Morgunblaðið - 24.07.1959, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 24.07.1959, Qupperneq 19
Föstudagur 24. júlí 1959 MORCTJNBL 4Ð1Ð 19 Blaðaliðið" vann B-landslið 3:2 BI.AI>ALI»in sigraði B-landslið- ið í gærkvöldi með 3 mörkum gegn 2. Nokkrar breytingar urðu á blaðaliðinu. Híkarður Jónsson gat ekki leikið vegna meiðsla og sömuleiðis Hörður Felixson. Skemmdi þetta mjög — og reynd ar gerði að engu — tilraunir Róðramót w Islands ©g landsmót drengja í róðri fer fram um helgina í Skerjafirði. Laugardaginn 25. júlí verður mótið sett af forseta ÍSÍ og strax á eftir eða kl. 16,00 verður keppt í 1000 metra róðri karla og kl. 17,30 í 2000 m róðri karla. Sunnudaginn 26. júlí, kl. 10,00, verður keppt í 5000 metra róðri karla og kl. 11,00 í 1000 m róðri drengja. I öllum greinum verður keppt 1 fjóræringum með stýrimanni (innri gerð). Þátttakendur eru úr tveim fé- lögum: Róðrafélagi Reykjavíkur og Róðraklúbb Æskulýðsfélags Akureyrarkirkj u. í fyrra sigraði Róðraklúbbur Æskulýðsfélags Akureyrarkirkju í öllum greinum karla, en Róðra- félag Reykjavíkur hefur til þessa vmnið í öllum landsmótum drengja. Að loknu móti verða verðlaun afhent. þær sem íþróttafréttamenn hugð ust gera á „landsliðinu ‘. Fyrri hálfleikur var mjög vel leikinn af beggja hálfu og kom B-landsliðið á óvart með góðum samleik og virkum. Lyktaði hálf- leik 1:1 og skoraði Högni Gunn- laugsson fyrir B-liðið fyrst en Sveinn Jónsson jafnaði. 1 síðari hálfleik skoraði blaða- liðið 2 mörk á 12 mín. (Þórður Þórðarson og Garðar Arason) Varð Ieikurinn síðan þófkenndur en B-Uðinu tókst að skora 1 mark (Högni). Síðari hluti síðari hálfleiks var daufdr og lélegasti kafli leiksins. Handknattleiks- mótið í Hafnarfirði — Krúsjeff Framh. af bl. 1. yfirmaður bandarísku upplýsinga þjónustunnar. ★ Á meðan rússneska móttöku- nefndin heilsaði gestunum og ræðurnar voru fluttar var Krúsjeff stórorður um banda- rísku „heimsveldasinna“. í ræðu sinni á friðarfundinum. Hann fór hörðum orðum um .,bænavikuna“ svonefndu, sem nú er haldin í Bandaríkjunum fyrir þrælkuðum leppþjóðum Rússa. Sagði Krúsjeff, að „bænavikati' væri frekleg íhlutun í innanríkis mál Ráðstjórnarinnar — og .,geð- veikisleg árásarherferð“ einokun arhringa og heimsvaldasinna og miðaði að því að auka á viðsjár í samskiptum Rússa og Banda- ríkjamanna. Bandarískur almúgi gerði sér grein fyrir þessu og segði jafnframt. að þetta væri ein nf þessum stóru blekkingum, sem fólkið í bandaríska utanríkis- ráðuneytinu stæði fyrir, sagði Krúsjeff að lokum. ★ Rússlandsför Nixon er fyrsta heimsókn háttsetts bandarísks stjórnmálaleiðtoga til Rússlands síðan Roosvelt sótti Yalta ráð- stefnúna 1945. Á morgun mun hann opna ameríska sýningu í Moskvu og ráðgerðir eru þrír viðræðufundir þeirra Krúsjeffs. Hann mun og heimsækja nokkrar borgir utan Moskvu. Rússlandsförin stendur í 10 daga. 2. flokkur KR til Danmerkur í DAG fer 2. flokkur KR - keppn isferð til Danmerkur. Flokkurinn fer með Dronning Alexandrine og kemur til Danmerkur 28. júlí. Ferðin verður á vegum danska félagsins Bagsværd I.F., og er þetta 5. skiptið, sem það félag tekur á móti flokki frá KR. í förinnj taka þátt 16 leikmenn og 4 fararstjórar, en þeir eru Sigurður Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar K.R., Harald ur Guðmundsson, Ólafur Krist- mannsson og Sigurgeir Guð- mannsson. Flokkurinn leikur 2 leiki í Kaupmannahöfn, fyrri leikurinn verður í Lyngby 30. júlí gegn úr- yalsliði frá Sjálandi, og síðan rerður letkið 1. ágúst gegn