Morgunblaðið - 09.08.1959, Page 2
2
r morcvnblaðið
Sunnudagur 9. agúst 1959
Sameinað Alþingi;
Rœtt um verðtryggingu
sparifjár og lánsfjár-
skortinn
Á FUNDI sameinaðs Alþingis í
gærdag kom til fyrri umræðu
þingsályktunartillaga próf. Ólafs
Jóhannessonar um skipim nefnd-
ar til athugunar á verðtryggingu
sparifjár.
Tillagan er svohljóðandi:
„Alþingi ályktar að skora á rík
isstjórnina að skipa fimm manna
nefnd til að athuga með hverjum
hætti verði við komið verðtrygg
ingu sparifjár, þar á meðal á inn-
stæðufé opinberra sjóða. Fjórir
nefndarmanna skulu skipaðir sam
kvæmt tilnefningu þingflokkanna
en sá fimmti skal skipaður eftir
tillögu Seðlabankans, og er hann
formaður nefndariimar.
Nefndin skal, e£ kostur er skila
áliti, áður en næsta reglulegt Al-
þingi kemur saman.
Kostnaður við störf nefndarinn
ar greiðist úr ríkissjóði".
Flutningsmaður fylgdi tillög-
unni úr hlaði með nokkrum orð-
um og minntist m.a. á það, að
sþarifjáreigendur hefðu orðið
hart úti siðustu árin sökum stöð-
ugrar verðrýrnunar peninganna,
af völdum verðbólgunnar. Þetta
hefði smám saman skapað vax-
og um leið ýtt undir alls konar
eyðslu og spákaupmennsku, þann
ig að dregið hefði til muna úr
sparnaði en eftirspurn eftir láns-
fé aukizt að sama skapi. Ef ekki
tækist í bráð að koma efnahags-
málunum á traustan grundvöll,
væri verðtrygging sparifjár full-
komið réttlætismál sparifjáreig-
enda.
Björn Ólafsson tók einnig til
máls og vakti sérstaka athygli á
því, hve lánsfjárskorturinn væri
orðinn alvarlegt vandamál at-
vinnufyrirtækja í landinu, sem
mörg hver ættu í vök að verjast.
fætta væri til mikilla óheilla fyr
ir þjóðarbúið, sagði ræðumaður,
og vitnaði máli sínu til stuðnings
í ummæli Jóhannesar Nordal,
bankastjóra í „Fjármálatíðindum*
þar sem rætt er um hina miklu
þýðingu þess fyrir efnahagslíf-
ið, að atvinnufyrirtækin standi
fjárhagslega traustum fótum. —
Ef ekki verður úr þessu bætt,
sagði Bjöm Ólafsson að lokum,
mun skapast í þjóðfélaginu eitt
alvarlegasta ástand, sem um get-
ur.
Málinu var síðan vísað til ann-
arrar umræðu og fjárveitinga-
andi vantrú á gildi peninganna nefndar með 27 samhljóða atkv,
Námskeið
og ensku
DAGANA 15,—26. sept. n.k. efn-
ir fræðslumálastjórnin til kenn-
aranámskeiðs í dönsku og ensku.
Á dönskunámskeiðinu kenna
mag. art. Ulla Albeck, lektor i
stilistik við Kaupmannahafnarhá
skóla, cand. mag. Erik Sönder-
holm, danskur sendikennari við
Háskóla íslands og cand. mag.
Ágúst Sigurðsson.
Ulla Albeck kennir dönsk sam
heiti og leiðbeinir um notkun
þeirra við kennslu, einnig fer
hún lítið eitt yfir stilfræði og
hefur talæfingar með þátttakend
um. Hún hefur lagt sérstaka
stund á samheiti og hefur gefið
út danska samheitaorðabók.
Erik Sönderholm ræðir um
danska hljóðkerfið og leiðbeinir
um notkun þess og auk þess fer
hann yfir nokkur atriði í danskri
málfræði.
Ágúst Sigurðsson mún hafa
sýnikennslu í byrjendaflokki og
framhaldsflokki.
