Morgunblaðið - 09.08.1959, Qupperneq 10
10
MORcrnvnt 4ðið
Sunnudagur 9. ágúst 195?
Utg.: H.f. Arvakur Reykjavtk.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Lesbók: Arni Óla, símí 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsíngar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargald kr 35,00 á mánuði innaruands.
I lausasölu kr. 2.00 eintakið.
EFLING FtSKISKIPASTÓLSINS
EGAR Sjálfstæðisflokkur-
inn beitti sér fyrir því í
lok síðustu heimsstyrjald-
ar, að gjaldeyrisinneignir þjóðar-
innar yrðu notaðar til uppbygg-
ingar atvinnulífinu, var ákveðið
að miklu fé skyldi varið til endur
nýjunar togaraflota landsmanna.
En á árunum fyrir stríðið, á
valdaárum hinnar fyrri vinstri
stjórnar Hermanns Jónassonar,
höfðu þessi stórvirkustu fram-
leiðslutæki þjóðarinnar gengið
mjög úr sér. Á þeim tíma, var
beinlínis bannað að flytja inn
nýja togara.
Þegar Sjálfstæðismenn höfðu
forystu um kaup á rúmlega 30
nýjum togurum eftir stríðið
snerust Framsóknarmenn hat-
rammlega gegn þeirri ráðstöfun.
Þegar þeir tóku næst þátt í rík-
isstjórn árið 1947 samþykktu þeir
þó að keyptir skyldu 10 nýir tog-
arar í viðbót. ■«*
Þannig hafði Framsóknarflokk-
urinn etið ofan í sig allar árás-
ir á Sjálfstæðisflokkinn fyrir
kaup hinna fyrri nýsköpunartog-
ara.
Reynslan varð svo sú, að
hinir nýju togarar urðu stór-
kostleg lyftistöng fyrir at-
vinnulífið um land allt.
Það situr því vissulega illa á
Framsóknarmönnum að ásaka
Sjálfstæðisflokkinn fyrir athafna
leysi og tómlæti gagnvart upp-
byggingu fiskiskipastólsins, eins
og Tíminn gerir í forystugrein
sinni í gær.
Stækkun vélbátaflotans
En Sjálfstæðismenn létu ekki
við það sitja að endurnýja tog-
araflotann eftir stríðið. í>eir
beittu sér jafnhliða fyrir að vél-
bátaflotinn var efldur að mikl-
um mun. Kemur sú staðreynd
greinilega í ljós, ef athugaðar eru
nokkrar tölur. í árslok 1944 er
brúttóstærð vélbátaflotans á ís-
landi 15800 tonn. Tala vélbát-
anna er þá 389, og er þá miðað
við báta, sem eru 12 brúttó tonn
og stærri. Meðalstærð vélbáts er
þá 40,6 tonn.
Árið 1950 er brúttótonnatala
vélbátaflotans komin upp í 24000
tonn. Fjöldi bátanna er þá 478 og
meðalstærðin orðin 50,20 tonn.
Árið 1956, síðasta valdaár Sjálf
stæðisflokksins, er brúttótonna-
tala vélbátaflotans orðin 27200
tonn. Tala bátanna er þá 516, og
meðalstærðin 52,71 brúttótonn.
Á öllu tímabilinu frá 1944—
1956 eru Sjálfstæðismenn í
ríkisstjórn og fara þá lengst-
um með stjórn sjávarútvegs-
mála. Eins og tölurnar hér að
ofan sýna, eflist vélbátaflot-
inn þá að miklum mun, skip-
unum fjöigar, þau stækka, og
útbúnaður þeirra allur verður
miklum mun fullkomnari en
áður.
Ásakanir Framsóknármanna og
kommúnista um að Sjálfstæðis-
menn hafi vanrækt fiskiskipa-
flotann eru því þvættingur einn
og blekking, sem enga stoð á í
raunveruleikanum. Því fer líka
víðs fjarri að vinstri stjórnin
hafi unnið nokkur afrek á þessu
sviði. í árslok 1957 er heildar-
brúttótonnatala vélbátaflotans
27500 tonn, og fjöldi bátanna er
þá 524. Meðalstærðin er þá 52,48
brúttótonn. Á fyrsta heila valda-
ári vinstri stjórnarinnar eykst
brúttótonnatala bátaflotans þanr.
ig aðeins um 300 tonn.
Sjálfstæðismenn munu
halda áfram baráttu sinni fyr-
ir uppbyggingu fiskiskipa-
stólsins. Til þess ber brýna
nauðsyn. Aukning framleiðsl-
unnar hefur alltaf verið höf-
uðmarkmið Sjálfstæðismanna.
Þess vegna hefur þjóðinni
tekizt að bæta lífskjör sín að
miklum mun á því tímabili,
sem áhrif þeirra voru mest í
stjórn landsins.
SMÁNARLEGT ATHÆFl
AÐ er gömul saga og ný,
að íslendingar fara illa
með áfengi, neyta þess oft
í óhófi og hinir drukknu menn
verða sjálfum sér til minnkunar
og siðuðu fólki til angurs og ó-
þæginda, með dólgshætti og
drykkjulátum á almanna færi.
Slík framkoma einstakra' manna
setur mikinn svip á samkomu-
hald í landinu. Algengt er, að
samkomur séu meira og minna
eyðilagðar af yfirgangi og sið-
leysi ölóðra manna, sem sjást í
engu fyrir og vaða, uppi með
frekju og illindum.
Þetta gerist ekki aðeins í kaup-
stöðunum, heldur einnig í vax-
andi mæli á samkomum út um
sveitir landsins.