Bags- værd, sem er efst unglingaliða á Sjálandi. Frá Höfn verður haldið til Berlínar og leiknir >ar 2 leikir á vegum félagsins Blau-Weiss í Vestur-Berlin. Flokkurinn kem- ur síðan aftur til Hafnar R. ágúst •g heldur samdægurs heim með Gullfossi, og kemur til Reykja- víkur 13. ágúst. KEPPNIN í Handknattleiksmót- inu, utanhúss, sem fram fer þessa dagana að Hörðuvöllum í Hafnarfirði harðnar við hvern leik, og sigurvonir félaganna verða tvísýnni. F. H. vann ÍR með aðeins tveggja marka mun 14:12 og Afturelding vann sigur yfir Ármanni á siðustu 15 min. leiksins 22:14. — Mótið heldur áfram á morg- un (laugardag) kl. 16,00 og keppa þá Fram:FH og iR-Ármann og á sunnudag kl. 16 Iýkur mótinu með leikjum Fram:ÍR og Aftur- elding:FH. — F.H.:Í.R. 14:12 Eftir harðan og tvísýnan leik sigraði FH ÍR með aðeins tveggja marka mun. Fram að síðustu mínútum leiksins stóð markatal- an ýmist á jöfnu eða félögin skiptust á að leiða með einu leiknum hafði ÍR náð tveggja marki. Er 10 mín. voru eftir af marka mun, og hugðust tryggja sér sigurinn með leiktöf nokk- urri, en er 4 mín. voru eftir hafði FH jafnað 12:12. Er 90 sek. eru til leiksloka skorar svo Sigurður Júlíusson fyrir FH og Pétur nokkrum sek. síðar. Þar sem út- hald ÍR-liðsins er áberandi minna en FH-liðsins átti FH að geta unnið þennan leik með meiri markamun. En FH setti sig í sjálfheldu með að láta ÍR ráða hraða leiksins allt fram á síð- ustu mínúturnar, og mega FH- ingar þakka sínum sæla fyrir að hafa náð tökum á leiknum í lok- in. Kom þarna mjög mikil „takt- isk“ skyssa, sem hefði getað orð- ið þeim dýrkeypt. FH missti og af þrem marktækifærum í víta- köstum og má það furðulegt heita af svo reyndum mönnum. ÍR lék mun ákveðnara og dreifð- ara spil en á móti Aftureldingu. Gunnlaugur Hjálmarsson var þeirra sterkasti maður að vanda og skoraði 7 mörk í leiknum, þar af þrjú úr vítaköstum. AftureIding:Ármann 22:14 Fyrri hálfleikur var afar jafn og skiptust liðin um að leiða og var staðan í hálfleik 10:9 Aftur- eldingu í hag. Strax í byrjun síð- ari hálfleiks herti Afturelding sóknina en náði þó ekki fylli- lega yfirhöndinni fyrr en 15 mín. eru til leikloka en þá skora þeir 7 mörk og unnu leikinn með 22:14. — Styrkur Aftureldingar vex við hvern leik. Helgi Jóns- son lék nú með og skoraði 6 mörk í leiknum. Eftir þennan leik ögrar Afturelding F.H. til muna en þau félög mætast í síð- asta leik mótsins. Þegar leikirnir í Handknatt- leiksmótinu, sem háð er að Hörðuvöllum í Hafnarfirði hefj- ast á laugardaginn er staðan í mótinu eftirfarandi: F.H.......... 2 2 0 0 4 40:24 Fram .... 2 2 0 0 4 34:23 Afturelding 3 2 0 1 4 53:49 ÍR.......... 2 0 0 2 0 30:33 Ármann .. 3 0 0 3 0 39:65 Byrjar 101. árið hress, kát og glöð Nýr handknatt- lciksvöllnr og hlaupabrautir AKRANESI, 22. júlí — Nú eru Akurnesingar að hefjast handa um að búa til handknattleiksvöli, norðvestan við nýja grasvöllinn. Hér er og önnur framkvæmd fyr- irhuguð, að búa til hlaupabrautir, C m breiðar og tæpa 400 m á lengd og liggja þær kringum nýja grasvöllinn. Þetta kemur til með að hafa mikilsverða þýðingu fyrir frjálsar íþróttir og handknatt- leiksiðkanir hér á Akranesi í framtíðinni. — Oddur. STYKKISHÓLMI, 23. júli. — Á hundrað ára afmæli Mar:u Andrésdóttur í gær var mjög gestkvæmt á heimili hennar. Af- mælisbarnið var hið reifasta all- an tímann og gat enginn séð nokk ur þreytumerki á því Gekk hún milli gestanna og spjallaði við hvern og einn og var jafn hress þegar dagurinn endaði og þegar hann byrjaði. Öll