Morgunblaðið - 23.09.1959, Side 15
Miðvikudagur 23. sept. 195S
MORCVWBlAÐIh
15
íslenzk alþýða og listin
AthugasemcS eftir Jón Leifs
KOSNINGAK fara í hönd. Ein-
hvers konar barátta er byrjhð,
sem við flokksleysingjar áttum
okkur lítið á.
Stjórnmálamenn virðast brjóta
heilann um hvað helzt mundi
geta verið flokki þeirra eða þeim
sjálfum til framgangs, — að lofa
þessu eða hinu eða lofa eða
skamma þetta eða hitt. Fljótt á
Mynd þessa tók vi& í gær af sveppunum.
Jochum Eggertsson, segir
að sveppurinn vaxi víða í
birkiskóginum umhverfis
Bjarkalund, og geti hatt-
breidd hans orðið 20 cm,
og er það mikill vöxtur
eftir því sem tíðkast á < ►
N orðurlöndum.
Hattur sveppsins
hvelfdur, hárauður að lit,
alsettur hvítum, smáum
vörtum. Kjötið gulleit und-
ir hýðinu annars hvítt.
Gróblöðin hvít; stafurinn
einnig hvítur með niður-
litið virðist mjög fristandi að
skamma fámennasta hópinn, Usia
mennina, því þeir eru svo fáir,
— svo fá „atkvæði“ og siga lítið
undir sér, — en gera kröfur til al-
mennings, heimta jafnvel endur-
greiðslu fyrir nagnað af afr.otum
eigna sinna, sem allur fjöidinn
vill ekki án vera.
Þarna virðist sumum stjórn-
málamönnum leikur á borði til
að gera sig vinsæla. En athug-
um, góðir hálsar, hugarfar ís-
lenzkrar alþýðu. Hún er ekki
> eins lítt hugsandi, og ósjálfstasð
sem ýmsir stjórnmálamýmn, er
kynnzt hafa áróðri meðai útlend-
inga, virðast gera sér í hugar-
lund.
Það ipættu þeir vita vel, að
er
hver einasti íslendingur dáir og
elskar meir Jónas Hallgrimsson
og Bólu-Hjálmar, en andstæðinga
hans, er hann taldi „aumir.gja og
illgjarna, þá sem betur mega“.
Það er yfirleitt ekki hægt að
ginna íslendinga til fylgis með
sömu aðferðum og ómenntað
fólk erlendis. íslenzk alþýða vill
að listamennirnir fái laun verka
sinna.
Þeir „stjórnmálamenn“, sem
leggjast á móti þessu, hafa ekki
skilið hlutverk sitt og ekki lært
lögmál stjórnmálanna í landi
sínu. Þeir grafa sér sina eigia
gröf og hefta viðgang síns flokk*.
Mörg mætti nefna dæmin og
svara ýmis konar nærtækum
dylgjum, en þetta verður aS
nægja fyrst um sinn.
Reykjavík, 19. sept. 1959,
♦ ★
NB.: — Athugasemd þessl OT
skrifuð einkum vegna greinar í
Tímanum í gær.
Hlustað á útvarp
Flugusveppir
haia numið hér land
HVER sá, sem einhver
kynni hefur haft af sveppa-
gróðrinum á Norðurlönd-
um, hefur áreiðanlega
heyrt talað um flugu-
sveppa. En hvers vegna
um þá sveppa fremur en
aðra? Af þeirri einföldu
ástæðu, að sumar tegundir
af flugusveppaættkvíslinni
(Amanita) geta verið ban-
vænir til neyzlu.
Þegar danski sveppa-
fræðingurinn Poul Larsen
skrifaði um íslenzka
sveppa í Botany of Iceland
árið 1931, veit hann ekki til
þess að nokkur flugu-
gróðurrannsóknir fást hér-
lendis höfum rekizt á
flugusveppa á ferðum
okkar.
