Morgunblaðið - 04.07.1959, Side 19

Morgunblaðið - 04.07.1959, Side 19
Laugardagur 4. júlí 1959 MORCUNTtLAÐIÐ 19 — Deilurnar Framh. aí bls. 11 að eyðileggja hlutverk og tak- mark okkar,“ Að lokum sagði Erhard í bréfi eínu til Adenauers: ,dÉg er ekki aðeins efnahags málaráðherra yðar, heldur ber ég einnig ábyrgð gagnvart þingflokknur. og gagnvart allri þýzku þjóðinni. Ég hlýt að spyrja samvizku mína hvort ég sé lengur í aðstöðu til að geta borið slika ábyrgð“ ★ Adenauer svaraði bréfi Er- hards skjótlega og varð það grundvöllur nýrra sátta milli þeirra. í bréfinu sagði Adenauer m. ar — Ég sé mér til mikilla leið- inða, að samtal mitt við New York Ximes hefur sært yður mjög. — Hvernig sem menn dæma eða túlka þetta samtal, þá vil ég fullvissa yður um, að ætlun mín vag engan veginn að móðga yður eða lítillækka. pvcrt á móti er ég einlæglega þeirrar skoðunar, að uppbygging iands okkar, og. skipun þess í flokk frjálsra þjóða þar á meðal vonir manna um evrópska einingu er mikið að þakka áhrifum yðar og sannfær- ingarkrafti orða yðar. Við þorfnumst enn hinna fjöl- breyttu starfshæfileika yðar við lausn vandamála eftirstríðsár- anna sem enn er ekki lokið og tU þess að glír a við erfiðleika framtíðarinnar. Ég vUdi leyfa mér að fullvissa yður um að þér njótið fullkomins trausts míns bæði sem stjórnmála maður og maður og ég viður- kenni þakklátur það merkilega hluíverk sem þér hafið unnið með stjórnmálaaðgerðum yðar og þó sérstaklega á sviði sérgreinar yðar, efnahagsmálunum og efna- hagslegu samstarfi Evrópu. Starfssvið yðar skal áfram tryggt og ekki kemur til mála, að vald eða virðing embættis yð- ar sem efnahagsmálaráðherra verði skert. Ég vil ekki missa af góðum ráðum yðar og vona að við getum tekið upp að nýju og haldið áfram hinu vinsamlega og trausta samstarfi okkar. Með vinarkveðjum, Konrad Adenauer. ★ Næsta dag var haldinn fundur í þýzka sambandsþinginu. Aden- auer forsætisráðherra kom nokkru síðar en Erhard í fundar- salinn. Þegar hann kom auga á hann brosti harm, gekk til hans og tókust þeir brosandi í hendur meðan þingheimur laust upp fagnaðarópi. Perssa Aair Klaue Til sölu ný pelskápa með sér- stöku tækifærisverði. — Upp lýsingar í síma 50422. Múrari vanur maður, getur tekið múrverk að sér. helzt í Hafn arfirði eða í Kópavogi. Upp- lýsingEtr í síma 50015. Einar Ásmundsson hæstaréttariögmabui. Hafsteinn Sigurðsson héraðsdómsiögmaður Skrifst Hafnarstr. 8, [I. hæð. Sími 15407, 1981? LÚÐVlK GIZURARSON héraðsdómslögmaður. Málflutningsskrifstofa, Klapparstíg 29. sími 17677. TRÍPÓLÍBÍÓ: Víkingarnir. ÞEGAR áður en þessi mikla ameríska kvikmynd var fullgerð, hafði hún vakið heimsathygli, enda viðhöfð öll hin víðkunna ameríska auðlýsingatækni til þess að vekja athygli á þessu væntan- lega undri og stórvirki. — Kvik- myndafélag hins athafnasama og þróttmikla ameríska leikara, Kirk Douglas, var framleiðandi myndarinnar og fer hann sjálfur með eitt af veigamestu hlutverk- unum. Myndin fjallar um ránsferðir norrænna víkinga til Englands á víkingaöldinni og gerast atburð- irnir jöfnum höndum í Noregi og Englandi. Er megin efni myndar- innar um víkingahöfðingjann Ragnar og son hans Einar, er herja á England. Einar fellir hug til hinnar ungu og fögru ensku prinsessu Morgana, en hún ann þrælnum Eric, sem hefur bjarg- að henni úr klóm víkinganna, er höfðu hertekið hana og flutt til Noregs. Er Einar fer til Englands til þess að hefna föður síns sem þar hafði verið drepinn er Eric með í förinni. Hefjast nú miklir bardagar er lýkur með sigri Vík- inganna, en að lokum berjast þeir Einar og Eric um hina fögru Morgana. Lengra verður efni myndarinnar ekki rakið hér. Því verður ekki neitað að mynd þessi er viðamikil og þar gengur SigurSur ölason Hæstaréttarlögmaður Þorvaldur Lúðvíksson Héraðsdómslögmaður Málflutnlngsskrifstofa Austurstræti 14. Sími 1-55-35 mikið á. Það, sem að mínu viti er mest við myndina, er þó eink- um það hversu gífurlegu fé hef- Ur verið varið til töku hennar, eða um fjórum milljónum doll- ara. Ég er að vísu enginn sér- fræðingur um líf og háttu