Morgunblaðið - 04.07.1959, Side 3
Laugardagur 4. júlí 1959
UORCVNBLAÐIÐ
3
LíOkaþáttur afmælishófsins hófst með því, að lítill ljósáifur kom fram á sviðið og kveikti á kert-
um. Því næst voru fimm drengjum og fimm stúlkum fengin kerti, sem táknuðu hinar tíu greinar
skátalaganna.
Bandalag íslenzkra skáta 35 ára
Forseti íslands gerist verndari skdta-
hreyíingarinnar
UM þessar mundir er Bandalag
íslenzkra skáta 35 ára og var
þess minnzt með hófi í Skáta-
heimilinu við Snorrabraut síðast-
liðið laugardagskvöld.
fyrsta sinn, sem íslenzk kona ber
þetta heiðursmerki.
Borgaraliljunni voru sæmdir:
Ásmundur Guðmundsson, biskup,
Bjarni Benediktsson, fyrrv. borg-
arstjóri, Gunnar Thoroddsen,
riksdóttir, Björgvin Magnússon,
Eiríkur Jóhannesson, Guðmund-
ur Ástráðsson, Hafsteinn Ó. Hann
esson, Jón Guðjónsson, Jón Mýr-
dal og t>órh. Bachmann. Þessir
skátar voru sæmdir 15 ára lilju:
Friðrik Haraldsson, Guðrún Run-
ólfsson, Jón A. Valdimarsson,
og tendraði kertaljós við hverja
hinna tíu greina skátalaganna. —
Viðstaddir sungu að lokum
kveðjusöngva skáta.
Fundur skátaráðs 1959
Skátaráðsfundur var settur í
Skátaheimilinu laugard. 19. júní
kl. 2 eftir hádegi. Skátahöfðingi
Jónas B. Jónsson, skýrði frá
fundi skátahöfðingja Norður-
landa, sem nýlega' var haldinn í
Stokkhólmi og flutt var skýrsla
stjórnar BÍS. Framsöguerindi
fluttu frú Hrefna Tynes um „Ein
kennisbúning kvenskáta og ljós-
álfa“ og Þorsteinn Einarsson,
íþróttafulltrúi, um „Starf kven-
og drengjaskáta á breytinga-
aldri“
Forseti fslands gerist verndari
skátahreyfingarinnar
Hinn 23. júní síðastliðinn
gerðist forseti íslands, herra
Ásgeir Ásgeirsson, verndariskáta
hreyfingarinnar á Islandi. Jónas
B. Jónsson, skátahöfðingi, til-
kynnti þetta við hátíðlega athöfn
í Bessastaðakirkju sl. jónsmessu-
kvöld að viðstöddum forsetahjón
unum, stjórn Bandalags íslenzkra
skáta, skátaráði og fulltrúum
skátafélaganna. alls um 100 skát-
* um. Forsetinn hélt ræðu og
minntist skátahreyfingarinnar á
íslandi, bauð skáta velkomna, en
lýsti síðan kirkjunni og staðnum.
Að því loknu var gengið til Stofu
og bornar fram veitingar og þar
sungnir skátasöngvar. Að lokum
fóru allir skátarnir ásamt forseta
hjónunum út að Skanzinum og
var þessari hátíðlegu athöfn slit-
ið þar við varðeld.
STAKSTEIHAR
Þagnatr Þjóðviljinn?
Athygli vekur, að Tímina
minnist ekki einu orði í gær á þá
frásögn Þjóðviljans í fyrradag,
að Framsóknarmenn hafi talið
ýmsum fylgjendum sínum trú
um, að % þingmanna þyrfti til að
samþykkja kjördæmabreyting-
una. Hætt er við, að hér reynist
svo, að þögn sé sama og sam-
þykki. Þó að Tíminn þegi um
þessa ásökun Þjóðviljans segir
hann berum orðum, að óviðeig-
andi sé fyrir Þjóðviljann að
skamma Framsókn:
„Næstum allir Staksteinar
Mbl. í gær voru úr Þjóðviljanum.