Það vakti því hjá mér
nokkra furðu, er ég alveg
nýverið fékk í hendur
flugusveppasendingu frá
sveppategund
landi.
vaxi á Is-
Geta or-
sakað œð
isköst og
ofsjónir
engar heild-
verið gerðar
hásveppum,
Síðan hafa
arrannsóknir
á íslenzkum
enda eigum við engan sér-
fræðing í þeirri grein. En
■ hvorki ég né aðrir sem við
Vestfjörðum, nánar tiltek-
ið frá Bjarkalundi í Reyk-
hólasveit. Reyndist tegund-
in vera: Amanita muscaria
og nefna Norðmenn hana:
Röd fluesopp. Sendandinn,
lafandi kraga. Ofan við
kragann er stafurinn slétt-
ur en neðan við hann með
smáu hreistri. Sveppakjöt-
ið er bragðlaust og lykt-
arlaust.
Bezta einkennið er hinn
sérstæði litur hattsins.
Sveppurinn er eitraður, en
þó ekki banvænn, eti
neyzla hans getur orsakað
æðisköst og ofsjónir.
Rauði flugusveppurinn
er algengur í birkiskógin-
um í Skandinavíu og hefur
fundizt allt upp í 1000 m
hæð í Dofrafjöllum. Hefur
tegundin sennilega borizt
hingað með trjáplöntum.
Væri æskilegt að skógar-
verðir landsins veittu því
eftirtekt hver á sínum
stað, hvort þessi varasami
gestur hefur tekið sér ból-
festu í þeirra umdæmi.
Ingimar Óskarsson.
Kvittað fyrir
Á VÍÐAVANGI Tímans 18. þ.m.
stendur þessj klausa:
„Á formannsárum Ólafs hef
Ur íhaldið eignast tvær ný-
lendur, Bændaflokkinn og
Lýðveldisflokkinn. Ólafur
beitti Bændaflokksnýlendu
sína hinni mestu hörku, skip-
aði þar fyrir verkum með
, harðri hendi og heimtaði að
þeir, sem stóðu uppi í hárinu
á honum yrðu gerðir útlægir“.
Síðan Bændaflokkurinn hætti
störfum hefur Tíminn við og við
verið að senda honum og ýmsum
Bændaflokksmönnum tóninn.
Þessar skoplegu aðfarir forráða-
manna Framsóknar sýna aðeins
sakbitna samvizku þeirra. Þeir
þurfa alltaf að vera að þvo sér
framan í kjósendur sína í bænda-
stétt út af afstöðu sinni til
Bændaflokksmanna og stefnu
þeirra. En þeim er þetta ekki
nóg, heldur nota þeir þessar
árásir sínar til ófræginda óvið-
komandi manni. Allt sem stendur
í tilfærðri klausu um viðskipti
Ólafs Thors við Bændaflokkinn,
eru hrein ósannindi og þvætting-
ur — ekta Tímasannleikur. — Ól-
afur Thors er harðskeyttur og
óvæginn andstæðingur, en miklu
meiri drengskaparmaður en mörg
af þessum ritfressum Tímans, og
er þetta þó ekkert hól um Ólaf.
I þessum ákafa sínum að niðra
Bændaflojcksmönnum verður
þeim á að gera Ólafi Thors að svo
miklum garpi að honum hafi tek-
izt það sem þeir sjálfir urðu að
gefast upp við, þ. e. að segja okk-
ur Bændaflokksmönnum fyrir
verkum. Máske er það þess
vegna að þeir hlupu úr stjórn,
nú síðast, frá öllum stefnumálum
sínum og létu Sjálfstæðisflokkn-
um eftir að róta svo £ kjördæma-
skipun landsins að bændur verða
miklu áhrifaminni á Alþingi en
áður. Eða — eru þeir bara að
þreifa um flipann á þingmanni
Austur-Húnvetninga Birni Páls-
syni og athuga hvort hann muni
líklegur að taka við mélunum, ef
þeir vildu freista þess að gera
hann dálítið bandvanan. Björn
var Bændaflokksmaður, hvað
sem hann er nú, og fyrir það náði
hann kosningu. Margir góðir
Framsóknarmenn höfðu reynt, á
undan Birni, að fella kappann
frá Akri, eftir að Jónas frá Hriflu
hafði hjálpað honum á þing 1933,
þar á meðal bróðir Björns, Hann-
es Pálsson, en hann bar sinn
pólitíska dauða í bak og fyrir,
eftir að hann snerist gegn Jóni
í Stóradal.
