Morgunblaðið - 23.09.1959, Side 3
Miðvikudagur 23. sepf. 1959
VOrtCVNBlAÐlÐ
3
ͫS*
jjgæ&&
Sslenzkur flug-
maður sá
Kraftaverk
í Lourdes
Rætt við Magnus
Guðmundsson,
flugstjóra
NÝLEGA hitti blaðamaður Morg
unblaðsins Magnús Guðmunös-
son, flugstjóra að máli, og spurði
hann frétta úr starfi hans, en
Magnús hefur um margra ara
skeið verið flugstjóri hjá brezka
flugfélaginu EAGLE AVIATION.
— Hvenær fórstu utan Magn-
ús?
Ég fór utan-árið 1951, en þá
háttaði svo til hér heima, að enga
atvinnu var að fá og leit ekki
út fyrir, að það myndi neitt lag-
ast í nánustu framtíð. Ég hafði þá
lokið atvinnuflugmannsprófi, en
þegar ég kom út varð ég að fá
ensk réttindi, fyrst sem aðstoðar-
flugmaður og síðan sem flug-
stjóri, en til þess þarf að ganga
undir meirapróf hjá enska ríkinu.
Meiraprófið tók ég í ársbyrjun
1955, og var gerður að flugstjóra
þá um leið og hef verið það síðan.
Magnús Guðmundsson
— Hvert hefur þú svo aðallega
flogið?
— Ég hef flogið áætlunarflug
um alla Evrópu, annazt herflutn-
inga til Miðjarðarhafslandanna
og Afríku fyrir Breta, og svo
flogið leigutúra til flestra landa
í Evrópu, Afríku og Ameríku og
annazt ferjuflutninga til Suður-
Ameríku. — Alls hef ég komið
til um 50 landa, og leiðin, sem ég
er búinn að fljúga, samsvarar
því, að ég hafi flogið tvisvar sinn
um til tunglsins fram og til baka,
og í þriðja sinn til tunglsins, en
þaðan er ég ekki kominn aftur
enn.
— Flugvélarnar, sem ég hef
aðallega flogið, eru af Viscount-
gerð og DC-6B, sama gerðin og
Loftleiðir eru nú að fá. Þetta eru
hvort tveggja mjög góðar véiar.
— Þú hefur þá komið á marga
merkilega staði?
—Já, það er óhætt að segja það.
— Ég hef t. d. flogið með sjúkl-
inga til heilsulindanna í Lourdes.
— Sástu nokkurt kraftaverk?
— Já, einn sjúklingur, sem ég
flaug með þangað, fékk fulla
heilsu þar. Á leiðinni þangað var
hann mjög þjáður af einhverju
innvortis meini, eh á leiðinni til
baka lék hann við hvern sinn
fingur. Það hlýtur að vera eitt-
Framh. á bls. 14.
f Þýzkalandi
NÝLEGA barst blaðinu
snotur, lítil myndabók, sem
fjallar um íslenzka hestinn.
Myndirnar í bókina hefir
hin kunni þýzki vinur ís-
lenzka hestsinS, frú Ursula
Bruns, valið. Hún hefir
einnig ritað formála og
samið myndatexta. Bók-
inni hefir hún valið nafnið
„Islandponies“. Bókin er 42
myndasíður í almanksbroti.
Myndirnar eru bæði teknar
hér á landi og úti í Þýzka-
landi og höfundar þeirra
bæði íslenzkir og þýzkir.
I formála segir höfundur
m. a. á þessa leið:
„Hjá okkur vann islenzki
hesturinn fjölskylduna með
skyndiáhlaupi, líkt sem félii
bylgja ástar og hrifningar.
Hundruðum saman koma
ísienzku hestarnir nú yfir
úthafið, kallaðir hingað af
hinni miklu þrá eftir þeirri
gleði, sem þeir, veita. ts-
lenzki smáhesturinn er ekki
gripur stórra orða (jafnvel
þótt söngvararnir hafi sung-
ið um hann og skáldin ort
um hann kvæði). Hann er
ekki bezt fallinn til þess að
vera opinber sýningargrip-
ur, eins og sýndir eru á
heimsþekktum sýningar- og
kappreiðasvæðum. Sannar-
lega eru til mjög fjörugir
og sprettharðir íslenzkir
hestar fyrir kröfuhörðustu
hestamenn, en hið ógleym-
anlega hlutverk þeirri ligg-
ur á öðru sviði: að vera
fjölskylduhestur. Þeir falla
vel að handtökum við-
kvæmra og óþjálfaðra
barnahanda og þeir kunna
vel við fjörmikinn félags-
skap unglinganna, en veita
jafnframt hinum fullorðna
þægilega og „afslappandi“
skemmtiferð."
