Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 09.08.1959, Síða 8

Morgunblaðið - 09.08.1959, Síða 8
8 r MORCUNfíLAÐlÐ Sunnudagur 9. ágúst 1959 Sr. Josef Hacking Leiðin lá til Rómar UM MIÐJAN júnímánuð síðast- liðinn rættist sú heita ósk mín að sjá Rómaborg, borgina eilífu. Ég var séndur til þess að mæta þar fyrir hönd Hans Herradóms Jóhannesar Gunnarssonar Hóla- biskups. Flugferðin til Kaupmannahafn ar tók tæpar sex klukkustundir, og þaðan flaug ég svo til Róm- ar. Veðrið var ágætt, sólskin alla leið suður til Alpafjalla. Þegar við höfðum horft niður á Zúrich og vorum að nálgast Alpafjöllin, voru farþegarnir beðnir að festa beltin. Skýjaþykkni huldi fjalla- toppana. Það dofnaði yfir farþeg- unum, máske af ótta við að stormasamt yrði yfir fjöllunum. Eg aðgætti, hvort pappírspokinn væri ekki á sínum stað 1 sætishólfinu fyrir framan mig. Öll svartsým reyndist þó óþörf, brátt rofaði til, og við vorum komnir yfir Norður-ítalíu, aldingarð landsins. Við flugum yfir þéttbyggðar borgir og fagurt landslag með trjám og ökrum í fullum skrúða. Stundum sáust fornfrægar borgir svo sem Flórens og Orvieto. Loks sáum við Rómaborg. Auðvitað langaði mig til þess fyrst af öllu að sjá Vatikanið, kirkjuríkið litla. Því miður gat ég ekki kom- ið auga 'á það, því að við urðum að snúa frá í bili vegna annarrar flugvélar. Flugstöðin ermokkurn spöl frá borginni. Þegar ég steig út úr flugvélinni, voru þar mættir tveir prestar úr reglu minni til þess að taka á móti mér. Annar þeirra var samlandi minn, hol- lenzkur, hinn var frá Kanada. Við töluðum ýmist hollenzku, ensku eða frönsku. Það var heitt í veðri, sólskin og blæjalogn. Hitinn inni í bíln- um var eins og"í ofni. Þegar nær dró borginni, varð umferðin meiri, en bíllinn hægði ekki ferð ina að mun. Sá, sem ekur bíl í Róm, verður að vera góður bíl- stjóri. Enginn virðist hlýða nein- um umferðarreglum eða merkj- um, nema umferðarljósunum. Bíl arnir þjóta inn frá mjóum þver- götum, aka fram úr bæði hægra megin við mann og vinstri, flauta óspart, en inn á milli smeigja sér alls konar mótorhjól, vespur o. s. frv. Ég var steinhissa. Ör- uggast leizt mér að snerta hér ekki bifreið fyrst um sinn. Það er gaman að virða fyrir .sér lip- urleika lögregluþjónanna, sem stjórna umferðinni, þeir stjórna með höndunum, höfuðhreyfing- unum og öllum limaburði. Þeir eru sannir leikarar. Bílstjórun- um er vel við þá. Á jólunum leggja ökumenn gjafapakka við fætur lögreglumannánna. Pökk- unum er safnað saman og svo er gjöfunum útbýtt meðal starfs- manna umferðarlögreglunnar. Komið til Péturskirkju Umferðartafirnar gáfu mér tæki færi til þess að litast um. Við ókum meðfram Tíberfljótinu. Báðum megin gétur að líta göm- ul hús, gamlar og fallegar kirkj- ur frá liðnum öldum, rústir af fornum hofum Rómaveldis, stytt- ur af frægum mönnum og þjóð- hetjum. Yfir öllu saman gnæfir Péturskirkjan, höfuðkirkja heims ins. Við litum þar snöggvast inn, þótt tími væri naumur. Það var ágætt að Ijúka þannig fyrsta degi Rómarferðarinnar. Ég vissi, að ég yrði að koma þarna marg- sinnis aftu*, til þess að njóta f Greinarhöfundur séra Hacking sézt hér ásamt fulltrúi Mont- ford-reglunnar við Vatikanið. Myndin er tekin á Péturstorg- inu framan við Péturskirkjuna og bak við þá prestana er Caligulasúlan sem talað er um í greininni. Myndin er frá móttöku hjá Jóhannesi páfa í mótttökusal Vatikansins. 