Öllum mistókst þeim þetta,
sem kunnugt er, þangað til
Bændaflokksmaðurinn kom, sá
og sigraði. Heyrzt hefur að Birni
Pálssyni finnist fátt til um for-
ustu Framsóknar og alla starfs-
háttu flokksins — og hugsi sér
að koma þar á breytingu. Von-
andi er að Birni takist þetta, en
„illt er að kenna gömlum hundi
að sitja“.
■ Reykjavík, 20. sept. 1959.
Hannes Jónsson
Tíminn hefur neitað mér um
pláss fyrir kvittun þessa, nema
með þeim breytingum sem ég
gat ekki fallist á. H. J.
Morgunblaðið telur sjálfsagt,
að birta þessa greip eftir Hannes
Jónsson fyrrv. alþingismann
óbreytta, þótt það sé ekki sam-
mála öllu, sem í henni stendur.
NÝLEGA var sagt frá bókaútlán-
um úr bæja- og sveitalestrarfé-
lögum. Það sem einkum vakti at-
hygli var það, hvaða höfundar eru
mest lesnir. Mig langar til að
láta það álit mitt í ljós, að ég
tel lítið mark á þessu takandi þar
sem börn og unglingar eru lang-
samlega flestir lántakendur. Ætti,
auðvitað, að fá sérstaka skrá yfir
þá sem væru yfir 16 ára aldur og
því mega teljast nokkuð orðnir
þroskaðir að bókmenntasmekk.
Annars má segja, að þessi smekk-
ur okkar íslendinga, sem þykj-
umst vera mikil bókmenntaþjóð
er all-einkennilegur að mörgu
leyti. Sumir sem skrifað hafa um
þessa greinargerð um útlán lestr
arfélaga og bókasafna hafa talið
að hin litla eftirsókn almennings
eftir ljóðabókum (t.d. vilja menn
varla líta við bókum Tómasar
Guðmundssonar sem þó má með
réttu telja ágætt skáld). Þetta
vilja ýmsir telja stafa af því, að
ljóðavinir kaupi bækur góðskáld-
anna. Ekki efast ég um að svo sé,
en hverjir eru „best sellers"
(mest keyptir)? Eru það ekki þau
Guðrún frá Lundi, Ragnheiður
Jónsdóttir, Stefán Jónsson? Um
hinn síðastnefnda má segja, að
hann er góður barnabókahöfund-
ur, en hefur ekki, ennþá, náð
tökum á öðrum gerðum skáldskap
ar. Guðmundur G. Hagalín er
eina stórskáldið sem mikið er
keyptur og mikið lesinn úr bóka-
söfnum. Um Laxness er það að
segja, að margir eiga bækur eft-
ir hann, en ég geri ráð fyrir að
helmingur þeirra er fær bækur
hans lánaðar til lesturs geri það
af því að hann hefur hlotið Nób-
elsverðlaunin.
★
Sagt var frá því í útvarpsfrétt
nýlega að væri von á 60 manna
hópi frá Peking-óperunni til
Þjóðleikhússins hér í nóvember,
og að USA ballettinn frægi, frá
New York, kæmi hingað bráð-
lega. Þessir tveir listamannahóp-
ar ,sem vafalaust eru í fyrsta fl.
í sínum listgreinum sýna fjórum
sinnum hvor. Þetta verð ég að
segja, að er vægast talað vafa-
samt, að fá þessa listamenn um
svo stutta stund. Aðeins fáeinir
útvaldir fá að sjá þá og heyra.