Myndirnar sem fylgja eru
úr fyrrgreindri myndabók.
Stærri myndinni hefir höf-
undur valið textann: „Með
íslenzkum graðhesti til gift-
ingarinnar", en hinni minni:
„Oddi er góður leikfélagi“.
STAKSTEINAR
„Skriðdýrs:háttur“
Tíminn gerir heimköllun Pritc-
hards hershöfðingja á Keflavík-
ur flugvelli að umræðuefni í gær.
Ekki skortir þar á ókvæðisorð
hvorki um Pritchard né Banda-
ríkjastjórn, sem þó hefur orðið
við óskum islenzku stjórnarinn-
ar um brottköllun Pritchards.
Ríflegastan skammt af skömm-
unum fær þó Morgunblaðið hjá
Timanum eins og oft áður. Þar
eru útlátin sannarlega ekki
spöruð. Tíminn segir:
„Þótt Pritchard gerði sig sek-
an Um hinn augljósasta yfirgang
við íslendinga reyndist samt vera
til íslenzkt blað, er gerði honum
svo hátt undir höfði að birta við
hann langt viðtal, þar sem hann
reynir að réttlæta yfirgangsverk
sín. Það blað, sem lagðist svona
lágt fyrir hinum ameríska yfir-
gangsmanni var sjálft aðalmál-
gagn Sjálfstæðisflokksins, Morg-
unblaðið.
Sem betur fer er leitun á því í
íslenzkri blaðamennsku, að þann-
ig sé skriðið fyrir erlendum of-
beldismanni“.
í framhaldi þessa er Morgun-
blaðið kennt við „skriðdýrshátt“,
sem „ekki ætti að gleymast um
sinn“, „undirlægjuhátt“ og önn-
ur skrúðyrði úr orðaforða Tím-
ans.
Á að sýna sakborning
ódrengskap?
Morgunblaðið telur bað höfuð-
skyldu að upplýsa mál frá öll-
um hliðum. Hlutverk dagblaða
er fyrst og fremst að flytja frétt-
ir af því, sem gerist. Engum ó-
blindum manni getur dulizt að
viðhorf Pritchards til atburð-
anna á Keflavíkurflugvelli er
fréttaefni. Meira en það. Fyrir
alla þá, sem vilja kynna sér mál-
in til hlítar, er framburður hans
ein aðalheimildin.
Til viðbótar þessu kemur, að
það er sjájfsögð drengskapar-
skylda að leyfa þeim, sem fyrir
sökum er hafður, að skýra málin
frá sinni hlið.
ötti Tímans
Ekki skal um það sagt, hvort
ofstæki Tímans er svo mikið, að
hann skilji ekki þessi einföldu
sannindi. Sennilega er svo, þvi
að framkoma hans gegn innlend-
um andstæðingum mótast ein-
mitt af slíkri hatursfullri þröng-
sýni. Og hví skyldi hann vera
víðsýnni gegn erlendum manni?
En hér kemur einnig annað til.
Tíminn vonar að í skamma-
flaumnum gleymist frammistaða
hinna íslenzku yfirstjórncnda
varnarmálanna. Allir starfsmenn
varnarmáladeildar, lögreglustjór-
inn á Keflavíkurflugvelli, flug-
vallarstjóri har og flugmálastjóri,
sem hér kemur mjög við sögu,
eru allir Framsóknarmenn.
Atburðirnir að undanförnu
hafa kastað skýru ljósi yfir starf
þeirra. Viðörigði þeirra eru, að
þeir vilja láta breiða yfir það,
sem sést hefur.
Tíminn afsakar lögreglustjór-
ann á Keflavíkurflugvelli með
því, að hann hafi verið norður á
Þórshöfn í embættisferð, þegar
hneykslið 5. september varð. En
sjálfur hefur hann sagt frá þvi,
að „embætti“ hans hafi ekki
heyrt um þann atburð fyrr en
8. sept. og þá frá utanríkisráð-
herra.
„Embættið“ var ekki mann
laust þótt lögreglustjórinn viki
sér frá. Þar hafði lögreglustjór-
inn mág sinn fyrir fulltrúa til að
fylgjast með. Framsóknargæðing-
um er hvarvetna raðað á stallinn.
Timinn vill nú með öllu móti
hindra, að andvaraleysi þeirra
verði lýðum ljóst.