Morgunblaðið - 24.07.1959, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 24.07.1959, Qupperneq 2
2 MORCrxnLAÐIÐ Föstudagur 24. júlí 1959 Frams'óknarmenn viðurkenna ekki úrslit kosninganna af því þeir hiðu lœgri hlut Fyrsfa umræða um stjórnarskrárfrum- varpið á Alþingi i gær STJÓRNARSKRÁRFRUMVARPIÐ var tekið til 1. umræðu i neðri deild Alþingis í gær á fundi, sem hófst kl. 1.30 síð- degis. Gerði forsætisráðherra stutta grein fyrir frumvarpinu, en aðrir ræðumenn voru: Einar Olgeirsson og Framsóknar- mennirnir Eysteinn Jónsson, Björn Björnsson, Halldór E. Sigurðsson og Óskar Jónsson. Héldu Framsóknarmenn því mjög fram, að nýafstaðnar kosningar gæfu ekki rétta mynd af afstöðu þjóðarinnar til kjördæmabreytingarinnar, en að öðru leyti snerust umræðurnar upp í einvígi milli Einars Olgeirssonar og Eysteins Jónssonar um það, hvort Fram- sóknarflokkurinn eða Alþýðubandalagið hefði svikið meira t vinstri stjórninni. Talaði Eysteinn þrisvar en Einar tvisvar. Fundi lauk klukkan rúmlega 7 í gærkvöldi. Var 1. umræðu um málið þá lokið, en atkvæðugreiðslu og nefndarkjöri var frestað til dagsins í dag. stöðu með Sjálfstæðisflokknum í þessu máli, enda væri þetta í þriðja skiptið á 28 árum, sem þessir aðilar hefðu staðið saman um kjördæmabreytingu, en Fram sóknarflokkurinn hefði kosið sér það hlutskipti að gerast flokkur forréttínda og afturhalds í þess- um málum. Framsóknarmönnum yrði tíðrætt um kjördæmabyit- ingu en bylting skapaðist þegar steinblindir forréttindaflokkar stæðu á sínum forréttindum fram í rauðan dauðann. Þegar stjórnarsamstarfið hefði hafizt 1956, hefði Eysteinn Jóus- son lofað iðrun og yfirbót og m. a. haft undirskrifaða skyldo í 2% ár að leita, að þessarí sam- komulagsleið um kjördæmabreyt ingu, sem hann segði nú nauðsyn á að finna. — Verkalýðurinn á Islandi vildi jafna atkvæðisrétt- inn og hann hefði sjaldan orð'ð að upplifa annað eins og verka- fólk í samvinnufyrirtækjum á Akureyri hefði orðið að uppl'fa við síðustu kosningar. Einar Olgeirsson varpaði fram þeirri spurningu, hvort nokkuð væri eðlilegra frá bæjardyrum Framsóknarmanna séð en að þess ir byltingarflokkar hefðu sam- vinnu um forsetakjör á Aiþingi. Kvað hann sinn flokk aldrei htfa látið það standa í vegi fyrir góðu málefni með hverjum hann ynni og sæti sízt á 1. þm. Sunn-Mýl- inga að hneykslast á samstarfinu við forsetakjörið svo nýkominn sem hann væri úr samstarfi við kommúnista. Hann hefði einnig lengur en nokkur maður anrar Emil Jónsson, forsætisráðherra, fylgdi frumvarpinu úr hlaði. Kvaðst hann ekki rekja það efnis lega, því breyting sú, er í frumvarpinu fælist, væri Öll- um kunn. Það hefði verið samþykkt á síðasta þíngi með atkvæðum 35 þingmanna gegn 17. Samkvæmt stjórnar- skránni hefði þing síðan verið rofið og efnt til nýrra kosnirga. Niðurstöður þeirra hefðu orð'ð þær að þeir 3 flokkar, sem að kjördæmabreytingunni stæðu hefðu fengið tæp 73% atkvæða og 33 þingmenn kjörna, en and- stæðingar kjördæmabreytingar- innar hefðu fengið rúm 27% at- kvæða og 19 þingmenn kjörna. Mætti því með sanni segja, að þjóðin hefði látið vilja sinn í ijós á mjög ótvíræðan hátt, enda þótt