Morgunblaðið - 04.07.1959, Síða 6

Morgunblaðið - 04.07.1959, Síða 6
e MORGUIVBLAÐIÐ Laugardagur 4. júli 1959 & Gertraud og Ludwig Steinauer Frœgur fjallamaður kemur til íslands 1 BYRJUN júní kom hingað til landsins Ludwig Steinauer og kona hans Gertraut. Þau hjónin hafa síðan ferðazt víða um land, gengið á fjöll og tekið fjölda lit- mynda, sem notaðar verða til skýringar við fyrirlestra og til birtingar í blöðum og tímaritum fjallamanna víða á meginland- inu. Steinauer hefir komið hing- að áður (1957) og fór þá víða um viðaði að sér miklum fróðleik og kannaði landið betur en margur annar. Síðan hefur hann flutt um 150 fyrirlestra um fsland með litmyndum til skýringa, víðsveg- ar um Mið-Evrópu. Haft blaða- viðtöl um landið, sem hann dáir svo mjög, einnig skrifað mevkar greinar í tímarit. Hefir hann unn- ið landinu mikið gagn með þess- ari starfsemi. Vildu flugfélögin og Ferðafélagið að sínu leyti þakka það með því að bjóða hon- um ásamt konu hans hingað til stuttrar dvalar um jónsmessuleyt ið. Ferðalagið hefir orðið þeim hjónum til mikillar ánægju, því að þau fengu nærri allar óskir sinar uppfyltar. M.a. að ganga á öræfajökul og Herðubreið, að sjá miðnætursól við pólarbaug og dvelja í tjaldi við árnið og birki- angan um bjartar nætur. Frægðina hefir Steinauer ekki hlotið eingöngu með fyrirlestra- haldi, og sem rithöfundur, heldur vegna þess að hann hefir nú í 40 ár átt við illkleifa tinda að etja víða um lönd, og sigrað 478 þeirra sem voru 4000 metrar og hærri, er það heimsmet sem ekki mun verða yfirstigið bráðlega. Hann er nú 56 ára gamall, og mun vafalaust ennþá sigra marga tinda. Næstu ferðalög hans munu vera um hálendi Suður-Afríku. Verður það allmikill leiðangur — bezti tími til að ferðast þar er í janúar—febrúar. Sumarlangt dvelja Steinauer og frú í Zermatt Sviss, þar eiga þau hús eitt mjög gamalt og sér- kennilegt. Annars eru þau búsett í Múnchen. Svissnesku alparnir eru sérgrein Steinauers og vildi ég ráðleggja öllum sem ganga vilja á fjöll í Wallísku-ölpum að leita til hans um upplýsingar og aðstoð. Einnig að lesa bók hans um Mont-Blanc „Der weisse Berg“ — Fjallið hvíta — og skíða- ferðir þessa mikla fjallamanns um snæviþakta tinda. Engum manni hefi ég kynnst er ég tel öruggari til stórræða ef klífa skal ísklambraða tinda en Steinauer, því aldrei hefur hent hann neitt óhapp í fjalli svo telj- andi væri. Steinauer telur að fsland, og ýms fleiri lönd við pólarbaug hér nyrðra, eigi geysimikla framtíð sem ferðamannalönd. Hin sér- kennilega fegurð bjartra nátta og hreinir og tærir litir náttúrunnar eigi ekki sinn líka. Hin ósnortna náttúra hálendsins sé margfalt eftirsóknarverðari en skíðalyftur og viðhafnarhótel. Það mun rétt vera. f heiminum er mikill fjöldi fólks sem leitar að sönnum lífs- verðmætum, en ekki hávaða og innantómu glamri. Takist okkur að beina áhuga þessa fólks hing- að þá höfum við unnið leik á tafl- borði lífsins. Hér höfum við ekk- ert pláss fyrir letingjalýð og lífs- þreytta slæpingja er dragnast milli Monte Carlo og Havaieyja eftir árstíðum og ólundardintum og ætlast til að sjá raðir af bukt- andi þjónum, þar sem margar ferðaöskur lenda. Nú um helgina héldu Steinauer hjónin heimleiðis með endux- minningar um ógleymanlega ferð. Þau biðja að heilsa öllum þeim er greiddu götu þeirra víðsvegar um landið. Sögðu að skilnaði: „Hjartans þakkir, og heill á fjöll um og í byggð“. Guðmundur Einarsson, frá Miðdal. Þoka - nokkur skip landa síld SIGLUFIRDI, 2. júlí. — í dag hefur verið þoka á miðum síld- veiðiskipanna og þaðan frétta- lítið sem vonlegt er. Hér hafa landað nokkur skip síld til bræðslu, því svo mögur er hún að ekki er hægt að salta hana. Þessi skip lönduðu: Hugrún 426 mál, Ófeigur III. 162, Muninn 118, Hilmar 224, Guðbjörg 230, Haf- þór 452, Vonin II. 170, Einar Hálf- dáns 377 mál. Við mælingu á síldinni í dag, sem rannsóknarstofa