börnin voru mætt og einnig margir aðrir niðjar hennar. Margar ræ-'ur voru fluttar og fór þessi afmæiis- fagnaður h’ð ánægjuleg»sia fram. í tilefni afmælisins fæT'ði hreppsnefnd Stykkishólmshrepps henni mjög fallega blómakörfu frá Stykkishólmsbúum og einn g heiðursskjal og stóð í því, að hreppsnefndin hafi á fundi sín- um skömmu áður gert hana að heiðursborgara St> kkishól.ns- hrepps. Ólafur Guðmundsson sveitarstjóri og Finnar Sigur’. <• son oddviti færðu henni þessa gjöf og viðurkenningu. Henni bárust á fjórða hundrað heilla- skeyta víðs vegar að af landmu og einnig nokkur erlendis frá 03 fjöldi góðra gjafa og blóma. í dag er afmælisbarnið hið ernasta og er ekki að sjá nein þreytumemi eftir langan veizludag. Hún er mjög hamingjusöm, því að á þessum degi fékk hún að sjá svo mikið saman komið af skyldfóiki sínu, sem hún hefur ekki séð í mörg ár. Hlýja fólksins, sem mætti henni í gær var henni mik ils virði og í dag er því þakklætið efst í huga hennar. FréttaritarL Komst ekki yfir Ermarsund í SÍÐUSTU viku reyr.di hin fertuga danska sundkona Elna Ardersen í áttunda skipti að synda yfir Ermarsund en tókst ekki. Hún reyndi í þetta sinn að synda frá Englandi og suður yfir sundið og virtist lengi framan af sem henni mundi takast það. En þegar hún hafði verið rúm- lega 13 klst. í sjónum, fékk hún krampa og var tekin upp í bát- inn, sem fylgdi henni. Atti hún þá eftir um 4 km að strönd Frakk lands. Elna Andersen starfaði áður fyrr á smurbrauðstofu — en hefur nú um 11 ára skeið dvalið í Englandi við leikfimiskennslu. Vinum, vandamönnum, meðlimum Bifreiðastjórafélags- ins Hreyfils, stjórn Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík og framkvæmdastjóra þess, Strætisvagna- stjórafélagi Reykjavíkur, bifreiðastöðvunum í Reykjavík svo og öðrum færi ég hugheilar þakkir fyrir margvíslegar gjafir og auðsýnda vináttu á 55 ára afmæli mínu. Ennfremur þakka ég sérstaklega félögum mínum og öðrum, sem héldu mér og fjölskyldu minni hið virðulega samsæti 6. júlí s.L Bergsteinn Guðjónsson. Hjartans þakkir til allra þeirra, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á 60 ára afmæli mínu þann 11. þ.m. Kær kveðja til ykkar allra. María Gísladóttir, Ránargötu 49 Hjartans þakkir votta ég öllum þeim, sem glöddu mig með gjöfum og heillaóskaskeytum á áttræðisafmæH mínu þann 10. þ.m. Hringbraut 46, 19. júlí 1959 Vigfús Guttormsson, Vegna jarðarfarar Finnboga Sigurðssonar, bankafull- trúa, verða afgreiðslur aðalbankans og útibúanna á Laugavegi 3 og Laugavegi 114, lokaðar laugardaginn 25. júlí 1959. BtíNÁÐARBANKI ISLANDS Eiginkona mín, móðir, dóttir og systir MARGRÉT ARINBJARNARDÓTTIR verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju laugard. 25. júlí klukkan 2 e.h. Guðni Þorvaldsson, Ingibjörg Guðnadóttir, Andrea Guðnadóttir, Ingibjörg Pálsdóttir, Arinbjörn Þorvarðssoo, Oddný Valdiiuarsdóttir, Jón Arinbjarnarson, Rannveig Fiiipusdóttir, Þorvarður Arinbjarnarson. Móðir mín GIJORÚN ERLENDSDÓTTIR sem lézt að heimili sínu Túngötu 15, Keflavík 18. þ.m. verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði laugard. 25. þ.m. kl. 2. Fyrir hönd aðstandenda. Guðlaug Jónsdóttir. Alúðar þakkir sendum við öllum þeim, sem heiðruðu minningu föður okkar, tengdaföður, vinar, afa og langafa GfSLA ÁRNASONAR Kaplaskjólsvegi 3. Laufey og Björn Gíslason, Ragnar og Guðrún Gisladóttir, Þórey og Árni Gíslason, Þorgeir og Kristín Gísladóttir, Guðbjörg Jóhannesdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.