Morgunblaðið - 28.07.1959, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 28.07.1959, Qupperneq 6
r MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 28. júli 1959 Fylgjum ykkur af heilum hug í landhelgisdeilunni — þótf víkkun íslenzku fiskveiðiland- helginnar komi hart niður á okkur, sögðu fulltrúar Föroya Fiskimannafélags EINS og frá hefir verið skýrt í blaðinu. voru tveir fulltrúar frá Fiskimannafélagi Færeyja stadd- ir hér í s.l. viku, þeirra erinda fyrst og fremst að freista þess að flýta fyrir yfirfærslum kaup- gjalds færeyskra sjómanna, sem starfað hafa á fiskiflota okkar, en þær hafa gengið harla treglega eins og frá var skýrt samkvæmt viðtali Færeyinganna tveggja við fréttamenn s.l. laugardag. ★ Annar þeirra, Sigurð Joensen, lögfræðingur Fiskimannafélags- ins, kvaðst hafa sameinað skemmtun og skyldustörf með því að eyða hér sumarleyfi sínu frá 8. júlí. ásamt konu sinni, en hinn færeyski fulltrúinn. Jákup í Jákupsstovu, sem er ritari Fiski mannafélagsins, dvaldist hér hins vegar aðeins nokkra daga í s.l. viku. Báðir héldu þeir heim til Færeyja um helgina. Fiskur 98% útflutningsins Ýmislegt bar á góma í fyrr- greindu viðtali, auk þess. sem áð- ur er frá skýrt. m.a. víkkun land helginnar, sem ekki er síður mál málanna fyrir Færeyinga en okk- ur. — Þeir félagar sögðu það til dæmis um mikilvægi fiskveið- anna fyrir færeysku þjóðina, að á árinu 1957 hefði heildarútflutn- ingur Færeyinga numið tæplega 91.5 milljónum króna (fær.). en þar af hefði fiskur og fiskafurð- ir verið 98%. Langstærsti liður í útflutningnum var saltfiskur, eða rúml. 54 millj. kr. (þar af þurrk- aður saltfiskur 38,5 millj.). Engin stór frystihús sögðu þeir til í Færeyjum. og væri því útflutn- ingur á hraðfrystum fiski sama og enginn. Hins vegar hefði á síðasta Lögþingi verið flutt frum varp um byggingu hraðfrysti- húss, samkvæmt íslenzkri fyrir- mynd. og kæmi það frumvarp nú fyrir næsta Olavsvökuþing. Nýir togarar í smíðum í fiskiflota Færeyinga munu nú vera um 150 skip, þar af 12 tog- arar yngri og eldri. Þar á meðal eru gamlir, íslenzkir togarar. svo sem Gylfi frá Patreksfirði. sem nú er notaður sem eins konar móðurskip á Grænlandsmiðum. Um 2000 Færeyingar starfa nú við fiskveiðarnar við Grænland, bæði á skipum og í landi, en þeir hafa útgerðaraðstöðu í fimm grænlenzkum höfnum. Er Fær- eyingahöfn einna kunnust þeirra og ein hin stærsta. en þaðan eru m. a- flutt út fiskflök beint til Ameríku. Þeir Sigurð og Jákup kváðu Færeyinga vinna að því að byggja upp veiðiflota sinn sam- kvæmt kröfum nútímans, en hefðu hins vegar ekki bolmagn til að gera það á eins skömmum tíma og æskilegt væri. Þeir ættu nú nokkra nýtízku togara í smíð- um í Portúgal. Værj einn þeirra þegar kominn heim og hefði stundað veiðar um tíma. Væri það vel byggt skip og fullkomið. Veiði bezt milli 12 og 16 mílna Það kom skýrt fram. að þeir félagar voru óánægðir með sam- komulagið við Breta, sem veitir þeim rétt til veiða milli 6 og 12 mílna frá Færeyjaströnd. en að öðru leyti gildir nú 12 mílna fisk- veiðilandhelgi við Færeyjar, sem kunnugt.er. — Kváðu þeir 'sam- komulagið mæta