Framsóknarflokkurinn hefði tttot ið fleiri þingsæti en honum bar, í krafti ranglátrar kjördæmaskip unar. Væri nú aðeins eftir að sam- þykkja þetta frumvarp og kvaðst ræðumaður vilja vænta þess að málið fengi hér skjóta og góða afgreiðslu. Hann lagði til að lok- um, að frv. yrði vísað tíl sér- stakrar nefndar, skipaðri 7 mönn um, er deiidin kysi. Eysteinn Jónsson, 1. þm. Sunn- Mýlinga kvaddi sér hljóðs og kvaðst aðallega vilja ræða þ »ð viðhorf, sem skapazt hefði í þessu máli eftir þær kosningar, sem nú hefðu farið fram. Ræddi hann kosningabaráttuna og vék einnig að þeim kosningum, sem fram fóru á Alþingi daginn áður um forsetakjör. Kvað hann Sjálfstæð j unnið aif ð Sjálfstæðismönnum. ismenn hafa viljað láta líta á sig sem krossferðarriddara gegn kommúnistum á íslandi, en nú hefðu þeir kosið Einar Olgeirsson í mestu virðingarstöðu neðri deildar. Alþýðubandalagið hefði hins vegar kosið Bjarna Bene- diktsson sem forseta sameinaðs þings, þó hann hefði löngum verið megn andstæðngur komm- únista og hefði meira en nokkur maður annar grafið undan vinstri stjórninni. Eysteinn Jónsson sagði að lok- um, að í síðustu kosningum hefði risið alda gegn kjördæmabyltiag- unni og væri því skylt að taka málið upp til endurskoðunar og finna nýja samkomulagsleið. Einar Olgeirsson talaði næstur. Hann sagði að þetta frv. snerist um það, hvort verkamenn í land- inu ættu að hafa sama kosninga- rétt og kaupfélagsstjórar Fram- sóknar. Það væri ekkert undar- legt þó verkalýðurinn hefði sam- Dagskrá Alþingis FUNDUR í neðri deild kl 1,30. 1. Stjórnarskrárbreyting, frv. (frh. 1. umr.). 2. Frumvarp til kosningalaga. 1. umr. upp á fólkið til þess eins að flokk arnir upskeri réttilega fylgi sitt. Óskar Jónsson, þingmaður V- Skaftfellinga, var næstur á mæl- endaskrá og flutti jómfrúarræðu sína á Alþingi. Kvað hann síðustu kosningar hafa átt að snúast ein- vörðungu um kjördæmamálið, en núverandi stjórnarflokkar hefðu misbrúkað þetta mál með því að segja kjósendum ósatt. Hefðu aðrir flokkar ásakað Framsóknar flokkinn "yrir að taka þessu máli eins og vera bar. Þá hefði flokks- valdið verið notað óspart í hin- um nýafstöðnu kosningum og væri ljóst dæmi um það, að sjá í Fregnmiðanum, sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefði gefið út í vor Hefði Sjálfstæðisflokkurinn rað- ist á Kristin í Borgarholti fyrir að láta uppi andstöðu gegn kj'ir- dæmabyltingunni og jafnvel talað um ölteiti í sambandi við skrif Kristins í Tímanum. Ræðumaður sagði, að höfða- tölureglan skapaði ekkert rétt- læti út af fyrir sig. Þýðingar- meira væri að skapa landsmönn- um góð lífsskilyrði. Sem dærr.i um haldleysi höfðatölureglunnar nefndi ræðumaður að hér Reykjavk hefðu allir sama at- kvæðisrétt en byggju hins vegar ekki allir við sömu kjör, og sama væri að segja um Vestur-Skafta- fellssýslu. Kjördæmabyltingin væri óbein valdníðsla af hendi þéttbýlismanna að óþörfu. I nýafstöðnum kosningum hefði ekki náðst fram hinn sanm þjóð- arvilji og því bæri að fella þetta frumvarp. Eysteinn Jónsson talaði næstur. Hann kvaðst hafa kvatt sér hljóðs, enda þótt talsmenn Sjálf- stæðisflokksins hefðu ekki tekið til