Morgunblaðið - 23.09.1959, Side 22
22
MORGVNBLAÐ1Ð
Miðvikudagur 23. sepf. 1959
Frumkvöðull frjáls-
íþrótta og taðir víða-
vangshlaupsins kvaddur
TIL eru þeir menn, sem trúa á
verk sín og athafnir — menn sem
standa með ákvörðunum sínum,
hvað sem á bjátar, — menn sem
ekki leggja út í neitt, án þess
fyrirfram að ætla sér að koma
áhugamálum sínum í fram-
kvæmd.
Einn af þessum mönnum er
Helgi Jónsson frá Brennu. Taki
hann sér verk fyrir hendur, þá
má treysta því að það verði
framkvæmt. Áhugi hans á mál-
um, sem á annað borð hrífa huga
hans er ódrepandi og engin
hindrun fær stöðvað hann við
framkvæmd þeirra.
Þetta voru inngangsorð að við-
tali sem undirritaður átti við
Helga frá Brennu í apríl 1956.
Þessi orð koma fram 1 hugann
aftur nú er þessi merkf frum-
kvöðull íþrótta og útivistar ligg-
ur á líkbörum. í dag minnast
vinir hans, skari íþróttamanna,
ferðamanna og flestir eða allir
eldri íbúar Reykjavíkur, þessa
merka manns — þessa borgarinn
ar barns, sem átti það áhugamál
heitast að laða unga sem gamla
að íþróttum og útivist.
★ ★
Já, margir þekkja það, að
Helgi frá Brennu trúði á þann
málstað sem hann barðist fyrir
— og ótalmargir eru sigrar hans.
Hann vann aldrei í eiginhags-
munaskyni. Félög hans, aðrir
menn, málefnið, sem hann barðist
fyrir sátu alltaf í fyrirrúmi.
Hann var sérstæður á þessari öld,
sannur „sportmaður" eins og
hsuin sjálfur vildi kalla það.
★ ★
Það vill svo til að á þessu ári
eru liðin 50 ár frá því fyrst var
keppt hér á landi í frjálsum
íþróttum. Fremst í hópi frum-
kvöðla þeirrar íþróttar var Helgi
frá Brennu. Hann barðist fyrir
því að áhöld fengjust til frjáls-
íþróttaiðkana, keppti sjálfur og
hvatti aðra. Hann var sívaxandi
við fræðslu um réttar aðferðir
við iðkun hinna ýmsu greina, las
erl. bækur, Þýddi, lærði og
kenndi öðrum. Helga frá Brennu
má áreiðanlega öðrum fremur
kalla „föður frjálsíþrótta á ís-
landi“. Hann trúði á gildi íþrótt-
anna, hann trúði því að málstað-
ur hans væri réttur. Hann var
fyrirfram viss um að það áhuga-
mál hans, að berjast fyrir út-
breiðslu íþróttanna væri fram-
faramál. Og þegar Helgi frá
Brennu var fullviss um eitthvað
þá gat enginn stöðvað hann.
Hann á sinn mikla þátt í því
að frjálsar íþróttir hafa verið
iðkaðar í 50 ár á íslandi, og á því
tímabifi hefur hann verið marg-
efldur baráttumaður íþróttanna.
Spor hans hafa víða legið til upp
byggingar og framfara, svo víða
Helgi frá Brenmu
að of langt yrði upp að telja.
Hann lagði allt í sölurnar —
jafnvel störf sín — af því hann
trúði á málstað sinn og hafði dug
og þor til að standa og falla
„í krafti hins réttláta máls“.
Sömu sögu er áréiðanlega af
Helga frá Brennu að segja í mál
um ferðafélaga spm hann hefur
starfað í. En þá sögu þekki é'g
ekki eins vel.
★ ★
Þessi grein hófst á upphafsorð
um í samtali okkar Helga fyrir
hálfu fimmta ári. Tilefni samtals
ins var 40 ára afmæli Víðavangs-
hlaups ÍR. Helgi var upphafs-
maður þess — og sá sem aldrei
fékkst til að gefa eftir, þegar
aðrir töldu vonlaust að viðhalda
hlaupinu. Fyrir ódrepandi áhuga
Helga — kannski það sem hann
sjálfur kallaði „Brennuþráa" og
taldi sig hafa nokkuð í ríkum
mæli — er þetta hlaup nú elzta,
fastmótaðasta og ein skemmtileg-
asta hefð íslenzkra frjálsíþrótta
í dag.