mikilli og al- mennri andúð meðal Færeyinga. t. d. hefði skoðanakönnun leitt í Ijós, að 94 af hundraði fiskimanna væru því andvígir. — Annars sögðu þeir 12 mílna fiskveiðiland helgi engan vegin fullnægjandi fyrir Færeyinga, og væri hún áreiðanlega minna spor í áttina fyrir þá en okkur. enda væri veiði yfirleitt bezt milli 12 og 16 mílna. — Við ramman reip væri hins vegar að draga, því að Bretar sæktust mjög eftir Færeyjafisk- inum. sem talinn væri hinn bezti á Bretlandsmarkaði. Dregur að lokum ,.skútualdar“ í Færeyjum Jákup og Sigurð sögðu, að víkk un fiskveiðilandhelginnar við ís- land kæmi að líkindum harðast niður á Færeyingum allra þjóða. mætti t. d. benda á það, að skútu- útgerð á íslandsmið væri nær útilokuð eftir víkkunina — og mætti sejjja, að þar með væri komið að endalokum .,skútuald- ar“ í Færeyjum. Það bæri í sjálfu sér ekki svo mjög að harma. ef þjóðin hefði ráð til þess að endur- nýja fiskiskipastól sinn á nægi- lega skömmum tíma. Þeir tóku það skýrt fram. að þrátt fyrir þessa staðreynd, stæðu Færeyingar eindregið með frænd um sínum, fslendingum. í land- helgisdeilunni og teldu þá ekki hafa gert annað en það, sem þeir hefðu fyllsta rétt til — en fyrir- litu framferði Breta í íslenzkri fiskveiðilandhelgi. ★ Þeir félagar ferðuðust hér nokkuð, eínkum Sigurð, og voru hinir ánægðustu með dvölina hér — og kváðust vænta árangurs af förínni varðandi kaupgjaldsmál færeysku fiskimannanna. — Báð- ir höfðu þeir haft nokkur kynni af landinu áður. verið á skútum á íslandsmiðum um árabil. Kváðu þeir þvi svo varið um flesta Fær- eyinga. sem komnir væru um eða yfir miðjan aldur. að þeir hefðu einhvern tíma dregið fisk úr sjó á íslandsmiðum. Gau’verjabæjarkirkja 50 óra STUNDUM geta kirkjur orðið | gamni, að hann hafi lokað hlið- líkt og vel klætt eftirlætisbarn, um helvítis, en opnað fátækri j sem bera það með sér að öllum Framh. á bls. 13. þykir vænt um þær. Aðrar geta Gestabók í Þjórsárdal Á SÍÐASTLIÐNUM vetri ákvað stjórn Árnesingafélagsins í Reykjavík að láta gera gestabók og gefa að Stöng í Þjórsárdal. Fyrir nokkrum dögum fór hópur manna úr félaginú þangað inn eft ir með bókina. og var í för með þeim Gísli Gestsson safnvörður í Þjóðminjasafninu. Að Stöng af- henti formaður Árnesingafélags- ins Óskar Sigurgeirsson bókina með nokkrum orðum, en Gísli veitti henni viðtöku fyrir safnsins hönd. Bókin er í útskornum tréspjöld um og með koparlömum, vand- aður gripur og smekklegur. Út- skurðurinn er eftir Wilhelm Back mann, en Hólaprent gekk frá bók inni að öðru leyti. Á þessu sumri eru 20 ár síðan rústirnar í Stöng voru grafnar upp. Gestakomur hafa þar ætíð verið miklar síðan og eru enn. enda er aðkoma þar góð og vel að hinum merkilegu minjum bú- ið. Yfir þeim er nýlegt þak, sterkt og reisulegt, og bjart og þrifalegt um að litast inni. Bartimeus blindi sýndur á lýðskóla hátið i Rönde SUNNUDAGINN 12. júlí vom skrifar úr dagleQq lifinu aftur litið út líkt og olbogabarn þjóðsagnanna. Enginn gefur þeim neitt. Gaulverjabæjarkirkja tilheyrir hinum fyrrnefndu. Söfnuður hennar er líka einhver sá ánægju legasti, sem hugsazt getur. Félogin í