Morgunblaðið - 04.07.1959, Síða 11

Morgunblaðið - 04.07.1959, Síða 11
Laugardagur 4. júlí 1959 MORCTJNBT ATtlÐ 11 Deilurnar milli Adenauers og Erhards höfðu nœrri sundrað Kristilega lýðrœðisflokknum Adenauer hélt völdum en varð að lýsa yfir fullu trausti og virðingu á keppinaut sínum ÞAÐ hefur lengi verið vitað, að Adenauer forsætisráðherra Þýzka lands og foringi Kristilega lýð- ræðisflokksins væri maður ráð- ríkur. Á heimili sínu hefur hann verið ágætt dæmi um hinn þýzka heimilisföður, sem að þeirrar þjóðar sið ríkir með strangleika yfir fjölskyldunni. Og í flokki sínum og rikisstjórn hefur hann haft svipmót járnkanslarans, sem er gamalt og óaðskiljanlegt tákn þýzkra stjórnmála. Þjóðverjár hafa unað vel stjórn semi Adenauers. Sem oft áður hefur þeim geðjast að sterkum foringja. Það á ríkan þátt í kosn- ingasigrum Kristilega flokksins, að almenningur þóttist fremur finna styrka forustu þar en í Jafnaðarmannaflokknum undir forustu Ollenhauers. Þrátt fyrir ráðríki sitt um æðstu stjórnarstefnu hefur Ad- enauer veitt Þjóðverjum meira frelsi og réttaröryggi en þeir hafa nokkru sinni fyrr þekkt. Hann hefur leitt þjóð sína út úr myrkviði þrönghyggju og ein- ræðishneigðar og skipað þenni í flokk vestrænna lýðræðisþjóða. Að undanförnu hefur Adenau- er lent í deilum við flokksmenn sína. Það er í fyrsta skipti sem alvarlegur ágreiningur kemur upp milli hans og fylgismanna hans. Og þá brauzt ráðríki hans út í ofstopa Hann varð að lok- um að beygja sig nokkuð, sem er óvenjulegt fyrir hann, en fram- koma hans og ummæli í þessari deilu eru honum sjálfum, flokki hans og þýzku þjóðinni til van- sæmdar. ★ Adenauer er orðinn 83 ára öld- ungur. Ekki er að sjá neinn bil- bug á honum þrátt fyrir það og hann hefur einmitt sýnt í þessari deilu við flokkinn hve þrekmikill hann er og sterkur á taugum þeg ar að kreppir. En honum sjálfum og öllum lýðum er þó ljóst, að sá tími sé skammt undan, að flokkurinn verði að taka sér ann- an forustumann. Búast má við að forustuskiptin verði erfið og þeim fylgi nokkur upplausnar- hætta. Þegar Adenauer bauðst til þess 7. apríl sl. að verða í framboði í forsetakosningunum, var það ætlun hans, að gera forustuskipt- in auðveldari og hindra allar snöggar breytingar. Hann hugs- aði sér, að ef hann sæti í em- bætti forseta gæti hann áfram haft áhrif á stefnu flokksins og tryggt þannig áframhaldandi og óbreytta stefnu. Þá var það og ætlun hans, að fá að ráða því sjálfur hver yrði eftirmaður hans sem flokksfor- ingi og forsætisráðherra. Mun hann hafa fengið munnleg lof- orð um það frá helzta forustuliði flokksins, að hann skyldi fó að velja eftirmenn sína til þessara tveggja embætta. Er nú ljóst, að hann ætlaði að gera fjármálaráð- herrann Franz Etzel að forsætis- ráðherra og e. t. v. ætlaði hann að gerr. Heinrich Krone núver- andi formann þingflokksins að formanni flokksins. Þessi ætlun Adenauers að fá persónulega að úthluta þessum mikilvægustu embættum sýnir strax mikið ráðríki, en var þó ekki talin óeðlileg vegna þess hve mikil áhætta fylgdi forustu- skiptunum. Hins vegar hlutu þau ummæli Adenauers þá þegar gagnrýni, að forsetaembættið væri miklu valdameiri staða en menn hefðu haldið, aðeins ef sterkur maður sæti í því. (Af þessum ummælum móðgaðist Theodor Heuss fráfarandi for- seti) ■>V En nú kom það brátt f ljós, að meirihluti Kristilega flokksins vildi alls ekki una því, að Aden- auer útbýtti þessum valdastöð- um eftir eigin vilja. Sérstaklega mætti sú hugmynd mikilli mót- spyrnu að Etzel yrði forsætis- ráðherra. Það var annar maður sem flokksmenn töldu sjálfkjör inn foringja, að Adenauer frá- gengnum. Ludwig Erhard efna- hagsmálaráðherra. Adenauer og Erhard hafa starf að saman í meir- en áratug. Hef- ur farið vel á með þeim, enda voru efnahagsmálin það svið sem Adenauer skipti sér minnst af og fékk Erhard að fara með þau nokkuð eítir eigin höfði, Er hon- um þakkað hið merkilega krafta verk þýzkrar efnahagsendurreisn ar. Nokkur skoðanaágreiningur mun þó hafa komið upp milli þeirra