1 miðið er páfi en yzt til vinstri að baki er sér Josef Hacking. fegurðarinnar í ró og næði. Enn var mannmargt á Péturs- torginu fræga. Það er nær um- lukt af ferföldum súlnagöngum með stórum styttum yfir. Göng- in eru kennd við meistarann Bernini, sem tókst að koma þeim þannig fyrir, að þær teigja sig sem sveigðar álmur út frá kirkj- unni og merkja opinn arm heil- agrar, kaþólskrar kirkju. A miðju torginu er steinsúla, sem Sixtus páfi fimmti lét flytja þangað árið 1586. Upphaflega var hún flutt til Rómar til þess að prýða hringleikahúsið. Við gengum nú inn í kirkj- una. Á framhlið hennar eru fimm dyr. Það var búið að segja mér, að mér mundi ekki finnast hún eins stór og hún er í raun og veru. Það reyndist satt. Mér fannst, að þetta gæti varla ver- ið stærsta kirkja heimsins, en þegar við gengum innar eftir kirkjugólfinu og miðuðum við fjarlægðina frá þeim, sem stóðu við innganginn, sá ég, að þetta mundi rétt vera. Péturskirkjan er 35.000 fermetrar að flatar- máli, 189 metrar að lengd. Hvolf- þakið, sem hvílir á fjórum risa- súlum, er meira en 100 metra hátt og þrjátíu metrar að þver- máli. Undir því er háaltarið, alt- ari páfans, hin svonefnda „Con- fessio“, en þar undir er gröf heilags Péturs postula. Inni í hring hvolfþaksins er ritað á latínu með 7—8 feta háum bók- stöfum: „Þú ert Pétur og á þess- um kletti mun ég byggja kirkju mína, og ég mun gefa þér lykla himnaríkis." Mér var bent á stytturnar af stofnendum klaust- urreglanna. Þær eru 3—4 metra háar, settar inn í gróp á súlun- um eða á veggjunum ofan þeirra. Meðal þeirra er heilagur Lúðvík de Montfort, stofnandi presta- reglunnar, sem starfar fyrir kaþólsku kirkjuna hér á landi. Mér fannst myndastytta hans bera af í fegurð, þrótti og svip- tign. í einni hliðarkapellu kirkj- unnar er hin fræga mynd, „La Pieta,“ af hinni sorgbitnu móð- ur Maríu undir krossinum með andvana son sinn í höndunum. Michaelangelo var aðeins 25 ára, þegar hann gerði þessa mynd. Hgr er fjölmargt annað, sem við þyrftum að skoða, en það er ekki tími til þess þetta kvöldið. Við ókum nú eftir hinni frægu götu, Via Trionfale, sem keis- ararnir og herir þeirra fóru til forna eftir sigursælar orustur. Héldum við í áttina til Monte- mario, en í því hverfi er aðal- aðsetur Montfortprestanna. Veg- urinn hækkar ,og útsýn yfir borgina er fögur. Efst á hæðinni er Maríustytta, nýleg. í lok síð- ustu styrjaldar gerðu Rómverjar áheit að reisa þarna þessa styttu, ef borgin slyppi við eyðileggingu, en svo leit út sem herjum Banda- manna og Þjóðverja mundi lenda einnig tala við hann augliti til auglitis. Það er auðvitað ekki hægt um vik, þarna koma millj- ónir manna árlega, og auk þess sinnir hann umfangsmiklum stjórnarstörfum. Mér var sagt, að jafnvel biskupar gætu ekki alltaf fengið viðtal við páfann, hvað þá bara vénjulegur prestur eins og ég, en ég sagðist vera frá íslandi. Þá var eins og allar ‘ dyr stæðu mér opnar. Fyrir milligöngu fulltrúa reglu minnar við Vatikanið kom svo bréf um það, að Jóhannes páfi XXIII. muni veita séra Jósef Hacking áheyrn næsta morgun klukkan ellefu. Með mér voru, auk fulltrúa reglunnar, þeir Sæmundur F. Vigfússon, sem stundar nám