja- lyng var í byrjun þessa mánaðar orðið krökt af vísum og blá- berjalyng þakið sætukoppum. Er þetta óvenjulegt svo snemma og gaf miklar vonir um mikla berja sprettu í sumar. Hins vegar má nú óttast, að vísar og sætukopp- ar hafi í óveðrunum losnað af lynginu og þar með vonirnar daprazt. Fyrri grenjaleitum er lokið og hefur hvergi fundizt tófa í greni. Tófuferill virðist með minna móti og bíts hefur ekki orðið vart. Minkaplágan færist nú til okk- ar. í vetur sást slóð eftir mink við Landsá og nú í vor við Vala- gilsá, sem rennur úr Fiskivatni norður í Jökulsá. Þar hefur Theó dór frá Bjarmalandi nú unnið 2 dýr, eitt minkapar 1 dýraboga. Þetta eru fyrstu minkarnir, sem vinnast hér í sveit og ekki víst að fleiri hafi setzt hér að ennþá. J. S.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.