Haldnir verða umræöufundir
um kennsluaðferðir og kennslu-
tæki (talfærakort, talfæralíkan
og segulband).
Á enskunámskeiðinu kenna dr.
Lee, ráðunautur British Council
í málvísindum, Mr. D. M. Bran-
der, brezkur sendikennari við
Háskóla íslands og Heimir Ás-
kelsson M.A., lektor við Háskól-
ann.
Dr. Lee mun halda fyrirlestra
um nútíma aðferðir við ensku-
kennslu og um setningahreim.
Á eftir fyrirlestrunum verða
umræðufundir.
Heimir Áskelsson mun hafa
sýnikennslu í byrjendaflokki og
framhaldsflokki.
Kennslugreinar Mr. Brander
verða ákveðnar síðar.
Haldin verður sýning á
kennslubókum og uppsláttarbók-
um. Sýnd verður notkun kennslu
tækja (segulbands, grammófóna,
. filmræma). Gert er ráð fyrir um-
ræðum um þessi efni.
Þetta er í fyrsta skipti, sem
námskeið í þessum kennslugrein
um eru haldin fyrir íslenzka
kennara. Með því að fá hingað
úrvals kennara frá Kaupmanna-
hafnarháskóla og British Coun-
cii hefur fræðslumálastjórnin
viljað vanda til námskeiðanna
eins og kostur er á.
Fyrirlestrar og æfingar mið-
I dönsku
daglegt starf kennaranna.
Hér gefst einstakt tækifæri
fyrir tungumálakennara við
öll skólastig til þess að rifja upp
fræði sín og auka þekkingu sína
á stuttum námskeiðum.
Ekki hefur verið gengið frá
dagskrá námskeiðanna, en reynt
verður að koma því svo fyrir, að
þátttakendur, sem þess óska,
geti að verulegu leyti tekið þátt
i báðum námskeiðunum.
Tilkynningar um þátttöku send
ist Fræðslumálaskrifstofunni fyr
ir 20. ágúst n.k.
Árbæjarsafnið
ÁRBÆJARSAFN hefur nú verið
opið fyrir almenning eftir við-
gerðina í vor og sumar í þrjár
vikur. Um síðustu helgi voru
skrásettir gestir í gestabók safns-
ins orðnir um 1000 talsins auk
barna, sem greiða ekki aðgangs-
eyri ef þau eru í fylgd með
fullorðnum.
Viðgerðinni á bænum er ekki
að fullu lokið, en stefnt er að
því að timburklæða öll þil og
leggja torf á þakið. Sem stend-
ur veita menn því athygli, að
veggir torfkirkjunnar norðan við
bæinn nálgast nú óðum fulla hæð.
Kirkjusmiður er Skúli Helgason
safnvörður frá Selfossi, og vænt-
ir hann þess, að kirkjan verði
komin undir þak fyrir haust.
Framan við bæjartraðirnar
hefur verið reist mikið
hlið, sem verður inngöngu-
hlið útivistarsvæðisins og byggð-
arsafnsins í Árbæ. Sterkar stoð-
ir hafa verið steypar og ofan á
þeim styðja hvítabirnir á tjöru-
bornum bryggjustaurum, sem
mynda hliðstólpa. Grindin í
hliðinu og járnvirki, sem teng-
ir stólpana saman að ofan, verð-
ur sett upp næstu daga, en hvort-
tveggja er gert eftir teikningu
Eggerts Guðmundssonar listmál-
ara. Hvítabirnirnir eru annars
gamlir kunningjar Reykvikinga,
því að þeir prýddu áður íshúsið
við tjörnina, en það reisti Thor
Jensen fyrir 52 árum og lét prýða
með tréskurði. Sveinn Ólafsson
myndskeri hefur hresst upp á
birnina, sem voru illa farnir, en
upphaflega munu þeir hafa ver-
ið skornir af Stefáni Eiríkssyni
hinum oddhaga.