sveitinni, Kvenfélag- ið, Ungmennafélagið, já, hrepps- félagið sem heild, allir eru sam- mála um fegurð og virðingu kirkjunnar sinnar. Samt eru einstaklingar, sem mest hafa gjört, og verður bar erfitt að nefna nöfn, en vart mun nokkur ein manneskja hafa gefið kirkjunni meira en frú Kristín Andrésdóttir í Reykjavík, og vestan af Kyrrahafsströnd barst I fyrra forláta ljósastika á altari frá Mrs. Ingibjörgu Jónsdóttur Guðmundsson. Og synir hennar komu alla leið að vestan í sumar til að skoða þessa eftirlætiskirkju móður sinnar og fannst mikið til um gripi hennar, og er þó annar þeirra prestur í Vesturheimi, en þar ann fólkið mjög kirkjum sínum að sögn og býr þær vel. Gaulverjabær hefur lengi ver- ið kirkjustaður, einn hinna elztu á landinu. Þar hafa verið marg- ir ágætir prestar og frömuðir nýrra hugsjóna. Þarf ekki annað en nefna séra Pál Ingimundar- son, sem var aðalhvatamaður al- þýðumenntunar og byggingar barnaskólans á Eyrarbakka, sem er hinn elzti alþýðu- eða barna- skóli landsins, en áður hafði samt barnafræðsla í Gaulverja- bæ verið stunduð af snilld. Ann- ar prestur í Gaulverjabæ var séra Páll Sigurðsson, hinn mikli frumherji frjálslyndis í kirkju ís- lands, og er sagt um hann í Riðu aðeins hluta af fjallabaksleið AÐ fer nú sífellt vaxandi að fólk ferðist á hestum um ná- lendi íslands og óbyggðir. Það ágæta sport hefur aðdráttarafl fyrir fslendinga og jafnvel út- lendinga, eins og dæmin úr sur.i- um sumarferðunum á þessu ári sýna. Nýlega efndi Ferðaskrifstofa ríkisins til einnar slikrar ferðar og hefur verið mikið um haua skrifað, mikið gert úr því hve ferðafólkið hafi verið duglegt og svo framvegis. Ekki er ég að setja út r það. En mér finnst illa farið þegar auglýst er mikið og þannig, að fólk fær rangar hug- myndir um hvert farið er. Fyrst af öllu er ferðin auglýst og um hana ritað sem „Fjalia- baksleið", en þannig er nefnd leið sú sem Skaftfellingar fóru áður fyr, að fjallabaki, til að losna við sandana. Hlýtur hún því að ná frá byggð til byggðar, ég geri ráð fyrir að það tákni að hún nái úr Skaftártungum, um Landmannalaugar og í Lands- sveit, þ. e. a. s. frá Búlandi að Galtalæk. Af frásögnum af ferðalaginu sé ég aftur á móti að ferðamanna hópurinn hefur aðeins farið frá Galtalæk í Landmannaíaugar í þremur dagleiðum, síðan skropp- ið á einum degi í Jökuldali, eftir dags hvíld í Laugunum, og konoið | til baka þangað um kvöldið og snúið að svo búnu við. Hvaða ís- lendingar kalla þetta að ríða Fjallabaksleið? Engir, að éghygg. Þetta mundu flestir kalla að fara ríðandi úr Landssveit í Land- mannalaugar, eða að fara land- mannaleið. Sú leið sem Lands- sveitarmenn fóru inn í Laugar, var að ég bezt veit áður köhuð Landmannaleið og liggur húr. á nokkrum hluta sainaH við Fjalla- baksleið, en er að sjálfsögðu miklu styttri. Til hvers er verið að auglýsa 'svona, og gefa rangar hugmyndir um hvert farið er. Vatnslaus áningarstaður N úr því ég er. nú farinn að minnast á þetta ferðalag, verð ég að segja að ég skellihló þegar ég las um það hve erfitt ferðalagið hefði verið og um alla þá erfiðleika, sem fólkið átti í á þessari ævintýralegu ferð. Á