í áðurnefndu viðtali kom Helgi
að því að lítill áhugi hefði verið
fyrir hlaupinu á árunum eftir að
það var stofnað, og Helgi sagði
í viðtalinu: „Svo fór meira að
segja að Björn Ólafsson (fyrrv.
ráðherra sem var aðalstuðnings-
maður Helga um stofnun hlaups-
ins) sagði við mig: „Eigum við
ekki að hætta þessu?“ Ég sagði:
„NEI — heldur fer ég niður í
Verkamannaskýli og kaupi ein-
hverja menn til að hlaupa, held-
ur en að hlaupið falli niður“ —
En til þess kom aldrei, sagði
Helgi og alltaf hefur það farið
fram — og vonandi fer það alltaf
fram“.
Þessi stutti kafli viðtalsins gef
ur hugmynd um einn sterkasta
þáttinn í skapferli Helga frá
Brermu — þann að gefast aldrei
upp við áhugamál sín að trúa á
máistað sinn.
★ ★
Helgi var „borgarinnar barn“
og frásögur hans sjálfs þar um
tek ég úr viðtali er Matthías Jo-
hannessen ritstjóri átti við hann
sjötugan. Við spumingu Matt-
híasar um það hvort Helgi sé
ekki Reykvíkingur í húð og hár,
svarar Helgi.
— Já, og foreldrar mínir báð-
ir. Og „— kúgaður kominn i heim
inn“, eins og allir Suðurnesja-
menn. En auðvitað er ég fyrst og
fremst Austurbæingur. Þegar Er-
lendur (heitinn) Pétursson átti
merkisafmæli eitt sinn, sagði
hann í blaðaviðtali við Mbl., að
hann hefði aldrei sofið fyrir aust-
an Læk. Ég sendi honum þá af-
mælisskeyti og sagði, að það
væri frá manni, „sem hefur aldrei
sofið viljandi fyrir vestan Læk“.
Og síðar í þessu viðtali við
Helga sjötugan falla orð þannig:
— Þú hefur alltaf haft mikla
ánægju af að ferðast.
— Já, það er ein mesta ánægja
mín í lífinu. Ég hef aldrei farið
£ gönguferðir heilsunar vegna,
heldur aðeins vegna þeirrar
ánægju sem þær veita manni. Það
er alltaf gaman að ná einhverju
takmarki, sigrast á erfiðleikum
— það er alveg sama hvort það
er fjallstindur eða kvenmaður.
Maður á aldrei að gefast upp! —
En þó er kannski aldrei hægt að
ná takmarkinu, því alltaf bíður
manns nýr tindur ,sem aldrei
hefur verið sigraður. — Ég
þýddi þessi orð einu sinni úr
ensku og gerðu margir grín að
mér fyrir bragðjð: Engin keppni
er töpuð fyrr en hún er unnin!
Það er mikið til í þessu, hvað
sem hver segir“.
★ ★
Þetta urðu einkunnarorð
Helga frá Brennu. Hann gaf sig
aldrei — og sigraði oftast að
lokum. Ævibraut hans er þakin
sigurvörðum — fyrir íþróttir og
útilíf. í keppninni að því tak-
marki sinu — tapaði Helgi ekki,
heldur þvert á móti — hánn vann
glæsilegan sigur.
A. St.
45,8
400
sek í\
m
VESTUR-ÞJÓÐVERJINN Carl
Kaufmann setti á laugardaginn
jiýtt Evrópumet í 400 m hlaupi.
Náði hann undragóðum tíma 45,8
sek. Hlaupið var ein grein í
landskeppni Pólverja og Þjóð.
verja.
Kaufmann sigraði í hlaupinu
og var um 10 m á undan næsta
manni, landa sínum Kinder sem
hljóp á 46,7 sek. Þriðji var Pól-
verjinn Kowalski á 47,0 sek.
Fyrra Evrópumetið var 46,0
og áttu það Þjóðverjinn Rudolf
Ilarbig og Rússinn Ignatiev.
ingimar flýði skattinn
— er fluttur til Sviss
INGIMAR JOHANSON heims-
meistari í hnefaleikum flýði á
föstudaginn undan skattayfir-
völdum Svíþjóðar. Leigði hann
sér fallegt og íburðarmikið ein-
Bíkorkeppni í stað haustsmót
UM HELGINA fóru fram
tveir leikir í haustmóti
reykvískra knattspyrnu-
manna. KR vann Víking
með 4 gegn 1 og Fram sigr-
aði Þrótt með 2 gegn 1. —
Lítill spenningur er í mót-
inu, knattspyrnan þykir
heldur léleg og dauf.
KR hefir nú forystuna
með 4 stig eftir tvo leiki.