Tilætlunin er að Árbæjartún
verði opið fyrir almenning sem
útivistarsvæði, þar sem fólk
getur notið góðviðrisdaga á
slegnu túninu. Má geta þess að
Lögbergsferðir strætisvagna frá
Kalkofnsvegi kl. 1,15 og 3,15
henta vel og ekki spillir það að
hafa kaffisopann með sér og
drekka síðdegiskaffið úti í guðs-
grænni náttúrunni.
Á vegum Árbæjarsafnsins og
til ágóða fyrir það hafa verið
gefin út póstkort með myndum
af bænum og úr safninu. Hefur
Gunnar Rúnar tekið myndirnar,
en þar sem bærinn er sem stend-
ur „breytingum undirorpinn“ er
upplag póstkortanna í minna lagi.
Allgóð
síldveiði
I
GÓÐ veiði var aðfaranótt laug-
ardags, aðallega SSA af Seley og
norður undir G'erpi. Síldin virð-
ist hafa fært sig nær landi og
fengu mörg skip góðan afla 11
mílur undan. Engin veiði var fyr
ir norðan land; flogið var um allt
svæðið en engin síld sást, ágætt
veður er á miðunum. Síldarleit-
inni á Raufarhöfn var kunugt um
afla 31 skips með samtals um
19 þús. mál og tunnur, en vitað
er um mörg skip með einhvern
afla sem ekki hafa tilkynnt. —
Mörg skip bíða löndunar austan
lands.
Tilkynningar til síldarleitar-
innar á Raufarhöfn: Þorlákur 700
mál; Askur 750; Gunnar SU 1200
Muninn 600; Vísir 650; Björgvin
IjK 650; Reykjanes 550; Jón
Finnsson 500; Sæborg GK 500;
Flóaklettur 900; Snæfugl 900;
Hannes Hafstein 600; Erlingur
II. 800; Hafrenningur 650; Baldur
600; Blíðfari 700; Þráinn 600;
Bjarmi 750; Svanur KE 600; Guð-
mundur á Sveinseyri 500; Ásgeir
550; Stefnir 500; Gunnólfur 900;
Stapafell 600; Auður 800.
Gott veSur á
þjóðhátíðinni
VESTMANNAEYJUM, laugard.
— í dag er hér hið ákjósanleg-
asta veður til þjóðhátíðarhalds,
logn og hlýtt en sólarlaust. —
Hér verður ýmislegt til skemmt-
unar í dag, — skemmtidagskrá
nær óslitið frá kl. 2 síðd. til
miðnættis. Þá lýkur hátíðinni
með mikilli flugeldasýningu. —
Gífurlegur mannfjöldi er hér
saman kominn.
Endurlán eftirstöðva af
erlendu láni rædd á þingi
Úthlutað úr m’nningar-
sjóði dr. Urbancic
í DAG, þegar liðin eru 56 ár frá
fæðingu hins þjóðkunna tónlist-
armanns, dr. Victors Urbancic,
hljómsveitarstjóra Þjóðleikhúss-
ins, sem zndaðist 4. apríl 1958,
hefur önnur úthlutun farið fram
úr minningarsjóði þeim, sem
ber nafn hans, en þessi sjóður
var stofnaður áf Þjóðleikhúss-
kómum, sem þakklætisvottur
fyrir ómetanlegt og heilladrjúgt
starf hins látna söngstjóra kórs-
ins.
Um störf dr. Urbancic í lifenda
líf; er óþarft að fjölyrða, þau
eru alþjóð kunn, en íslenzk tón-
listarsaga mun geyma minningu
hans um aldur og ævi, og þessi
sjóður mun einnig geyma minn-
ingu hans, með því að vinna að
ast við það að veita leiðbeining- ] líknarmálum í ánda þessa mikla
ar, sem að gagni mættu koma við J mannvinar.
Samkvæmt skipulagsskrá minn
ingarsjóðsins, á að úthluta ár-
lega úr sjóðnum á afmælisdegi
dr. Victors Urbancic fjárhæð til
styrktar lækni til sérnáms í
heila- og taugaskurðlækningum,
(Neuro-kirugi). Að þessu sinni
hefur Guðmundur Tryggvason
læknir, hlotið styrk úr sjóðnum
að fjárhæð kr. 5.000,00, en hann
hlaut einnig styrk úr sjóðnum á
s. 1. ári.
