Morgunblaðið - 04.07.1959, Síða 8

Morgunblaðið - 04.07.1959, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ ’ v 4?-*&7tT0|i <i r i Laugardagur 4. júlí 1959 Sigurður Ólafsson frá Bæi'um — minning HINN 23. marz sl. andaðist í Sjúkrahúsi ísafjarðar, Sigurður Ólafsson, sem um langan aldur var bóndi í Hærra-Bæ í Bæjum á Snæfjallaströnd. Hinn 2. dag sl. aprílmánaðar var svo gerð útför hans frá Un aðsdalskirkju SigUiður var fæddur að Tröð £ Álftafirði 12. maí 1882, og skorti því rúman mánuð til, að hann fyllti 77 ár, er hann lézt. Þegar Sigurður var t.eggja ára missti hann föður sinn, sem drukknaði í fiskiróðri. Fluttist hann þá með móður sinni, Jónu Jónsdóttur að Unaðs- dal á Snæfjallaströnd. Jóna var pettuð írá Hóli í Bolungarvík, en í Unaðsdal bjó _ i systir hennar Þóra, ásamt manni sínum. Guð- mundi Þorleifssyni. Sjö árum síðar eða um það leyti, ^em Sigurður er níu ára flyzt hann sem smali að Bæjum til Maríu Rebekku Kristjánsdótt- ur, dannebrogsmanns Ebenezer- sonar frá Reykjarfirði, er þá bjó l Hærra-Bæ með börnum sínum. Mun hann þá hafa farið að vinna fyrir sér sjálfur og ekki verið á vegum móður sinnar eítir það. Árið 1904 kvæntist Sigurður Maríu Rebekku Ólafsdóttur, er var fósturdóttir Maríu Kristjáns- dóttur. Um sama leyti hófu þau hjón búskap í Bæjum og bjuggu þar í rúm íiörtíu ár, að einu ári undanteknu, er þau bjuggu á Hjöllum í Skötufirði Hin síðari ár, eftir að þau hættu búskap í Bæjum, áttu þau lengst af heima á ísafirði. Á uppvaxtarárum Sigurðar og fyrstu búskaparárum, voru lífs- hættir almennings og atvinnu- vegir við ísafjarðardjúp, eigi stórum breyttir frá því, sem ver- ið hafði um aldir áður. Bú manna voru yfiileitt lítil og afrakstur þeirra fór að miklu leyti til fæðis og klæðis heima fyrir, og gat því ekki orðið söluvarningur, nema að litlum hluta. Tekna til greiðslu á kaupstaðarvöru var að mestu aflað með sjósókn, næst- um allan ársins hring, utan há- sumarið. Á vetrarvertíð var róið frá Bolungarvík, en vor og haust einnig frá smærri verstöðvum innan við Djúpið, og einstökum bæjum. Á tímum árabátanna var nálægðhi við fiskimiðin höfuð- atriði. Skömmu eftir aldainótin koma vélbátarnir til sögunnar, og mega heita orðnir einráðir í sjósókn- inni í lok fyrra stríðs. Um líkt leyti verða og breytingar í bú- skaparhf.ttum til landsins, þó að þau stakkaskipti fari hægar fram, en hin miklu aldahvörf við sjóinn. Sæti sitt i þessari þróun, sem einyrkja bóndi með mikla ómegð, skipaði Sigurður með prýði. Hann sótti sjóinn af kappi og var, ásamt Jóni bróður sínum, meðal fyrstu manna við Djúp, sem eignaðist vélbát til fiski- veiða. Um skeið munu þeir bræð- ur hafa gert út tvo báta, vélbát og árabát. Á meðan hinn stóri barnahóp- ur þeirra hjóna var í bernsku, mun efnahagur þeirra hafa verið frekar þröngur, sem vonlegt var. En öll ólust börnin þó upp hjá foreldrum sínum við góðan þroska, og engra opinberra styrkja nutu þau við uppeldi þeirra, eins og nú er lenzka. Þar ..