Morgunblaðið - 28.07.1959, Qupperneq 3
ÞrlSjudagur 28. júlí 1959
3IORCVl\BLAÐlf)
3
Sigríður j
ein af 15 !
i
Fegurðardrottningin ís- S
lenzka varS að vísu ekki Miss |
Universe, en hún var ein aí ^
þeim 15, sem komust í úrslit s
í keppninni um þann titil á )
Langasandi á laugardagsmorg •
un. Hefur mörg stúlkan orðið s
að sætta sig við minna en að S
vera talin ein af 15 fegurstu ■
stúlkum heims. ;
Sigríður er sú þriðja í ann- s
arri röð og japanska stúlkan S
Akiko Kojuma, sem hreppti •
hinn eftirsótta titil er í sömu (
röð, lengst til hægri. S
S
Borgarbíó fær
breiðtjald
AKUREYRI, 27. júlí. — Borgar-
bíó hér í bæ hefur verið lokað
undanfarnar 2 vikur, meðan unn-
ið hefur verið að uppsetningu
breiðtjalds í kvikmyndahúsið. —
Því er nú lokið og var fyrsta
sýning á hinu nýja tjaldi í gær-
kvöldi. Er tjaldið að vonum mun
stærra en hið gamla og þykir
hinn mesti fengur að því. — Þá
hefur einnig nýlega verið skipt
um linsur í kvikmyndavélum
hússins, sem rúmar um 300
manns í sæti. — Magnús.
STAKSTflNAR
„Öðru vísi mér áður brá“
Undir þessari fyrirsögn segir
Alþýðublaðið sl. föstudag:
„Ritstjóri Xímans hefur orðið
umræðuefni fólks með nokkuð
óvæntum hætti. Hann hefur sem
sé orðið fyrstur þingmanna til að
flytja á Alþingi tillögu um mál
gersamlega óskylt stjórnarskrár-
breytingunni eða kjördæmamál-
inu. Fólk rifjar nú upp þau orð
Tímans í síðasta mánuði að ekki
væri um annað kosið en kjör-
dæmabreytinguna og ekki kæmi
til greina að ræða önnur málefni
á sumarþinginu. Þingmenn og
aðra rak því í rogastanz, er þeir
augum litu þessa tillögu strax á
öðrum fundi þingsins í fyrradag,
og að einmitt ritstjórinn skyldi
verða til þess að brjóta þetta boð-
orð sitt með því að fleygja inn á
alþingi tillögu til þingsályktunar
um 67 milljón kr. aukið framlag
til íbúðalána, án þess að rök-
stutt sé, hvaðan þessara peninga
skuli aflað. Jómfrúartillaga þing-
manns Framsóknarmanna í
Reykjavík varð því aðeins löðr-
ungur í eigið andlit, en Iitill
greiði fjárvana húsbyggjendum
sem sjá alvarleg málefni sín dreg
in inn í ábyrgðarlausan skrípa-
leik, sem er orðinn almennt að-
lilátursefni“.
Bíll með ferðafólk
velfur norðanlands
Xvær af aðalpersónum sögunnar.
Ný framhaldssaga
AKUREYRI, 27. júlí. — Það ó-
happ varð síðdegis á sunnudag-
inn, að fólksbifreið, sem í voru
5 farþegar af þýzka skemmti-
ferðaskipinu „Adriadne“ fór út
af veginum rétt neðan við neðstu
beygjuna í Vaðlaheiði austan-
verðri, skammt ofan við bæinn
Skóga, og valt nokkrar veltur,
þar til hún loks staðnæmdist á
hvolfi.
Það var ungur maöur, sem bif-
reiðinni ók; kastaðist . hann út
úr henni og hlaut slæman skurð
á hnakka. Meiðsli anarra í bif-
reiðinni munu hafa verið minni.