fyrsta degi var farið frá Galta- læk að tjaldstað í Sölvahrauni, en þar kom í ljós að ekkert vatns- ból var í áningarstað. Lætur önn- ur eldabuskan hafa það eftir sér að hún og fylgdarmaðurinn hafi farið í jeppanum í vatnsleit (en jeppi var með í ferðinni og flutti farangurinn) og fundið það loks eftir tvær klukkustundir. Hvor- ugu virðist hafa aottið í hug að aka til baka dagleiðina ofan að Galtalæk, 20 km leið, nema það sé einmitt þetta fundna vatnsból, og 2 tímarnir reiknaðir í alla ferðina. Sjálfur ók ég þetta síðastliðinn laugardag á þremur stundarfjórðungum eftir all- sæmilegum vegi. Ekki var neitt ílát til vatnsflutninga í svo stór- um stil. Var vatnið flutt i pottum og eldabuskan sat framan á með brúsa (sem gárungarnii segja að hafi verið fenginn að láni á bæn- um þar sem vatnið var sótt). Ferðamenn segja að íslendingar ái venjulega við vatnsból. ú- framhaldandi ferðalag hefur svo nákvæmlega verið rakið í blöð- um, að ég mun ekki gera það íér. En dagleiðirnar voru: Frá Gal+a- læk í Sölvahraun, þaðan í Land- mannahelli og loks á þriðja degi í Landmannalaugar. Til baka var haldið í einum áfanga. og síðan niður að Keldum. Landmannaleið alveg eins fín og Fjallabaksleið Ég býst við að fleiri séu mér sammála um að það sé allmikið orðum aukið að kalla þetta erf- iða ferð á hestum um „Fjallab^ks leið“. Hestaferðir um óbyggðir eru skemmtilegur þáttur í ferða- lögum á íslandi, en þeir sem kunnugir eru leiðum eða nenna að líta á kort, vilja að staðir og leiðir séu nefnd sínu rétta nafni. Landmannaleið ætti ekki að hafa neitt minna aðdráttarafl á ferða- menn en Fjallabaksleið, og að fara ríðandi inn í Landmanna- laugar, hljómar hreint ekkert verr, en að fjallabakL mikil hátíðahöld í lýðskólanum í Rönde á Jótlandi. — Dönsk blöð geta þess, að við það tækifæri hafi helgileikurinn .,Bartimeus blindi“ eftir síra Jakob Jónsson verið sýndur á útileiksviði skól- ans fyrir 1200 áhorfendum. — Leikstjóri var séra H. Skjerk, sóknarprestur í Hornslet, en með- al leikendanna voru einnig ein- hverjir prestar. Leikendur voru frá Aarhus og nærsveitum. — Inn gangs-ávarp leiksins var flutt af Blom Salomonsen námsstjóra. Fitt blaðið kemst svo að orði: ,.Þetta er hrífandi leikur. sem flytur mikinn boðskap. erfiður í meðferð, en leikendur voru vald- ir af nákvæmi, og flutningurinn tók hina mörgu áhorfendur mjög sterkum tökum“. í Aarhus Stiftstidende segir svo: Tólf hundruð áhorfendur sáu helgileikinn ..Bartimeus blindi“ eftir Jakob Jónsson á íþróttavelli skólans í gærkvöldi. — Séra H. Skjerk frá Hornslet hafði æft leik inn, og leikurinn hreif áhorfend- urna. en æðisgengið þrumuveður og stórrigning skall á rétt fyrir leikslokin, og urðu áhorfendur sem skjótast að leita sér skjóls“. Næst verður ,.Bartimeus blindi'* leikinn 2. ágúst í Lúkasarkirkj- unni í Aarhus í sambandi við norrænan prestafund, sem hefst um mánaðarmótin. Leikstjóri og leikendur verða hinir sömu, en Rald prófastur á Friðriksbergi mun var flytja ávarp á undan leiknum. Organisti við sýninguna verður dómorganistinn f Aarhus. G. Fjellerad.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.