Vík- inganna heimafyrir eða á her- ferðuni þeirra, en ærið er þarna allt ólíkt því, sem maður hefur gert sér í hugarlund af lýsing- um fornsagnanna. Að þessu leyti held ég að myndin hafi harla lít- ið menningarsögulegt gildi. — Hins vegar er töluverð spenna í myndinni og hún á köflum af- burðavel tekin og prýðilega leik- in. Einkum er góður leikur þeirra sem með aðalhlutverkin fara, Kirk Douglas í hlutverki Einars, Toni Curtis er leikur Eric og Janet Leigh, sem er glæsileg sem Morgana prinsessa. — Ego. — Kommúnisfar Framhald af bls. 1. kenndi Indverjum að nota á sín- um tíma gegn Bretum, engri valdbeitingu, aðeins þegjandi mótmælum og verkfallsaðgerð- um. Hefur það vakið athygli, að kommúnistastjórnin hefur gripið til harðvítugri refsiaðgera en Bretar beittu að jafnaði. Hún læt- ur skjóta á mannfjölda og fram- kvæmir fjöldahandtökur. 1 gær meiddust 19 manns, þeg- ar lögregla lét kylfur ríða yfir mannsöfnuð í einu borgarhverfi Trivandrum, höfuðborgarinnar. ALLT 1 RAFKERFIÐ Bilaraftækjaverzlun Halldórs Ólatssonar Rauðarárstíg 20. — Simi 14775. Öllum þeim sem glöddu mig á 70 ára afmæli mínu 19. júni s.l. með heimsóknum, gjöfum og heillaóskum, sendi ég mínar alúðarfyllstu þakkir. Guð blessi ykkur ÖU. Ingiríður Eyjólfsdóttir Ytra-Bæli, A-EyjafjölL Hjartans þakkir flyt ég ykkur öllum sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á 70 ára afmæli mínu 25. júní. Guð blessi ykkur ÖU. Óskar Gíslason, Langholtsveg 101, Reykjavík. Chevrolet — mótor V. 8 nýlegur til sölu. Passlegur í Garath- vörubíla. Upplýsingar í síma 24102. SIGURÖUR SIGTRYGGSSON. Hafnarfjarðarbíó hefur undanfarnar vikur sýnt danska ástar- mynd, sem fjallar um ástir unglinga og þá erfiðleika, sem ung- ar stúlkur geta ratað í, þegar svo tekst til að þær verða barns- hafandi. — Hefur myndin, sem ber nafnið Ungar ástir (Ung kærlighed), hlotið prýðilega dóma og góða aðsókn. — Hún verður sýnd í bíóinu um helgina. :■ KVIKMYNDIR Tilboð 'óskast í nokkrar fólksbifreiðir er verða til sýnis að Mela- völlum við Rauðagerði þriðjud. 7. þ.m. kl. 1—3. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5 sama dag. Eyðublöð fyrir tilboð verða afhent á útboðsstað. SÖLUNEFND VARNARLIÐSEIGNA. Útflutnlngssjóður óskar að ráða fulltrúa á skrifstofur sínar. Umsóknum ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu sendar fyrir 9. þ.m. ÚTFLUTNINGSSJÓÐUR Klapparstíg 26, Pósthólf 1187. GUÐRÚN INGIBJÖRG ÞORSTEINSDÓTTIR frá Karlsskála, andaðist að heimili sínu, Hverfisgötu 74, 3. júlí. F.h. barna og tengdabarna. Sigurbjörg og Magnús Ó. Stephensen. Maðurinn minn BEINTEINN HELGASON Suðurgötu 85 Akranesi, andaðist í Landsspítalanum 2. þessa mánaðar. Fyrir mína hönd, barna okkar og annara vandamanna. Guðbjörg Þorbjamardóttir. Faðir okkar JÓSEP SVEINSSON andaðist 29. júní s.l. að Krummshólum Mýrarsýslu. Fyrir hönd aðstandenda. Sveinn Jósepsson. RAGNHEIÐUR EYJÓLFSDÓTTIR frá Ólafsvík, lézt í sjúkrahúsinu í Keflavík 2. júlí. Synir og fósturbörn. Útför móður minnar og ömmu RAGNHEIÐAR ÁSMUNDSDÖTTUR f.v. ljósmóður Gnoðavog 86, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 6. júlí kl. 3 e.h. Blóm vinsamlega afbeðin, en þeir sem hefðu hugsað sér að minnast hinnar látnu er bent á minningarsjóð Margrétar Th. Rasmus, seld í Tízkuhúsihu Laugaveg 5. Þorbjörg Jónsdóttir, Ása Ragnarsdóttir. Útför ARNDÍSAR SIGURÐARDÓTTUR sem andaðist 28. júní, að Fjölnisvegi 18 ,fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 7. júlí kl. 3 síðdegis. Blóm afbeðin. Áðstandendur. Þökkum innilega öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför HAKONAR SlMONARSONAR Símon Ágústsson, Steinunn Bjarnadóttir, Baldur Símonarson. Hjartans þakkir til vina og vandamanna nær og fjær sem vottuðu okkur samúð og vinsemd við andlát og útför INGIBJARGAR STEFÁN SDÓTTUR Kaplaskjólveg 9, Valdemar Bjarnason og dætur. Innilegar þakkir sendum við öllum, sem veittu okkur samúð, aðstoð og vinsemd við andlát og jarðarför 1 móður okkar SESSELJU GUÐMUNDSDÓTTUR Fíflholtshjáleigu Vestur Landeyjum. Börnin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.