ökumaðurinn var fluttur í sjúkra
húsið á Akureyri, þar sem gert
var að meiðslum hans, en far-
þegarnir fóru um borð í skemmti
ferðaskipið aftur í umsjá skips-
læknisins, sem komið hafði á
staðinn og hugði að áverkum
ÍEnginn hringdii
i nllnn dnginn j
| EINS og kunnugt er af frétt- >
S um tók nýja símaskráin i
i gildi í gær og aðfararnótt ■
\ mánudagsins var gengið frá j
S breytingum á síðustu númer- i
S um, sem var breytt. Þetta •
• mun hafa valdið fólki nokkr- ;
; um vandræðum og munu S
S ekki allir hafa áttað sig á ■
í breytingunum. Þannig var ;
j hringt til blaðsins síðdegis í S
\ gær frá bæjarskrifstofunni 5
í og skýrt frá því. að þangað \
• hefði ekki verið hringt allan s
S daginn. Var símanúmeri bæj i
s arskrifstofanna í miðbænum \
• breytt úr 11200 í 18800 og s
s gildir það fyrir bæjarskrif- S
S stofurnar í Austurstræti 16. •
\ Hafnarstræti 20 og Fræðslu- s
S ksrifstofuna í Vonarstræti 8. S
i Á bæjarskrifstofunum fannst •
\ mönnum sem þeir væru komn ;
S ir í sumarfrí í gær, en þeir S
S gerðu ráð fyrir auknum síma \
'i hringingum er menn gerðu;
( sér grein fyrir númeraskipt- s
S unum. S
þeirra. Bifreiðin skemmdist mjög
mikið.
„Adriadne“ kom til Akureyr-
ar skömmu fyrir hádegi á sunnu
daginn og fóru margir farþeg-
anna austur að Goðafossi. Var
ferð bifreiðarinnar heitið þang-
að, þegar óhappið varð.
— Magnús.
Bif reiðaáreks íur
skammt frá Akra-
nesi
AKRANESI, 27. júlí. — Um hálf
þrjúleytið laugardaginn 25. júlí
varð bifreiðaárekstur á þjóðveg-
inum fyrir ofan Akranes milli
Óss og Hvítaness. Nánari atvik
eru þau að Opel-Caravan bifreið
var á leið frá Akranesi. í henni
voru sex manns. Þegar komið var
rétt inn fyrir svokallaðan Langa-
mel ,en þar er nokkur hæðarmun
ur á veginum, kom bifreið á móti
og ennfremur önnur bifreið frá
Akranesi á eftir Opel-Caravan-
bifreiðinni.
Opel-Caravan-bifreiðin og
bifreiðin ,sem á móti kom stað-
næmdust með stuttu millibiJi
hvor á sinni vegarbrún. Bifreiðar
stjórinn í síðari bifreiðinni frá
Akranesi ætlaði fram úr Opel-
Caravan-bifreiðinni, en sá sér
það ekki fært vegna þess hve
stutt var á milli bifreiðanna
tveggja og lenti á hægra aftur-
horni Opel-Caravan-bifreiðarinn-
ar með þeim afleiðingum að hún
rann út af veginum.
Telpa, sem var aftast í Opel-
Caravan-bifreiðinni, handleggs-
brotnaði, en frekari meiðsli urðu
ekki á mönnum. Báðar bifreið-
arnar skemmdust nokkuð mikið.
Nýtt þingskjal
Á ALÞINGI í gær var útbýtt
frumvarpi til laga um endur-
lán eftirstöðva af erlendu láni
samkv. 22. gr. fjárlaga fyrir ár-
ið 1959. Flutningsmenn eru Páll
Þorsteinsson, Björn Pálsson og
Ólafur Jóhannesson.
hefst í blaðinu á morgun. Hún
heitir Leopoldville og er eftir
Hans Wolfgang, vinsælan þýzk-
an skáldsagnahöfund.
Leopoldville er höfuðborg
Kongó, en það er hið mikla ný-
lenduríki Belgíu í Mið-Afríku.