Vinni KR mótið, vinnur fé-
Iagið bikarinn, sem um er
keppt, til eignar. — Fari
svo, er það ósk margra
knattspyrnuunnenda, að
eitthvað skemmtilegra verk-
efni og meira spennandi
verði skapað fyrir knatt-
spyrnumenn að haustinu,
t. d. bikarkeppni, annað-
hvort á takmörkuðu svæði
eða öllu landinu. - Slík
keppni tíðkast í flestum eða
öllum Evrópulöndum og
þyrfti sem fyrst að athuga
hvort ekki bæri að taka
hana hér upp.
Reg Matthews, markmaður Chelsea, kastar sér fyrir fætur
Woosnam, hægri innherja West Ham og grípur knöttinn
örugglega. Myndin er tekin úr Ieik milli Chelsea og West
Ham, sem fram fór sl. laugardag. — West Ham vann 4—2.
býlishús í Genf — með öllum hús
gögnum — og lýsti því yfir að
hann héðan í frá ætti heimili sitt
í Sviss“.
Ingimar kom á föstudaginn til
Genfar og fór þegar á fund eigna
miðlara og hitti síðan banka-
stjóra og fór svo að skoða íbúð-
arhús. Hann kærði sig ekki um
hin fallegustu og eftirsóttustu
íbúðarhús við Genfarvatnið, en
vildi fá eitthvað meira ,útúr“.
Fyrir valinu varð lítið en fall-
egt hús með húsgögnum. Og
heimsmeistarinn hafði ekki fyrr
skrifað undir leigusamninginn,
en hann tók sér flugfar til Gauta.
borgar. í flughöfninni brosti
hann breitt og yppti öxlum þeg-
ar hann var spurðu að því, hvort
hann „flytti" tií Genfar á flótta
undan skattyfirvöldunum.
Ingimar sagði að hann myndi.
halda til Genfar aftur í næstu
viku og hafa það gott í nýju íbúð
inni unz hann færi til Holly-
wood í næsta mánuði, en þá hefst
taka kvikmyndar sem hann leik
ur í — og þar með hefst hans
kvikmyndaferill. Myndin heitir
All the young men — og fjallar
um atburði í Kóreustríðinu.
Borgaryfirvöldin í Gautaborg
staðfestu að Ingimar hefði til-
kynnt brottflutning úr borginni.
Það þýðir þó ekki að hann sé ekki
sænskur ríkisborgari. Honum er
heimilt skattyfirvaldanna vegna
að hafa íbúð í Sviss og vera
áfram sænskur ríkisborgari.
Hafa ísl. handknattleiksmenn ekki
áhuga á Evrópukeppninni?
FYRIR nokkru var komið á
handknattleikskeppni í Ev-
rópu, sem almennt gengur und
ir nafninu „Evrópubikara-
keppnin", því til hennar mæta
eitt lið frá hverju landi og
keppa um bikar og — Evrópu-
meistaratitil. Keppni þessi
stendur nú fyrir dyrum í
Frakklandi og hafa svo mörg
lönd tilkynnt þátttöku að
- Frakkar, sem sjá eiga um
keppnina að þessu sinni, eru
að hugsa um atf setja upp riðla
keppni og láta aðeins úrslita-
keppni fara fram í Frakklandi.
Nú stendur til að skipta þátt-
tökuríkjunum í fjóra riðla, þ. á
m. einn norrænan, þar sem AGF
(Danmörk, Redbergslid frá Sví-
þjóð, Helsinki (Finnland) og
Fredensborg (Noregi) keppa. —
Ennþá er ekki endanlega ákveðið
að riðlaskipting verði. Stendur
það og fellur með því, að Frakk-
ar fái leyfi alþjóðasambandsins
til þess að taka Spánverja með
í keppnina (en þá verða þátttöku
ríkin 16), en Spánverjar eru í 1
árs keppnisbanni hjá alþjóðasam-
bandinu. En standi alþjóðasam-
bandið fast við keppnisbannið,
þá verður auk norræna riðilsins,
riðill í mið- og Austur-Evrópu,
þriðji riðillinn í V-Evrópu og sá
fjórði í S-Evrópu. Spánverjarnir
eru í banni vegna þess að þeir
hættu svo skyndilega við til-
kynnta þátttöku í heimsmeistara
keppninni á sl. ári. Lítur al-
þjóðasambandið þá ákvörðun
mjög alvarlegum'augum og eru
því litlar líkur til að þeir fái ryi
að losna undan banninu.
Evrópubikarskeppninn hefur
vakið mikinn áhuga í röðum
handknattleiksmanna um attR
álfuna. Ekki er blaðinu kunn
ugt um að Handknattleikssam-
band íslands hafi gefið mái-
inu nokkum gaum — en verið
gæti að meistarar okkar hefðu
hug á slíkri þátttöku upp á
sinn kostnað, þó kannski hand
knattleikssambandið, sem
slíkt, gæti ekki staðið straum
að kostnaði.