um markaðsbandalag Evr- ópu og cr hugsanlegt að sá á- greiningur hafi orðið upphafið að því að Adenauer gat ekki sætt sig við Erhard sem eftirmann. Þær hvatir sem lágu að baki stuðnings Adenauers við Evrópu- markaðinn voru fyrst og fremst pólitískar. Hann vildi stefna að því að sameina Vestur-Evrópu í ema pólitíska heild. Þegar rætt var um þátttöku Breta í markaðs bandaJaginu kom £ ljós, að þeir höfðu engan skilning á pólitískri sameiningu Evrópu og vildu að markaðsbandalagið yrði aðeins efnahagslegar aðgerðir til að auka frjálsa verzlun álfunnar. Voru Adenauer og Frakkar sam- mála um að tillögur Breta væru óaðgengilegar og því urðu Bretar utandyra. Erhard var hins vegar á línu Breta. Hans viðhorf einkennast af því að hann er eiginlega ekki stjórnmálamaður, heldur lítt póli tískur hagfræði gur, sem Kristi- legi flokkurinn gerði að ráðgjafa sínum. Hann hafði lítinn skilning á hinum pólitísku sjónarmiðum og taldi að útilokun Englands frá frjálsa EvrópUmarkaðinum væri skref aftur á bak í verzlunar- málum álfunnar. Það er einnig álitið að Aden- auer hafi grunað Erhard um græsku í viðhorfinu til Austur- Evrópuríkjanna. Þær raddir hafa farið að heyr- ast í Vestur-Þýzkalar.di upp á síðkastið, að Þjóðverjar hafi efna hagslegan halla af því að neita viðskiptum við Austur-Evrópu- löndin. Er því haldið fram, að það sé óskynsamlegt að tregðast öllu lengur við að taka upp stjórn málasamband við rússnesku lepp ríkin, og auka verzlunarviðskipt- in, þau hafi t. d. ýmis hráefni að bjóða, sem Þjóðverjum kæmi vel að fá. En einmitt þarna hefur Aden- auer staðið fastast á móti, því að þetta snertir meginstefnu hans í Þýzkalandsmálunum. Hann hefur verið mótfallinn slíku af póli- tískum og siðferðislegum ástæð- um, að minnsta kosti þangað til Þýzkaland hefur verið sameinað. í þessu cfni hefur hann haft rök- studdan grun um að Erhard legði meiri áherzlu á efnahagslega en stjórnmálalega hlið málsins og óttast að harin myndi slá af hendi sér pólitískt tromp með því að viðurkenna stjórnir leppríkjanna. Adenauer valdi heppilegasta tíma til að afturkalla forsetafram boð sitt, 4. júní sl. meðan Erhard var í heimsókn í Bandaríkjunum. Erhard var staddur í banda- ríska utanríkisráðuneytinu, þeg- ar fulltrúinn, sem hann var að ræða við, spurði allt í einu, hvort hann gæti gefið skýringu á síð- ustu fréttum frá Bonn, — Aden- auer hefði afturkallað forseta- framboð sitt og lýst því yfir, að hann treysti engum nema sjálf- um sér til að fara með' stefnu- ákvörðun í utanríkismálum. Bagt er, að Erhard hafi bæði bliknað og blánað og bölvað hraustlega. Hann sneri hið skjót- asta til þýzka sendiráðsins í Was- hington til þess að síma heim. í bækistöðum kristilega flokks ins í Bonn var allt í uppnámi. Menn fundu að afturköllun Aden auers á framboðinu var lítils- virðing á flokki hans. Það var talað um að samþykkja vantraust á hann, en hyggnum mönnum í flokknum, sem sáu hve flokknum var búin mikil i.ætta, tókst með erfiðisn.unum að hindra slíkt. Þegar Erhard kom loks heim til Þýzkalands, fór hann ekki dult með að hann var beizkur og særður yfir allri framkomu Ad- enauers, bæði að hann skyldi ekk ert láta hann vita um ákvörðun sína fyrirfram, svo að Erhard stóð eins og glópur er honum var sögð frétti.i og svo hitt, að ber- legt var, að lítilsvirðandi um- mælum Adenauers var hneigt að honum. Erhard ræddi um það opinberlega, að Adenauer skyldi komast að því fullkeyptuogíhinu orðinu talaði hann um að segja af sér ráðherraembætti. En Er- hard fékk litlu um þokað. Málið var útkljáð. Á nýjum flokksfundi sem haldinn var hlaut hann sam- úð flokksmanna, sem hylltu hann ákaft, — en aðeins samúð. Aden- auer hélt völduaum í járngreip- um sínum. Loks sömdu þeir vopnahlé, þar sem Adenauer lýsti því yfir, að hann hefði ekki ætlað með ummælum sínum að særa Erhard. Það var lélegur plástur á sárið, því að allir vissu, að lítilsvirðingarummælin voru um Erhard. Vopnahléð var ótryggt og fullt af biturleika. Loftið innan Kristi- lega flokksins var lævi