S.R. fram- kvæmdi, reyndist síldin vera 13,9 prósent að fitumagni til, rúmlega 35 sentim. og 334 grömm á þyngd. — Guðjón. Skytturnar biðu sólarhringum saman SKYTTUR hafa undanfarna daga legið á grenjum fyrir Kjalnes- inga. Hitti Mbl þær að máli í gær og innti frétta. Skytturnar hafa verið í grenja leit um vestanverða Esjuna. Innst í Bleikdal fannst greni, sem ó- venjuskæður dýrbítur hafði lagt. Höfðu dýrin drepið milli 10—20 lömb. Tókst skyttunum strax að leggja annað dýrið að velli, en hitt vildi ekki gefa á sér færi. Lágu skytturnar á greninu í nokkra sólarhringa, unz dýrið kom i dauðafæri og var þá ekki að sökum að spyrja. Yrðlingarnir voru orðnir svo stórir að þá varð að skjóta eða eitra fyrir. Skytturnar fundu annað greni í Skálafelli, skammt frá skíða- skálum KR og ÍK. Þeir drápu annað dýrið strax og alla yrðling- ana. S/ö dag töfraheimi VIÐ íslendingar eigum nú í sum- ar kost á að ferðast á hestum sem skemmtiferðafólk á vegum Ferðaskrifstofu ríkisins. Reynt verður að skapa ferðafólkinu full Ásmundur Árnason 45 ára starfsafmæli Þriðjudaginn 16. þ. m. kom ég á heimili vinar míns Ásmundar Árnasonar og konu hans og var mér þar borið kaffi og ótal teg- undir af gómsætum kökum og smurðu brauði. Ég hefi oft komið á heimili þeirra hjóna og alltaf notið góðar gestrisni, en þarna var óvanalega mikið fram borið af veitingum á virkum degi, svo að ég hafði orð á því við frúna hvort hér væri í aðsigi einhver stór veizla, og tjáði hún mér þá að bóndi hinn hefði átt 45 ára starfsafmæli h. 15. júní. Mér þótti miður að hafa ekki vitað af þessu í tæka tið. Ásmundur hefur unn- ið hjá Jánrvöruverzlun Jes Zim- sen í þessi 45 ár. Ég innti frúna eftir því, hvort ekki hefði verið gestkvæmt hjá þeim þennan dag. Nei, það kom fátt, sagði frúin. Ég spurði hana hvort samstarfs- menn hans hefðu ekki heimsótt hann og tjáði hún mér að svo hefði ekki verið, og það verð ég að segja, að hissa varð ég á því eftir svona langan starfstíma, að þeir skyldu ekki koma og drekka með samstarfsmanni sínum af- mæliskaffið. Slíkt er sennilega einsdæmi, og gramdist mér það mjög fyrir hans hönd. Mér er kunnugt um það að Ásmundur hefur unnið sín störf í þágu fyr- irtækisins af hinní mestu trú- mennsku. Hann er traustur og trúr sínum húsbændum í starfi, og má ekki vamm sitt vita í neinu. Ég óska þér, Ásmundur minn, hjartanlega til hamingju með þetta merkisafmæli og heimili þínu guðs blessunar á ókomnum árum. Ólafur Theódórsson. skrifar úr# daglega lifinu . Lítil hjálparbeiðni KJARTAN Ólafsson, bruna- vörður, hefur skrifað „litla hjálparbeiðni“ fyrir ungana á Tjörninni, og fer hún hér á eftir: „Um fuglalífið á tjörninni er það að segja, að færra er þar um endur i.ieð unga sína nú en oft áður, þó hafa nú síðustu dagana nokkrar endur setzt á stóru tjörn ina með unga sína, en hafa mætt þar hindrunum, sem valda þeim erfiðleikum við uppeldi ung- anna, en það er steinkanturinn, sem hlaðinn var siðastliðið haust meðfram vatnsborði tjarnarinnar við Tjarnargötu, og öllum fannst þá bót að. En litlu andarungarnir eru þar á annarri skoðun, því litlu krílin komast ekki þarna á land yfir grjótkantinn, og láta sumir þeirra lífið af þeim sökum. Á svæðinu fyrir framan Slökkvistöðina er öndunum mikið gefið. Hefði því þurft að setja þarna skörð á tveimur þremur stöðum, svo ung arnir gætu gengið á land og þegið matgjafir fólksins, og legið þarna í góðu næði hjá mæðrum sínum. Þyrftu góðgjarnir ráðamenn bæj- arins að kippa þessu í lag sem fyrst. Einnig hefði þurft að setja þarna réit við landið t. d. tvo timburfleka fyrir fuglana, eins og viða sést, og gert er annars staðar í menningarborgum.