Aðstandendur Alþýðubandalags-
ins virðast þannig helzt á þeirri
skoðun, að það muni nú bezt
efla álit þess að nýju að skrifa
Þjóðviljann þannig, að skrif hans
þyki hinn bezti Staksteinamatur
í Mbl. Áreiðanlega er þetta mik-
ill misreikningtur“.
Tímanum finnst það auðsjáan-
Iega ekki næg þjónusta við Fram-
sókn, að Hannibal skyldi ferðast
um gervallt landið til að afla
henni atkvæða. Nú á hann einnig
að sjá um, að Þjóðviljinn segi
ekki styggðaryrði í hennar garð!
Fróðlegt verður að sjá, hvort þess
ari skipun vrður hlýtt og Þjóð-
viljinn þagnar • um ávirðingar
Framsóknar.
Stjórn Bandalags íslenzkra skáta. Fremri röð frá vinstri: Borghildur Fenger, erlendur bréfritari
kvenskáta; Sigríður Lárusdóttir, meðstjórnandi; Jónas B. Jónsson, skátahöfðingi; Hrefna Tynes,
varaskátahöfðingi og Áslaug Friðriksdóttir, meðst órnandi. Aftari röð: Arnbjörn Kristinsson, útgáfu
stjóri; Eiríkur Jóhannesson, meðstjórnandi; Björgvin Þorbjörnsson, gjaldkeri; Jón Guðjónsson,
meðstjórnandi; Franch Michelsen, erlendur bréfritari drengjaskáta, Ingólfur B. Blöndal, fræðslu-
stjóri. Á myndina vantar Pál Gíslason, varaskátahöfðingja.
B.Í.S. stofnað 6. júní 1924.
Bandalag íslenzkra skáta var
stofnað 6. júní 1924, en fyrsti
skátahöfðinginn var Axel V.
Tulinius til dav.jadags 1938. Þá
var kjörinn skátahöfðingi, Dr.
Helgi Tómasson, sem lézt á síð-
astliðnu ári. Núverandi skáta-
höfðingi er Jónas B. Jónsson
fræðslustjóri Reykjavíkurbæjar.
I afmælishófinu voru ýmsir
gestir, velunnarar skátahreyfing-
arinnar ásamt fulltrúum margra
skátafélaga Skátafélag Reykja-
víkur færði BÍS félagsfána
sinn, Kvenskátafélag Reykjavík-
ur vandaða gestabók, Skátafé-
lagið Hraunbúar útskorinn vita,
sem er tákn H_fnarfjarðarkaup-
staðar. Benedikt G. Waage af-
henti fár.a íþrúttasambands Is-
lands og ýmsir fulltrúar fluttu
kveðjur og árnaðaróskir félaga
sinna.
Nokkrir borgarar og skátar
heiðraðir
í tilefni 35 ára afmælisins voru
nokkrir borgarar og skátar heiðr-
aðir vegna aðsíoðar við skáta-
hreyfinguna og vegna starfa inn-
an hennar.
Jónas B Jónsson, skátahöfð-
ingi og Hrefna Tynes, varaskáta-
höfðingi, voru sæmd silfurúlfin-
um, sem er æðsta heiðursmerki
skátahreyfingarinnar og er það í
borgarstjóri og Sveinbjörn Jóns-
Son, hæstaréttarlögmaður.
Eftirtaldir skátar voru sæmdir
Þórshamrinum, en hann er veitt-
ur fyrir sérstaklega gott starf í
þágu skátahreyfingarinnar: Arn-
björn Kristinsson, Áslaug Frið-
Steina Finnsdóttir og Þorvaldur
Þorvaldsson
Afmælishófinu var slitið með
því, að skátadrengir og stúlkur
gengu fram með íslenzka fána,
en frú Hrefna Tynes las nokkur
ritningarorð, en síðan skátalögin,
Landsmót skáta 1959
Að þessu sinni verður lands-
mót skáta haldið í Vaglaskógi
dagana 3.—7. júlí nk. Akureyrar-
skátar bera veg og vanda af mót-
inu, en mótsstjóri verður Tryggvi
Þorsteinsson. Gert er ráð fyrir
að 400 skátar taki þátt í mótinu.