íunu tekjurnar frá sjón- um hafa orðið einna drýgstar í bú að leggja, en hörðum hönd- um varð fyrir þeir.. að vinna. Er eldri börnin komust nokkuð á legg, mun Sigurður meir hafa snúið sér að búskapnum í landi. Keypti hann þá ábýli sitt og bætti það stórum, að ræktun og byggingum. Öll fénaðarhús jarð- arinnar byggði hann að nýju, bar á meðal fjós og hlöðu, áburðar og votheysgeymslur, allt úr steinsteypu. Að siðustu byggði hann, árið 1939, vandað íbúðarhús úr steini. Að sjálfsögðu naut hann aðstoð- ar barna sinni við framkvæmdir þessar, því að lengstun. voru ein hver þeirra heima, þó að upp- komin væru. Þegar ég varð farkennari í Snæ fjallahreppi, og fluttist þangað bú ferlum nokkru siðar, þá urðu þau Hærra-Bæjarhjón og börn þeirra - -;stu nágrannar mínir, og svo nálægir, að aðeins nokkr- ir tugir metra voru milli bæja okkar. Kynni hlutu því að verða nokkur og samskipti. Það kom og til, að mér, sem frumbýlingi var margs vant þess, en nú þarf við, og var þá hendi næst að leita til nágrannanna. En á þeim árum var það lán mitt og fjölskyldu minnar, að eiga þá góða, svo að vart mun geta betri. Sigurður var með hærri meðal mönnum á vöxt, beinvaxinn og þreklegur, vel farinn um andlits fall. Hann var hraustmenni til burða og lagvirkur, og svo sagði mér Kolbeinn í Dal, að á yngri árum hefði hann verið meðal beztu áramanna við Djúp. Hann var dulur rnaður og hlédrægur, fámæltur og orðvar hversdags- lega, en greinagóður og skemmt- inn í fárra manna tali. Skap hans var mikið og viðkvæmt, en hann duldi það svo, að fáir urðu þess varir. Svo sem líklegt var, um mann með hans skapferli, hafði hann ákveðnar ->g fast mótaðar skoðanir á mönnum og málefn- um, þó að eigi léti hann þær! mjög uppi við hvern sem var. í landsmálum fylgdi hann Sjálf- stæðisflokkr.um Sigurður var um fjölda ára for söngvari í Dalskirkju, enda hafði hann frábrigðilega mikla og bjarta tenórrödd, allt fram á efri ár. Hann var söngvinn og hafði mikið yndi af söng og hljóðfæra slætti, og mundi hafa náð langt á því sviði, ef lífskjörin hefðu ver- ið önnur og menntunar notið við. Þau Sigurður og María eign- uðust fimmtán börn, og eru af- komendur þeirra nú níutíu, um fimmtíu barnabörn og tuttugu og fimm barnabarnabörn. Sigurður eignaðist son utan hjónabands, Magnús að nafni, er hann búsett- ur í Stykkishólmi, kvæntur, en barnlaus. Börn þeirra hjóna eru þessi; 1. Sigurður Guðmundur, kvænt ur Guðmundu Bæringsdóttur, voru lengi búsett í Hafnarfirði, en nú í Hafnarfirði. 2: Ingibjörg Sara, er dó rúm- lega tvítugu. Hún var gift Gunn- ari Ásgeirssyni, og áttu þau sam- an eina dóttur 3. Halldór Kristinn, dáinn fyr- ir allmörgum árum. Hann var kvæntur Friðlaugu Guðmunds- björgu systur hennar, búsett á ísafirði. 6. Óskar, kvæntur Ástu Tómas- dóttur. búsett í Reykjavík. 7. Aðalsteia*, kvæntur Mörtu Markúsdóttur, búsett á ísafirði. 8. Jón, dó í ifírnsku. 9. Jón, annar, kvæntur Sigríði Stefánsdóttur, húa í Borgarhóli í Eyjafirði. 10. Ásgeir Guðmundur, kvænt ur Önnu Hermannsdóttur, búsett á ísafirði. 11. Arnþrúður Guðbjörg, var gift Þórði Kaldalóns, en hann anð aðist eftir nokkurra ára sambúð þeirra; búsett í Reykjavík. 12. Torfi Salmundur, kvæntur Sigrúnu Guðbrandsdóttur, búsett í Reykjavík. 13. Halldór, kvæntur Sigrúnu Einarsdóttur. 'búsett að Eiðum. 14. Kristján Björn, kvæntur Brynhildi Berndsen, búsett í Reykjavík. 