Ef ekki £ að verða tap á þessum
sýningum verður að selja að-
gang að leikhúsi þjóðarinnar dýrt
og efast ég ekki um að nægilega
margir eru svo efnaðir að geta
fyllt leikhúsið þessi 8 skipti sem
sýnt verður. Ef ódýrt er selt, hlýt-
ur að verða tap á þessum skyndi-
heimsóknum, tap sem þjóðin öll
borgar, einnig þeir sem ekki kom-
ast að. Þjóðleikhússtjóri hefur oft
áður móðgað meiri hluta þjóðar-
innar með því að skjótast hingað
með hópa ágætra listamanna er
aðeins láta sjá sig og heyra fáein-
um sinnum. Verður harðlega að
mótmæla slíkum vinnubrögðum.
í blaði þessu hefur verið hvatt til
þess að fá afbragðslistamenn til
þess að koma hér við og láta til
sín heyra í Lídó t.d., en Þjóðleik-
húsið má ekki nota til slíkra
skyndiheimsókna. Þjóðin öll á
það og á að háfa sömu réttindi til
afnota af því, en ekki fáir útvald-
ir.
Ég hlustaði lítið á útvarp fyrri
hluta þessarar viku. Þó heyrði ég
fróðlegt erindi er Júlíus Havsteen
fyrrv. sýslumaður flutti og nefnd
ist „Þegar Bretar tæmdu Norð-
ursjóinn". Voru þetta orð í tíma
töluð, nú er vér erum að berjast
um það að varðveita fiskstofninn
hér á grunnmiðum vorum, —
varðveita og vernda rétt okkar
fyrir ágengum fiskiflota stórþjóð
anna ,einkum Breta. Júlíus Hav-
steen hefur ætíð verið sannnefnd-
ur landvarnarmaður og aldrei lát
ið hjá líða að ganga rösklega fram
í landhelgismálinu, útvíkkun land
helginnar eða fiskréttindasvæði
því er okkur ber. Um eitt hefur
mig oft langað að spyrja fróða
menn: Þegar úr gildi gengu
samningar Dana við Breta frá sl.
aldamótum, af hverju gengu þá
ekki þegar í gildi aftur fyrri á-
kvæði um fiskilögsögu? Þetta
vilja margir vita, sem eðlilegt er.
★
Frá Húnvetningamóti á Hvera-
völlum hé.t langur útvarpsþáttur
er fluttur var 17. þ.m. Langfróð-
legasti kafli þáttar þessa var er-
indi Jóns Eyþórssonar um sögu
Hveravalla og Kjalvegar. Tókst
honum að koma ótrúlega miklum
fróðleik um þessar fjallaauðnir í
stutt mál, tiltölulega. Ég var dá-
lítið kunnugur á þessum slóðum
á unglingsárum mínum og hafði
það auðvitað áhrif á viðhorf mitt.
Greitt hefur Lárus á Grímstungu
riðið, er hann fór þaðan á 7 tím-
um til Hveravalla í sumar, hvíldi
að vísu í eirn tíma. Um þessar
heiðar og afrétti er gaman að
fara á hestum, en heldur er „ó-
rómantískara" að skölta það á
bifreiðum, það hef ég aldrei gert,
nema einu sinni Kaldadal og
þótti lítið til koma.
★
Samtalsþáttur Ragnars Jóhann
essonar við Jónas Tómasson tón-
skáld var fróðlegur. Jónas er
landskunnur ágætismaður og á-
hugi hans mikill á tónment. Hef-
ur hann varið ævi sinni að miklu
leyti til þess að bæta söng, semja
góð og falleg lög og tónverk. Jón-
as Tómasson ber höfuð og herðar
yfir fjölda manna, er þykjast
miklir listamenn og er hærra
hossað og meiri að líkamsvexti.
★
Smásagan eftir Hjalmar Söder
berg er Valur Gústafsson leikari
las 19. þ.m. var ótrúlega and-
styggileg frásögn um glæpa-
kvendi eitt. Þetta er aðeins frá-
sögn gersneydd öllum skáld-
skap og ótrúlegt að skáldið skyldi
láta slíkt frá sér fará og ennþá
ótrúlegra að útvarpið skyldi láta
lesa þetta upp.
Þorsteinn Jónsson.