máls um frumvarpið. Mundi tilgangur þeirra með því að ræða þetta mál ekki vera sá, að óv’. ða Framsóknarflokkinn en raun- verulega væru þeir að óvirða A1 þingi. Þá vék hann að ræðu Einar Olgeirssonar, sem hefði sagt að allt vinstra samstarf hefði ætíg strandað á ráðríki Framsóknar. Kommúnistar hefðu hins vegar talið sig hafa mikii völd í vinstrii stjórninni, þegar þeir væru að segja frá því sem hún hefði vel gert. Þá kvað Eysteinn Fram- sóknarflokkinn hafa verið reið j- búinn til þess að leysa kjördæma- málið eftir þeim málamiðiunar- tillögum, sem þeir lögðu fram á síðasta þingi, allan þann tíma sem vinstri stjórnin sat. Einar Olgeirsson talaði aftur og vék fyrst að þeim ummælum Eysteins, hvort Framsóknarmenn eða kommúnistar hefðu ráðið meiru í vinstri stjórninni. Sagði hann, að fulltrúum Alþýðubanda lagsins hefði tekizt að koma ýmsu góðu til leiðar í vinstri stjórn- inni, en öðrum nauðsynjamálum hefðu þeir ekki getað komið fram vegna ofríkis Framsóknar. Nefndi hann þar sérstaklega brottför hersins. Umræðunum lauk með stuttri athugasemd frá Eysteini, en kL liðlega 7 tók forseti málið af dag skrá og sleit fundi. Atkvæðagreiðsla fer fram I dag og væntanlega verður einnig kjör in sérstök nefnd til að fjalla um málið, eins og tillaga hefur ka*n ið fram um. 1. þm. Sunn-Mýlinga gerði sér ekki Ijóst hvað væri forkastan- legt í íslenzkri pólitík og m«ð sinni íhalds og afturhaldsstefnu væri hann að drepa hverja vinstri stjórnina á fætur annarri. EinarOIgeirsson skýrði frá því að lokum, að fylgi Alþýðuband3- lagsins v.'ð þetta mál væri jatn eindregið og það hefði verið fyr- ir kosningar. s . Björn Björnsson, 2 þm. Rang- æinga, bað næstur um orðið, og kvaðst telja sig skyldan að láta sitt álit á málinu í ljós. Hann kvað stjórnarskrárbreytingar eiga að vera hafnar yfir sjónarmið flokka. Afnám gömlu kjördæm- anna væri spor aftur á bak og þjóðinni allri fyrir beztu, að frumvarpið yrði fellt. Er Bjö: n Björnsson hafði lokið máli sínu laust fyrir kl. 4, var gert fundarhlé til kl. 5. Halldór E. Sigurðnson, þing- maður Mýramanna, tók pá til máls. Sagði hann, að því hefði verið haldið að kjósendum fyrir kosningarnar af formælendum kjördæmabyltingarinnar að kjósa ætti um allt annað en hana. Lægi því ekki fyrir neinn ákveðtnn vilji almennings í landinu um kjördæmamálið. Þessa nýju kjördæmaskipan ætti að neyða Þátttakendurair í fegurðarsamkeppninni á Langasandi eru hér að koma úr flugvél, klæddar þjóðbúningi. Sigríður Þorvalds- dóttir veifar hér til mannfjöldans, sem fagnar þeim. Við hlið hennar gengur ungfrú England. Kosningalagafrumvarpið komið fram á Alþingi Kosningalagafrumvarpinu var út- býtt á Alþingi í gær. Er það mik- ill lagabálkur í 146 greinum og 38 síður. Athugasemdir við frum- varpið eru á þessa leið: Hinn 9. maj þ.