við skóla „Propa- ganda Fide“, útbreiðslumála- deildarinnar, og Jacques Voill- ery, sem einnig stundar þarna prestsnám, en við franska presta- skólann í Róm. Hann er sonur fyrrverandi sendiherra Frakka á íslandi. Við gengum gegnum hvern biðsalinn eftir annan og komum loks í stórt herbergi, prýtt stórum málverkum gam- alla meistara. Þar var fyrir smá- hópur annarra presta og leik- manna. Var honum nú raðað upp meðfram veggjunum. Allt í einu opnuðust dyr og inn kom leikmaður í miðaldabúningi með pípukraga og tilkynnti komu páfans. Jóhannes XXIII. gekk inn, brosti til allra og byrjaði strax að taka í hendur þeirra gesta, sem næstir stóðu. Preláti fylgdi páfanum sem túlkur, ef einhver talaði mál, er páfinn ekki skildi. Páfinn talar frönsku mjög vel, en ekki ensku. Þegar röðin kom að akkur, rétti páfinn mér höndina. Ég Sæmundur Fossdal Vigfússon nemur guðfræði við prestaskóla Vatikansins. Hann er rúmlega þrítugur og hefur verið um 3 ár á þessum skóla. Hann sézt lengst til vinstri. 1 miðið er séra Hacking og til vinstri er Jacques Voillery, sonur Voillery sendiherra. Hann er og við nám í prestaskóla í Róm. saman nálægt Róm. Píus páfi tólfti fékk Þjóðverja til þess.að yfirgefa borgina, og brátt var öll hætta liðin hjá. Áheyrn hjá páfa Alla, sem leggja leið sína til Rómar, langar auðvitað til þess að sjá páfann, æðsta stjórnanda kirkjunnar, staðgengil Krists hér á jörðu. Almenningi gefst tæki- færi að minnsta kosti tvisvar í viku til þess að sjá Jóhannes páfa XXIII. Á miðvikudögum um ellefuleytið f. h. er hann að gamalli siðvenju borinn í burð- arstól inn í Péturskirkjuna, þar sem jafnan bíða hans fimm til tíu þúsund manns. Hann heldur þá oftast ræðu á ítölsku, sem svo er þýdd á nokkur önnur tungu- mál, eftir því frá hvaða löndum stærstu hóparnir eru. Loks bless- ar páfinn þá og áhugaefni þeirra. Á sunnudögum um hádegi birtist páfinn á smásvölum vinnustofu sinnar í Vatikanhöll- inni og les þaðan hina svo- nefndu Angelusbæn með öllum, sem staddir eru á Péturstorginu. Síðan veitir hann öllum við- stöddum blessun sína. Ég lét mér ekki nægja að heyra páfann og sjá, ég vildi knékraup og kyssti hring hans eins og siður er. Það fyrsta, sem hinn heilagi faðir sagði við mig, þegar ég reis aftur á fætur, var: „Þér megið ekki stækka meira“ (sjálfur er hann fremur lágvax- inn maður, en feitlaginn). Hann spurði frétta frá Islandi. Ég færði honum kveðjur biskups og bað hann að blessa söfnuðinn, landið og alla landsbúa. Það kvaðst hann gera með ljúfu geði. Svo kynnti ég fyrir honum förunauta mína, og ræddi hann við þá stutta stund. Þegar hann var bú- inn að heilsa öllum, gafst tæki- færi til myndatöku, og lauk svo áheyrninni með því, að páfinn gaf okkur öllum blessun sína. Við yfirgáfum Vatikanið hrifnir og ánægðir yfir að hafa hitt hinn heilaga föður, andlegan leiðtoga kirkjunnar og staðgéngil Krists, og geymum í hjörtum okkar sem dýrmætan fjársjóð þau orð, sem hann mælti við okkur. „Hvernig Hzt þér á páfann?“ Margir hafa spurt mig: „Jæja, hvernig lízt þér á Jóhannes páfa?“ Mér lízt vel á hann. Hann er að vísu ekki slíkt glæsimenni í framkomu og persónuleika sem Píus heitinn tólfti. Píus var hár vexti og hafði aðsópsmikinn per- Framh. á ols. 12

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.