15. Ólafur Marinó, kvæntur Hólmfríði Einarsdóttur, búsett í Egilsstaðaþorpi. Það er sjálfsagt ekkert eins- dæmi, þó að ég þekki ekki annað, að svo stór systkinahópur, sé allur svo góðu atgrevi búinn, til líkama og sálar, sem þau eru börn þeirra, Sigurðar og Maríu. Það sýnir bezt hve stofnarnir eru traustir og heilir, sem að þeim standa á báðar hliðar,. og nú hafa jkilað þjóðfélaginu svo mörgum og starfhæfum höndum, við búskap, sjósókn og iðnað. Engin eign er mikilsverðari, ungri þjóð, sem þarf að vaxa ört vegna óteljandi verkefna, sem óleyst híða, en þeir synir og dæt- ur, er eftir sig láta slíkan arf. Jóhann Hjaltason. Heimilið að Hlíð í I.óni fékk verðlaun fyrir bezta umgengni. — Ljósm.: Vigfús Sigurgeirsson. Verðlaun veitt fyrir bezfa umgengni á heimili Frá aðalfundi Búnaðarsambands A-Skaftfellinga BÚNAÐARSAMBAND Austur- Skaftfelliiiga hélt aðalfund sinn í fundarhúsi Lónsmanna dagana 10—11 maí sl. Niðurstöðutölur fjárhagsáætlunar sambandsins voru 75-þús. kr. í skýrslu ráðunauts kom meðal annars fram, að ræktun á sam- bandssvæðinu var mjög svipuð og árið áður eða að meðaltali á bónda 7.700 ferm. Mest var rækt- un í Öræfum, 13.446 ferm. á bónda. Björgvin Jóhonnsson stúd.med. Vinarkvebja í ÖNDVERÐUM febrúarmánuði árið 1951 fórst á miðunum undan Nýfundnalandi togarinn „Guð- rún“ frá Boston með allri áhöfn, þar á meðal eiganda og skip- stjóra togarans, Jóhanni Axel Jó- hannssyni. Þar fór faðirinn. Réttum átta árum seinna eða 8. dóttur,. frá Lónseyri, og áttu þau' saman einr. son, sem andaðist j innan við tvítugt. 4. Gunnar, kvæntur Steinunni Jakobsdóttur, búsett á ísafirði. | 5. María Rebekka, gift Gunnari Ásgeirssyni, er fyrr átti Ingi-. febrúar 1959 fórst togarinn ,,Júlí“ frá Hafnarfirði á sömu slóðum, einnig með allri áhöfn. Einn af hásetunum, Björgvin Jóhannsson fór í þessa einu ferð, en hann varð eins og fleiri námsmenn, að afla sér tekna jafnhliða náminu. Þar fór og einnig sonurinn. Björgvin Jóhannsson var fædd ur hér í Reykjavík 13. júní árið 1929 og var því tæplega þrítugur er hann var burt kvaddur. Hann var sonur Ragnheiðar Bjarnleifs- dóttur héðan úr Reykjavík og Jóhanns Axels Jóhannssonar, skipstjóra, ættuðum frá Stóra- Hrauni í Árnessýslu. Eins og fleiri bæjarbörn var honum komið „í sveit“ á sumrin og var hann svo heppinn að komast á eitt af beztu heimilum í austur Barðastrand- arsýslu, Tindum í Geiradal til höfðingshjónanna Ragnheiðar Grímsdóttur og Arnórs Einarsson ar og var hann þar á sumrin fram yfir fermingu og einnig þrjá vet- ur og sýnir það bezt hve vel hon- um hefir liðið þar. Eftir ferm- ingu lagði hann út á mennta- brautina, fyrst í Gagnfræðaskóla Austurbæjar, sðan 2 vetur í Hand íðaskólanum, tók svo próf upp í þriðja bekk Menntaskólans og lauk þaðan stúdentsprófi vorið 1952 með ágætiseinkunn, lagði síðan stund á læknisfræði í Há- skóla íslands og var langt kom- inn með það nám er hann fórst. Árið 1957 gekk hann að eiga heitkonu sína Arnheiði Magnús- dóttur, ættaða úr Árnessýslu og eignaðist með henni tvær dætur, þá yngri fékk hann áldrei augum litið því að hún fæddist tveim dögum eftir að hann fór á sjóinn í sína seinustu för. „Venna“, eins og hann var oft- ast kallaður, var ég búinn að þekkja yfir 20 ár og varð sá kunningsskapur brátt að einlægri vináttu er hélzt óslitið alla tíð síðan og bar