Guðmundur Tryggvason er nú
við framhaldsnám í Svíþjóð að
nema þessa sérgrein læknavísind
anna, en hlaut fyrir þremur ár-
um einhverja þá hæstu einkunn
við embættispróf í læknisfræði
við Háskóla íslands, er tekin
hefur verið.
í GÆR kom til umræðu í Neðri
deild frv. Páls Þorsteinssonar o.
D. um að eftirstöðvar af lántöku
í Bandaríkjunum á fyrri hluta
þessa árs um 50 millj. króna,
skyldu endurlánaðar Ræktunar-
sjóði kr. 5 millj., Fiskvzeiðasjóði
kr. 25 millj. og til hafnarfram-
kvæmda 22 millj. kr.
Páll Þorsteinsson hafði fram-
sögu í málinu. Rakti hann hina
brýnu nauðsyn framangreindra
sjóða, og framkvæmda fyrir auk-
ið lánsfé.
Næstur tók til máls Jóhann
Hafstein. Vék hann sérstaklega
að aðstöðu Fiskveiðasjóðs. Hann
taldi, að Fiskveiðasjóður mundi
hafa sæmileg fjárráð fram á
næsta ár til að sinna svipuðum
þörfum og bann hefði gert að
undanförnu. Hins vegar væri
verkefni sjóðsins miklu víðtæk-
ari og væri fjarri því, að hann
hefði bolmagn til að leysa
öllum lögákveðnum verkefnum.
sérstaklega hefði sjóðurinn aðeins
geað lánað mjög óverulegar upp-
hæðir til ýmis konar fiskvinnslu
stöðva. Það mætti að vísu
muna, að gert hefði verið ráð
fyrir að það væri fremur verk-
efni Framkvæmdabankans að
sjá fyrir þeirri fjárfestingarþörf.
Varðandi Fiskveiðasjóð yrði
að hafa í huga að hann hefði
enga heimild til annars en að
lána í ísl. krónum. Miklar er-
lendar lántökur legðu því mjög
mikla gengisáhættu á sjóðinn.
Þannig hefði hann þurft að af-
skrifa 6 millj. króna gengistap
um síðastl. áramót vegna 55%
yfirfærslugjaldsins á sl. ári. —
En sennilega næmi erlent láns-
fé sjóðsins nálægt 40 millj. kr.
Mjög mikilvægt væri fyrir
Fiskveiðisjóð að frestað hefði
verið í vor að ráðstafa umrædd-
um 50 millj. króna, því að með
því móti gæfist tóm til þess á
þinginu í haust að ganga svo frá
málum að sjóðurinn gæti fengið
verulegan hluta af þessu, en þó
með þeim hætti að hann tæki
ekki á sig alla gengisáhættuna.
Vitað væri að ekkert tóm gæfist
á þessu aukaþingi til afgreiðslu
slíkra mála, enda mundi þinginu
lokið í næstu viku,
Jóhann óskaði eftir því að
framsögumaður upplýsti hversu
mikið gengistap Ræktunarsjóður
hefði beðið af erlendum lántök-
um, þar sem hann lánaði að-
eins í ísl. krónum eða án.nokk-
urra gengisáhættu fyrir lán-
takendur.
Páll Þorsteinsson tók aftur til
máls. Hann svaraði ekki fyrir-
ur spurn Jóhanns varðandi ræktun-
arsjóð. Taldi hins vegar að
gengisáhættan væri þáttur í víð-
tækara vandamáli, sem óháð
væri afgreiðslu þessa máls.
Frv. var vísað til fjárhags-
nefndar.
Biskup vísiterar
BISKUP landsins herra Sigur-
björn Einarsson mun í dag vísi-
tera og messa í Skeggjastaða-
kirkju í Bakkafirði. Þar er prest-
ur séra Sigmar Torfason sem
vígðist þangað laust eftir árið
1940. Ekki hefur Skeggjastaða-
kirkja verið vísiteruð síðan 1941.