á. var samþykkt á Alþingi frumvarp til stjórn- skipunarlaga um breytingu á stjórnarskránni. Ef frumvarpið nær einnig samþykki aukaþings þess, sem það verður lagt fyrir- er óhjákvæmilegt, að sett verði ný lög um kosningar til Alþingis í samræmi við hin nýju stjórnar- skrárákvæði. Verður aukaþingið því einnig að setja kosningalögin, svo að unnt verði að efna til nýrra kosninga að því þingi af- stöðnu. Er þá einnig haganlegt, að kosningalögin öðlist gildi sam- tímis stjórnarskrárbreytingunni. Við samningu frumvarps þessa hafa að sjálfsögðu verið lögð til grundvallar gildandi lög um kosn ingar til Alþingis, nr. 80 7. sept. 1942. ásamt þeim breytingum* sem síðar hafa verið á þeim gerð ar. sbr. lög nr. 56 7. maí 1946. lög nr. 20 2. marz 1950, lög nr. 66 11. nóvember 1953, lög nr. 36 13. maí 1957, lög nr. 91 27. desember 1957 og lög nr. 9 12. marz 1959. Látin hafa verið haldast óbreytt að mestu ákvæði gildandi kosn- ingalaga, sem stjórnarskrárbreyt ingin tekur ekki til að neinu leyti. Hin fyrirhugaða breyting á kjör- dæmaskipun og kosningafyrir- komulagi veldur því hins vegar. að gera verður meiri eða minni breytingar á mörgum greinum laganna eða endursemja þær. Niðtirjöfimn úl- svara í Eeflavík NÝLOKIÐ er niðurjöfnun út- svara í Keflavík og var jafnað niður áætlaðri útsvarsupphæð 11,7 milljón krónum, að viðbætt um 10% fyrir vanhöldum, sarn- kvæmt heimild útsvarslaganna. Gjaldendur eru 1270 einstakl- ingar og 67 félög og fyrirtæki. Útsvarsstiginn er nú 6% lægri én í fyrra og auk þeSS voru nú felld niður útsvör á 15—20 þús. króna skattskyldar tekjur, og út- svör á 20 til 40 þúsunc króna tekjur sérstaklega lækkuð um 10%. Fylgt var sömu reglum og í fyrra um persónufrádrátt, sjó- mannafrádrátt og frádrátt vegna tekna giftra kvenna. Heildarupp- hæð útsvaranna er nú um 1,8 millj. krónu hærri en árið áður, en þrátt fyrir það hefur tekizt að lækka útsvarsstigann um 6% og er það bæði að þakka almennt hærri tekjum og einkum þó hjá sjómönnum og nokkurri fjölgun gjaldenda. Þeir gjaldendur sem greiða yfir 50 þúsund krónur eru eftir- taldir: Keflavík h.f. 217.830.00; Fisk- iðjan s.f. 210.790.00; Snæfell h.f. 127.600.00; Jóhann Ellerup, apó- tekari 125.950.00; Hraðfrystihús Keflavíkur 121.000.00; Kaupfélag Suðurnesja 118.470.00; Jökull h.L hraðfrystihús 115.420.00; Hrað- frystistöð Keflavíkur 99.660.00; Dráttarbraut Keflavíkur h.f. 77.170.00 Geir Goði s.f. 75.27000; Bræðslufélag Keflavíkur s.f. 74030.00; Byggingaverktakar Suðurnesja h.f. 70.400.00; Olíu- samlag Keflavíkur 66.440.00; ESSO 55.000.00; Verzlunin Nonni & Bubbi 53.940.00; Rafmagns- verktakar Keflavíkur h.f. 52.800.00. — H.S.J. VARSJÁ. 23. júlí. — Stjórnmála- fréttaritarar telja. að heimsókn Krúsjeffs til Póllands hafi heppn- azt betur en margir höfðu búizt við — og hvergi hafi honum ver- ið sýnd bein andúð. Eins og menn rekur minni til var grunnt á því góða með Rússum og Pólverj- um 1956, en þá reyndi Krúsjeff að beygja Pólverja, sem svöruðu fullum munni. Síðan hefur Gom- ulka reynt að lægja öldurnar og draga úr andúð landa sinna í garð Rússa. Ekki bólar á „andanum frá Genfu GENF. 23. júlí. — Utanríkisráð- ' mánudag eða þriðjudag. Vonirn- herrarnir héldu fund í dag, en ár- angurslausan. Enn situr við það sama og ekki er útlit fyrir. að næsti fundur verði fyrr eu á ar um einhvern árangur dofna nú dag frá degi. Herter fer í heim- sókn til Berlínar á laugardag, en kemur aftur tii Genfar samdæg- urs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.