En það er ekki aðeins að þess-
ir menn, sem þannig koma fram,
verði sjálfum sér til minnkunar
og spilli friði og ánægju fyrir
öðru fólki. Þeir setja ómenning-
arstimpil sinn á þjóðina í heild.
Það gerist t. d. s.l. fimmtudags-
kvöld, þegar ölóður maður ré’ðist
að erlendum hjónum, sem sátu
hér ráðstefnu bændasamtaka
Norðurlanda. Roskin hjón frá
Danmörku voru að koma úr sam-
kvæmi, sem Búnaðarfélag íslands
hélt, þegar ráðizt var á þau af
drukknu svolamenni, sem veitti
þeim þunga áverka og kom í
öllu fram af hinni mestu fólsku
og dólgshætti.
Á enga aísökun
Slíkir atburðir, sem að þessu
sinni bitnuðu á erlendum gest-
um þjóðarinnar, eru enn eitt
dæmi þess, hversu siðlaust fram-
ferði menn leyfa sér hér á landi
í skálkaskjóli áfengisneyzlu.
Reynsla síðustu ára bendir
ótvírætt til þess, að herða beri
mjög refsingar fyrir ölvun á
almannafæri og afbrot fram-
in í ölæði. Friði og velsæmi
í þjóðfélaginu er beinlínis stór
kostleg hætta búin af siölausri
framkomu drukkinna manna.
En segja má, að ekki sé nóg,
að herða refsingar með lögum
fyrir slíkt athæfi. Almennings-
álitið verður þar einnig að koma
tií, Uppvaðsla og yfirgangur
drykkjusvola á enga afsökun. Á
þá ber að líta sem friðarspilla
og siðleysingja, sem verðskulda
almenna fyrirlitningu. Almenn-
ingsálitið getur hér áorkað siða-
bót, sem þjóðarsómi krefst að
á komizt.
UTAN UR HEIMI
Áfengisneyzla
og bifreiðaakstur
Norðmenn setja ströng ákvæbi m. a.
bann við áfengisneyzlu i 6 tima eftir
árekstur I ir áhrifum áfengis. — Það er t.d.
SETTAR hafa verið strangar
reglur í Noregi um neyzlu
áfengis í sambandi við akstur
altítí, að þeir taki það til bragðs,
er þeir valda slysi eða spjöllum
á mannvirkjum, að flýta sér heim
sem mest þeir mega og hella
nokkrum flöskum af sterku öli
eða slúrk af brennivíni í vaskinn.
hjá sér — til þess að gera lögregl
unni erfitt um vik að sanna, að
þeir hafi setið ölvaðir undir stýri,
þegar slysið eða óhappið vildi til.
☆
Þessir góðu menn halda þvi
sem sagt fram, þegar lögreglan
sækir þá heim, að þeir hafi neytt
áfengisins eftir að slysi hefir ver
ið valdið — og því muni slíkt
brallað eftir sem áður, í þeim
tilgangi að komast hjá þyngstu
refsingu,-
vélknúinna farartækja. Þóttu
þó gildandi reglur þar áður
býsna stranar — a. m. k. virt-
ist Dönum svo, en þar í landi
geta menn ekið bifreið með
allt að 1 promille vínanda í
blóðinu, án þess að refsivert
sé talið.
☆
Hingað til hefir það ákvæði
gilt í norskum umferðarlögum,
að refsivert væri af ökumanni að
hreyfa faratæki sitt, ef í blóði
hans væri 0.5 promille vínanda-
magn eða meira, en svo er einnig
hér á landi, samkv. nýju umferð-
arlögunum. En nú hefir umferð-
arnefnd Stórþingsins samþykkt
tillögu ríkisstjórnarinnar um
breytingu á umferðarlögunum
þess efnis, að ökumönnum skuli
bannað að neyta sterkra drykkja
a.m.k. sex klst. eftir að þeir hafa
lent í umferðarslysi, eða orðið
fyrir öðru óhappi við akstur —
og „er til þess ætlazt, að lögregl-
an framfylgi ákvæði þessu“. —
Á fyrrgreindum tíma má viðkom-
andi aðeins drekka svokallað
landsöl, sem mjög lítið áfengis-
magn er í, eða svipað og í hin-
um ljósa, danska bjór.
☆
Ástæðan til þess, að hert er á
reglum í þessu efni, er sú, að
norska lögreglan hefir átt í mikl-
um brösum vegna framferðis og
undanbragða manna, sem aka und
Það krefst heils herskara af götusópurum, ef halda skal stór-
borg eins og London sæmilega hreinnl. — En nú hafa sópar-
arnir þar í borg nýlega fengið góðan „liðsmann“ við starf sitt.
Það er þessi litla og handhæga vél, sem sést á myndinni, en
hún gerir allt í senn, sýgur upp í sig rykið, sópar og þvær
göturnar. — Sópararnir eru líka himinlifandi yfir þessu
ágæta hjálpartæki sinu.
Eftir harðvítuga „hólmgöngu“ í neðri deild brezka þingsins fyrir skömmu, þar sem stjórnarand-
staðan gerði harða hríð að Lennox Boyd, nýlendumálaráðherra, vegna stefnu stjórnarinnar í Af-
ríku, hefir ráðherrann „stungið af“ frá öllu saman — og farið til sjós, sér til hvíldar og hressing-
ar. _ Og hér sjáið þið manninn, sem nefndur hefir verið sem næsti utanríkisráðherra Stóra-
Bretlands, ef íhaldsmenn sigra í næstu kosningum, þar sem hann stendur stoltur og kátur við
stýrið á skútu sinni, klæddur „duggarapeysu“. — Með honum eru synir hans þrír.