þar aldrei skugga á. það mátti heita að við skildum aldrei eftir að ég fluttist hingað í bæinn og var þá mamma hans mér einnig sem önnur móðir. Á ég þeim báðum mikið að þakka hve vel þau reyndust mér bæði tvö, er ég kom einmana sveita- piltur til Reykjavíkur. Trygg- lyndi „Venna“ var órjúfandi og hann var hinn bezti drengur sem ég hef kynnzt, og er þá mikið sagt. Venni minn, söknuðurinn er sár, en ég geymi dýrmæta minn- ingu um bezta vininn, sem aldrei mun fyrnast. Móðir þinni og systr um, eiginkonu og dætrum, votta ég mna innilegustu samúð, en ég veit að við eigum öll eftir að hitta þig á „Bláu eyjunni". — Vertu sæll vinur og hjartans þökk fyrir allt og allt. f guðs friði. Steinn Gunnarsson. Skip teknr hval- kjöt AKRANESI, 2. júlí. — Norska skipið Aalesund kom hingað síð- degis í gær og lestar á þriðja hundrað lestir af hvalkjöti. Á laugardaginn sigldi héðan annað skip með fullfermi af hvalkjöti, 370 lestir. Allt fer hvalkjötið á Englandsmarkað. — Oddur. Mælingar og kortlagningu tún- anna var að mestu lokið í tveim hreppum, og er áformað að halda því verki áfram á þessu ári. A árinu jókst mjög starfsemi nautgriparæktar. Þrjú nautgripa félög skiluðu skýrslum. Alls voru skýrslufærðar 199 kýr, þar af 122 fullmjólka og 77 ófull- mjólka, sem samtals gerir 179,7 árskýr. Afurðir voru eftir full- mjólka kú 3215 kg. mjólk, 4,02 fita = 12926 fe. eftir árskú, 3044 kg; 4,05 fita = 12328 fe. í skýrslu ráðunauts kom fram vaxandi áhugi og starf hjá Bún- aðarsambandinu. í lok fundarins fór fram verð- launaafhending vegna beztrar umgengni á heimili. En Búnaðar- sambandið hefur ákveðið að veita slík verðlaun ár hvert, en þau eru kr. 1000,00 úr verðlauna- sjóði Jóns Eiríkssonar. Að þessu sinni hlutu verðlaunin Stefán Jónsson hreppstjóri, Hlíð, og kona hans frú Kristín Jónsdóttir. Var þeim jafnframt fært skraut- ritað þakkarávarp í tilefni þessa heiðurs. — Gunnar. Síðasia sýning á Föðnrimm á Akureyri AKUREYRI, 30 júní. — Um sið- ustu helgi kom hingað leikflokk- ur frá Þjóðleikhúsinu, en hann er á sýningarferð um Norður- og Austurland. Kom flokkurinn aust -an úr Mývatnssveit, er þar sýndi hann í félagsheimilinu Skjól- brekku. Verkefni það, sem Þjóðleikhús- ið flytur út um landið að þessu sinni er harmleikurinn Faðirinn eftir Strindberg. Fyrsta sýning á leiknum utan Reykjavíkur fór fram í Hornafirði hinn 18. þ. m., en þangað fóru leikararnir flug- leiðis. Síðan hefur leikurinn verið sýndur á 10 stöðum á Aust- ur- og Norðurlandi við góða að sókn og ágætar undirtektir. — Hefur fólk látið í ljósi ánægju yfir að fá að sjá sígild drama- tízkt verk af og til. Síðasta sýning á þesum leik, þ.e.as. í þessari leikför fer fram hér á Akureyri í kvöld, en leikarar Þjóðleikhússins fara í sumarfrí hinn 1. júlí. Fyrri sýning á leikn- um var hér í gærkvöldi við ágæta aðsókn og undirtektir. Leikstjóri er Lárus Pálsson, en leikarar Val- ■ur Gíslason, Guðbjörg Þorbjarn- ardóttir, Kristbjörg Kjeld, Jón Aðils, Haraldur Björnsson, Arn- dís Björnsdóttir, Erlingur Gísla- son og Klemenz Jónsson, en hann hefur jafnframt fararstjóm á hendi. í dag sitja leikararnir síðdegis- boð bæjarstjórnar Akureyrar. —vig.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.