blandið. ★ Það má því vel vera, að það hafi aðeins verið betra að nokkr- um dögum seinna fékk rækilega að sjóða upp úr, — það varð til þess að hreinsa andrúmsloftið og Adenauer neyddist til þess að veita Erhard uokkra uppreisn heiðurs sí.is. Vopnahléð milli þeirra hafði aðeins staöið í rúma viku, þegar þær fregnir bárust vestan um haf, að andaríska stórblaðið New York Times hefði 16. júní birt samtal við Adenauer, þar sem hann gerði berum orðum lítið úr Erhard og bar brigður á Skopmynd af deilunni milli Adenauers og Erhards. Ballett- mærin (Kristilegi flokkurinn): — Færið' ykkur aftur saman — annars dett ég. stjórnmálahæfileika hans. Un*» mæli Adenauera voru svohljóð- andi: — Einn maður getur veriS ágætux á sviði efnahagsmáia og hann gctur verið prýðileg- ur efnahagsmálaráðherra, án þess að hafa reynslu á sviði stjórnmála, — það er ekkert víst, að hann yrði góður póli- tískur ráðherr: allra sízt á sviði utanríkismála. Ef ég væri beðinn um aS gerast efnahagsmálaráðherra, þá myndi é„ hafna því og segja, að ég þekkti ekkert til þeirra mála. Eða ef mér væri falið að gerast landbúnaðar- ráðherra. ég myndi sömuleiðis hafna því, af því, að ég hef ekkert vit á slíku. Ég efast ekki um, að hæfi- leikamaður eins og Erhard myndi smám saman fá reynslu á sviði stjórnmálanna, ef hann væri virkur á vettvangi þeirra. En á þessum alvarlegu tímum verður að gæta mikill- ar varúðar. Þá sagði Ader.auer í samtalinu, að sér geðjaðist ekki að „þessari baráttu milli Erhards og Etzels fjármálaráðherra" og að lokum klykkti hann út með því að segja, að Erhard hefði aldrei haft og hefði ekki stuðning meiri hluta Kristilega flokksins. ★ Daginn sem fréttirnar af sam- talinu bárust til Þýzkalands, var haldinn þýðingarmikill fundur í sambandsþinginu. Erhard kom til þinghússins náfölur og titr- andi af innibyrgðri reiði. Blaða- menn hópuðust um hann og spurðu un. álit hans á samtalinu: —■ Þetta er fáheyrt, þetta er fáheyrt, sagði hann. Ég mun ekkx þegja lengur, forsætis- ráðherrann skaðar álit Þýzka- iands í öðrum löndum og flokkinn. Þa er engin deila Erhard-Etzel, aðeins ein deila milli Erhard-Adenauer. En Adenauer var þrátt fyrir sín 83 ár ekki eins óstyrkur á taug- um. Hann mætti einnig til þing- fundar, gekk í salinn stæltur og fjaðurmagnaður eins og venju- lega og strunsaði framhjá Erhard án þess að virða hann viðlits. Ekkert handtak né kveðjur. ★ Kristilegi flokkurinr. var nd allur í einu uppnámi. Það var eins og eldgos hefði brotizt út í honum miðjum. — Foringi þingflokksins, Heinrich Krone, sem er trúnaðarvinur Adenauers bað hann í guðanna bænum um að mæta okki á fundi í þing- flokknum. Ýmsir beztu vinir Ad- enauers eins og von Hassel frá Slésvík Uolstein lýstu því yfir að nú hefði Ade. ,uer einu sinni gengið alltof langt í ófyrirleitni 'sinni. Þeir sem horn höfðu í síðu Adenauers, eins og Gerstenmaier forseti Sambandsþingsins voru þá ekki heldur að draga úr for- dæmingarorðum sínum. Mörg þung orð féllu á fundi Kristilega þingflokksins. Erhard talaði þar og var enn einu sinni ákaft hylltur. Hann sagðist að vísu alls ekki ætla að keppa við Adenauer um embætti forsætis- ráðherra, en hann heimtaði það að Adena..er hætti skipulögðum svívirðingum í sinn garð og gerði honum fært að gegna í friði em- bætti sínu sem efnahagsmálaráð- herra. Að lokum sagði Erhard. „Örlög flokksl-s eru í veði. Ég get þvi aðeins starfað áfram í stjórn, að tryggt verði að ég mæti ekki framar slíkri niðrun." í sérstöku bréfi til Adenauers ítrekaði Erhard það síðan, að ör- lög flokksins væru í veði og lagði áherzlu á það að ummæli Aden- auers um að hann einn gæti tryggt samhengi í þýzkri stjórnar stefnu, skaðaði álit þýzku þjóð- arinnar erlendis. „Ágreiningurinn fjallar ekki um mig eða yður, hélt Erhard áfram, heldur aðcins um það, hvernig tryggja megi framtíð þýzku þjóðarinnar og tengja hana áfram liinum frjálsa heimi. Ef við gerum okkur þetta ekki ljóst, erum við á góðum vegi með Framhald á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.