Borgin stendur við hið mikla
Kongófljót, sem fellur á landa-
mærum Kongóríkis og frönsku
Mið-Afríkuð, en ein aðalborg
þess lands, Brazzaville, stendur
við Kongófljót andspænis Leo-
poldville.
Úran (uranium) finnst í jörð
í Kongó, en úr þeim málmi fæst
kjarnorka, eins og kunnugt er.
Úran er því dýrmætt og dýrt og
úranæði getur gripið menn að
sínu leyti eins og gullæðið í
Kanada um aldamótin. Þar er
líka vettvangur gróðamanna,
braskara og smyglara. Þessi saga
fjallar að miklu leyti um þetta
efni, um baráttu milli þessarar
starfsemi annars vegar og kristi-
legrar mannúðarhugsjónar hins
vegar, sem vinnur að því, að
bæta hag og auka menningu
hinna innbornu blökkumanna.
Inn í þetta fléttast svo óstir, eins
og vera ber í skáldsögu, og er
sálarlífi þeirra söguhetja lýst vel
og rækilega.
Sagan er spennandi og vel þess
verð, að fylgzt sé með henm frá
upphafi.
Afneitar Eysteini
Þessu svarar Ximinn á laugar-
dag:
„Það er algerlega rangt, a3 Tím
inn hafi nokkru sinni haldið því
fram, að ekki mætti ræða önnur
mál á aukaþinginu en stjornar-
skrármálið. Þvert á móti hélt
Tíminn því fram fyrir kosning-
arnar, að aukaþingið ætti að
fresta stjórnarskrármálinu til
frekari athugunar og samkomu-
lagstilrauna, og af því hlaut
óhjákvæmilega að leiða, að auka
þingið fjallaði um ýmis önnur
mál. Þessi er enn afstaða Fram-
sóknarflokksins".
Þegar Tíminn skrifar þelta
gleymir hann ekki einungis ótelj-
andi ummælum sjálfs sín heldur
og lokaboðskap Eysteins Jónsson-
ar til þjóðarinnar fyrir kosning-
arnar. En þá sagði hann hinn 24.
júní:
„Það er verið að kjósa til auka-
þings, .scm eingöngu á að fjalla
um frumvarp það um nýja kjör-
dæmaskipun, sem samþykkt hef-
ur verið í fyrra sinn, en þessi
nýja skipan öðlast ekki gildi
nema kjósendur í landinu ljái
henni fylgi sitt við kosningarnar
með því að kjósa þá menn á þing,
sem hana vilja samþykjtja".
Gömul uppsuða
kommúnista
Einar Olgeirsson og Þjóðviljinn
eru nú rétt einu sinni farnir að
skrifa um nauðsyn „samstarfs
alþýðunnar á stjórnmálasviðinu“,
sem á að koma fram í „skipu-
lögðu kosningasamstarfi Alþýðu-
bandalagsins og Alþýðuflokks-
ins“. Um þetta skrifaði Einar sl.
föstudag og Þjóðviljinn áréttar
það á sunnudaginn. Kommúnist-
ar láta eins og hér sé mikið ný-
mæli á ferðum. Af einhverjum
ástæðum tekur Tíminn undir það
og býsnast jafnvel yfir, að Mo'g-
unblaðið þegi um þessi stórtíð-
indi. Sannleikurinn er sá, að
þetta er sama uppsuðan og komm
únistar hafa oft boðið upp á áð'ir.
Þegar að þeim hefur þrengt, þá
hafa þeir ætíð reynt að ala á
sundrungu andstæðinga sinna
undir yfirskini óslökkvandi sam-
einingaráliuga.
Sameiningarhjal kommúnista
nú sannar einungis að þeir eru
enn hinir sömu og áður, og verð-
ur það ekki talið til stórtíðiuda.
Fylgizt með frá byrjun