Lokavarðeldur verður haldinn
fyrir skáta og Akureyringa
þriðjudaginn 7. júlí á Akureyri.
Skátahreyfingin á fslandi
Árið 1962 munu íslenzkir skát-
ar halda upp á hálfrar aldar af-
mæli hreyfingarinnar hér á
landi. í haust verður Gilwell-
skóli og almennur foringjaskóli
að Úlfljótsvatni, en eins og venju
lega starfar þar kvenskátaskóli
yfir sumarmánuðina. Ennfremur
verða þar sumarbúðir skáta. í
dag eru starfandi 28 félög á land-
inu með um 4500 meðlimum og
er vaxandi áhugi fyrir skátahreyf
ingunni hér á landi.
LUNDÚNUM. — Belgía hefur
snúið sér til NATO og farið þess
á leit, að ráðherrafundur verði
haldinn á vegum ráðsins, áður
en Genfarfundi utanríkisráðherr-
anna verður haldið áfram. Með
þessari málaleitan hafa Belgar
tekið undir svipaða kröfu Ítalíu-
stjórnar.
„Ósvífni af verstu
tegund“
En svo stendmr á, að í Tímanuv_
er í gær meiri „Staksteinamatur“
en Þjóðviljanum. Af skrifum
Tímans í gær er ljóst að áróð-
ursbragð hans á nú að verða það,
að alls ekki hafi verið kosið um
kjördæmamálið. Orðrétt segir
þar í forystugrein:
„Þegar þetta er athugað, verð-
ur það vissul. að teljast ósvífni
af verstni tegund, þegar blöð þrí-
flokkanna eru með þær fullyrð-
ingar, að 72% kjósenda hafi lýst
stuðningi sínum við kjördæma-
byltinguna. Þetta er vissulega
gegn betri vitund".
Með sanni má segja, að þessi
málflutningur Tímans sé „vissu-
lega gegn betri vitund“ og „ó-
svífni af verstu tegund“.
Á einn að ráða
en ekki þrír?
Þó herðir Tíminn betiur á. Síð-
ar i sömu grein segir hann, að ef
tekið væri „nægilegt tillil til
þjóðarviljans“, bæri að:
„Leita greinilegar eftir þvi,
hver þjóðarviljinn er, eða að taka
upp samninga við Framsóknar-
flokkinn um fjölgun þingmanna
i þéttbýlinu, án þess að núver-
andi kjördæmi verði lögð niður".
Tíminn snýr sem sé úrslitum
þjóðaratkvæðagreiðslunnar um
kjördæmamálið alveg við. Að
hans dómi má taka mark á kosn-
ingiinni ef 1 fær að ráða meira
en 1. Annars eru úrslitin bara
alveg marklaus að hans dómi!
Meiri ósvífni hefur sjaldnast sést
í íslenzku blaði og eru menn þó
ýmsu vanir af Tímans hálfu.
Gengið einum of langt
Annars staðar í Timanum segir:
„Þetta mun líka koma í ljós, ef
þriflokkarnir knýja fram kjör-
dæmabyltinguna, þrátt fyrir þá
aðvörun, sem þeir hafa fengið. Þá
munu kjósendur hefna fyrir hér-
uð sín, svo að eftir verður mun-
að“.
Eftir þessu ætlar Framsóku
enn í haust að láta svo sem um
kjördgemamálið verði kosið. Við
búið er, að þeir, sem henni tókst
að blekkja nú, láta liana þá verða
þess vara að til of mikils sé ætt-
azt.
Frá afmælishátíðinnl f Skátaheimilinu. Jónas B. Jónsson, skátahöfðingi, flytur ræðu.