“ Umferðarhávaði við sjúkrahús ÞÁ hefur sjúklingur á Landa- koti beðið Velvakanda að koma öðru erindi á framfæri. Sjúklingurinn, sem er kona, skrif ar: „Ég lagðist inn á Landakots- spítala í apríl sl. mér til lækn- inga. Fyrsta kvöldið hugði ég að nú gæti ég sofið alveg áhyggju- laus, þar eð ekki þyrfti að vakna til barnanna, en það var nú eitt- hvað annað. Þetta var mikil slysavika og erilsamt á sjúkra- húsinu og er ekkert við því að segja. En hitt er verra og óeðli- legt, að sj .'iklingarnir þurfi að vakna við bílaflaut og skrölt i bílum um miðjar nætur. Það er mikil bílaumferð um Túngötuna nótt og dag, svo maður hrekkur iðulega upp við gauraganginn, þegar svefnmeðulin hætta að verka á nóttunni. Er nú ekki nokkur leið að fá götunni fyrir framan spítalann lokað frá kl. 8 á kvöldin til kl. 6 á morgnana, svo að sjúkling- arnir geti fengið næturfrið? Nú er búið að kippa þessu í lag og loka fyrir framan Hvítabandið og eiga þeir sem þar hafa átt hlut að máli þakkir skildar fyrir það. Væri nú ekki hægt að fara eins að með götuna hér fyrir framan hjá okkur, svo við sem hér þurfum að liggja, fáum að sofa í friði fyrir skarkala og bíla- umerð, svo ég tali nú ekki um skellinöðrurnar, sem alla ætla að æra. Og svo vil qg beina orðum mín- um til bílstjóranna. Ef ekki er hægt að fá þeosum kafla Tún- götunnar lokað, vilduð þið þá ekki taka ykkur saman um að fara aðrar götur á næturnar. Þið hafið ekki hugmynd um hvernig tekur unair í spítalanum, þegar farið er hjá á þeysiferð, og kann- |ski hemlað, skellt bílhurðum og þess háttar.“ a ferð í örœfanna komið öryggi hvað hesta og allan aðbúnað snertir. Hestar verða valdir við hvers manns hæfi. Fjögra-hjóla-hótel fer í veg fyrir ferðamannalestina á mat- málstímum og náttmálum. Traustir fylgdarmenn og leið- sögumenn annast öryggi og skemmtun fólksins. Hestamenn- irnir eru: Sigurður Haraldsson, Hellu og Halldór Jónsson, Kirkju bæ. Fræðari ferðarinnar er Árni Þórðarson, skólastjóri, Reykjavík. Fyrsta ferðin, sem hefst 12. júlí, verður filmuð fyrir erlent sjónvarp. Önnur ferðin hefst 5. ágúst. - Farin verður Fjallabaksleið. Ferðaáætlun er þannig: 1. dagur: sunnud. Lagt af stað kl. 10,00. Ekið austur að Galtalæk, en þar hefst ferðalagið á hestum. Frá Galta- læk verður farið sem leið liggur austur Landmannaleið að Tröll- konuhlaupi og í Sölvahraun. Þar verður gist í tjöldum. 20 km rúmir. 2. dagur: mánud. Haldið áfrarn á hestum um Sauðleysur að Laryimannahelli. Þeir, sem óska og treysta sér, geta farið á Loðmund. Á hestum er hægt að fara upp í miðjar hlíð- ar fjallsins. Sjálf fjallgangan verður því stutt og liggur um grasigróna geira upp á fjallstopp, en þaðan er hiö fegursta útsýni yfir Fiskivatnas/æðið og Þóris- vatn, norður í Vonarskarð, til Vatnajökuls, Hofsjökuls, vestur í Langjökul og víðar. 25 km. 3. dagur: þriðjud. Farið verður sem leið liggur um Dómadal og Dómadalshraun. Þá liggur leiðin áfram með fram Frostastaðavatni, þar sem him- briminn á sér heimlcynni. Þarna eiga menn kost á leirböðum og heitum vatnsbööum í Lauga- læknum. Gist í tjöldum í Land- mannalaugum eða í sæluhúsi Ferðafélagsins. 20 km. 4. dagur: Miðvikudagur. Dval- ið í Laugum. F.hád. skoðað um- hverfið, sem er forkunnarfagurt, gengið í Laugahraun, farið í Brandagil og víðar. E. hád. verð- ur farið á hestum í Jökulgil, sem sérstæður heimur forma, lita og ljósbrigða. 5. dagur: Fimmtudagur. Nú ligg ur leiðin upp Kílinga, Jökuldali, hjá Skuggafjöllum, Herðubreið- arháls og Eldgjá. Haldið til baka og tjaldað við Kofa í Jökuldöl- um. 6. dagur: Föstudagur. Farið frá Jökuldölum norður hjá Loð- mundi í Sölvahraun. 7. dagur: Farið úr Sölvahrauni að Keldum. Ferðafólkinu gefst einnig kost- ur á að fara frá Reykjavík einum degi fyrr, eða á laugardegi. Verð- ur þá komið að Galtalæk þann dag. Verður þá riðin um 35 km. leið. Ég vildi að ég gæti farið með, Þorleifur bauð mér af góðvild sinni, en þessa viku þarf ég að starfa með skagfirzkum hesta- mönnum. Þar er unaðslegt, en samt öfunda ég ykkur, sem eigið kost á ævintýrinu. Góða ferð og góða skemmtum Gunnar Bjarnason.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.